Morgunblaðið - 14.01.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.01.1955, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 14. jan. 1955 liltifasiémaðiir fékk hlutdeild í inn- flutningshlunnindum útgerðar vegna sérstaks kfarasamningsákvæðis - Dóm ur Hæstaréttar ir JÆSTIRÉTTUR kvað nýlega upp dóm um það að vélstjóra ein- -11 um í Vestmannaeyjum skyldi reiknaður hlutur af uppbótar- greiðslu til útgerðarfélags, sem talin er stafa af bátagjaldeyris- hlunnindum. Hins vegar virðist með öllu óvíst af dóminum, hvort hið sama skuli gilda um sjómenn í öðrum verstöðvum, því að niðurstaða Hæstaréttar virðist byggð á ótienjulegu ákvæði í kjara- samningum í Vestmannaeyjum. — Skal nú skýrt nokkru nánar frá málavöxtum. ; FISKVERÐ TALIÐ OF LÁGT í upphafi ársins 1951 var vei’ð á fiski 75 aurar pr. kg af slægð- um þorski með haus. Útvegsmenn og sjómenn töldu verð þetta of lágt og höfðu útvegsmenn á orði, að þeir myndu ekki hefja útgerð að óbreyttu fiskverði, þar eð I fyrirsjáanlegt væri að útgerðin yrði rekin með halla. Voru því horfur á um skeið, að bátaútveg- lurinn myndi stöðvast. ; Varð þetta til þess að ríkis- stjórnin tók mál þetta til með- ferðar. Hafði bátaútvegurinn staðið höllum fæti í nokkur ár og stórar fjárhæðir verið greidd- ar úr ríkissjóði hans vegna bæði vegna ábyrgðar á fiskverði og einnig til niðurgreiðslu á útgerð- arkostnaði. GJALDEYRISHLUNNINDI — FISKVERÐ ÁKVEÐIÐ Að undangengnum viðtölum við forsvarsmenn útvegsmanna ákvað ríkisstjórnin að leggja inn á nýjar leiðir. Kvaðst hún myndi veita bátaútvegsmönnum ákveð- in gjaldeyrishlunnindi gegn því að þeir sæju sér fært að hefja út- . gerðina tafarlaust. Hlunnindin voru hinn svonefndi bátagjald- eyrir. Skv. þessu samþykkti Lands- samband íslenzkra útvegsmanna að fiskverðið skyldi þegar hækká um 21 eyri eða upp í 96 aura. HLUTUR GREIDDUR MEÐ 96 AURUM Á KG Nú kemur þar sögu að mótor- báturinn Erlingur II. var á vetr- arvertíðinni 1951 gerður út frá Vegtmannaeyjum. Lagði hann afla sinn upp hjá Vinnslu- og sölumiðstöð fiskframleiðenda í Vestmannaeyjum. Tók vinnslu- stöðin að sér að greiða aflann á hinu auglýsta verði — 96 aurum — og fékk jafnframt innflutn- ingsréttindi bátsins framseld. Á bátnum starfaði Guðjón Kr. Kristinsson, Urðarvegi 17, sem véjstjóri. Var hann á hlutasamn- itigi eins og tíðkast um sjómenn • á vetrarvertíðinni og þegar ver- tíðinni lauk var hlutur hans gerð ur upp og greiddur með hinu ákveðna verði — 96 aurum á kg. ) t 5% VIÐBÓTARGREIÐSLA “VEGNA INNFLUTNINGS- FRÍÐINDA En á árinu 1952 ákvað Vinnslu- s'toðin að færa félagsmönnum sínum til tekna 5% af viðskipt- í um þeirra á árinu 1951 til við- ; bótar við fiskverðshækkunina, sem áður getur. Eigandi mótorbátsins Erlings var félagsmaður Vinnslustöðvar- .inilar og kom í hlut bátsins kr. 24.786.00. Taldi Guðjón Kristins- son sig eiga tilkall til vélstjóra- hlutar úr þessari fjárhæð, eða samtals kr. 1.377.00. 2. GR. KJARASAMNINGS í VESTMANNAEYJUM Hann byggði kröfu sína á eft- irfarandi ákvæði (2. gr.) úr kjarasamningi Útvegsbændafé- lags Vestmannaeyja og Vélstjóra- félags Vestmannaeyja: „Sé um sölu á nýjum fiski að ræða til ísunar eða fryst- dngar, ber vélamanni sama averð og útgerðarmanni fyrir Jiinn selda fisk....“ HLUTI FISKVERÐSINS Taldi Guðjón að umrædd gteiðsla Vinnslustöðvarinnar til h.f. Erlings væri einn hluti af því sem stefndum „bar“ fyrir hinn selda fisk, og skipti ekki máli, hvort litið sé á greiðsluna sem venjulegar uppbætur eða sem andvirði innflutningsrétt- inda. í báðum tilfellum eigi hann samningsbundinn rétt til nefndr- ar fjárhæðar. Þegar mál þetta kom fyrir dóm, mótmælti stefndur h.f. Er- lingur því. Hann taldi að í samn- ingsákvæðinu fælist ekki annað en að vélstjórar eigi rétt til raun- verulegs fiskverðs eins og það er á hverjum tíma. Taldi stefndi að innflutnings- réttindin teldust ekki til fisk- verðsins og væru allt annars eðl- is og tilheyrðu bátaútvegsmönn- um einum. ÚTVEGSMÖNNUM TIL STYRKTAR Taldi hann að þau réttindi væru veitt bátaútvegsmönnum til styrktar og væru sambærileg við greiðslur úr ríkissjóði á útgerð- arkostnaði árin 1947-—50. Ætti stefnandi þvi aðeins rétt til hins raunverulega fiskverðs skv. aug- lýsingu L. í. Ú. VORU 96 AURAR TALIÐ ENDANLEGT VERÐ? Hann kvað það og ljóst að þegar í upphafi hafi bátaútvegs- menn litið svo á, að réttindin til- heyrðu þeim einum, því að öðr- um kosti myndi ekki hafa verið ákyeðin hækkun fiskverðsins eins og gert var meðan alger óvissa var um hvers virði innflutnings- réttindin kynnu að reynast. — Einnig sagði hann að sjómönnum hefði verið vel kunnugt um þennan skilning útvegsmanna, að hið auglýsta fiskverð væri endanlegt verð í skiptum þeirra við útgerðina og engum andmæl- um hreyft og ráðið sig fyrirvara- laust á bátana að því er þetta atriði snerti. Þessu andmælti Guðjón ákveð- ið. Hann benti á það að kaup útgerðarmanns á aflahlut sjó- manns væri, ef þetta hefði átt að gilda í algerri andstöðu við ákvæði 2. gr. kjarasamningsins og því óheimilt nema með sam- þykki viðkomandi stéttarfélags, en ljóst virtist að samþykki þess hefði ekki komið til. Ekkert lægi heldur fyrir um það að viðkom- andi stéttarfélag hefði samþykkt hið auglýsta fiskverð sem end- anlegt verð. Féllst undirréttur á þetta sjónarmið Guðjóns og taldi ekki unnt að fallast á það, að hann hefði með fyrirvara- lausri ráðningu á bátinn, firrt sig rétti til frekari greiðslu fyrir aflahlut sinn. Varð niðurstaða málsins í undirrétti því sú, að ekki yrði komizt hjá því að líta svo á, að stefnandi ætti rétt til hluta úr áðurnefndri greiðslu Vinnslustöðvarinnar til h.f. Erlings samkvæmt ákvæði 2. gr. kjarasamningsins. DÓMUR HÆSTARÉTTAR Þegar málið kom fyrir Hæsta- rétt staðfesti hann undirréttar- dóminn með þessum ummælum: „í skiprúmssamningi Guð- jóns Kristinssonar er um kaup hans vitnað til gildandi samnings, og er óvéfengt, að þar sé átt við kjarasamning milli Útvegsbændafélags Vest- mannaeyja og Vélstjórafélags Vestmannaeyja. Samkvæmt 1. gr. hans skyldi Guðjón fá til- tekinn hundraðshluta af afla bátsins. f 2. gr. samningsins segir að sé um sölu á nýjum fiski að ræða til ísunar eða frystingar, beri vélamanni sama verð og útgerðarmanni fyrir hinn selda fisk. Telja verður að fjárhæð sú, sem um er deilt í máli þessu og stafaði af gjaldeyrisfrið- indum bátaútvegsins, sé sam- kvæmt framangreindum samn ingum hluti Guðjóns af verði því, sem h.f. Erlingur fékk fyrir afla hátsins. Með skír- skotun til þessa og að öðru leyti til raka héraðsdóms ber að staðfesta hann. Sehröder vélameistari í togaranum Neumúnstcr í vélarúmi skips- ins. Hægra megin er aðalvélin 950 hestafla og vinstra megin auka- vélin 270 liestafla, báðar Deutz-dieselvélar. Hægt að tengja aílvél aðalvindu við skrúfu ðvenjulegl fyrirfcomulag á þýifcum fogara IGÆRMORGUN kom hingað til hafnar togarinn Neumunster frá Bremerhaven með bilaða aðalvél. En það þykir athyglisvert að hann gat bjargað sér til hafnar á aukavél, sem hægt er að tengja við aflskrúfu skipsins. ALIT L.Í.Ú. TELUR DÓMIIMIM AÐEINS GILDA UlVf VM-EYJAR OG AÐEINS VERTÍÐ 1951 MORGUNBLAÐIÐ sneri sér til Sverris Júlíussonar formanns Landssambands íslenzkra útvegsmanna og spurði hann, hvaða þýðingu hann teldi að Hæstaréttardómurinn hefði. EINGONGU VESTMANNA- EYJAR Sverrir benti á það, að um- ræddur dómur næði eingöngu til Vestmannaeyja og eingöngu til vertíðarinnar 1951. Taldi hann, að ekki væri hægt að draga ályktanir af þessum dómi um aðrara vert.íðir og því síður um aðrar verstöðvar, þar sem kaup- og kjarasamningar í þeim eru í ýmsu mjög frábrugðnir um- ræddum kjarasamningi í Vest- mannaeyjum, þar á meðal hvað viðvikur því samningsatriði, sem dómsniðurstaða valt á. TEKUR EKKI TIL ÁRANNA ’52 ÓG ’53 Ennfremur líta útvegsmehn svo á, að Hæstaréttardómurinn kveði ekkert á um, að andvirði innflut/iingsréttindanna komi til skiptár hvor&i í Véstmannaeyj- ÞURFTI EKKI BJÖRGUNARSKIP Aðalvélin bilaði skammt aust- ur af Vestmannaeyjum. Var það drifás fyrir olíudælur hennar, sem hafði brotnað. Þegar svo er komið er það oftast eina leiðin fyrir togara að fá björgunarskip til að draga sig til hafnar, en vegna sérstaks útbúnaðar á hin- um þýzka togara þurfti þess ekki, heldur gat skipið siglt fyrir eigin afli. TVÆR VÉLAR Þannig hagar til í togaranum, að í honum eru tvær Deutz- dieselvélar. Aðalvélin er 950 hestöfl, en minni vél er í skip- inu, sem er 270 hestafla og er fyrst og fremst ætluð til að knýja rafal fyrir togvindur skipsins. En hægt er að tengja þessa aukavél við aðaldrifás skipsins þegar þörf er á. GOTT FYRIRKOMULAG Schröder vélameistari togarans skýrði fréttamanni Mbl. frá því að þetta fyrirkomulag hefði gef- izt mjög vel. Hægt er að nota þennan aukamótor í neyð. Ef sterkur mótvindur er, þá er hægt að halda fullum hraða fyrir það með því að láta aukavélina hjálpa til og einnig er það þægi- legt, þegar verið er að draga vörpuna inn, að þessi aðalvél vinnur sjálfstætt, svo að ekki þarf að draga úr hraðanum. Hann skýrði frá því að togar- inn Neumúnster væri fyrsti tog- arinn, sem þannig er út búinn, en systurskip hans þrjú hafa einnig þennan útbúnað. Á gufutogurum er lítil gufu- vél yfirleitt í aflvindum skip- anna og þær knúnar gufu. Á dieseltogurunum er þessu yfir- Framh. á bí>- »» um né öðrum verstöðvum fyrir árin 1952 og 53, því að þegar samið var um starfsgrundvöll bátaflotans fyrir árið 1952, voru, þær breytingar gerðar á sam- komulaginu, er að dómi útvegs- manna taka af öll tvímæli um það, að andvirði réttindanna væri til ráðstöfunar fyrir útvegs- menn, og j>að væru heildarsam- J tök þeirra, L.Í.Ú., er gætu á- kveðið skiptaverð til sjómanna í byrjun hvers árs, eða með öðr- um orðum, löngu áður en kunn- 1 ugt er um söluverð aflans á er- lendum mörkuðum, né heldur hve miklu andvirði innflutnings- réttindanna næmi. AUGLÝST VERD LAGT TIL GRUNDVALLAR Útvegsmenn hafa á árunum 1952 og 1953 lagt til grundvall- Framh. á bls. 12 jr I. B. eykur kennsluna NÚ upp úr áramótunum hefur stjórn ÍR ákveðið að gera til- raun til að blása auknu lífi í fimleikaiðkun félagsins. — Heitir stjórnin á alla félagsmenn sína, karla og konur, að taka þátt í fimleikunum. Davíð Sigurðsson kennir í karlaflokki á mánudögum, mið- vikudögum og föstudögum kl. 9 síðdegis. Hefur Davíð um árabil kennt á vegum félagálns og stjórnað sýningarflokkum þess við ágætar undirtektir. Frú Sigríður Valgeirsdóttir hefur nú tekið að sér kennslu í kvennaflokki og hefur í hyggju að koma með ýmsar nýjungar — sem áður hafa ekki tíðkast í kvennaleikfimi hér. Einnig mun hún nota hljómlist við kennsl- una, en slíkt á nú auknum vin- sældum að fagna, Kennslan fer fram á mánudögum og föstudög- um og hefst klukkan 18,45. Hörður Rögnvaldsson kennir yngstu kynslóðinni, drengjunum. Kennslan í þeim flokki fer fram iimieikr. Sigríour Valgeirsdóttir. á þriðjudögum og föstudögum kl. 19,30. Þess er að vænta að ÍR verði vel ágengt í þessum fyrii’ætlun- um sínum, því að vissulega væri æskilegt að fimleikarnir ættil yfirleitt vaxandi fylgi að fagna | framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.