Morgunblaðið - 13.01.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.01.1955, Blaðsíða 16
Veðurúíli! í dag: [ NA kaldi. — Þykknar sennilega i upp með V golu síðdegis. Styrjaidir Sjá grein á blaðsíðu 9. Kjölurinn að björgunarskútu Norðurlands lagður í gær Verður hleypt af stokkunum í vor MÖNNUM þótti veðrið í gær einkar táknrænt, er lagður var kjöl- ur að björgunarskútu Norðurlands í skipasmíðastöð Stálsmiðj- unnar. Á var „norðlenzk stórhríð“ og brunagaddur. Með vorinu á skipið, sem verður annað stálskipið, sem byggt er hér á landi, að renna af stokkunum. ÁLÍKA STÓR OG HERMÓÐUR Kjölurinn var lagður að skip- inu klukkan laust fyrir þrjú, og voru þar viðstaddir Pétur Sig- urðsson forstjóri strandgæzlunn- ar, Guðbjartur Ólafsson forseti Slysavarnafélagsins og Steindór Hjaltalín útgm., auk forstjóra og forráðamanna Stálsmiðjunnar, er var mættur sem fulltrúi Björg- unarskúturáðs Norðurlands. Kjölurinn að skipinu, sem verður álíka stórt og vitaskipið Hermóður, er smíðaður í tvenn pörtum, og var það fremri part- urinn, sem lagður var fyrst. í VOR Þeir Benedikt Gröndal og Sveinn Guðmundsson þökkuðu að lokum hlý orð og árnaðaróskir til Stálsmiðjunnar. Og án þess að tilgreina neinn sérstakan dag, sögðu þeir að á vori komanda myndi björgunarskútunni verða hleypt af stokkunum. Verkinu myndi verða hraðað, en fram að þessu hefur staðið á afgreiðslu efnis ytra. Kverlskeppn- AUSTFIRÐIR NÆSTI ÁFANGI Við þetta tækifæri flutti Guð- bjartur Ólafsson stutta ræðu og minntist þessa merka áfanga, en skipið verður jöfnum höndum notað til björgunar- og gæzlu- starfa við Norðurland. Hann minntist á þátt Slysavarnafélags- ins og hins mikla framlags þess með fyrsta björgunarskipinu, Sæ- björgu, er til landsins kom 1937. Hann vék og að góðri samvinnu Slysavárnafélagsins og Strand- gæzlunnar og bar fram ósk urn að hún mætti ætíð verða hin nán- asta og bezta. Og nú er röðin komln að Aust- fjörðunum, sagði Guðbjartur Ói- afsson. Björgunarskúta Aust fjarða er næsti áfanginn, er þetta skip siglir til gæzlustarfa við Norðurland. 200 LESTA SKIP HEPPILEGUST Pétur Sigurðsson forstjóri Strandgæzlunnar tók einnig til máls og ræddi um starfssvið hinna ísl. gæzluskipa. Hann kvað það nú liggja fyrir, að rekstur hinna smærri gæzlu- og björg- unarskipa, svo sem Sæbjargar og Maríu Júlíu, væri of mikill, vegna þess að skip þessi væru ekki af heppilegri stærð, og væri slit ó- venju mikið. Stærð þeirra skipa, sem heppilegust væru til slíkra starfa hér við land, væru 200 lesta skip, sem væru í hvívetna afkastamikil og fjárhagslega séð læppilegust. AUSTFIRÐIR OG BREIÐIFJÖRÐUR Hann kvaðst fagna ábendingu Guðbjartar Ólafssonar varðandi björgunarskútu Austfjarða, en kvaðst vilja nota tækifærið og benda á, að annar staður væri jafnaðkallandi, ef ekki meira að- kallandi, en það væri Breiðifjörð- ur. Þar hefur útgerð vaxið svo hin síðari ár, að nauðsynlegt er að hafa þar björgunar- og gæzlu- skip. mer í KVÖLD klukkan 8 fer hin svo- nefnda „Hverfakeppni“ í hand- knattleik fram að Hálogalandi. — Keppa þar í kvennaflokki lið „út- hverfanna“ gegn „Austurbæ“. í karlaflokki verða tveir leikir. — Milli „Kleppsholts" og „Austur- bæjar“ og á milli „Vesturbæjar“ og „Hl:ðanna“. Keppni þessi verður vafalaust mjög tvísýn og spennandi ekki síð ur nú en undanfarin ár. Hefur þessi keppni verið skemmtileg til breytni frá öðrum handknattleiks mótum, enda notið vinsælda eft- ir því: 29. og 30. b. m. er ákveðin bæj- arkeppni í handknattleik milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. — Verður keppt í öllum flokkum karla og kvenna. Keppt er um bikar, gefinn af Ásbirni Ólafssyni kaupm. — Að lokum þakkaði Pétur Sig- urðsson samstarfið við Slysa- varnafélagið og bar fram heilla- •óskir til Stálsmiðjunnar. Og hér skaut Steindór Hjaltalín því inn í, að vonandi myndi björgunar- skúta Norðlendinga renna af stokkunum fyrsta sumardag. Gat Pétur þess, sem dæmis um hve björgunarstarf varðskipanna væri nú orðið umfangsmikið, að á liðnu ári hefðu 130 bátar verið dregnir að landi vegna ýmiss konar bilana. 7-20 stigu frost Ðregur úr því í dag HÖRKUFROST var um land allt í gær, er frost var hvergi minna en sjö stig, en mest 20 stig í Möðrudal en þar þar stafalogn, en á sama tíma var aðeins fimm stiga frost á suðurodda Græn- lands. Hér í Reykjavík var hið mesta vetrarríki, austan sex vind stig með snjómuggu og skafrenn- ingi og 11 stiga gaddi. Á Akur- eyri var betra veður, suðaustan íveir og 13 stiga frost, á Blöndu- ósi og Sauðárkróki 14 stig. Á Loftsðlum og í Eyjum var 7 stiga frost. Viðást var 8—9 stiga frost. Menn ræddu um það, þar sem þeir hittust á förnum vegi í gær- dag, að dagurinn myndi vera sá kaldasti hér í bænum, sem komið hefði, á.m.k. fannst öllum það. Veðurfræðingar búast við að er kemur fram á daginn muni heldur draga úr frostinu. Fjölsóii og ónægjnleg órshótíð Sjólfstæðismanna ó Suðnrnesjom Keflavík 10. janúar. SÍÐASTLIÐIÐ laugardagskvöld var haldin hér árshátíð Sjálf- stæðismanna á Suðurnesjum. Hófst hún kl. 9 í Bíókjallaranum og var mjög fjölsótt. Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Keflavík, Friðrik Þorsteinsson setti hátíðina og bauð gesti velkomna. Sér- staklega bauð hann Ólaf Thors forsætisráðherra og frú Ingibjörgu Thors konu hans velkomin, en þau voru heiðursgestir samkomunnar. Kvaðst fcrmaðurinn vona að þessi samkoma yrði öll hin ánægju- legasta. in úi SKÁK, jan.—febr., er komið út. Efnisyfirlit: Haustmót Taflfélags Reykjavíkur — Akureyri sigur- vegari í vinabæjakeppni — Skák- ir frá Olympíumótinu — Skák- stig (grein eftir Aka Pétursson) — Stuttar skákir — Getrauna- skák — Einvígið Botvinnik— Smyslov —< Skákdæmi*— Skákir og fleira< . AVARP FORSÆTISRÁÐHERRA Aðrir þeir, sem ræður fluttu, voru Ólafur Thors forsætisráð- herra, sem ávarpaðl samkomuna. Var ræðu hans ágætlega fagnað að vanda. Guðmundur Guðmundss. spari- sjóðsstjóri mælti fyrir minni heiðursgestanna, forsætisráðherra og konu hans. Tóku allir Við- staddir mjög undir virðuleg og hlý orð hans og heillaóskir í garð f or sætisráðherrah j ónanna. Kristinn Hallsson söngvari söng einsöng við undirleik Fritz Weisshappel og var þeim þökkuð prýðileg skemmtun með miklu lófataki. Síðan var dansað. Skömmu eftir miðnætti flutti Ólafur Thors nokkur kveðjuorð. Að þeim loknum bað formaður félagsins gesti að hylla for- sæisráðherra og konu hans. Var það gert með ferföldu húrrahrópi og miklum fögnuði allra við- staddra: Þessi árshátíð Sjálfstæðismanna á Suðurnesjum fór hið bezta fram, var ágætlega sótt og öllum er sóttu hana til ánægju. — Ingvar. 4-6 lesfir hjá AKRANESI, 12. jan.: — 19 bátar voru á sjó ' gærdag. Á þeim, sem komnir eru að, mun afli vera 4— 6 lestir á bát. Fjórir eru enn 6- komnir. Norðan belging gerði er á daginn leið en þó var sæmilegt sjóveður. Ekki er gott að fullyrða um það, hvort minni fiskur er nú í Faxaflóa heldur en á sama tíma í fyrra, því að þá hófust ekki róðrar fyrr en 20. jan. — Seinni hluta desember og um ára mótin fer borskurinn er síast út af grunninu og heldur því áfram. Getur vel farið svo, að í næstu straumkveikju örfist aflabrögðin frá því sem nú er. Oddur. Kjölurinn lagður að björgunar< skipi Norðurlands í skipasmíða* stöð Stálsmiðjunnar. Kranarnie lyftu kjölstykkinu upp á kjöl< blokkina (steinstólpana). Á mynd inni hér til vinstri eru talið frá hægri: Benedikt Gröndal fram< kvæmdastj., Pétur Sigurðssoií forstjóri, Guðbjartur Ólafsson, forseti SVFÍ, Sveinn Guðmunds< son framkvstj., Steindór Hjalta< lín formaður björgunarskúturáðg Norðurlands, Agnar Norland skipaverkfræðingur og Jón Stein grímsson, vélaverkfræðingur. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)' Gífurleg vatns- eySsla rnidaii- I farnar kolda- | í nætor HITAVEITAN hefur vonuní framar staðið sig í kuldunum síð< ustu daga, og gæti komið notend< um sínum að enn meira gagni ef allir gerðu sitt til að gæta spar< semi í vatnsnotkuninni. Frá því að frost tók að herða, á laugardaginn var, hefur veriSS snerpt á vatninu í eimtúrbínu< stöðinni, svo það er 92 stiga heitt, er það kemur úr geymunum. —« Þarf því minna vatn til upphit< unarinnar en ella. Síðustu nætur hefur vatnsnotk< unin verið mjög mikil, svo að geymarnir á Öskjuhlíð hafa ekk| fyllzt og í gærdag tæmdust þeia alveg um kl. 3.30. Hefur nætur< rennslið, sem ekkert á að vera, farið upp í 200 sek.lítra, en alla fara til bæjarins 350 sek.lítrar. > Með því að fara að settum reglum og loka fyrir heita vatnið um nætur, og spara vatnið á dag< inn, gæti hitaveitan enn betuij þjónað hlutverki sínu, Heimdallur STJÓRNMÁLANÁM- | SICEIDIH FUNDUR verður í kvöld kl. 8,30 í Vonarstræti 4. Umræður verða um stjórnarskrármálið. — Öllum ungum Sjálfstæðismönnum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Fundur verður í fulltrúaráði Heimdallar annað kvöld kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu. Áríðandi mál er á dagskrá ög fulltrúar beðnir að mæta stundvíslega. Á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.