Morgunblaðið - 18.01.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.01.1955, Blaðsíða 16
Veðurúlli! í dag: Norðankaldi, léttir til. 13. tbl. — Þriðjudagur 18. janúar 1955 Akureyrarbréf á bls. 9. Bruninn á Suðureyri: Tjonið metið á aðra millj. cn þó minna en biiizt var við Skyndilega lygndi og bjargaðí það frystihúsínu SUÐUREYRI, 17. jan. TJÓN ÞAÐ, sem hlauzt í fiskimjölsverksmiðjubrunanum hér á Suðureyri á laugardagskvöldið, nemur talsvert á aðra milljón króna. Var það sem skemmdist og eyðilagðist tryggt fyrir þessa upphæð. — Hraðfrystihúsið varð ekki fyrir neinu brunatjóni, og tekur það til starfa á miðvikudaginn, er vinnusalir hafa verið hreinsaðir. VARÐ ALELDA A SKAMMRI STUNDU Þegar eldsins varð vart í þaki 'fiskimjölsverksmiðjunnar, um klukkan 6.30 síðd., var hér storm- ur af suðaustri, og varð þakið alelda á skammri stundu. Var Vittast mjög að eldurinn myndi læsa sig í hraðfrystihúsið, sem var áfast við, en brunagafl á milli. Meðan beðið var eftir hjálp slökkviliðsins frá ísafirði, sem Hermóður flutti, tóku hér þátt í slökkvistarfinu allir, sem vetl- ingi gátu valdið. Konur og börn veittu ómetanlega aðstoð. Eftir um það bil hálftíma lægði storm- inn skyndilega, en um líkt leyti féll þekja fiskimjölsverksmiðj- unnar niður í húsið. Við slökkvistarfið var unnið af miklum dugnaði, en er allt stóð í björtu báli í vinnusal, kváðu við nokkrar mjög kröft- ugar sprengingar er gas- og súr- efnishylki sprungu. Nötruðu þá xúður í næstu húsum. Eftir að logn var komið, gekk slökkvistarfið greiðlega. Og um Uukkan 10 um kvöldið, en um svipað leyti kom Hermóður, hafði fólkinu tekizt að ráða nið- urlögum eldsins í fiskimjölsverk- smiðjunni. VÉLAR STÓRSKEMMDAR EÐA ÓNÝTAR .Ég hefi átt tal við fram- kvæmdastjóra ísvers h.f., Óskar Kristjánsson, sem sagði, að þó tjónið hefði orðið mikið, hefði blessunarlega tekizt að bjarga hraðfrystihúsinu, og fisklandanir þyrftu því ekki að stöðvast neitt •eða minnka. Fiskimjölsverksmiðj an er svo illa farin, að það mun taka tvo til þrjá mánuði að end- urbyggja hana. Útveggir voru úr steini, en allar vélar eru ýmist stórskemmdar eða ónýtar; og all- ar rafleiðslur að sjálfsögðu. Mun beinum frá hraðfrystihúsinu verða safnað og tekin til vinnslu er verksmiðjan getur á ný tekið til starfa. Fiskimjölsverksmiðjan tók til starfa í marz-mánuði síðastl. Var verksmiðjuhúsið vátryggt hjá Brunabótafél., en vélar allar hjá Sjóvá. Nemur vátryggingin tals- verðu á aðra millj. kr., og munu vátryggjendur bæta tjónið að fullu. —B. Stal lögreglu- bílniim í FYRRINÓTT, er lögreglumenn voru að rannsaka bílaárekstur sem orðið hafði við bilastæðið í Austurstræti, stökk drukkinn náungi upp í bíl þann sem lög- reglumennirnir voru með. Hafði bíllinn verið í gangi — Lögreglu mennirnir urðu þess strax varir, er þjófurinn ók bílnum frá þeim. Stökk einn þeirra á eftir bílnum, gat stokkið upp á aurbrettið og síðan opnað hurðina. Lauk öku- ferðinni með því að maðurinn ók bifreiðinni á steintröppur fyrir framan húsið Aðalstræti 9 og nam bifreiðin þar staðar, þar sem tröppurnar eru brattar og voru sem veggur fyrir. Skemmdust tröppurnar allmikið. Má af skemmdunum sjá, að bílþjófn- um hafði tekist að koma lög- reglubílnum á allmikla ferð. Sljórnmálanámskeið Heimdallar MATTHÍAS Jóhannessen talar um bókmenntir og stjórnmál í kvöld. Þátttakendur eru beðnir að mæta stundvíslega kl. 8,30 í Vonarstræti 4. km af veiurathugunarskipi fremja hér skartgripaþjófnai I i rjiVEIR UNGIR menn af skozku veðurathugunarskipi, sem kom A hingað til Reykjavíkur á sunnudaginn, komust í kast við lög- regluna aðfaranótt mánudagsins, er þeir brutust inn í skartgripa- búð hér. Fimm fiskaðgerðarhús í Kefla- vík brenna ti! kaldra kefa Þrir bátar misstu ailar línur sínar í eldsvoðanum KEFLAVÍK, 17. janúar. LUKKAN 1, aðfaranótt sunnudagsins s. 1. kom upp eldur í fiskaðgerðarhúsum vestur í svokallaðri Gróf. Eldurinn magn- aðist mjög fljótt og varð ekki við hann ráðið fyrr en fimm hús voru brunnin að mestu en þá var kl. um 7 að morgni. K NÁÐIST NIÐRI Á HVERFISGÖTU Þjófnaðinn frömdu þeir í úra- og skartgripaverzlun Jóns Tóm- assonar, Skólavörðustíg 21. Brutu þeir rúðu í sýningarglugga og létu greipar sópa um varninginn. Fólk í næstu húsum varð vart við mennina, og gerði það lögregl- unni þegar viðvart, sem kom á I vettvang skömmu síðar. Tókst eltingarleikur með öðr- um mannanna og lögreglunni, er náði honum niðri á Hverfisgötu. Hinum var gerð fyrirsát, er hann | kom um borð í skipið og hann 1 handtekinn með þann hluta þýf- isins, sem hann var með undir höndum. STÁLU EINNIG ÚR LIVERPOOL Við rannsókn kom í ljós, að skotarnir höfðu stolir 11 úrum, 9 skarthringum, skrautlegum vindlakassa og fleiru. Þeir ját- uðu og að hafa brotið rúðu í glugga Liverpool-verzlunar í Hafnarstræti, og hafa stolið þar barnaleikföngum. í sakadómi var mál þeirra taf- arlaust tekið fyrir, er lögreglu- rannsókn lauk, til að tefja ekki veðurathugunarskipið meir en orðið var. Voru mennirnir dæmd ir um kl. 5 í gærkvöldi í skil- orðsbundinn refsidóm, sem mun hafa verið í því fólginn að þeim ELDURINN KOM UPP f MIÐBYGGINGUNNI Fiskaðgerðarhúsin voru sam- byggð og úr timbri. Voru átta hús í byggingunni og kom eldurinn upp í henni miðri. — Magnaðist eldurinn svo á nokkr- um mínútum að ekki varð við neitt ráðið, enda var á norðan gola. ÓHÆG AÐSTAÐA Slökkvilið Keflavíkur, svo og 10 lommu þyfckur ís ESöin í Hornaiirði HÖFN í HORNAFIRÐI, 17. jan. UNDANFARNA daga hafa þvílík frost verið hér í Hornafirði, að slík hafa ekki komið síðan „frostaveturinn mikla“ 1918. Er liöfnin öll undir 10 þumlunga þykkum ís og liggja bátarnir hér íi osnir inni. Hafa þeir þó þar til í gær getað brotið sér leið út úr ísnum, en þá tók það 3 klukkustundir, en í nótt herti frostið svo að Herðubreið, sem ætlaði að bryggju hér sá sér enga leið inn í höfnina. JSINN BÍLFÆR Fljótin og fjörðurinn út að kaupstað er undir ís. Er ísinn það þykkur að hann er vel fær bif- reiðum. Muna menn ekki eftir elíku síðan 1918, en þó eru frost- hörkurnar ekki orðnar ennþá eins miklar og þann vetur. ■áW' ERFITT UM FLUGAFGREIÐSLU Er áætlunarflugvélin kom hingað í gær, var talsverðum erfiðleikum bundið að afgreiða hana. Var ísinn yfir ósinn þá ekki talinn svo heldur að óhætt væri að fara hann. Varð því að fara yfir Fljótin ytra, inn á Mýrar og síðan fram Melatanga og að flug- vellinum þar. Mun þetta vera um 20 sinnum lengri leið en farin er undir venjulegum kringumstæð- um, er farið er á báti beint yfir ósinn. SNJÓR í ALMANNASKARÐI Veður hefur verið kyrrt þessa daga og snjólaust er með öllu á vegum, að undanteknu Almanna- skarði, sem er milli Ness og Lóns. Hefur það verið ófært, en mun verða mokað í dag. — Gunnar. tveir slökkviliðsbílar af flugvell- inum, komu þegar á vettvang. Tafði það talsvert fyrir slökkvi- starfinu hversu erfitt var að koma bílunum að sjó, en slökkvi- liðsbílar flugvallarins eru mjög stórir og þungir í vöfum, enda dæla þeir um 3000 lítrum á mínútu. Um tíma var allmikil hætta á að eldurinn næði til næstu húsa, sem einnig eru úr timbri. Var anað þeirra elzta hús Keflavík- ur, Duushúsið gamla. LÍNUR ÞRIGGJA BÁTA í fiskaðgerðarhúsunum var geymt allmikið af síldartunnum, svo og veiðarfæri bátanna. Var þarna meðal annars öll lína þriggja báta fyrir næsta róður. Höfðu ekki nema þessir þrír bát- ar viðlegustað þarna, en annars var þar ætlað rúm fimm bátum. Voru veiðarfærin óvátryggð. Ókunnugt er um eldsupptök. Eigandi fiskaðgerðarhúsanna var Keflavík h.f. — Ingvar. /oro, en Irosl í Fljéfsda! SKRTÐKLAUSTRI, 15. ianúar: — Hér eru nú hörkufrost, eins og um allt land Hafa verið 12—15 stig daga og nætur nú um viku- tíma, og komst hæst í 18 gráður. Talsverð norð-vestan kylja fylgir öðru hvoru og er því æði biturt. Jörð öll er snjólaus, nærri því á heiðabrúnir, og því illa búin að mæta hörkunni. f byrjun þessa árs var öndveg- istíð um vikutíma, enda fór loft- vog þá hærra en nokkurn tíma síðastliðið fimm ár. Var þá frost laust, stillur og léttskýjað. —J.P. var vísað úr landi og fá hér ekki landgönguleyfi um eitthvert til- tekið tímabil. Þá var þeim gert að greiða skaðabætur. Skipið, sem er á leið til veður- athugana á hafinu milli íslands og Grænlands, kom beint frá Skotlandi. Það hélt vestur í haf um kl. 7 í gærkvöldi. 781 tonn ní togornfiski ó einni viku ÍSAFIRÐI, 17. jan.: — Togar- inn Marz frá Reykjavík kom til ísafjarðar á mánudag og landaði hér 366 tonnum af fiski eftir 12 daga útivist. Á miðvikudag landaði ís- borg 223 tonnum eftir 10 daga útivist og á laugardaginn land aði Sólborg 192 tonnum eftir 6 daga útivist. Var því alis landaó hér í síðustu viku 781 tonni af togarafiski. — JPH. PARÍS — Dr. Albert Schweitzer, sem fékk friðarverðlaun Nobels og kunnur er um allan heim fyr- ir mannúðarstarf sitt, sagðí fréttamanni að hann væri of máttfarinn til þess að geta talað í útvarp á áttræðisafmæli sínu nú bráðlega. týðræðissinnar sigruðu í Þrotti Blekkinga herferð kommúnista bar ekki tilætlaðan árangur STJÓRNARKJÖR fór fram í Vörubílstjórafélaginu Þrótti um s. 1. helgi. Úrslit urðu þau, að A-listi lýðræðissinna hlaut 124 atkv., en B-listi kommúnista 119 atkv. Auðir seðlar og ógildir voru 7. Kommúnistar lögðu ofurkapp að vinna þessar kosningar og beittu öllum ráðum í blekkingar- skyni í því sambandi. Lofuðu þeir m. a. því, að yrðu þeir kjörnir skyldu þeir beita sér fyrir því, að tekin yrði upp skiptivinna á félagssvæði Þróttar og ráðninga- rétturinn tekinn af atvinnuveit- endum, vitandi þó að slíkan rétt hafa vinnuveitendur einir og engin von til þess að sá réttur fengist af þeim tekinn. En kommúnistar fengu nokkra Þróttarfélaga til að trúa þessu og var því munurinn nú í kosning- unum nokkru minni en undan- farin ár. Stjórn félagsins er þannig skipuð: Friðleifur I. Friðriksson form., Þorsteinn Kristjánsson varaform., Sigurður Sigurjónsson ritari, Pétur Guðfinnsson, féhirð- ir og Ólafur Þorkelsson með- stjómandi. íveir logarar landa ci ISAFIRÐI, 17. jan.: — A föstu daginn komu hingað til ísa- fjarðar togararnir Svalbakur og Sléttbakur frá Akureyri. Þeir tóku hér salt og lögðu í land lýsi. — JPH Vír lestist í skrúío Elliðu ÍSAFIRDI, 17. jan.: — Á fimmtudaginn í síðustu viku kom togarinn Elliði hingað með vír í skrúfunni. Var kafað við togarann all- an fimmtudag og föstudag og tókst kafaranum, Guðmundi Marzellíussyni að losa vírinn úr skrúfu togarans á föstu- dagskvöldið og hélt hann þá aftur á veiðar. — JPH. Sjómenn slasasf á foprum 1 ÍSAFIRÐI, 17. jan.: — Togar- arnir Skúli Magnússon og Surprise komu hingað til fsa- fjarðar í síðustu viku með slasaða menn, sem fengu læknishjálp í sjúkrahúsinu. Hér var þó eingöngu um minni háttar meiðsli að ræða og fóru sjómennirnir með flugvél til Reykjavíkur daginn eftir. — JPH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.