Morgunblaðið - 14.01.1955, Síða 1

Morgunblaðið - 14.01.1955, Síða 1
42. árgangur 10. tbl. — Föstudagur 14. janúar 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsinjs Brynjóifur Jóhannesson hyllfur Hammarskjölds beðið New York 13. jan. — Einkaskeyti frá Reuter. DAG HAMMARSKJÖLD var væntanlegur til bækistöðvar S.Þ. á miðnætti i nótt úr Pekingför sinni. Er komu hans beðið með eftirvæntingu, því að talið er að ekki líði á löngu þar til hann rýfur þögnina um árangur af heimsókn þessari til Rauða Kína. — ★ — Skrifstofa S.Þ. neitar enn að gefa nokkrar upplýsingar um ár- angurinn af viðræðum Hammarskjölds við Chou En-lai, en stjórn- málamenn bollaleggja mjög hver niðurstaðan hafi orðið. — ★ — Telja menn líklegt að Hammarskjöld hafi fengið loforð um að bandarísku flugmönnunum 11 verði gefið frelsi, en þó með nokkr- um skilyrðum. Það er t. d. talið að Kínverjar endurnýi kröfur sínar um að 35 kínverskir námsmenn í Bandaríkjunum fái heim- fararleyfi og e. t. v. fylgja einhver fleiri skilyrði. — ★ — Tilkynnt hefur verið að Hammarskjöld muni strax eftir komu sina til New York ganga á fund Henry Cabot Lodge fastafulltrúa Bandarikjanna hjá S.Þ. og greina honum frá því, hvernig tilraunin að frelsa bandarísku flugmennina hafi gengið. Brynjóifur Jóhannesson leikari var hylltur á frumsýningu „Nóa“ í fyrrakvöld, en hann hefur nú leikið hjá Leikfélagi Reykjavíkur i 30 ár. Hér á myndinni sést, er Lárus Sigurbjörnsson, form. L. R. ávarpar Brynjólf. Sjá leikdóm á bls. 9. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. Bandalcsg Ameríku-ríkjanna rannsakar atburði / Costa Rica Adenauer og Mendes ræða Saar-mdlið Fundur þeirra í Baden Baden í dag Ofsav@ðnr LONDON, 13. jan. — Geysi- legt hriðarveður og dimmt gekk yfir Bretlandsevjar og Norðurlönd í 'dag. — Berast fregnir af töfum og erfiðleik- um á samgangum vegna snjó- komu og hvassviðris. í Mið-Evrópu er hins vegar þýðviðri og heíur það valdið flóðum á láglendi, en skriðu- föllum í Sviss og Austurríki. Fregnir frá Skctlandi og N.- Englanui herma að hriðin hafi verið hin dimmasta í manna i«innam. Samgöngur í Skotlandi sícðvuöust allar að heita má uian borga. L’a- spennu- cg rafmagnsi'nur slitnuðu um gervallt landið. - m iui ALASUNDI, 13. jan. — Þar sem fárviðri ge^saði á s’Idarmiðrr'i- um við Noregsstrendur. snjó- koma og rok, veiddist engin sdd í dag. Liggja bátar allir í höfn og bíða þess að veður lægi. — NTB. Könnunarflugvélar þess sendar strax á vettvang San Jose og New York, 13. jan. Einkaskeyti frá Reuter. jíf ENNÞÁ eru allar fregnir af bardögum í Mið-Ameríku- ríkinu Costa-Rica í svo mikilli þoku, að bandalag Ame- ríku-ríkja hefur ákveðið að senda könnunarflugvélar á vettvang til að komast fyrir um hið sanna. \ Stjórn Costa Rica sakar Somoza forseta Nicaragua um að standa að innrás í landið, en Somoza hefur birt til- kynningu um að erjurnar í Costa Rifca komi honum ekki við. Hér sé eingöngu um að ræða innanlandsupp- reisn. Grunsamlegt þykir þó að nokkrar óþekktar herflug- vélar hafa komið inn yfir borgir Costa Rica og haldið uppi vélbyssuskothríð á götur þeirra. Þykir ljóst að þær flugvélar geti hvergi haft bækistöðvar innan landa- mæra Costa Rica, heldur séu þær utanaðkomandi. Saar-úlvarp SAARBRÚCKEN, 13. jan. — For- stöðumaður hinnar nýju einka- útvarpsstöðvar, sem reist hefur verið í Saar-héraðinu tilkynnti í dag, að útsendingar hennar myndu ekki trufla útvarpsstöðv- ar á neinum þeim bylgjulengd- um. sem ákvoðnar voru á útvarns ráðstefnunni í Kaupmannahöfn. Hins veyar sagði hann, að stöð- in myndi trufla útsendingar Luxemborgar-stöðvar á 236 kíló- riðum, en Luxemborg hefur út- varpað á þeirri bylgjulengd al- gerlega án heimildar frá útvarps ráðstefnunni. — NTB. TIL AÐ KOMAST AÐ ÞVÍ SANNA í ákvörðun Bandalags Ameríku ríkjanna um könnunarflug yfir Costa Rica segir, að könnunar- flugvélarnar verði vopnaðar, en þær muni í engu skipta sér af bardögum, sem þar fara fram. Hins vegar muni þær t. d. fylgja eftir hinum dularfullu árásarflug vélum, sem sveimað hafa yfir Costa Rica til að komast endan- | lega fyrir um það, hvar þeim sé lent. Verði ráðizt á könnunar- i flugvélarnar munu þær svara árásum með skothríð. BARIZT UM VILLA QUESADA í tilkynningu frá Figueres for- seta Costa Rica segir, að heima- varnarsveitir ríkisins haldi áfram bardögum gegn uppreisnarliðinu, sem komið er inn í landið frá Nicaragua. Hafa hersveitir stjórn arinnar aftur náð á sitt vald borginni Villa Quesada, sem upp- reisnarmenn höfðu áður á valdi sínu og tekið 25 til fanga. Stjórn Nicaragua hefur alger- lega neitað að hún standi á nokk- urn hátt að baki uppreisninni í Costa Rica. Segir hún að þar sé aðeins um að ræða innanlands- uppreisn gegn stjörn Figueres. 300 MANNA IIERLIÐ Fréttaritari New York Times í San Jose, höfuðborg Costa Rica, símar, að stjórn Costa Rica hafi aðeins sent 300 manna herlið á vettvang, en talið er að lið upp- reisnarmanna telji aðeins um 100 hermenn. DULARFULLAR FLUGVÉLAR Bækistöðvar Figueres-stjórnar- innar hafa tvisvar í dag orðið að þola loftárásir hraðfleygra tveggja hreyfla herflugvéla. — Segja talsmenn Costa Rica að herflugvélar þessar séu eign hers ins í Venesuela, en stjórn þess ríkis styðji uppreisnina fjárhags- lega. Hafna boði STOKKHÓLMUR, 13. jan. — Borgarráðv Stokkhólms hafnaði í dag boði borgarstjórnarinnar í Varsjá um að senda fulltrúa til að vera viðstaddan 10 ára minn- ingarhát'ð þess að Varsjá var lögð í eyði í bardögum í janúar 1945. Var það fellt með jöfnum atkvæðum, 6 á móti 6, en atkvæði forseta réði úrslitum. — NTB. París og Baden Baden 13. jan. — Einkaskeyti frá Reuter. AMORGUN, föstudag, hefst í Baden Baden í Vestur-Þýzkalandi viðræðufundur þeirra Adenauers og Mendés-France um fram- tíð Saar-héraðsins og einnig munu þeir ræða um aukin viðskipti milli Þýzkalands og Frakklands. MÓTSPYRNA ÞJÓÐVERJA Þá munu umræður forsætisráð- herranna um sameiginlega her- gagnastofnun Vestur-Evrópu- 100 þús. fasistar RÓM, 13. jan. — Þegar Grazi- ani, fyrrum hershöfðingja Mussolinis, var fylgt til grafar hér í borg, söfnuðust um 100 þús. manns saman til að heiðra minningu hans. Litið er á þessa jarðarför, sem stærstu samkomu ný-fasista eftir stríðið. Sterkt lögreglulið var viðbúið öllu illu, en jarðar- förin fór kyrrlátlega fram. — Reuter. Ein orðsending enn MOSKVA, 13. jan. — Rússneska stjórnin afhenti sendiherrum ríkja þeirra, sem aðild átti að Brússel-samningunum í dag orð- sendingu, þar sem varað er við staðfestingu Parísar-samning- anna varðandi takmarkaðan víg- búnað Þjóðverja og aðild þeirra að varnarsamtökum Vestur- Evrópu. — Reuter. VAR EKKI ÓSKEIKULL LONDON. — Tass-fréttastofan , rússneska hefur það eftir mið- stjórn rúsneska koúnistaflokksins, 1 að alvarlegar villur hafi undizt í bókinni „Das Kapital“ etir Karl . Marx. bandalagsins vekja geysimikla athygli. En tillögur . Mendés- France um þau efni hafa þótt mikil nýjung. Hefur honum tek- izt að vinna ítali til fylgis við þær, en hins vegar er búizt við að þær mæti mestri mótspyrnu einmitt hjá Þjóðverjum. MENDES MIKILS VIRTUR Harold King, fréttamaður Reut ers, símar að Mendés-France hafi mjög vaxið á áliti meðal þýzku þjóðarinnar upp á síðkastið. Er nú svo komið að flest eða öll stór- blöð Þjóðverja viðurkenna, að hann sé mikilhæfur stjórnmála- maður, sem gerir sér far um öðr- um fremur, að byggja tillögur sínar og samningsumleitanir á traustum grundvelli. SAMKOMULAG UM SAAR Hvað viðvíkur Saar, hinu lang varandi þrætuepli milli Frakka og Þjóðverja, náðist samkomulag um það í öllum aðalatriðum s.l. haust. Er samkomulag um að héraðið verði alþjóðasvæði og eru Frakkar og Þjóðverjar einnig sammála um að skipa brezkan ríkisborgara landstjóra í herað- inu, sem ráði þeim málum hér- aðsins er varða landvarnir og utanríkismál. BARATTA FVRIR SAMEININGU Það, sem aðilana greinir aðal- lega á um, er að Þjóðverjar vilja heimila stjórnmálaflokkum í Saar, að hafa uppi baráttu fyrir því, að Saar sameinist aftur Þýzkalandi, en Frakkar vilja að svo verði litið á, að hin nýja staða Saar, sem alþjóðlegs Evr- ópu-svæðis, hljóti að leiða til þess að slík stjórnmálabarátta verði útilokuð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.