Morgunblaðið - 19.01.1955, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.01.1955, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 19. jan. 1955 * »■ ■ ifrrmtmrm SAUMAKOIMA vön að sníða, óskast nú þegar. — Upplýsingar í síma 7142. atta- úfsala — Mikið úrval af höttum — — Verð frá kr. 37;Ö0 — MARKAÐURINN Laugavegi 100 ir 50 ára FRÚ Sesselja Magnúsdóttir, Vatnsnesveg 13, Keflavík, er fimmtug í dag, 19. janúar. Mér þykir eigi annað tilhlýða, en að þessarar rrierku konu sé að nokkru minnst svo mörg og mikil sem störf hennar eru orð- in á opinberum vettvangi í byggð arlagi hennar, Keflavíkurkaup- stað. Allt hcimilið gljáfægt ÁN ÓÞARFA NÚNINGS' Já, nú getið þér g-ljáfægt allt húsið miklu betur en áður — og þó án nokkurs óþarfa núnings frá upphafi til endá. Fyrir gólfin. Johnson’s Glo-Coat, hinn undra- verði vökvagljái, sem er fyrir öll gólf. Þér dreifið honum aðeins á gólfið, jafnið úr honum — látið hann þorna — svo er því lokið! Og þá er gólfið orðið skínandi fagurt, með nýjum, varanlegum gljáa. Ferskt, skínandi, hart yfirborð, sem spor- ast ekki og gerir hreinsun mun auðveldari. — Reynið þennan gljáa í dag. Fyrir húsgögnin. Johnson’s Pride, hinn frábæri vax- vökvi, sem gerir allan núning óþarfan við gl.jáfægingu húsgagna. Þér dreifið á — látið hann þorna og þurrkið af. Og gljáinn verður sá fegursti, sem þér hafið séð. Það er svo einfalt, að hvert bam getur gert það, og svo varanlegt, að það endist marga múnuði. Kaupið Pride í dag, og þér munuð iosna við allan núning hús- gagna eftir það. Og fyrir silfrið. Jðhnson’s Jgjlver Quick, sem gljáfægir silfurmuni yðar á augabragði. 5 EINKAUMBOÐ fVERZLiUNIN MÁLARINN H/F, Banliastræti 7, .Reykjavík. Frú Sesselja er borin og barn- fædd á Suðurnesjum, dóttir merkishjónanna frú Önnu Guð- mundsdóttur og Magnúsar i Magnússonar, útvegsbónda að Króki í Gerðahreppi. Þau hjón- in eignuðust 3 dætur barna og er Sesselja þeirra elzt. Hinar eru Guðrún, gift í Sandgerði, og Magnea, ekkja Finns heitins Jónssonar, fyrrum ráðherra. Árið 1928 giftist Sesselja Axel Pálssyni, skipstjóra og útgerðar- manni í Keflavík, alþekktum dugnaðarmanni og sjósóknara. Flutíist Sesselja þá til Keflavík- ur þar sem þau hjónin hafa búið síðan. Eiga þau 3 sym, Magnús, Birgir og Pál, sem allir eru nú uppkomnir efnismenn. Hjóna- band þeirra Sesselju og Axels hefur alla tíð verið með afbrigð- um farsælt og hamingjusamt svo orð hefur verið á gert enda hafa þau alla tíð veáð mjög samhent um allt, sem máli skifti. Ekki hafði Sesselja lengi dvalið hér í Keflavík er hún fór að láta ýmis félagsmál til sín taka. — Þannig gekk hún nærri strax í kirkjukór Keflavikursafnaðar og hefur verið þar síðan. Þykir mikill styrkur að henni þar, enda hefur hún mikla og hljómfagra sópranrödd. Kvennadeild Slysavarnafélags íslands í Keflavík var stofnuð árið 1932 og var Sesselja ein af stofnendum hennar og hefur set- ið í stjórn deildarinnar sem rit- ari óslitið frá upphafi fram á þennan dag Þá er hún og ein af stofnendum Kvenfélags Kefla- víkur og Sjálfslæðiskvennafélags ins „Sókn“ í Keflavik og hefur setið í stjórn hins síðarnefnda frá stofnun þess. Störl sín í öll- um þessum félögum hefur Sesselja tekið mjög alvarlega og ejga þessi félög ekki sízt störfum hennar að bakka viðgang sinn og þróun. Auk stjórnarstarfa sinna í þessum félögum, hefur Sesselja gegnt fjölmörgum öðrum trúnað- arstörfum innan vébanda þeirra, s. s. margvíslegum og vafsturs- miklum nefndarstörfum,- sem mætt hafa að jafnaði meira á henni en öðrum félagskonum vegna ósérhlífni hennar, vinnu- gleði og dugnaðar. Sessclja hefur sína skoðun á þjóðmálum og tekið ákveðna af- stöðu til þeirra ekki siður en til félagsmálanna. Þannig hefur hún alla tíð fylgt stefnu Sjálf- stæðisflokksin.s. að málum og unnið honum ómetanlegt gagn í sínu byggðarlagi. Hefur hún inn- an vébanda hans í Keflavík gegnt mörgum trúnaðarstörfum. Sem fulltrúi Sjálfstæðiskvenna- félagsins Sóknar hefur hún setið flesta landsfundi Sjálfstæðis- flokksins og átt þar sætt í þýð- ingarmiklum nefndum og ætíð. látið þar að sér kveða, enda til- lögugóð og áhugasöm um vel- gengi flokksins. Hún hefur um nokkurt skeið verið fulltrúi flokksins í barnaleikvallanefnd og barnaverndarnefnd Keflavík-' urbæjar og sýnt þar einkum í því síðarnefnda, vanþakkláta starfi, óvenjulega fórnfýsi, um- burðarlyndi og kærleika til þeirra, sem bágt eiga og skugga- megin eru í tilverunni. Hafa þau heimili, sem hún þannig hefur haft með að gera, vel kunnað að meta viðleitni hennar. Sjálf- stæðisfélögin í Keflavík eru í mikilli þakkarskuld við Sesselju fyrir margvísleg og vel unnin störf í þágu þeirra fyrr og síðar. Öll trúnaðarstörf, sem Sesselju hafa þannig verið falin, hefur hún rækt með einstakri trú- mennsku og samvizkusemi, og er 1 hún sannur máttarstólpi þeirra félaga, sem hún hefur helgað þjónustu sína. Jafnframt þessum umfangs- ’ miklu störfum utan heimilisins — eða réttara sagt, þrátt fyrir þau — gegnir Sesselja heimilis- störfum sínum með sama mynd- , I arskap og kostgæfni. Er heimili hennar þekkt af rausn og höfð- ingsskap og er oft gestkvæmt þar, eins og nærri má geta, því hjónin eru bæði vinsæl og vin- mörg. Ég tala áreiðanlega fyrir munn allra Keflvíkinga, er ég nú á þess um merku tímamótum æfi henn- ar óska henni heilla og hamingju og þakka henni öll hennar miklu störf með ósk um, að við sam- borgarar hennar mættum enn lengi njóta starfskrafta hennar byggðarlagi okkar til gagns og blessunar. A. Gíslason. — Rifhöfundaþingið Frh. af bls. 7 áður voru meistarar hafa nú fallið og tekið til að framleiða eins og iðjuver allskonar rusl. Ræðu Sholokovs var vel tekið af áheyrendum. Var það iðulega að hann varð að nema staðar í ræðu sinni vegna lófataks. ÁMINNING FLOKKSINS En ekki stóð á gagnráðstöfun- um frá hinum opinberu eftirlits- mönnum flokksins. Skömmu síð- ar kvaddi gamli Gladkov, sem löngum mun hafa verið leiði- tamur flokknum, sér hljóðs þar sem hann ásakaði Sholokov fyrir skort á flokksanda og fyrir að ætla að stofna klofningsflokk í kringum sig. Lauk hann orðum sínum með áminningu um að Sholokov væri betra að láta sér þetta að kenningu verða og tóku áheyrendur undir það með miklu lófataki. 1,3% UNDIR ÞRÍTUGSALDRl Að lokum er rétt að birta hér svolítið talfræðilegt yfirlit yfir þetta rithöfundaþing, sem ætti að geta gefið nokkra hugmynd um hvernig hag bókmenntanna er nú komið í Sovétríkjunum. Um 75% hinna 720 fulltrúa voru meðlimir cða frambjóð- endur fyrir kommúnistaflokk- inn, en voru á þingmu 1934 50%. 45 þjóðir Sovctríkjanna áttu þarna fulltrúa, 250 voru Rússar, 71 Ukrainu-maður og 72 Gvðingar. Er það talið ills- viti að Gyðingar eru taldir sem sérstakt þjóðerni. 79,3% þáttakenda voru yfir 40 ára, en aðcins 1,3% undir þrítugu ' og sýna þessar tölur, hve erfitt cr fyrir æskuna í Sovétríkj- unum að komast áfram. 66 þátttakendanna voru konur samanborið við 123 á rithöf- undaþinginu 1934. 161 fulltrúi á þinginu hafði hlotið Stalin- verðlaunin í bókmenntum og virðist það sýna hve Stalin- verðlaunin eru qrðin ptþynnt. „VILLI“ kom til Danmerkur til að leita sér heilsubótar við ill- kynjuðum hjartasjúkdómi, en það tókst ekki að bjarga lífi hans. Á þeim skamma tíma, sem hann dvaldi hér hjá okkur, várð hann vinmargur, því að allir, sem kynntust honum, hlu.tu að unna honum vegna hans ástúðlega hug arfars. Þó að hann væri sjálfur veikur, var hann alltaf reiðubú- inn að telja kjarka í aðra, er áttu bágt. Allar dyr stóðu honum opn- ar vegna góðlyndis hans, jafn- lyndis og fjölmargra áhugamála, og hans einstaka manngildi gerði það að verkum, að' loftið varð hreinna og lífið fegurra í návist hans. Viðkynning við hann leiddi til aukinnar ástúðar í hvert skipti, .sem sú hamingja og gleði veittist að eiga samneyti við hann. ísland gæti ekki fengið betri fulltrúa fyrir land sitt. Minning- in um íslendinginn „Villa“, mun lifa með dönskum vinum hans — því að þekkja hann var að elska hann. Fyrir hönd margra danskra vina hans. Judith Haagen, (fædd Hansen). Taflkeppni Siokks- eyrinpa cg Hraun- geríishrep STOKKSEYRI, 14. jan. — 28. des. s.l. fór fram skákkeppni milli Taflfélags Stokkseyrar og skákmanna úr Hraungerðis- hreppi. Skákkeppr.in var háð að Þingborg í Hraungerðishreppi. Teflt var á 10 borðum og höfðu Stokkseyringar 6 vinninga en skákmenn úr Hraungerðis- hreppnum 2. Tvær skákir fóru í bið cftir sex klst. keppni og hafa þær ekki verið útkljáðar ennþá. Keppt hefur verið árlega um verðlaunagrip, sem er hrókur útskorinn í tré af Ríkarði Jóns- svni og hafa Stokksevringar hlot- ið hann að þessu sinni þótt svo að biðskákirnar séu ekki taldar með. — Einnig keppti Tómas Böðvars- son fjölskák við 29 Selfyssinga 9. þ. m. Teflt var á 29 borðum og lauk því þannig að Tómas var með 15V2 vinning á móti 1314 hjá Selfyssingum. — M. S. — Sjómenn heiðraðir Framh. af bls. 6 Jónssyni, 1. vélstjóra Steindóri Nikulássyníý 2. vélstjóra Guðjóni Þorkelssyni, bátsmanni Sófusi Hálfdánarsyni, og jafnframt fylgja þakkir til allra annarra, sem um borð voru. Við athöfn þessa voru viðstadd ir auk sendiherrans, ritarar sendi ráðsins, dr. Kuhle og Westphal, og Júlíus Schopka, aðalræðismað- ur Austurríkis hér. Ólafur Ófeigs son, skipstjóri ávarpaði við- stadda. Þakkaði hann sendiherr- anum og Júlíusi Schopka aðild þeirra að þeim sóma, sem sér og skipshöfninni væri hér sýndur, og bað jafnframt dr. Kurt Oppler sendiherra að Koma á framfæri við ríkisstjórn Sambandslýð- veldis Þýzkalands þakklæti sínu og skipshafnarinnar á b. v. Haf- stein fyrir hina fögru minjagriþi og þann heiður, sem sér og skips- höfninni væri með þeim veittur. Vildu ekki „rauðu“ filmurnar. VÍN — Nýlega var stolið vand- aðri kvikmyndasýningarvél hér, sem upplýsingamálaráðuneytið átti. Þjófarnir fleygðu kommúti- istiskum áróðursmyndum, sem voru{ .geypidar ásamt. vélinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.