Morgunblaðið - 14.01.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.01.1955, Blaðsíða 11
Föstudagur 14. jan. 1955 MORGVNBLAiHÐ n Ingibjörg Cuðmunds- dóffir frá Hellatúni Oddur J. Bjamason skósmíðameislari. Hákon Einarsson — kveðjuorð Minningarorð NEÐARLEGA á Þjórsárbökkum er holt eitt, sem ber nafnið Burðarholt, þar mótar enn fyrir fornum bæjarrústum, því að fram á síðari hluta 19. aldar stóð þar bóndabær samnefndur holt- inu. í litla bænum Burðarholti fæddist fyrir 85 árum meybarn. Ingibjörg hét það, og var Guð- mundsdóttir en móðir litlu stúlk- unnar hét Ragnhildur. Nú er Bu.rðarholt aðeins til sem býli í hugum elztu kynslóðarinnar. Spor þeirra, er síðast bjuggu þar búi eru grasi gróin og litla stúlk- an, sem fyrst leit þar dagsins Ijós fyrir 85 árum hefur stigið hi nstu sporin. Fátæktin hafði orðið hlutskifti hjónanna í Burðarholti eins og tnargra annarra á landi hér, er kotbýlin byggðu á s.l. öld. Ingi- björg litla hlaut því það hlut- Bkifti að fljúga kornung úr hreiðri foreldrahúsanna til fjar- lægari staða. En ósýnileg vernd- arhönd fylgdi litlu stúlkunni úr föðurranni og fósturheimilið bjó henni líkn og skjól, sem hún minntist æ síðan gegnum æfiárin, með hlýjum huga og djúpri þakk- arkennd. Það var að Ölversholti í Holt- Um, sem bernskusporin lágu, um mýrarnar og holtin þar. Minntist hún oft ástríkra gleðistunda frá Uppvaxtarárum sínum í Ölvers- holti. Veru þær minningar merl- aðar mildi og hlýju og báru vott um sanna tryggð til æskuátthag- anna og samferðafólksins, sem hún lifði með í Holtasveit. En aftur lágu leiðir vestur á Þjórsár- bakka því að í Háfshól sleit hún skóm sinna ungdómsára. Frá Háfshól fluttist hún að Áskoti, en þar skein lífssól hennar heið- ust í hádegisstað og vermdi hana ylgeislum móðurástarinnar, þar sem hún eignaðist dóttur sína Margréti, sem úpp frá því var hennar lýsandi ljós á lífsleiðinni. Og þegar vinafólkið hennar flutt- ist frá Áskoti að Hellatúni fylgdi hún hópnum ásamt dóttur sinni. Við Ilellatún batt hún órofa tryggð, þar sleit hún orku og æfi. Glöð og reif gekk hún að hverju starfi, þrekið og orkan skyldu tæmd í grunn. Það var engin fórn of stór í þágu heimilisins í Hellatúni. Eftir að dóttir hennar fór að búa í Reykjavík dvaldi hún hjá henni og manni hennar á veturna, en þegar vorið kom og sunnan þeyrinn andaði hlýjum svala yfir sveitina hennar fyrir austan fjall kom hún ávallt á sínar dáðu fomu slóðir til að njóta sumarlífsins — gróður- ilmsins —- og til að leggja fram hjálpandi hönd við störfin í elsk- uðum vinahóp. Og nú þegar æfin þín er öll, geymum við vinirnir þinir frá Hellatúni minningar ljúfar og heiðar um vökukonuna, sem aldrei brást. Ég minnist þín Imba mín frá samveruárunum mörgu, þegar þú leiddir mig lít- inn dreng,- um vorlöndin hér heima, lékst þér með okkur krökkunum, sagðir okkur sögur og ævintýri og lézt svo að loknum leik fylgja hamingjuósk okkur til handa í litlu ljóði frá eigin brjósti. Mannsæfin líður, hún fellur áfram líkt og straumvatn og stöðvast þegar alfaðir ræður. En handan við elfuna miklu bíða ódáins löndin, ég er þess fullviss, að þar sé verk að vinna fyrir vökukonuna, sem ávallt vakti yfir velferð annarra. Ó. H. G. mAlflutnings- SKRIFSTOFA Einar B. GuSmundsson GuSlaugrur Þorláksson Guðmundur Pétursson Austurstræti 7. Símar 3202, 2002. Skrif stofutími: kl. 10—12 og 1—5 A BEZT AÐ ATJGLÝSA I WORGinvBLAÐINU ÍTSALA Netefni Dúkar Bútar * Stakar baðmottur 10—40% afsláttur Gardínubúðin LAUGAVEGI 18. Inngangur um verzl. Áhöld. IJngur maður óskast við léttan iðnað nú þegar. Hentugt fyrir mann, sem ekki getur unnið útivinnu. Tilboð sendist Mbl. merkt: „J E A —538.“ ODDUR J. Bjarnason er horfinn héðan af vettvangi mannlífsins og megum vér, sem áttum við hann skipti í sambandi við iðn hans minnast hans sem góðs og lipurs iðnaðarmanns. Má með sanni svo kveða að orði, að hann hafi verið óeigingjarn, enda mun hann ekki hafa hirt um að safna sér jarðneskum fjármunum. Oft ræddum við Oddur heitinn um ýmislegt eins og gerist og gengur og fræddi hann mig um marga hluti, enda var hann at- hugull og fróður um margt. Hafði hann margt reynt í skóla lífsins, sem áreiðanlega er bezti skólinn, þótt hann sé oft og einatt strang- ur.' Annars á þessi stutta ritsmíð ekki að vera nein dyggðaskrá. Oddi Bjamasyni var slikt fjarri skapi, enda var honum vel ljóst að dómar vorir mannanna eru oft og einatt byggðir á sandi og gerðir oftast til þess að þóknast mönnum. Og tilgangslítið er að þylja lof yfir oss látnum, því í raun og veru er allt slíkt hégómamál, þegar vér stöndum frammi fyrir hinum mikla og réttvísa dómara allra hluta. Orð þessi eiga að vera kveðju- orð frá oss, sem eignuðumst Odd að vini og samferðamanni á lífs- leiðinni Margt gleymist og fyrn- ist í þessum ófullkomna og fall- valta heimi. Hér er allt á hverf- anda hveli. Árin líða og straumur tímans heldur óðfluga áfram að renna. Árið 1955 er fyrir skömmu byrjað. í full sjötíu ár fékk Odd- ur heitinn Bjarnason þá náð af höfundi lífsins að megi lifa og starfa hér á meðal vor. Mér fannst ég ávalt auðgast af því, að hitta hann og finna að máli. Af þeim sökum langar mig til þess að koma þessum línum í blaðið, sem hinztu kveðju, þótt slíkt sé í raun og veru hégómi og fánýti. En minningin víst mun þó vaka eins og stendur í sálminum fagra. 11. janúar 1955 Ragnar Benediktsson. HÁKON EINARSSON, bóndi í Flatey á Breiðafirði er fæddur í Svefneyjum 12. ágúst 1891, og andaðist 2. jan 1955. Eg kynntist honum fyrst þegar ég var á fermingaraldri. Síðan hefur kunningsskapur okkar haldizt. Það má segja að ævi hans hafi verið hversdagsleg að mestu, en þó hefur hver einasti maður eitt- hvað til að bera, sem er meira og minna sérstætt, ef betur er að gáð, og vil ég í þessu sam- bandi minnast á það, sem vakti athygli mína á Hákoni Einars- syni. Hann var fyrst og fremst einn þeirra manna, sem ekki gat eign- azt óvin, og var það hans sér- stæða skapgerð, sem olli því, enda var hjálpsemi hans frábær. Hann var djarfur, hreinskilin, skapstór og fór ekki í manngrein- arálit. — Hann lét ekki hlut sinn fyrir neinum og hvikaði ekki frá sannfæringu sinni. Hann var vinur vina sinna í orðsins beztu merkingu og hafði sérstaka vanþóknun á allri sund- urgerð. Hákon Einarsson hafði næma tilfinningu fyrir náttúrufegurð, enda óvíða meiri fegurð en í Flatey. — Hann tók líka þá tryggð við Flatey, að honum fannst að þar ætti hann að eiga heima og hvergi annars staðar. Flatey hefur slíkt seiðmagn, sem þeir einir finna, sem þar hafa slitið barnsskónum. Ein vornótt í Flatey getur fært manni þann unað, sem aldrei gleymist. Flestum mönnum öðrum frem- ur lagði Hákon sig fram til þess að fórna kröftum sínum fyrir sína ágætu konu og börn, sem hann lagði sinn metnað í að láta líða sem bezt og láta heimili sitt ekki vanta neitt af því, sem tök voru á að veita en lét sér í léttu rúmi liggja með sjálfan sig. Barngóður var Hákon með af- brigðum og nutu þar góðs af annara börn til jafns við hans. Síðast, þegar fundum okkar Hákons bar saman, var hann á heimili Maríu dóttur sinnar, og auðvitað var hann með eitt dótt- urbarnið sitt í fanginu og lék við það eins og faðir, sem fagnar fyrsta barni sínu, enda veit ég það fyrir víst, að mörg eru nú börnin, sem sakna Hákonar Ein- arssonar. — Börnin eru ef til vill beztu vinirnir, sem menn eiga. Það er einkum fyrir tvennt, sem ég stend í þakkarskuld við Hákon Einarsson. Öll þín velvild og hjálpsemi í minn garð og míns fólks og síðast en ekki sízt þín glaðlega og uppörvandi fram- koma — að koma svo oft mér og öðrum í gott skap, þegar eitt- hvað var þungt fyrir fæti. Sá, sem hefur þann eiginleika að geta glatt og uppörvað sam- ferðamenn sína, hefur unnið þeim ómetanlegt gagn, annað hvort vit- andi, eða óvitandi þess, að gleð- in er það bezta, sem veröldin á til. Nú er æviskeið þitt á enda og að baki þér mikið erfiði, margir erfiðir dagar og lika mörg ó- gleymanleg ánægjustund með þinni ágætu konu og börnum, sem nú eru eftir á „ströndinni" og syrgja þig og reynist þáð svo að annað líf betra þessu taki við eftir þetta, sem við vonum, þá átt þú eftir að fagna ástvinum þínum aftur í eilífri gleði, þegar þar að kemur. Og nú munu börn- in þín, sem farin eru á undan hafa fagnað þér og boðið þig velkominn til landsins, þar sem sorgir og þrautir þekkjast ekki. Böðvar Pétursson. Kærar þakkir KVENFÉLAG Akraness hefur haldið þeirri fallegu venju á und- anförnum árum að bjóða eldra fólki bæjarins til sameiginlegs fagnaðar einu sinni á ári. Sam- komur þessar, sem hafa verið haldnar í janúar, hafa verið veL’ sóttar og öllum viðstöddum til mikillar ánægju, enda hafa konurnar lagt sig mjög fram til að gera öllum stundina sem gleði ríkasta. 5. janúar s.l. hélt kvenfélagið uppteknum hætti í stóra salnum í Hótel Akranes. Gat að líta stór- an hóp kominn þangað í boði fé- lagsins. Þar var glatt á hjalla, mikið sungið, spilað og stiginn dans. „Ógleymanleg stund“, hafa hinir mörgu sagt, sem hafa beðið mig að koma á framfæri inni- legu þakklæti sínu til Kvenfé- lagsins. Ég geri það hér með. Kvenfélagskonur, verið bless- aðar fyrir það, sem þið hafið verið fyrir samborgara ykkar. Jón M. Guðjónsson. EGGERT CLAESSEN og GtSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmenn, Þór»hamri við Templaraeund. Sími 1171- I ALLT FYRIR KJÖTVERZLAWÍR lóiiii' KTntiia- Grctlijjólu 3. sim* 80360. j Hörður Ólafsson Málf lutningsekrifatof a. Laagavegi 10. - Simar 80332. 7673 kóútsala Hlargar gerðir af kvenskóm seljast með mjög miklum AFSLÆTTI 3JJur Lf. Austurstræti 10 .5ÍÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.