Morgunblaðið - 18.01.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.01.1955, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 18. jan. 1955 MORGVHBLAÐIÐ 11 1 AKUREYRARBRÉF Þessi mynd er tekin í Landsbankanum daginn sem sparif jársöfnunin hófst og sýnir hóp barna við eina gjaldkerastúkuna í bankanum, þar sem börnin bíða eftir að röðin komi að þeim, svo þau geti lrgt fyrsíu krónurnar inn á bankabókina. Ljósm. H. Teitsson. 1 ' StiO anna gengur agæde«;a r EFTIRFARANDI greinargerð frá Sparifjársöfnun skóla- barna, hefur Mbl. borizt, en þar er gerð grein fyrir því hvernig þessi merka starfsemi hefur farið af stað. Það hefir mikið verið um það spurt, hvernig vegni þeirri ungu starfsemi, sem nefnd hefir verið Sparifjársöfnun skólabarna, hver sé sú reynsla, sem fengist hafi, og hver árangur. Hefur því þótt rétt að birta eftirfarandi greiftargerð. HEFUR GENGIÐ MJÖG VEI, í stuttu máli getum vér sagt, að starfsemin hafi í heild gengið mjög vel og raunar betur en vér bjuggumst við. Vér teljum, að flest öll börn um land allt. á barnaskólastigi, hafi nú fengið 10 kr. gjöf frá Landsbanka íslands, eins og til var ætlast, og munu að lokum öll fá hana. Flest munu börnin vera búin að stofna spari- sjóðsbækur, til 6 mánaða eða 10 ára, og má í því sambandi geta þess, að sparisjóðsbækur til 10 ára eru sennilega fleiri en upp- haflega var búist við. Ekki eru nákvæmar tölur fyrir hendi um það, hversu mikið fé hefur verið lagt inn í þessar sparisjóðsbækur, en það fé mun þó nema verulegri upphæð. Sparimerki hafa verið seld í öllum barnaskólum kaupstað- anna, einnig í barnaskólum nokk- urra þorpa og svo í mörgum inn- lánsstofnunum víðsvegar um land. Sala sparimerkjanna hefir yfirleitt gengið prýðisvel. Sú sala hófst ekki fyrr en um veturnæt- ur, og þá aðeins í nokjírum skól- um. En all víða ekki fyrr en um og úr miðjum nóvembermánuði, svo að reynslutíminn er allur mjög stuttur. Það er því ekki við því að búast, að sjáanlegur árangur sé mikill. HIÐ UPPELDISLEGA MARKMIÐ Ennþá liggur lítið fyrir af töl- um, sem ástæða er til að birta, og sem vænta má enn minna af þeim upplýsingum, sem meira virði eru og einkum er stefnt að, en það er hið uppeldislega markmið þessarar starfsemi. Þó er nú vit- að, að ekki óverulegar fjárhæðir eru nú komnar á vöxtu í inn- lánsstofnunum, sem ella hefðu sennilega farið aðrar og óþarfari leiðir, og að fjöldi barna hefir á þann hátt kynnst sparisjóðsbók, sparisjóði og banka, og sum þeirra þá kannske eignast þann skilning á fjármunum, að ekki sé alveg sjálfsagt að eyða hverj- um eyri jafnóðum og aflað er. En þetta er meginatriði þessa máls, sem þó verður naumast unnið að með árangri nema með einskon- ar verklegri kennslu, og því er sjálf söfnunin nauðsynleg. Mælt er og af kunnugum, að sælgæis- kaup barna hafi minnkað. Framh. af bls. 9 aði ég söngnám tojá frú Skilongz, en hún var þekkt óperusöngkona frá bæði Berlínaróperunni og Stokkhólmsóperunni og hafa nokkrir ísiendingar verið nem- endur hennar. Báðar þessar kon- ur eru rússneskar og mjög góðar hvor á sínu sviði. — Og hvernig var þetta svo með kostnaðarhliðina? — Ég get ekki svarað því til í fljótu bragði hvað ég hef lagt í mikinn kostnað við allt leiknám- ið, en það er orðið mikið. Allt, sem ég hef unnið mér inn frá því ég byrjaði fyrst að læra hefir farið í þetta og nú er ég komin í skuldir. Ég hef nú stundað nám í fjögur ár erlendis af síðastliðn- um átta, en unnið á milli, en því er sem sagt öllu eytt og meiru til. Styrkur sá, sem ég hefi feng- ið, mun svara til fjögurra mán- aða uppihalds, og er þar innifal- inn bæði sá styrkur, sem ég fékk meðan ég var í Svíþjóð og líka í Danmörku. — Þú hefir orðið að lifa spart, er ekki svo? — Jú, víst er um það. Maður hefir lifað eins spart og mögulegt syngur og móðir mín leikur a hljóðfærið. Fyrst í stað var píanó- ið mér frekar leikfang en náms- tæki, en þegar ég var níu eða tíu ára fór ég í tíma til frú Jórunn- ar Geirsson og nam hjá henni í nokkur ár, en síðan fór ég á tón- 11—90 KRONUR A BARN Af upplýsingum frá skólunum, sem þegar eru fyrir hendi, má hefir verið. Borðað eins lítið og ráða, að þar hafi verið seld merki hægt hefir verið að komast af fyrir á fjórða hundrað þúsund ineð og yfirleitt haldið í hvern krónur. Þar eru skólar með frá eyri í lengstu lög. 11 krónum á barn að meðaltali til 90 króna, en þó flestir með 30—40 krónur á barn að meðal- j tali. Þetta er mikil söfnun, miðað við erlenda reynslu, þar sem hér er ekki nema um 1—lpómánaðar starf að ræða. Auk þessarar merkjasölu, sem fram hefir farið — Hvað er svo að segja um framtíðina? — Hún er alveg óráðin, nema rétt næstu vikur. Hún er sem sagt enn aðeins skráð í stjörnun- um. Ég hef verið ráðin til þess að setja upp ,,Skugga-Svein“ austur í Vík í Mýrdal, en ég er í skólunum, hafa svo ýmsar inn- þar á vegum Bandalags íslenzkra lánsstofnanir selt börnum spari- leikfélaga. Nú vantar aðeins merki, en ekki er vitað nú hve fleiri tækifæri til þess að sjá til miklu það nemur, og heldur ekki hvers maður er nýtur og til hvers það fé, sem lagt hefir verið inn í maður er búinn að eyða öllum gjafabækurnar án merkja, en það þessum tíma og peningum. er án efa talsvert. Má því með Að loknu ánægjulegu rabbi, sanni segja., að verulegar fjár- kveðjum við Ragnhildi með ósk npphæðir hafi bætzt við suarifé um ag ; stjörnunum liggi ánægju barnanna á þessum stutta tíma. leg skrá um hlutverk hennar Geta má þess, að Landsbanki hgegj a sviði lífs og listar. íslands lie'ir á hessum tíma selt og látið af hendi í umboðssölu til kennara og innlánsstofnana spari merki fyrir um 920 þúsund krón- ur. f þessu sambandi viljum vér bera fram þakkir til skólanna fyrir ómetanlega aðstoð þeirra. Ennfremur ber að þakka innláns- stofnunum, sem lagt hafa fram mikla aukávinnu við að koma þessu starfi á laggirnar. KAFLAR ÍJR BRÉFUM Segja má með sanni, að þessi nýjung hafi unnið hug og hylli almennings í landinu, og börnin hafa fagnað þessari tilbreytni. Bsdði í viðtölum og bréfum hefir þetta komið skýrt í ljós. Skulu hér að lokum birt nokkur sýnis- horn þessara ummæla úr bréfum, sem borist hafa, og eru þau tekin víðsvegar að, en ekki nefnd nöfn. Eru það kennarar eða skólanefnd armenn, sem eiga eftirfarandi ummæli: „. .. . Ég vil nota tækifærið og færa bankanum þakkir fyrir þessa virðingarverðu tilraun til að vekja almennan skilning á sparnaði og ráðdeild. Þess er vissulega þörf .... .... Þökkum svo hérmeð kær- komna sendingu.... .... Ég vil taka það fram, að mér er mjög ljúft að vinna með forgöneumönnum þessára sam- taka að því að vekja áhuga barn- anna á ráðdeild og sparnaði .... .... Mér er ánægja að geta þess, að þessari nýbreytni var tekið með miklum fögnuði af ALLT MOTLÆTI ÞROSKAR Við skulum nú bregða okkur niður í bæ og heimsækja aðra unga listakonu. Hún dvelur einn- ig á heimili foreldra sinna, og hefir, eftir því sem hún segir sjálf, borðað heil ósköp, hvílt sig vel og sofið mikið um jólin, eða allt frá því hún kom heim eftir fjögurra ára dvöl í konungs- ins Kaupmannahöfn. Við hittum fyrir aðeins tuttugu og fjögra ára stúlku. Hún er í síðbuxum, hvat- leg og óþvinguð í framkomu, en mjög aðlaðandi. Við höfum á til- finningunni að á bak við skýr augun sé heill hafsjór tóna, heill heimur, er við hlökkum til að fá að skyggnast ofturlítið inn í, þeg- ar við verðum þess aðnjótandi að hlusta á hana leika á píanóið, sem að öllum líkindum verður innan skamms. — Hvar stundaðir þú nám þitt? — Það var á Konunglega danska tónlistarskólanum. Ýmis fríðindi eru þvi fylgjandi að stunda þar nám, svo sem ókeypis miðar á konserta, samskipti og samleikur með öðrum nemend- um o. fl. sem að gagni má koma við námið, umfram það sem ann- ars væri í einkatímum. Annars byrjaði ég nám hjá Haraldi Sig- urðssyni píanóleikara í Höfn og fór frá honum til náms í skólann, en þar dvaldi ég fjóra vetur, og fékk að ljúka náminu eftir þann tíma, en annars tekur það venjulega fimm vetur. — Hvernig stóð á því að þú börnunum. Mér virðist einnig, að fórst að leika á píanó? — Ég byrjaði hjá mömmu þeg- ar ég var sex ára gömul. Það sem hefir sennilega mest dregið mig að píanóinu var líkamleg vanheilsa, sem olli því að ég gat ekki fylgst með jafnöldrum mín- um við leiki þeirra. Á heimili Þetta hefir gengið með mínu er söngur og hljóðfæraleik- Framh. á bls. 12. ur mikið stundaður. Faðir minn þessi starfsemi eigi að mæta mikilli velvild og skilningi hjá aðstandendum barnanna .... .... Börnin tóku þessari nýj- ung yfirleitt með mikilli gleði, og mun mega vænta góðs árang- urs af henni _____ GuSrún Kristinsdóttir. listarskólann í Reykjavík og var þar 1944—45. Aðal kennari minn þar var Árni Kristjánsson píanó- leikari. Þá fór ég til Ameríku, en ekki samt til þess að stunda tón- listarnám, heldur til lækninga. 1949 fór ég svo til Danmerkur og þar hef ég dvalið síðan, nema hvað ég hef komið heim í fríum. Eitt sumarið kom ég þó ekki heim í frí, enda leiddist mér þá mikið. — Og að loknu námi hélzt þú konsert úti. Hvernig var hann til kominn? — Það er metnaðarmál allra þeirra, er halda áfram námi við skólann, eftir að hafa staðist próf að loknu fyrsta árinu, sem er einskonar reynsluár, að ná að ljúka svonefndu „diplom“-prófi. Þetta próf gefur nemandanum réttindi til þess að halda opin- beran konsert, sem kostaður er af skólanum að öllu leyti. — Og ætlarðu svo að sigla aft- ur og nema meira? — Mig langar til þess að fara t. d. til Vinar eða London, en ég verð nú hér heima í minnsta kosti ár eða svo áður. — Og hvað er svo framundan hér? — Ég geri ráð fyrir að halda konsert í Reykjavík í byrjun næsta mánaðar, og um svipað leyti- mun ég sennilega halda konsert hérna í bænum, en síðan. er óráðið hvað ég tek mér fyrir hendur. — Hvaða tónskáldum heldur þú mest af, svo að svo erfið sþurning, sé lögð fyrir þig? — Því á ég bágt með að svara. Ég held mest af hiiiurn eldri „klassikkerum" og ég get ekki neitað að þeir hafa meiri áhrif á mig heldur en hinir yngri. Mér finnst oft dálítið erfitt að skilja yngri tónskáldin, eða síðari tíma tónskáldin, og verk sumra þeirra finnst mér aðeins vera hávaði, alveg meiningarlaus. — Hvað segir þú um jassinn? — Mér finnst gaman af sumu í honum, ef það er ekki alltof villt, en mér er ómögulegt að leika hann sjálf. Skoðun mín er sú að erfitt sé eða ómögulegt að ná góðum árangri í báðum greinun- um, bæði jass og klassikk. — Hvert telur þú verða að vera meginboðorð þess, sem ætl- ar að ná frama í píanóleik? — Að vinna og vinna mikið. Það hefir verið sagt að vilji menn. ná í þessu miklum frama kosti það 5% hæfileika og 95% vinnu. — Hafa veikindi þín ekki háð þér við námið? — Nei, þvert á móti. Þau hafa einmitt orðið þess valdandi að ég hef haldið mig meira að píanóinu, einkum og sér í lagi fyrr, þar sem ég gat ekki fylgt jafnöldrum mínum i leikjum þeirra. Og mín. skoðun er sú að allt mótlæti þroski mann og geri manni í rauninni gott, svo framarlega að það sé ekki svo mikið að það sé óyfirstíganlegt. Við yfirgefum Guðrúnu Krist- insdóttur með óskum um árang- ursríka hljómleika. Okkur finnst með sjálfum okkur að konu með jafn þroskaðri lífsskoðun hljóti að farnast vel. Vignir. LEIÐRETTING Á LAUGARDAGINN misritaðist í fyrirsögn í Mbl. að skaðabóta- kröfur vegna sjóslyssins út af Vestfjörðum hefðu numið 3,2 millj. kr. Þetta átti að vera 2,3 millj. kr., eins og einnig kom fram í sjálfri fréttinni. JBaivirlci Góður rafvirki óskast. Vesturgötu 2 — sími 80946. BR0TTF0R m.s. „GuIlfoss“ frá Reykjavík er frestað til miðvikudagsins 19. janúar kl. 5 síðdegis. HI fíMSKIPAFÉLAG ÍSLIDS Iðituðarhúsitæði 100—150 fermetra iðnaðarhúsnæði óskast helzt á 1. hæð eða í kjallara. Uppl. í síma 80659.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.