Morgunblaðið - 19.01.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.01.1955, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 19. jan. 1955 Fmsiffii ofbeldi TILKYNNING sænsku stjórnarinnar u.m uppsögn loftferðasamnings við ísland hefur vakið athygli á hinum Norðurlöndunum og er ekki hægt ao segja að allir þar séu hrifnir af þeirri ákvörðun né hvötum þeim er að baki liggja. Á laugardaginn birtist eftir- farandi grein í sænska blaðinu Göteborgs Handeis & Sjöfarts- tidning um þetta mál. ★ Frjálsræði á höfunum er grund vallarregla, sem hefur verið var- in með oddi og egg. Frjálsræði í lofti er hinsvegar óþekkt regla. Hvert ríki vakir afbrýðissamt yfir lofthelgi sinni. Það er alkunna, hvemig aust- urveldin hafá varið lofthelgi sína, eða það svæði loftsins, sem þau telja sér til eignar. Hafa margar sænskar fiugvélar eða áhafnir þeirra komizt dýrkeypt í kynni við það. Á Vesturlöndum er ekki beitt eins ósiðsamlegum aðgerðum. Þar hafa ríkin gert loftferðasamninga sín á milli, sem ákveða flugsam- bönd þeirra mjög ýtarlega. Það hefur þessvegna vakið furðu, þegar sænska ríkisstjórn- in sagði nýlega upp loftferðasamn ingi sínum við íslands. Þessi upp- sögn er á íslandi álitið merki óvináttu frá hendi Svía. Hvað hefur gerzt sem geti gefið tilefni til þessa einmitt nú, þegar aukið efnahags-samstarf Norðurland- anna er á dagskrá? Á íslandi er talið að tilefnið sé samkeppnin milli íslenzka flug- félagsins Loftleiðir og SAS (Scandinavian Airlines System) og talið að SAS standi á bak við l>essar aðgerðir og kemur það f ram í fréttaskeyti sem Göteborgs Handels og Sjöfartstidning hefur fengið frá Reykjavík. í fréttinni er greint frá því að dagblaðið Tíminn, sem er mál- gagn íslenzka utanríkisráðherr- ans, hafi skrifað í forustugrein,' að ef Svíþjóð sé að gera tilraun ■til að valda truflun á millilanda- flugi íslendinga, þá hljóti íslend- ingar að spyrja sjálfa sig, hvórt j>eir eigi heima í Norðurlanda- xáðinu. íslendingar bindi miklar vonir við vaxandi flugsamgöng- rr og líti á aðgerðir sem stefnt sé gegn þeim með sama hætti og fisklöndunarbann Breta. í lokakafla telur íslenzka blað- þó ólíklegt að aðgerðir sænsku stjórnarinnar séu tengdar um- ráeddri flugsamkeppni. Enginn ís- lendingur fáist til að trúa því að særiska stjórnin setji hagsmuni SAS framar hagsmunum nor- rænnar samvinnu. IIÖRt) SAMKEPPNI Það er hinsvegar staðreynd að samkeppnin milli Loftleiða og SAS^er hörð. Meðan SAS tekur itOO sænskar krónur sem lægsta férðamanna-fargjald á leiðinni Sýíþjóð — New York, er far- gjalcSð hjá Loftleiðum aðeins 1399 krónur. Loftleiðir eiga góð- ajr flugvélar og síðan félagið hóf starfsemi sína hefur það flutt 11 l>úsund farþega yfir Atlantshaf- ið. íslendingar veita sama beina með flugvélum sínum og SAS. Flugleið Loftleiða liggur um Ham borg, Gautaborg, Oslo eða Staf- angur, Reykjavík og síðan frá Heykjavík til New York. Loftleiðir hófu flugferðir um Gautaborg 27. maí sl. og á stutt- tim tíma hefur þeim tekizt að draga til sín ekki lítinn skerf farþeganna. Virðist sem SAS hafi orðið um og ó vegna þessa. SAS er vissulega að nafninu til einka- fvrirtæki, en nýtur mikilla ríkis- styrlöja og er varið svo kröftug- legá *af ríkinu að nálgast ríkis- oinokun. Þessvegna var auðvelt i‘ð köma sænsku loffferðástjór'n- inni á stað. í hinum gagnkvæma í sænsku bloði ui flugfélagsrns rmrnm iisiur beitt áhriíum hjá riKissijurnum iwnnmiiiiB- tiiuia tii að brjótíi niðnr braatryðjandastarf annara KAUPMANNAHÖFN LÖGREGLAN í Kaupmannahöfn hefur fengið mikið hrós fyrir það, hvé skjótt hún brá við nú fyrir nokkru, þegar vopnaðir ' póstræningjar reyndu að komast undan. Vegna þess að bifreiðar lögreglunnar eru búnar radíó-tækjum, tókst innan sakmms tíma , að elta ræningjana uppi og handtaka þá. loítferðasamningi milli Svíþjóð- ar og íslar.ds, sem nú hefur verið sagt upp er að visu ekkert ákveð- ið uítí upphæð fargjalds, né um takmarkanir á flugferðum. En þegar Loftleiðir sóttu rétt sinn skv. loftferðasamningnum til lendingar og afgreiðslu í Svíþjóð, sá sænska loftferðastjórnin um að setja inn í samninginn viss ákvæði, sem íslendingar telja að hafi gengið í bága við loftferða- samninginn. Þar er t. d. ákveðið að Loftleiðir megi ekki flytja far- þega frá Svíþjóð lengra en til Reykjavíkur. Sænska loftferða- stjórnin hefur þannig af sjálfu sér tekið ákvæði inn í samning- inn við Loftleiðir, sem hvergi standa í loftferðasamningnum og líta íslendingar á það sem rang- læti. „TIL ENDURSKOÐUNAR" Sænska stjórnin hefúr sagt loft ferðasamningnum upp „til end- urskoðunar". Þar sem engir samningar hafa náðst við Loft- leiðir, er sem sé ætlunin að setja margskonar takmarkandi ákvæði inn í sjálfan loftferðasamninginn. Vér höfum sannreynt að Loft- leiðir taka sama fargjald fyrir flugleiðina Gautaborg — Reykja- vík og ákveðin eru samkvæmt IATA-samningnum og getur SAS tekið sama fargjald ef það hefði ekki lagt niður flugferðir til Reykjavíkur vegna þess að þær báru sig ekki. Loftleiðir geta hins vegar ekki bannað farþegum sín- um í Gautaborg að kaupa fram- haldsfarseðil milli Reykjavíkur og New York og einmitt þar kem- ur misræmið fram. Það skal þó tekið fram, að Loftleiðir eru ekki sjálfráðar um fargjald á þeirri leið. Upphæð fargjalds milli Reykjavíkur og New York er samþykkt bæði af íslenzka ríkinu og Bandaríkjun- um. Þetta er ekkert einsdæmi. Meira að segja SAS heimilar slíka samskeytingu farmiða. SAS hefur heimild til að halda uppi flugferðum til París, en farþegar með sömu flugvél fá hiklaust framhaldsfarmiða til Marseille, ef þeir óska þess. „ICOPIA SÁNDES TIU SAS“ Sænska loftferðastjórnin hefur staðið í miklum bréfaskiptum í samtaandi við þetta mál Loftleiða og í næstum hverju einasta bréfi er rituð sú athugasemd að eintak af því sé sent til SAS. Þannig er ekki nokkur vafi á því hvaða aðili stendur í raun og veru á bak við tilraunirnar til að hrinda Loftleiðum burt af sænska mark- aðnum. Þegar loks kom í ljós að Loftleiðum yrði ekki haggað. hef- ur sænska stjórnin síðan gripið til þess ráðs að segja upp loft- ferðasamningnum. Samningur Loftleiða er í gildi til 30. júní í sumar en loftferðasamningurinn fellur ekki úr gildi fyrr en við næstu áramót. ROUABRÖGÐ SAS Þetta mál Loftleiða er því mið- ur ekkert einsdæmi. SAS er vægðarlaust og nákvæmt þegar um það er að ræða að berja niður meira eða minna varnarlausa keppinauta, sérstaklega ef þeir eru erfiðir viðureignar. Þannig var Braathen-félagið, ágætur braútryðjandi á sviði flugsins. Þegar SAS talíii aér ekki fært að hefja fastar fhígferðir frá Norðurlöndum til Austur Asíu, fékk Braáthen fimm ára flug-' ferðaleyfi þangað. Hann útvegaði sár góðar flugvélar, hafði góðan ■ beina á þeim og seldi farið við (sanngjörnu verði. Eftir margra | ára erfiðleika fór flugleiðin að bei’a sig og ágætir framtíðarmögu | leikar komu í ljós. Þegar SAS sá | þetta, sá það um að flugferðaleyfi Braathens yrði ekki framlengt. Innanlandsflugið annaðist SAS á Norðurlöndunum og er ekki hægt að segja að sú þjónusta hafi verið með öllu misfellulaus. Um það getum við hér í Svíþjóð hæg- lega vitnað. í Noregi sýndi Braathen hinsvegar fram á það, að það er ágætlega hægt að halda uppi farþegaflugi milli Osló og Stvanger án minnsta ríkisstvrks. SAS hafði lýst því yfir að aðeins væri hægt að halda upp ferðum á leiðinni með aðstoð ríkisins! Braathen lækkaði fargjöldin þegar hann tók við ferðunum og sá einnig um betri beina á flug- vélunum en tíðkazt hafði hjá SAS. í fyrra var farþegafjöldi á þessari leið 24 þús. á móti 16 þús. árið áður og fer síhækkandi. En nú virðist SAS einnig hafa tekizt að hremma þessa flugleið sem byggð var upp af Braathen. í Danmörku hætti SAS öllu innanlandsflugi til að þvinga rík- ið til að greiða styrk eins og fé- lagið heimtaði. Danskar sendi- nefndir frá bæjunum fóru þess þá á leit við Braathen, að hann kæmi á eins góðum flugsamgöng- um og hann hafði stofnað í Nor- egi, en af einhverjum ástæðum fékk hann ekki levfi til þess hjá dönsku ríkisstjórninni. SAS tókst einnig að beygja flugfélag Fred Olsens með því að koma í veg fýrir að hann fengi framlengd flugferðaleyfi á flug- leiðunum Oslo-Bergen og Oslo- Kristiansand. ÞORA AÐEINS TIL í LITUU FÉLÖGIN Nú er það svo að SAS verður þó að þola enn harðari samkeppni frá öðrum erlendum flugfélögum, einkum og sér í lagi frá brezku flugfélögunum. Á brezku flugleið inni London—Stokkhólmur eru nú notaðar mjög fullkomnar ný- tízku Vickers Viscount flugvélar með yfir 500 km. flughraða á klst. Flugvélar þessar eru hljóðlausar og titringslausar svo að farþeg- arnir geta talað saman i ró og næði. Með sama fargjaldi laðast farþegarnir að þessari betri þjón- ustu. Bretar hafa stigið ört til fram- fara síðan Churchill-stjórnin hætti að vernda ríkisstyrktu fyr- irtækin og heimila einkafvrir- tækjum sem engan styrk fá, að starfa við hlið þeirra. Það er nú aðeins tímaspursmál hvenær þýzk flugfélög taka til starfa. Mun SAS, sem hefur fund ið svo mikið til undan samkeppni Loftleiða. Rraathens og annarra minni flugfélaga, þá geta staðið sig í samkeppninni við öflugri brezka og þýzka keppinauta? Ætli sænska stjórnin treysti sér þá til að segja upp loftferðasamn ingum við Stóra-Bretland og Vestur-Þýzkaland? Það er ólík- legt. En samningnum við ísland er sagt upp. ísland er lítið land og íbúatala þess heldur lægri en íbúatala Gautaborgar. Fyrir ísland eru gjaldeyris- tekjur Loftleiða mjög mikilvæg- ar. En það virðist álitið að þeSs hagsmunir skipti engu máli. Þáð er vissulega ekki hægt að segja að aðgerðir sænsku stjórnarinn- ar beri vitni um raunhæfan ■skilning á ,;norrænu samstarfi“. - (C. R. P.) á ísl. af lafnesfann eða ^ Rán þetta er nærri einstætt i Danmörku. Gerðist það inni í miðri borg í Nordre Frihavns- gade. Póstsendill á mótor-þrí- hjóli var á ferð um borgina að tæma póstkassa. Þegar hann hafðí opnað póstkassann í Nordre Frihavnsgade, kom ungur maður til hans-með vélbyssu undir arm- inum og krafðist þess að fá all- an póstinn afhentan. ÓKU BURT MED OSAHRAÐA Póstsendillinn reyndi fyrst í rima LANDSBÓKASAFNIÐ hefur lát- ið gefa út: „Drög að skrá um rit- verk á íslenzku að fórnu og nýju' stað að taka til fótanna og flýja, af latneskum eða rómönskum!en þegar hann heyrði að hinn uppruna“, eftir Þórhall Þorgils- ókunni maður spennti vélbyss- son magister. f formála sem Þór- una, nam hann staðar og afhentí hallur hefur skrifað segir hann ræningjanum póstpokann. Fylgd- m. a.: „Annað þeirra tveggja' armaður hins vopnaða ræningja höfuðverkefna, sem ég hefi unn- ið að í tómstundum mínum, hef- ur verið að rannsaka þann skerf, sem latneskar og rómanskar bók- menntir hafa lagt til íslenzkra ritmennta frá elztu tímum til þessa dags og hvað það sé helzt í bókmenntum vorum, sem beint eða óbeint má rekja til suðrænna fyrirmynda Mér hefur fundizt þetta efni vert rækilegrar athug- unar, flutti um það nokkur inn- gangserindi í Háskólanum fyrir nokkrum árum og hefi ég síðan haldið þeim rannsóknum áfram, svo sem mun á sínum tíma vænt- anlega gerð grein fyrir í sögu minni um bókmenntir Suður- j landa og tengsl þeirra við bók- menntir vorar að fornu og nýju. j Skrá þá, sem fyrsta heftið birtist, nú af á piPenti, beb því nánast að skoða sem registur við þá sögu. Framhaldið er fullbúið frá minni hendi“. Þetta umrædda hefti er Frakk- land. Annað hefti verður Ítalía, hið þriðja og fjórða Spánn— Portugal og fimmta Róm. Frakkland er í stóru broti 110 blaðsíður. Hin verða minni og tæpast lengri en þetta fyrsta að samanlögðu. segir í formálanum. Enií er Iioðað verkfall á verzhinar? flotaniim SAMBAND matreiðslu- og fram- reiðslumanna hefur fyrir nokkru sagt upp kaup- og kjarasamning- um sínum fyrir matreiðslu- og framreiðslumenn er vinna hjá Eimskipafélagi íslands og Skipa- útgerð rikisins. Hefur sambandið ákveðið að verkfall skuli hefjast n.k. miðvikudagskvöld kl. 12 á miðnætti, hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma. Hefur einnig verið boðað til verkfalls hjá skipadeild SÍS og fleiri út- gerðarfélögum farmskipa. Kröfur matreiðslu- og fram- reiðslumanna eru ýmsar, svo sem grunrrkaupshækkanir, stytting vinnudags úr 9 stundum í 8 og ýms hlunnindi til handa mat- reiðslumönnum. Framreiðslu- menn fara fram á kauptryggingu og ýmis hlunnindi. Svo að segja daglega í síðustu viku fóru fram fundir milli aðila, og hefur ríkissáttasemjari Torfi Hjartarson fengið deilu þessa til úrlausnar. Af hálfu S.M.F. hafa tekið þátt í samningaviðræðum þessir stj órnarmeðlimir S.M.F.: Birgir Árnason formaður sambandsins, Framh. á bls. ia hljóp nú með pokann upp í bif- reið, sem þeir höfðu til táks og óku þeir síðan brott með gíf- urlegum hraða. SKEYTI SEND TIL ALLRA LÖGREGLUBÍLA Er þeir voru horfnir úr augsýn skundaði póstsendillinn þegar í síma og tilkynnti lögreglunni at- burðinn ásamt lýsingu á ræn- ingjabílnum. Sjaldan hefur lög- reglan verið eins skjót til aðgerða eins og á þessari alvarlegu stund. Voru send neyðarskeyti frá lög- reglustöðinni til allra lögreglu- bíla um að nálgast umrætt bæj- arhverfi og umkringja það og láta ræningjabílinn ekki sleppa undan. Voru ekki liðnar nema 3—4 mínútur frá því að ránið var framið, þar til 50 lögreglu- bílar voru lagðir af stað. Leið ekki á löngu, þar til lög- reglumenn í einum bílnum komu ;auga á ræningjabílinn. Virtist sem ræningjarnir uggðu ekki að sér, enda mun þeim ekki hafa komið til hugar að lögreglan væri svona skjót að bregða við. Gátu lögreglumennirnir sent skeyti til fleiri lögregiubif- reiða, sem nærstaddar voru, svo að ræningjarnir voru um- kringdir er þeir voru stöðv- aðir. I fyrstu ætluðu þeir að freista að nota vélbyssuna til undankomu, en er þei' sáu fylkingar vopnaðra lögreglu- manna drífa að úr öllum átt- um gáfust þeir upp og afhentu lögreglumönnunum póstpok- ann óskemmdan. Voru ræn- ingjarnir þegar flutíir til íang elsis. Hallbjörg og King Kole IIALLBJÖRG BJARNADÓTTIR söngkona kemur til Reykjavíkur með flugvél Loftleiða á morgun (fimmtudag). Mun hún dveljast hér um skeið og skemmta hjá ýmsum félögum hér í bæ og víðar. Halíbjörg hefir undanfarið skemmt á Norðurlöndum og jafnan við ágætar undirtektir, eins og áður. í Osló söng hún bæði í „Chat Noir“ og „Rosekjell- eren“. Eitt sinn var NAT KING COLE meðal gesta er hlýddu á söng Hallbjargar og varð hann mjög hrifinn af stælingu henn- ar á sjálfum sér. — Myndin er tekin er hann þakkar Hallhjörgúi fyrir skemmtunina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.