Morgunblaðið - 18.01.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.01.1955, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. jan. 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. XT^íXi—, ÚR DAGLEGA LÍFINU Neyða;É?ræði Framsóknar FLESTIR kannast við orð hins gamla fornrómverska stjórn- málamanns, sem endaði allar ræður sínar í öldungaráðinu á þessa leið: Annars legg ég til að Kartagóborg verði eyðilögð. Hafi formaður Framsóknar- flokksins eitthvað lært af þess- um löngu liðna stjórnmálamanni, þá er það þetta, að enda allar sínar ræður svo að segja á sömu setningunni, en hún er á þessa leið: Annars er núverandi stjórn- arsamstarf neyðarrúrræði. Hlýðnir sínum pólitíska hús- bónda leika stjórnmálaritarar Tímans þetta sama lag. Þetta stjórnarblað klifar á því sýnkt og heilagt að núverandi ríkis- stjórn sé fullkomið neyðarúræði, „vinstri stjórn“ sé það, sem koma skal. — Störf og framkvæmdir þess- arar ríkisstjórnar teljast því neyðarúrræði samkvæmt skoð un Hermanns Jónassonar og skoðanabræðra hans. Með öðrum orðum: Það er neyðarúrræði að vinna að því markvíst og skipulega að allir landsmenn — jafnt útnesja- maðurinn sem afdalabúinn — fái raforku til afnota á næstu ára- tugum. Það er neyðarúrræði að vera með í ríkisstjórn, sem vinnur að því að koma upp sementsverk- smiðju, svo að landsmönnum verði tryggt þetta nauðsynlega byggingarefni. Það er neyðarúrræði (að dómi Framsóknar) að lækka skatta á lágum tekjum um 29%. Maddaman telur það neyðar- úrræði að gera sparifé skatt- frjálst og örva með því spari- fjársöfnun landsmanna. „Bænda“-flokkurinn Framsókn telur það neyðarúrræði að fram- lengja löggjöf nýsköpunarstjórn- arinnar um fjárframlög til land- náms, nýbygginga og endurbygg- inga í sveitum. Það er ekki nema eðlilegt að flokkur hins fyrrverandi bónda á Undirfelli telji það fullkomið neyðarúrræði að styðja þá ríkis- stjórn, sem hjálpar hundruðum einstaklinga um land allt til að eignast þak yfir höfuðið. Haftapostular Framsóknar telja það auðvitað neyðarúrræði að vinna að auknu frelsi í við- skiptum. Þeir sakna skömmtun- arseðlanna, sem þeir ætluðu að gera að innflutningsleyfum. Og síðasta neyðarúrræðið, sem stjórnarflokkurinn Framsókn verður nú að hlíta er að lækka örlítið bátagjaldeyrinn og vinna þannig að minnkandi dýrtíð í landinu. Hér hafa af handahófi verið talin átta atiiði, sem núverandi ríkisstjórn hefur unnið að. Þetta eru neyðarúrræðin sem Tím- inn gerir svo að segja daglega að umræðuefni í dálkum sínum til þess að þóknast formanni flokks síns og skoðanabræðrum hans. Hingað til hefur Tíminn haldið því fram, að þetta neyð- arbrauð verði Maddama Fram- sókn að eta unz pínulitli flokk- urinn er þess umkominn, að ganga með henni í stjórnarsæng- ina. En nú hefur flokksformað- urinn komið auga á úrræði, sem færir þetta fyrirheitna takmark dálítið nær. Hann hefur sett upp svofellda lík- ingu um úrræði, ekki neyðar- úrræði, — Framsóknar um Hún er stjórnarmyndun. svona: Framsókn -f- kratar -(- Þ jóð- vörn+H kommar=samfylk- ing „umbótaaflanna“=vinstri stjórn“ undir forustu Fram- sóknar. KosJir samkeppninnar ÞEIR, sem kunnugir eru úti á landi, vita, að víða eru kaupfé- lögin algerlega einráð um verzl- unina í hinum smærri þorpum og fámennari byggðarlögum. Þó eru frá þessu nokkrar undantekn ingar, m. a. Vík í Mýrdal og Vestur-Skaftafellssýsla. Þar hafa verzlanirnar alltaf verið tvær. Fyrst var þar lengi kaupfélag og kaupmannsverzlun. Nú um nokk- urra ára skeið hafa þar starfað tvö kaupfélög. Hafa þau bæði aðsetur í Vík en útibú munu vera víðsvegar úti um sveitirnar. j ★ í Hvernig hefur þetta reynzt í framkvæmd? Hversu hefur þetta tveggja kaupfélaga fyrirkomulag gefizt hinum dugmiklu og fram- takssömu bændum í Skaftafells- þingi? Að því er virðist hefur það reynzt ágætlega. — Þessi tvö félög, Verzlunarfélag Vestur- Skaftfellinga og Kaupfélag Skaft fellinga starfa þarna hlið við hlið, vitanlega í samkeppni — þar sem bæði þessi fyrirtæki hljóta að kosta kapps um það að veita félögum sínum og viðskipta- mönnum sem hagkvæmust kjör og bezta þjónustu. Félagar í Verzlunarfélaginu virðast hæst, ánægðir með sitt fyrirtæki og fagna því að hin gamla, góð- kunna kaupmannsverzlun skyldi halda áfram í þessu formi. — Þá virðast kaupfélagsmenn vera, næsta fúsir á að draga fram kosti og ágæti sinnar verzlunar. ★ I Svona vel þoknast og þjona þau fólkinu kaupfélögin, sem starfa hlið við hlið austur í Skaftafellssýslu. Svona vel njóta þau sín í samkeppninni bæði tvö. Þetta er meðlimum þeirra beggja vel ljóst. Á þessu eru ekki vakin athygli vegna Skaftfell- inga, heldur til þess að vekja athygli fólksins í ýmsum öðrum fámennari byggðarlögum lands- ins á þessum eftirtektarverðu staðreyndum. — Eins og fyrr er sagt er því svo háttað víða, að kaupfélagið er einrátt um alla verzlun og öll viðskipti. Það tek- ur við öllum afurðum og kemur þeim í verð og það sér um alla útvegun á aðkeyptum vörum. Fólkið á tæpast annara kosta völ heldur en hlíta þeim kjörum, sem kaupfélagið býður. Það hefur enga aðstöðu til að bera verzlun- arkjör sín saman við kjör ann- arra og þeir sem við kaupfélög- in vinna hafa ekkert aðhald, þurfa ekki að óttast neina sam- keppni, vita að fólkið hefur ekki á annan stað að flýja með við- skipti sín. Þessvegna er rík ástæða til þess fyrir alla þá, sem við slík verzlunarskilyrði eiga að búa að hugleiða hvort ekki er rík ástæða fyrir þá að leita ann- arra úrræða. Það dæmi, sem hér hefur verið nefnt um verzlunina hjá hinu dugmikla fólki i Skaftafellssýslu gefur áreiðanlega ástæðu til þess. ALMAR skrifar: SINFÓNÍUTÓNLEIKAR SUNNUDAGINN 9. þ. m. var út- varpað frá Þjóðleikhúsinu tón- leikum Sinfóníuhljómsveitarinn- ar undir stjórn Róberts A Ottó- sonar, en einleikari með hljóm- sveitinni var fiðlusnillingurinn Isaac Stern. — Á efnisskránni voru þessi tónverk: Forleik- ur að söngleiknum „Leikhús- stjórinn" eftir Mozart, Fiðlu- konsert í e-moll eftir Mendels- sohn og Sinfónía nr. 4 í d-moll eftir Schumann. Þessi forleikur Mozarts er stuttur, en fögur og skemmtileg tónlist með frábæru handbragði snillingsins og gerði hljómsveitin verkinu hin ágætustu skil. Fiðlukonsertinn er eina verkið þessarar tegundar, sem Mendels- sohn hefur gert. Var konsertinn fyrst leikinn opinberlega í Leip- zig í marz-mánuði 1845. Einleik- ari var þá Ferdinand David, einn af fremstu fiðlusnillingum síns tíma, en hljómsveitarstjóri var danska tónskáldið Niels V. Gade. Hafði Mendelssohn samið konsert inn með tilliti til Davids, enda tileinkaði hann þessum vinisinum og samverkamanni. Síðan eru lið- in rúm hundrað ár, en ennþá er Jrá átvarpimi í óícjuótiL uilwi þetta fagra og rómantíska tón- verk eitt af vinsælustu verk- um sinnar tegundar. — Isaac Stern lék konsertinn af undur- samlegri snilld, enda er hann stórkostlegur listamaður, gædd- ur afburða leikni og andagift og talinn í fremstu röð núlifandi fiðlusnillinga. — Hann mun hafa komið hingað á vegum Tónlistar- félagsins, eins og svo margir aðr- ir frægir tónlistarmenn, sem við höfum átt kost á að heyra hér. Á þetta ágæta menningarfélag miklar þakkir skilið fyrir frá- bært starf sitt um áratugi og þann mikla dugnað og áræði er það hefur sýnt með því að fá hing að í fámennið marga af mikil- hæfustu tónlistarmönnum heims- HAMLET ENN AÐ kvöldi þessa sama dags feng- um við aftur að heyra „Hamlet“ í útvarpinu, — og að þessu sinni leikritið í heild, en það hafði skömmu áður verið flutt þar í tvennu lagi. Vakti sú tvískipting með réttu allmikla óánægju margra hlustenda. En þó held ég að óánægjan hafi orðið enn meiri , út af því að leikritið var endur- ; tekið. Ég verð að játa, að ég er I ekki einungis sammála því, að hæpið hafi verið að endurtaka „Hamlet", heldur lít ég svo á að misráðið sé að útvarpa slíku leikriti, því að það er fyrst og fremst leiksviðsverk, eins og danski leikarinn og leikstjórinn Timroth benti hér réttilega á fyr- ir nokkrum áruni er hann setti „Hamlet" hér á svið, og nýtur sín því alls ekki í útvarpi. VeU andi ólznpar: Um starfsfólk og yfirmenn AKAFLEGA er það misjafnt — sagði maður einn við mig fyrir skömmu síðan, hvernig at- vinnurekendur og yfirmenn koma fram við starfsfólk sitt. „Hann er góður starfsmaður — eða: hún vinnur vel“ — slíka við- urkenningu þykir hverjum starfs manni í hvaða stöðu sem er, vænt um að fá hjá yfirboðurum sínum. — En — hugsa þeir síðarnefndu yfirleitt út í það, hvernig starfs- fólkinu fellur samstarfið við þá? — Auðvitað er þetta mjög mis- jafnt. Hjá einu fyrirtækinu er allt starfsfólkið eins og ein fjölskylda, þar sem forstjórinn er í senn hús- bóndinn og húsmóðirin, ef svo mætti að orði kveða. Annars staðar skiptist þetta í tvennt þannig að forstjórinn stendur einn gegn öllum öðrum, sem starfa við fyrirtækið. Rangt hugsað. ÞEGAR' þannig er í pottinn bú- ið, er það oftast vegna þess að yfirmaðurinn gerir sér hreint og beint far um að halda frá sér starfsfólki sínu, stundum af ein- skærum merkilegheitum og f?k' . hroka, stundum af hræðslu við að undirmenn hans kynnu að gera sig of heimakomna, ef hann kæmi fram við þá nokkurnveginn eins og jafningja sína. En þetta er svo algerlega rangt hugsað. Samstarf á hvaða sviði sem er verður að byggjast á gagnkvæmri virðingu og tillitssemi allra þeirra, sem að verkinu vinna. Yfirmaðurinn, sem er þegjandalegur og stirfinn og sífellt gerir sér far um að minna á, að það er hann, sem er yfir en hinir fyrir neðan hann, gerir fyrirtæki sínu meira tjón en gagn með slíkri framkomu, honum helzt ekki á starfsfólki sinu, styrkur fyrirtækisins verð- ur minni fyrir bragðið." Á skautasvelli í tungskini. ÞAÐ var heldur en ekki fjör í tuskunum á Tjörninni nú yfir helgina, allt á fleygiferð, treflar og peysur og húfur í öll- um regnbogans litum, Glaðir hlátrar, hróp og skröll fyllti ískalt vetrarloftið yfir þess- um óskabletti Reykvíkinga. Þarna voru strákar, sem ýttu tunnu á undan sér, þeir juku hraðann og allt fór á fleygiferð — að sjá til strákanna! — Svo báru þeir tunnuna á land, rétt fyrir framan Slökkviliðsstöðina og héldu út á ísinn aftur og brunuðu áfram á skautunum sínum. Fátt er það, sem maður að- hafðist í æsku, sem lifir Ijósar í minningunni heldur en skauta- ferðirnar. — Eltingaleikurinn, síðastaleiðurinn — og svo að skauta stóra hringi með fram bakkanum og leiða stúlkuna i rauðu peysunni með hvíta trefil- inn. Það var haldizt í hendur, spjallað saman, sæl og glöð á skautasvelli í tunglskini. Fram með skautana. EN hví ekki í dag? Hversvegna ekki að draga fram skautana og renna sér út á svellið — skítt með harðsperrurnar! — og njóta þeirrar sömu ánægju og þegar maður var yngri að árum. Skauta íþróttin er íþrótt fyrir okkur öll, ekki nein sérstök „barna- eða unglingaíþrótt", sem við full- orðna fólkið ættum að iðka miklu meir heldur en við gerum. — Og svellið biður þessa dagana, og alltaf, þegar frost er. Um ánægj- una þarf ekki að spyrja. ■— Gamall skautamaður." -----------------7 Betri er smár fiskur en tóm- ur diskur. EINSONGUR | EINARS STURLUSONAR EINAR STURLUSON söng mánu ( daginn 10. þ. m., nokkur lög með , píanóundirleik Fritz Weisshapp- , els. Einar hefur góða tenor-rödd, ekki mikla, en vel þjálfaða og I hann er söngvinn í bezta lagi. Fór hann mjög vel með lögin, sem hann söng, en þó einna bezt, að mér fannst, með „Maria Wiegenlied" eftir Reger. ÚTVARPSSAGAN NÝJA LESTRI útvarpssögunnar „Brotið úr töfraspeglinum”, eftir Sigrid Undset, er Ragnheiður Sigurðar- dóttir las, er nú lokið. Sagan er ágætt skáldverk og lestur Arn- heiðar varð æ betri eftir því sem á leið. Er nú hafinn lestur nýrrar útvarpssögu og hefur verið valin skáldsagan „Vorköld jörð“ eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson, rithöfund, en Helgi Hjörvar les. Enn er lest- urinn skammt á veg kominn og , verður því sagan ekki rædd hér að sinni. TÓNLISTARFRÆDSLA DR. PÁLS ÍSÓLFSSONAR DR. PÁLL ÍSÓLFSSON flutti fjórða erindi sitt í þessum fræðslu þætti þriðjudaginn 11. þ. m. — Nutu hlustendur nú sem áður I ágætrar leiðsagnar hans um „hinar víðáttumiklu lendur orgel- tónlistarinnar frá 15. til 18. ald- ar“, eins og hann komst að orði. Lá nú leiðin um Holland, Norður- og Suður-Þýzkaland og Dan- mörku. Kynnti hann okkur mestu orgelmeistara og tónskáld þessara landa á umræddum tíma og lék lög eftir þau. Það yrði of í langt mál að rekja hér til hlítar j þetta stórfróðlega og skemmti- j lega erindi dr. Páls og verð ég ’■ því að láta mér nægja að nefna I aðeins nöfn þeirra orgelmeistara, ! er hann talaði um, en þeir voru 1 þýzka tónskáldið Paulus Hofheim er (f. 1459, d. 1537), hollenzki orgelmeistarinn og tónskáldið 1 Jan Pieters Sweelinck (f. 1562, ^ d. 1621), lærisveinn hans, Þjóð- verjinn Samuel Scheidt (f. 1587, d. 1654), suður-Þjóðverjinn Jo- han Pachelbel (f. 1653, d. 1706), danski orgelmeistarinn og tón- skáldið Dietrich Buxtehude (f. 1637, d. 1707) og þýzka tónskáldið Vincent Lúbeck (f. 1654, d. 1740). Allir höfðu þessir miklu meistar- ar geisimikil áhrif, ekki aðeins á tónlist samtíðar sinnar, heldur einnig langt inn í eftirtímann. — Þannig eru alkunn þau miklu áhrif er Buxtehude hafði á meist- arann Bach. Þessi fræðsluerindi dr. Páls hafa verið eitt af því ágætasta, sem útvarpið hefur flutt hlustend um sínum, í senn skemmtileg og lærdómsrík. Vil ég þakka Páli þær ánægjustundir, sem hann hef ur veitt mér og mörgum öðrum, með þessari fræðslu sinni. BRAUTRYÐJANDA MINNST Á KVÖLDVÖKUNNI s.l. fimmtu- dagskvöld flutti Jóhann Þ. Jós- efsson, alþingismaður, stutt en ágætt erindi um hinn merka Framh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.