Morgunblaðið - 19.01.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.01.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNRLAÐIÐ Miðvikudagur 19. jan. 1955 uttMðfeifr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. j UR DAGLEGA LIFINU f "3: » "VÍXt. „Afhsíðunaroðferðin er hættuleg og smitundi.. HANN heitir Bob Merrill og sést sjaldan án þess hann haldi á lítilli tösku, sem hefur inni að halda ofurlítinn barna xylófón. Hvað gerir Bob við þetta hljóðfæri? Jú, hann semur lög á það, lög sem síðan eru sungin af allskyns fólki um all- ar heimsálfurnar. Á hinum ótrú- legustu stöðum á hann það til að taka hljóðfærið upp úr tösk- unni og spila á það. Glíng, glang, (^eir (ramleih Á ioncjlocý AFHOFÐUNARAÐFERÐIN er hættuleg og smitandi. Eitt höfuðið fýkur í dag, annað á morgun og enn hið þriðja daginn þar á eftir. ...“ Það er ótrúlegt en satt, að höf- undur þessara ummæla var Jósep Stalin, hinn mikli „hreinsunar- stjóri“ í móðurlandi kommún- ismans. En enda þótt hann teldi þá aðferð hættulega gat hann ekki komist hjá að nota hana. Og orð hans sönnuðust rækilega í hans eigin stjórnartíð. Þegar slát- urtíðin var byrjuð var erfitt að hætta. Aðferðin var bráðsmit- andi, höfuðin héldu áfram að fjúka, ekki eitt og eitt í einu heldur hundruðum og þúsundum saman. Kommúnistabyltingin át börn sín af hryllilegri græðgi. ★ En Stalin hinn „mikli“, eins og þrælahirð hans kallaði hann, hvarf til feðra sinna. Nýir menn tóku við, flestir nánir samstarfs- menn hans um langan aldur. En hin „smitandi“ aðferð var ekki þarmeð úr sögunni. Fyrr en varði varð einn af þróttmestu leiðtog- um rússneska kommúnistaflokks- ins fyrir barði hennar, maður, sem sjálfur hafði gengið rösk- lega fram í að „hreinsa til“ inn- an hans og gera gamla byltingar- leiðtoga höfðinu styttri. Það var Lavrenti Beria. Hann hafði um langt skeið verið æðsti yfirmað- ur hinnar allsráðandi og skelfi- legu leymlögreglu Stalins. Við lát Stalins varð hann einn af þremur höfuðleiðtogum Sovét- Rússlands. En nokkrum mánuðum eftir lát marskálksins dundu ósköpin yfir Bería. f júnímánuði árið 1953 var hann handtekinn og lýstur þjóðarfjandmaður, sem gerst hefði sekur um samsæri gegn Sovétríkjunum. Hann hefði gengið erinda erlendra auðvalds- rikja og framið hverskonar svik- ræði gagnvart sósíalismanum. Á helgum jólum þetta sama ,ár var svo Lavrenti Beria tekinn af lífi í Moskvu. Afhöfðunaraðferð- in var ennþá við líði í Sovét- Rússlandi. ¥ Þessir atburðir, sem nú hef- ur verið lýst eru baksvið þeirra atburða er gerðust í Moskvu um síðustu jól. Einnig þá var sláturtíð í höfuðstöðv- um „friðarsinnanna" í heimin- um. Þá voru teknir af lífi fjórir háttsettir leiðtogar kommúnis' rflokksins rúss- neska. Æðsíur þeirra var V. S. Abakumov, er var öryggis- málaráðherra rússneska ríkis- ins á árur.um 1946—1952. En með hnnum týndu höfðinu þrír háttsettir aðstoðarmenn úr öryggismálaráðuneytinu. Þessir menn voru teknir af lífi fyrir það, að hafa tekið þátt í „glæpaklíku þeirri, sem framkvæmdi skipanir Lavr- enti Beria“. ★ Þannig heldur blóðið áfram að renna innan Sovétríkjanna. Leið- togar þeirra halda áfram að nota „afhöfðunaraðferðina" enda þótt Stalin teldi hana hættulega. Eng- um getur dulist, að stórkostleg átök eiga sér stöðugt stað innan rússnes*ka kommúnistaflokksins. Leiðtogar hans berjast um völd- in. Jólahátíðin er talin sérstak- lega heppileg og viðeigandi til þess, að láta höfuð þeirra fjúka, sem undir verða í kapphlaupinu um völdin. Allt ber þetta vott hyldjúpri spillingu og rotnun. Hið komm- úniska einræði, sem ríkir í Rúss- landi óttast ekki aðeins fólkið, sem það hefur lagt í fjötra. Kommúnistaleiðtogarnir eru laf- hræddir hverjir við aðra. Þeir sitja á stöðugum svikráðum við nánustu samverkamenn sína og flokksmenn. Það virðist oft til- viljun háð, hver verður ofan á, hver getur drepið hvern. ★ Þetta skipulag eru svo fimmtuherdeildir kommúnista um allan heim látnir lofsyngja nótt og nýtan dag. Þetta er þeirra „alþýðulýðræði“, „ör- yggi“ og „friðarvilji". Og á sama tíma, sem herrarnir í Kreml halda jólin heilög með nýjum blóðböðum hleypa þeir „friðardúfnageri“ út um heim- inn. Það á að sýna hinn græð- andi mátt sósíalismans og ein- lægan friðarvilja Sovétmanna. Slíkum skollaleik getur eng- inn heilvita maður blindast af. Aðeins þeir, sem vilja vitandi vits láta blekkjast, vilja láta hafa sig að ginningarfíflum, geta tekið slíkum boðskap með alvöru og trúað á ein- lægni boðenda hans. Bob Merrill Hann baSar sig 6 sinnum á dag. gling, glang heyrist í því, og hann semur lög, sem færa hon- um 250 þús. kr. árstekjur. — En fyrir fjórum árum hafði hann aldrei á ævi sinni samið lag! DAG nokkurn fyrir fjórum ár- um keypti hann sér xyloíón og tók að semja lög. Xylófónn- | inn kostaði hann ekki nema 2—3 dali, en nú á hann einn nýjan, sem kostaði hann 10 sinnum meira. Meðal þeirra laga sem hann hefur samið og hafa „slegið í gegn“ eru: Hefði ég vitað að þú værir að koma, hefði ég bak- að köku (If I new you were coming I’d have baked á cake), Sælgæti og kaka (Candy ’n cake), Hún skrýðist rauðum fjöðrum (She wears red feathers) o. fl. BOB býr nú í New York í ein- býlishúsi og baðar sig sex sinnum á dag í einu furðulegasta baðherbergi, sem til er í heimin- um. Baðkerið, sem er grafið nið- ur í gólfið, rúmar sjálfsagt þrjá eða fjóra. Herbergið, sem að glæsibrag líkist helzt móttöku- '3 C (T' sal í kastala, er nægilega stórt til þess að halda dansleik í því. Þegar gengið er inn í það þarf að ganga í gegnum haglega gert járnhlið, sem myndi sæma sér vel við hvaða hallargarð sem væri. Og í þessu glæsiiega baðherbergi afklæðist Bob sex sinnum á dag og stígur ofan í baðkerið, sem er öilu líkara sund- laug en baðkeri — og þvær sinn skrokk og hugsar upp lög, sem sungin eru um allan heim. ANNARS eru það undarlegir fuglar sumir af þessum ná- ungum, sem framleiða danslög- in í heiminum. Hoagy Carmicha- el heitir einn þeirra, hann samdi hið gamla og sígilda lag Stjörnu- ryk (Stardust), sem árlega fær- ir honum 5 þús. dali í budduna. Hann hefur lagt gjörva hönd á margt, m. a. unnið að steypu- vinnu, hagfræði og sútun. Hann er 44 ára gamall og vinnur svo mikið, að hann veitir sér ekki nema fjögra stunda svefn á sól- arhring. VeU andi' ihnfart Mfsheponuð för ? EFTIR að Dag Hammarskjöld framkvæmdastjóri S.Þ. kom heim úr hinni miklu reisu sinni til Peking, hefur hann mjög látið í það skína að mikilvægur árang- ur hafi náðst í viðræðum hans við leiðtoga kommúnistastjórnar Kina. Hefur hann orðað þetta svo „að fyrsti áfaneinn" hafi náðst „að settu marki“. Nú var það yfirlýst ætlun fram kvæmdastjórans með förinni að reyna að telja Peking-stjórnina á það að láta lausa 11 bandaríska flugmenn, sem eins og kunnugt er voru dæmdir saklausir fyrir njósnir. Jafnframt því sem Hammar- skjöld hefur lagt áherzlu á hinn svonefnda „fyrsta áfanga“ getur hann hinsvegar ekkert látið uppi um það, hvort föngunum verði gefið frelsi. Aðstandendur þeirra bíða enn í jafnmiklum harmi og geta dulræn stjórnmálahugtök framkvæmdastjórans ekki orðið til að létta af þeim áhyggjum. Meðan ekki er skýrt nánar frá erindislokum, virðist ekki hægt að líta öðruvísi á en að förin til Peking hafi mistekist, orðið ár- angurslaus í því meginatriði að vinna frelsi fanganna. Að vísu hefur nokkur orðróm- ur komizt á kreik um það að fangarnir muni verða látnir laus- ir eftir þrjá mánuði. En sé það rétt virðist þögn framkvæmda- stjórans ástæðulaus og væri miklu betra að fá um slíkt upp- lýsingar hjá alþjóða-stflrfsmann- inum sjálfum heldur en að upp- Íýsingheimildin verði kviksögur einar. Á alls staðar við. KÆRI Velvakandi! Ég las með athygli í morg- un (18. jan.) það sem skrifað var í pistlum þínum um starfsfólk og yfirmenn. Mér finnst það alveg rétt athugað, en auðvitað á þetta ekki aðeins við um forstjóra, stjórnanda þessa eða hins fyrir- tækisins — heldur bara hreint alls staðar þar sem umgengni fólks hvert við annað er um að ræða. Kurteisi, hógværð, glað- værð og alúð náungans — þess fólks, sem maður um- gengst daglega fær jafn miklu góðu áorkað, gerir lífið og tilveruna bjarta og skemmtilega að sama skapi sem hrottaskapur, úrillska og hroki gerir það bók- staflega óþolandi. — Þetta á alls staðar við: á skrifstofunni, á eyr- ^ inni, á heimilinu, í skólanum. í skólanum. JÁ, ég sagði: í skólanum og minnist um leið minna gömlu skóladaga, skólasystkinanna, kennslustundanna, kennaranna. Mikið skelfing voru þeir mis- jafnir, kennararnir, ég á ekki að- eins við það, hve misjafnlega þeim gekk að miðla okkur af sín- um vísdómi, svo að bærilegur ár- angur næðist, heldur og hitt, hvernig þeir umgengust okkur, og komu fram við okkur — þar fyrir utan. Ég veit að það hlýtur að vera erfitt verk og vandasamt að hafa hemil á samankomnum stórum hópi af fjörkálfum á sínu spræk- asta skeiði. Það þarf bæði ákveðni, þolinmæði og skilning — og mikið af öllu þessu þrennu — til að halda uppi nauðsynleg- um aga og reglu. Agi eSa þrælsótti. JÁ, það er þetta með agann. — Mörgum kennaranum veitist býsna örðugt að finna hina réttu leið til þess að hann fái notið , aga og virðingar nemenda sinna. I Auðvitað ætla ég mér ekki þá dul að gera mig að kennurum ! yfir kennurum í þessu efni. Ég er þess á engan hátt umkominn, en mig langar samt aðeins til að benda þeim á nokkuð, sem ég hefi lært af minni reynslu, ekki sem kennari, heldur sem nem- andi: En það er þetta: kennari, sem ætlar sér að halda uppi aga meðal nemenda sinna með hörku einni saman, kulda og fálæti, hon um verður tæpast mikið ágengt, námið verður augnaþjónusta, ag- inn þrælsótti. — Ýmsir halda því fram, að þéringar í skólum eigi að leggja niður, þær séu úreltar og óeðlilegar: Þar er ég á öðru máli: þéringar eiga ekkert skylt við rembing og hroka og það er einmitt mjög heppilegt að ein- mitt í skólanum læri nemendur þessa kurteisisvenju og venjist henni. En nú er ég víst orðinn of langorður. Með vinsemd og virð- ingu. — Nemandi í lífsins skóla“. Sokkar, sem segja sex! EG hefi nú ekki vitað það betra“, sagði stúlka ein, sem daginn áður hafði hlotið harkara- lega byltu vestur í bæ. Hún datt .. . á hálli og beinfrosinni götunni , og hjó sundur á sér hnéð næstum inn að beini — það var ekkert minna! Hvað haldið þið þá með t sokkana? Þeir hafa margir farið fyrir minna. En viti menn! Ekki sprák á þeim, hnéð sundurhöggv- I ið — sokkurinn stráheill! Krafta- | verk! Eða bara sokkar, sem segja sex? Sá, sem mest sækist eftir heiðrinum er hans oft sízt verður. Eddie Calvert Eftir föSur .... sonur. OG ÞÁ er það brezka tónskáld- ið Eddie Calvert, sem samdi hið alkunna lag O, pabbi minn (Oh, mein papa). Hann sagðist hafa orðið að semja eitthvað til þess að fylgja eftir sigri þess lags. Og hvað var eðlilegra held- ur en að á eftir föður kæmi son- ur? — Hann samdi því lagið Son- ur minn, sonur minn (My son, my son) og það kom út nákvæm- lega sama dag ársins og „pabb- inn“ hafði gert. Lagið varð strax vinsælt í Bretlandi og nú er það að vinna á í Bandaríkjunum líka. Það á sennilega eftir að færa höfundi sínum um það bil hálfa milljón króna! IFÉLAGI brezkra sönglaga- smiða eru um 600 meðlimir, en aðeins nokkrar tylftir af þeim hafa af því aðallífsviðurværi. — Tveir þeir þekktustu í félaginu, Michael Care og Harry Leon, sem báðir eru innan við fimmtugt, hafa haft ca. 2% milljón kr. í tekjur af lögum sínum til þessa — hver um sig. Þrátt fyrir þess- ar ágætu tekjur varð Harry gjald þrota nýlega. Michael hefur sam- ið um 800 lög og er eitt af þeim Suður um höfin, sem allir þekkja hér á landi. Fwd - Chevrolet NEW YORK í jan. — Hinni geypi hörðu samkeppni í bílafram- leiðslu og bílasölu milli Ford og Chevrolet í Bandarikjur.um lauk á árinu sem leið með því, að Chevrolet framleiddi fleiri bíla en Ford seldi sennilega fleiri. Chevrolet framleiddi 1.414,286 bíla, en Ford 1.394,657. Ford heldur því samt sem áður fram að hann hafi selt fleiri bíla en Chevrolet og er það í fyrsta skipti siðan árið 1935 að það skeður. Árið 1953 nam Chevrolet framleiðslan 20% meiru en Ford íramleiðslan, en salan þó ekki nema 17% meiru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.