Morgunblaðið - 14.01.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.01.1955, Blaðsíða 16
Veðurúfilit í dag: [ NA-gola, bjartviðri. Frost víða j 10—15 stig. 10. tbl. — Föstudagur 14. janúar 1955 Hemingway Sjá grein á bls. 7. Eif! berklahæli nægir -1 óefni komið á geðveikrahælinu Úr skýrslu rikisspítalanna um starfsemi þeirra á árinu /954 SKRIFSTOFA ríkisspítalanna hefur látið gera yfirlit um starf- semi sjúkrahúsa þeirra og hæla, sem ríkið rekur, en þau eru nú sjö talsins, með samtals 747 sjúkrarúmum. f yfiriitinu er þess getið að meðaitalsfjöldi sjúklinga á dag í sjúkrahúsum þessum hafi á árinu 1954 verið 791,7. Við iestur skýrsulnnar kemur í ljós að Kleppsspítalinn og fæðingardeild Landsspítalans eiga við mjög ónógan húsakost að búa. Sem kunnugt er, þá er hafin viðbótar- bygging við Landsspítalann. Aftur á móti fækkar ört tölu sjúk- linga á báðum berklahælunum. Þykir sýnt að framundan hljóii að vera rýming annars þeirra, þar sem eitt verður nægjanlegt. LANDSSPÍTALINN Skýrsla þessi hefst á allsherjar yfirliti um sjúklingafjölda árið 1954, á hverjum hinna einstöku spítala og hæla. í Landsspítalan- um þar sem eru 180 sjúkrarúm er meðaltal sjúklinga á dag 190,6. Þar er legudagafjöldinn að með- altali á sjúkling 18,1. Þess er að gæta að Fæðingardeildin er hér talin með og færir mjög niður töluna. LANGLEGUSJÚKLINGAR ÚR LANDSSPÍTALANUM Varðandi legudagafjöldann má geta þess að þar er mikill fjöldi langlegusjúklinga, en á þessu mun verða breyting áður en langt um líður. í hinni nýju heilsu- verndarstöð Reykjavíkur og í Sjúkrahúsinu og Sólvangi verða sérstakar deildir fyrir langlegu- sjúklinga. Alls komu í Landsspítalann á árinu 3.667 sjúklingar og heim- fararleyfi fengu 3.587. f Landsspítalanum létust á ár- inu 77 manns. í röntgendeild spítalans komu alls 10.587 sjúk- lingar. Þar af voru röntgenskoð- anir rúml. 8.900. VÍFILSSTAÐAHÆLI OG KRISTNES í Vífilsstaðahæli eru sjúkrarúm in 198 segir í skýrslunni, og með- alfjöldi sjúklinga þar á dag er 173. Þangað komu á árinu 162 sjúklingar og þaðan fóru 193. Sex sjúklingar létust í hælinu á árinu. Norður á Kristneshæli eru rúm fyrir 73 sjúklinga og þar er meðalfjöldi á dag 64 sjúklingar. Þangað komu 39, en fóru 51. Þar lézt aðeins einn maður. ATHYGLISVERÐAR TÖLUR Mjög athyglisverður saman- burður fæst, þegar gerð er athug- un á meðaltali berklasjúklinga á Vífilsstöðum á árunum 1939—’54. Árið 1949 er meðaltalið 210, 1951 200. Árið 1953 er hún komin nið- ur í 185 og blaðinu er kunnugt um að nú í ársbyrjun er talan komin niður í 140. Varðandi Kristnes er meðal- talsfjöldi sjúklinga þar nú 55. af 44 í sjálfri Fæðingardeildinni. En þangað komu alls á árinu 2.063 konur og börn. Fæðingar þar urðu alls 1558 og voru tví- burafæðingar 20. 791 sveinbörn fæddust og voru 15 þeirra and- vana og meybörn voru 787 og 17 andvana. FÁVITAHÆLIN Á fávitahælunum í Kópavogi og á Kleppsjárnsreykjum eru rúm fyrir 52 sjúklinga og voru þau fullskipuð allt árið og kom- ust færri að en vildu. Suður í Kópavogi er nú langt komið bygging nýs fávitahælis fyrir konur og er það tekur tíl starfa mun hælið að Kleppjárns- reykjum verða lagt niður. Það sem fyrir er í Kópavoginum er eingöngu fyrir karla. Tala holdsveikra sjúklinga er nú komin niður í 6 og lézt einn á árinu, en enginn bættist við. Spör eiHi heifa vafaiS SPÁÐ er áframlt<ildL.udU frosthark- um og fólk á hita.vcitu»v«c&«tu ætli að taka honduux saxuau um a3 spara Iieita vatr.ið *\o v-ecu i'ötig eru á. T. d. þarf aó. tal-a Í jrír mcð j öiiu, að vatu sé- látið strvvrasa inn i húsin um naUux. Ilitaveitan skýiði biaðfea wo. frá i gærkvöldi, að klœfckati t.ti'ívga 2 í gær heíð’u alíir geymarnii-« ívskju- | hlíð verið tómlr «Snir. V*r því i mjög viða vatndaiut á [aitavcitu- | svæóin s.ðtlegis í ga'v. i ___________________ i ! SVO lítil síld var fryst til beitu, að sums staðar vantar beitusíld með öllu. Er nú í ráðí að á þessu verði ráðin bót mað því að flytja inn norska síld. Beitunefnd hefur tílírynnt, að á laugardaginn verði útgeiðarmenn að hafa ákveðið sig í beítukaupum. Er ekki talið ósennilegt, að fluttar verði inn 10—15 þúsund tunnur beitusíldar. 6D færeyskir I DAG er Gullfoss væntanlegur að utan, en á heimleiðinni hafði skip- ið viðkomu í Þórshöfn í Færeyji^n, til þess að taka þar færeyska sjó- menn, sem ráðnir hafa verið hing- að á fiskibáta og togara. — Voru 60 þeirra ferðbúnir, er Gullfoss kom til Þórshafnar, og koma þeir með skipinu kl. 4 í dag. En full- trúar útgerðarmanna munu ráða milli 200—800 Færeyinga. <v- Baráttunni gegn berklaveikinni hér á Iandi hefur miðað svó vel áfram, að spurningin um hvort ekki sé rétt að taka Kristneshæli til annarra nota er nú mjög ofariega á baugi. — Þcssa mynd af heilsuhælinu í Kristnesi tók ijósmyndari Mbl. úr flugvél í sumar. Aður en langt um líður hijóta heilbrigðisyfirvöldin að taka ákvörðun um hvað gera skuli við berklahælin og spurningin er þá sú, hvort ekki muni vera rétt að flytja sjúklingana af Kristnesi til Vífilsstaða og taka Kristnes- hæli til annarra afnota t. d. sem geðveikrahæli. Því á Kleppi, sem er stærsta sjúkra-1 hús landsins með 270 sjúkra-! rúm, var meðaltalsfjöldi sjúk- linga á dag, í fyrra á ári, 303. Þangað komu 142 sjúklingar og þaðan fóru 144. Má öllum ljóst vera af þessum tölum, hve brýn og knýjandi nauð- syn er á fleiri sjúkrarúmum fyrir geðveika menn. FÆÐINGARDEILD í Fæðingardeild Landsspítal- ans og kvensjúkdómadeild henn- ar eru alls 54 sjúkrarúm og ,þar Frosthörkurnar ná suður um Evröpu -J\ulÁar etnrucj ENGU verður nú um það spáð, nær muni draga úr frostunum, þótt nokkuð hafi úr þeim dregið hér á landi í gærdag. Klukkan sex í gærkvöldi var 7—10 stiga frost með ströndum fram, en í innsveit- um 12—16 stiga frost, en þá mæld- ist mest frost á Þingvöllum og í Möðrudal 19 stig, en í gærmorg- un var 28 stiga frost í Möðrudal, og mun ekki hafa fyrr á þessum vetri og ekki heldur í fyrravetur hafa mælzt svo mikill kuldi hér á landi. Veðurstofan skýrði Mbl. svo frá í gærkvöldi, að hinn kaldi pólar- ÍdandaríLjanam vindur lægi allt frá Grænlandi og suður um Norðurlönd og allt til Mið-Evrópu. — í gærkvöldi var ekki ákaflega kalt í Scoresbysund, „aðeins“ 11 stiga frost. Þá voru 14 stig hér í Reykjavík og í Stokk- hólmi 10 stig. Frost var sex stig norður á Jan Mayen, tvö stig í Skotlandi og í Þýzkalandi var hiti um frostmark. 1 Danmörku eru miklir kuldar og fannkomur. Vestur í Bandaríkjunum eru einnig kuldar um þessar mundir, en svalt pólloftið frystir allt suðúr að Los Angeles. SJÓSLYSIÐ ÚT AF VESTFJÖRÐUM Þessi mynd er af vélbátnum Súgfirðingi, hér í Reykjavíkurhöfn, tekin daginn sem eigendur hans á Suðureyri, Óskar Krist jánssom og fleiri tóku við bátnum, í októbermánuði síðastl. — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. Tveir hásetar á stjórnpalli en skipstjóri í kortaklefa Sjcpróí á ísafirði í gær og Sialda áfram í dag ísafirði, 13. janúar. SJÓPRÓF hófust kl. 10 í morgun, vegna slyssins, er vélbáturinn Súgfirðingur var sigldur niður út af Súgandafirði í gær. Mætti skipstjóri Súgfirðings, Gísli Guðmundsson fyrstur í réttinum og gaf skýrslu um slysið, en síðan mættu þeir tveir skipverjar á Súgfirðingi er af komust. Var skýrsla Gísla samhljóða viðtali því, er birt var við hann í Morgunblaðinu í dag. VAR Á STJÓRNPALLI ÞREM MÍN. ÁÐUR EN SLYSIÐ VARD Eftir hádegið í dag mætti skip- stjóri enska togarans fyrir rétt- inum. Skýrði hann svo frá, að hann hafi lagt af stað kl. 5.40 um morguninn og stefnt í aust-norð- austurátt. Hafi hann svo gengið til svefns. Kl. 10 um morguninn hafi hann aftur komið upp og verið á stjórnpalli þar til þrem mínútum áður en slysið varð. ásamt tveimur hásetum sínum. SÁ EKKERT í RATSJÁNNI Hafi hann þá farið inn í ratsjár klefann og litið í ratsjána, sem þá hafi verið stillt á þriggja mílna svið. Kvaðst hann ekkert hafa séð í ratsjánni. Hafi hann síðan skipt henni yfir á 45 mílna svið til þess að athuga stöðu skipsins. ST YSID UM GARÐ GENGIÐ Úr því hafi hann heyrt hring- ingu frá vélarsímanum, en þegar hann hafi komið fram, hafi slysið þegar átt sér stað. Skipstjórinn staðfesti, að skyggni hafi verið hálf til ein míla. SÁ BÁTINN UM LEIÐ OG ÁSIGLINGIN VARÐ Einnig mættu í réttinum þeir tveir hásetar, sem voru á stjórn- palli togarans, þegar slysið varð. Sagðist annar þeirra hafa staðið við opinn glugga bakborðsmegin, en ekki hafa séð neitt til bátsins. Hinn hásetinn kvað sig hafa stað- ið við stýrishjólið. Taldi hann sig hafa séð bátinn rétt í því að ásiglingin varð. Hafi hann þá þeg ar beygt á stjórnborða en þá hafi togarinn verið kominn það nærri bátnum, að það hafi verið um seinan. Sjópróf stóðu yfir í allan dag og verður þeim haldið áfram í fyrramálið. — Jón. r Anægjulegur nýjársfagnaður Sjálfsfiæðiskvennafél. Hvafar SJ ÁLFSTÆÐISKVENN AFÉL AGIÐ HVÖT hélt nýjársfagnað sinn í Sjálfstæðishúsinu s. 1. miðvikudagskvöld. Var fjöl- menni mikið á samkomunni sem var í alla staði hin náægjuleg- asta. Mættu þar félagskonur ásamt mönnum sínum og vinkonum og má segja að andi áhuga og einingar hvíldi yfir samkomunni allri. GÓÐ SKEMMTIATRIÐI Samkoman hófst með því að spiluð var félagsvist og var hvert borð setíð við spilamennskuna sem var hin ánægjulegasta. Að henni lokinni var úthlutað mjög góðum verðlaunum. ÁVARP FORMANNS Að því loknu ávarpaði formað- ur Hvatar, frú Guðrún Jónasson, samkomugesti. Hvatti hún félags- konur til að standa vel saman og vera vel á verði fyrir hags- munamálum Sjálfstæðisflokks- ins. Ef allir stæðu sem einn mað- ur.í þeirri baráttu mundi öllum vel vegna. Var gerður góður róm ur að máli formanns og hann hylltur óspart með lófataki. DANSAÐ TIL KL. 1 Eftir ávarp formanns var sezt að sameiginlegri kaffidrykkju. Að lokum var stiginn dans til kl. 1. Má áreiðanlega fullyrða að samkomugestir skemmtu sér hið bezta og fóru heim glaðir og ánægðir. ÞRÝSTILOFTSBÍLAR DETROIT. — Ford-verksmiðjurn- ar tilkynntu, að þær hefðu byrjað tilraunir með bila, sem knúnir eru þrýstiloftshryflum af túrbínu-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.