Morgunblaðið - 19.01.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.01.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLABIB Miðvikudagur 19. ian. 1955 ÚR HELJARGREIPUM SKÁLDSAGA EFTIR A. J. CRONIN Ameríski'j Framlialdssagan 30 ur, sem hafði verið komið fyrir 1 röðum inni í heliinum, athygli hans. Þær voru í fullri líkams- stærð og dásamlega útskornar, og i hálfrökkrinu litu þær út eins og þær væru lifandi. Hann fór þangað, sem þær voru og ®thugaði þær nákvæmar. í>ær voru sex talsins, hann gerði Táð fyrir að þetta væru allt dýrð- lingar, en allar voru þær klædd- ■ar skrautlegu silki og flaueli, og J>á mundi hann eftir því, að þetta voru stytturnar, sem höfðu verið hornar í skrúðgöngunni frá vest- urhlutanum. Hann mundi sérstak lega vel eftir einni þeirra. Það var ung kona, andlitið hulið .slæðum, klædd dökk rauðu og .skreytt með gömlum gersemum. Harker barði í handlegginn á henni mjög æstur í skapi, og þá fann hann, að hún mundi vera gerð úr mjúkum við, ef til vill furu. Skyndilega datt honum hugmynd í hug, sem kom honum alveg úr jafnvægi. Hann fór til gamla prestsins, er kraup fyrir framan altarið, og livíslaði: „Má ég tala við yður, tfaðir?“ Sólbrennt, hrukkótt andlit leit á hann. „Seinna, seinna", sagði presturinn og hélt áfram að biðja. Hvernig gat hann vitað, hve áríðandi þetta var? Harker kraup niður við hliðina á gamla mann- inum. „Það er tékknesk stúlka í Hofheim“, hvíslaði hann örvænt- ingafullri röddu. „Rússneska lög- reglan er að elta hana. Það er hægt að koma henni undan með yðar aðstoð“. Presturinn leit undrandi á hann. „Með minni aðstoð?“ „Hvenær farið þið aftur yfir hernámsmörkin?“ „Eftir blessunina, það verður um það bil hálfri klukkustund tfyrir miðnætti". „Látið þá stúlkuna koma í stað eins dýrðlingsins, og ef notuð eru sömu fötin og slæðurnar, mun engin taka eftir mismuninum". Gamli maðurinn horfði undr- andi á hann, en síðan varð svip- urinn óttasleginn. „Bera hana vfir?“ „Hún hefur ekkert vegabréf. Þetta er eina leiðin. Ef þetta verður ekki hægt, verður hún án efa tekin til fanga og skotin". Presturinn hugsaði sig um stundarkorn. Fyrir aftan þá heyrðust einhverjir þylja svör við bænum. Að lokum hristi gamli maður- inn höfuðið. „Trúarlegar skrúð- göngur er ekki hægt að nota í pólitískum tilgangi". „Þetta er ekki pólitískt. Þetta er einungis réttlætismál. Þér skuluð sjálfur hitta stúlkuna", hélt hann áfram, „ég skal vera kominn með hana til yðar innan íimm mínútna”. „Þér segið, að hún sé tékk- nesk?“ „Já“. Enn hikaði presturinn. en síð- ar rétti hann fram hendurnar og sagði: „Ég lofa engu, en þér meg- ið koma með hana til mín, ef þér viljið“. Þegar hann flýtti sér til Schwartz Adler og komst fram hjá öllum óeinkennisklæddu lög- regluþjónunum, sem virtust vera á hverju götuhorni sagði hann sífellt við sálfan sig, að Made- Teine mundi ekki vera þar, það gæti ekki verið, að hún væri þar. En samt var hún það fyrsta, sem hann kom auga á, er hann kom iíjrj j. j^ffihúsið, hún ss^t í skuggj anum yfir tómum kaffibolla, þreytuleg útlits en mjög róleg. Hann beið ekki eftir að skýra þetta fyrir henni, en brosið, sem ljómaði á andliti hennar, þegar hún sá hann, kom honum úr jafn- vægi. Innan fjögurra mínútna voru þau aftur komin í hellinn. i Gamli presturinn horfði á Madeleine frá hvirfli til ilja, og var augsýnilega enn á báðum átt- um, hvað gera skyldi. „Hvernig veit ég nema að þetta sé eitthvert bragð? Það getur verið, að hún sé rússneskur njósnari“. „Ég get ekki sannað það, fað- ir“, sagði Harker. „Annað hvort treystið þér henni eða ekki“. Presturinn leit á hann. „Þér sögðuð, að hún væri tékknesk?" j „Já, faðir“. I Gamli maðurinn fór að tala við Madeleine á máli, sem Harker skildi ekki. Hún svaraði, og sam- ræðurnar héldu áfram í nokkrar mínútur. Því næst sagði prestur- inn við Harker á þýzku: „Jæja, ég skal gera allt sem í mínu valdi stendur. Ég verð að tilkynna burðarmönnunum þetta, bíðið, þangað til ég kem aftur“. Hann sneri sér við og fór út úr hellin- um. Þegar gamli presturinn var kominn úr augsýn, þrýsti Harker hönd Madeleine í mikilli geðs- hræringu. „Hvað sagði hann við yður?“ „Hann var að reyna mig. Hann hafði einu sinni verið sex mán- uði í Prag. Hann spurði mig á tékknesku, hvort ég þekkti borg- ina. Þegar ég játaði því, spurði hann mig, hve margar turnspír- ur væru á dómkirkjunni. Ég ■ svaraði, að þær væru þrjár. Því næst sagði hann: „Hverjum er j hún tileinkuð?" Ég svaraði: „Hin- um góða dýrðling Vitus“. Þá | sagði hann að dýrðlingurinn Borna væri líka góð, og hún mundi ekki bregðast mér“. Smátt og smátt fóru pílagrím- arnir að raða sér í gönguna til að fara aftur heim. Fyrsti hópurinn frá Hofheim tók styttur sínar og fána. Þeir kveiktu aftur á kyndl- unum og blysunum og héldu út í náttmyrkrið. Því næst fóru pílagrímarnir frá vesturhlutanum undir stjórn gamla prestsins að safna þeirra merkjum. Harker horfði á fjóra þreklega menn lyfta börunum, sem Madeleine lá á, upp á axlir sér. Hreyfingar þeirra voru hæg- ar og öruggar, svo að börurnar högguðust ekki. Þeir tóku sér stöðu fyrir aftan tíundu röð píla- grímanna, sem gengu í fjórfaldri röð. Harker tók sér stöðu hægra megin í elleftu röðinni. Hann hafði skilið eftir regnkápuna, en var nú í grófgerðum frakka, sem einn burðarmannanna hafði !án- að honum. í bjarmanum af blys- j unum gat hann greint hliðarsvip ; Madeleine. Hún hafði aldrei verið svo yndisleg, þar sem hún lá ! þarna blæjum vafin og skreytt ' gömilum skikkjum dýrðlingsins oe vfir hana hafði verið breidd dökkrauð skykkja. Hann gerði sér grein fyrir, að hlutverk hennar í ^sessum leik var mun vandasamara en.hans. Hann þurfti aðeins að ganga á- fram, en hún varð að vera hreyf- ingarlaus, hvað sem fyrir kæmi. Á gatnamótunum skildu hóp- arnir tveir, annar fór í áttina til Hofheim, en hinn fór í áttina að mörkum hernámssvæðanna. Inn- an tíu mínútna, hugsaði Harker, verðum við annað hvort komin örugglega yfir hernámsmörkin eða við verðum á varðstöðinni sem fangar. Hann horfði á Madeleine og bar hana saman við stytturnar. í hans augum var ómögulegt að láta blekkjast. — Stytturnar, sem honum hafði i fundist svo lifandi áður, voru nú eins og viðardrumbar. Þau nálguðust nú norðurhlið borgarinnar og í gegnum bogann gat Harker greint hernámsmörk- in og ljósin, sem höfðu verið Jóhann handfasti ENSK SAGA 87. Það var að byrja að birta, samt grúfði myrkrið enn í hinum þröngu götum en daufur, gulgylltur bjarmi breidd- ist yfir vesturhimininn. Borgarbúar sváfu á hinum flötu húsaþökum, sveipaðir í hinar hvítu yfirhafnir sínar. Flæk- ingshundar geltu að okkur þar sem við fórum. Þegar við komum að borgarhliðunum voru þau jafnskjótt opnuð fyrir okkur og nú fórum við um aldingarða og espilunda. Dama- skus, með aldingörðum og niðandi lækjum, var nú að baki okkar, og við vorum komin út í hinar grýttu auðnir landsins. Tindótt norðausturfjöllin bar skýrt við sjóndeildarhringinn, þar sem þau stóðu eins og traustur varnarveggur um eyði- mörkina. Þau óskýrðust smám saman eftir því sem lestin bar okkur lengra til suðvesturs og hurfu að lokum algjör- lega. Nú fór ég að velta því fyrir mér hvað ég ætti næst að taka til bragðs, því að mig langaði ekkert til Egyptalands, eins og geta má nærri. Samt ákvað ég að bíða átekta fyrst um sinn í þeirri von að bráðlega rættist úr fyrir mér. Ferðinni var haldið áfram allan daginn. Einu sinni fékk ég hnefafylli af döðlum og einu sinni eða tvisvar var mér gefið vatn að drekka. Annað fékk ég ekki til að nærast á þann dag. Loks féll nóttin á og þá fór að hvessa og kólna í veðri. Tunglið breiddi daufa birtu yfir eyðimörkina. Ég var að sofna, en hrökk þá allt í einu upp við hróp og hávaða, hræðsluóp og hófadyn, hvað innan um annað. Ég dró blæjuna frá burðarstólnum og sá óljóst að ríðandi menn komu þeysandi til okkar og sá blika á spjótsodda og fágaðar brynjur í tunglsljósinu. Þetta var flokkur kristinna manna, sgm réðist á lestina í von uimherfang. Þarna kom tækifæri borð- og gólflampar í mjög miklu úrvali. JUL Lf. Austurstræti 14 — Sími 1687. Duglegan ungling (15 — 16 ára) vantar til aðstoðar í vörugeymslu. Upplýsingar ekki gefnar í síma. VERZLUN O. ELLINGSEN H.F. Sokkar — Sokkar ! Perlonsokkar Nælonsokkar Bómullarsokkar, kvenna Bómullarsokkar, barna Karlmannasokkar Kvenhosur — Bainahosur Fjölbreytt úrval — Hagstætt verð MmSTÖÐlN H.F. i ■ 3 Heildsala — Umboðssala Vesturgötu 20 — Sími 1067 og 81438 : JEPPI TIL SOLIJ Nýstandsettur jeppi til sölu. — Upplýsingar í síma 3792. s i i i ■ r t i > » ».

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.