Morgunblaðið - 21.01.1955, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.01.1955, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 21. jan. 1955 íbúðir til sölu Höfum til sölu í húsi við Lynghaga hér í bænum: 1. Kjallaraíbúð, 4 herbergi, eldhús, bað, geymsla, for- stofur og aðgangur að þvottahúsi. Kjallarinn er ekkert niðurgrafinn. Búið er að einangra alla útveggi með korki, hlaða öll skilrúm, leggja leiðslur fyrir vatn og skolp og ganga frá hitunarkerfi. Geislahitun. 2. Risíbúð 3 herbergi, eldhús, bað, geymsla, forstofur, og aðgangur að þvottahúsi. Stórar svalir móti suðri. íbúðin er fokheld með miðstöðvarkerfi. Engin súð í herbergjunum. Geislahitun. Nánari upplýsingar gefur FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgbtu 4 — Símar 3294 og 4314 Síðastí dagur útsölunnar Notið tækifærið: Taft á kr. 15 00 m., áður kr. 29,50. Everglaze á kr. 19,75, áður kr. 35.00. Eldhúsgardínuefni kr. 14.50, áður kr. 23.80. Köflótt ull og rayon, 150 cm. breidd kr. 69,00. áður kr. 82.00. — Barnagallar á kr. 100.00, áður kr. 168,90. — Peysur á börn og unglinga með 25— 50% afslætti. Silkisokkar á kr. 10.00 parið. Gerið svo vel og lítið inn. Hríslan Bergstaðastræti 33. : S^hocta -uerhótœoio við Kringlumýrarveg (fyrir ofan Shell). J^)koda-verkótœoio við Kringlumýrarveg — sími 82881. RÚSÍMUR síeinlausar, fyrirliggjandi 1 Gottsveinn Oddsson úr- \ smíðameistari —"kveðia í DAG verður til moldar borinn Gottsveinn Oddsson úrsmíða- rneistari. Hann andaðist íimmtu- daginn 13. þ. m. eftir stutta legu í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. Banamein hans var heilablóðfall. IMauðungaruppboð, sem auglýst yar í 80., 82. og 84. tbl. Lögbirtingablaðsins 1954 á húseign við Reykjanesbraut og Laufásveg, talin eign Elíasar B. Þórarinssonar, fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans í Reykjavik á eigninni sjálfri mið- vikudaginn 26. janúar 1955, kl. 2 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. Snjóke&jur fyrir litla bíla fyrirliggjandi. Stærðir: 550 x 16 600 x 16 Verð kr. 160.00 settið. Bílaviðgerðir Tveir menn vanir bifreiðaréttingum geta fengið vinnu strax. Gottsveinn Oddsson var Skaft- fellingur að ætt, fæddur 8. apríl 1904 að Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri. Foreldrar hans voru bóndahjónin Hallfríður Odds- dóttir og Oddur Brynjólfsson. Gottsveinn dvaldi 1 föðurhús- um til 18 ára aldurs, en haustið 1922 fluttist hann hingað til Reykjavíkur til að nema úr- smíðaiðn h)á Jóhanni Ármann Jónassyni úrsmíðameistara. Náms timi var ákveðinn fjögur ár, en hann dvaldi ekki aðeins þessi fjögur ár við hlið meistara síns, —þau urðu tuttugu. Þetta tveggja áratuga samstarf er fögur saga, er þarfnast ekki frekari skýringa. Þar ríkti gagnkvæm og fullkom- in virðing, eining og traust. Það þurfti ekki kunnugan til að sjá, að þar foru saman vinir. Eftir að Gottsveinn fór frá Jóhanni Ármann vann hann um eins árs skeið að iðn sinni hjá firmanu Jón Sigmundsson, Lauga veg 8, en síðan stofnsetti hann sitt eigið ^yrirtæki að Laugavegi 10B og rak það af dugnaði og mikilli prýði til dauðadags. Fundum okkar Gottsveins bar fyrst saman árið 1922, því þá tók hann sess minn á vinnustofu Jóhanns. Vinátta okkar rofnaði ei frá þeirn tíma, en óx með ári hverju. Við áttum margt sam- eiginlegt og því er mér enn meiri söknuður í hjarta við fráfall hins góða drengs. Gottsveinn var stór maður vexti og myndarlegur að vallar- sýn. Hann var drengur góður, hvers manns hugljúfi, prúður og frjálsmannlegur í framkomu, gæddur jafnvægis skapgerð. Var glaður og skemmtinn í vinahópi. Hann var félagslyndur, starfaði mikið í félagsmálum úrsmiða, var formaður Úrsmíðafélags íslands s. 1. fimm ár. Við starfsbræður hans flytjum honum alúðar þakk- ir fyrir óeigingjarnt starf og minnumst hans sem ötuls og f órn- fúss félaga. Árið 1941 giftist Gottsveinn eftirlifandi konu sinni, Ingibjörgu Guðmundsdóttur frá Skáholti í Reykjavík, myndar konu. Áttu þau eina dóttur, mannvænlegt barn, sem nú er um fermingar- aldur. Er nú sár harmur að þeim kveðinn við fráfall elskulegs föð- ur og einginmanns. Gottsveinn, æviskeið þitt er til enda runnið á voru jarðríki. Þú ert horfinn sýn ástríkri konu þinni og dóttur, vinum og kunn- ingjum. En ég veit, að þú ert handan við fljótið, fljótið mikla, sem leið okkar allra liggur yfir. Ég get því ekki þrýs.t hönd þína til að færa þér þakkir fyrir okkar góðu kynni, en ég mun geyma minningu þína Vertu sæll, Gottsveinn Odds- son. Góður guð gefi þér eilífðar sælu. Guðl. Gíslason. Uiuferðarljósin | í'fiaukastræti ji í miklii óla^i UMFERÐALJÓSIN við mót Bankastrætis — Ingólfsstrætis og Skólavörðustígs, hafa undanfarið verið óvirk með öllu. Skýringin, sem á þessu hefur verið gefin, er að „skynjararnir" hætti að skynja í frostunum, en undirrót þessa alls er sú, að skynjararnir og einhver stykki önnur í hinni sjálfvirku ljósaskiptingu, eru orð- in svo slitin. Lítið mun hafa verið um það hugsað að afla vara- stykkja í tæka tíð, en þau munu nú vera á leiðinni. Lögreglan skýrði blaðinu svo frá, að hún liti þessa bilun í ljós- unum, sem verið hafa alltíðar, alvarlegum augum. — Því að þegar bílstjórarnir sjá, að á því eru nærri því dagaskipti, að ljós- in séu í lagi eða ólagi, er hætt við að þeir hætti að taka tillit til ljósanna, sem svo gæti auð- veldlega orsakað slys. Það er krafa lögreglunnar að viðhald Ijósanna sé öruggt. Þarf að dytta að Colosseum RÓM — ítölsku stjórninni hefur verið bent á, að hið þrjú þúsund ára gamla Colosseum og Kon- stantínusarboginn séu í mikilli þörf fyrir viðgerð. MONTE CARLO kappakstur'srm: 361 ökumaður frá 17 löndum Keppninni átti oð Ijúka í gærkvöldi m j Jr. ÍSmnjóifóóon Cv J\i uaran - Belgíska þmg*ð Framh. af bls. 1 því markmiði, er tillögur Mendes Fance um sameiginlega hergagna stofnun bandalagsins, beindust að. Tillögur Mendes-France fjalla um samræmingu endurhervæð- ingu bandalagsþjóðanna með því að samræma og deila niður á aðilana vopnaíramleiðslunni. En Spaak kvaðst álíta, að tillagan um, hvernig yfirstjórn samræm- ingarinnar skyldi fyrirkomið, myndi eiga erfitt uppdráttar. Fyrirkomulag yfirstjórnarinn- ar er svipað og vera átti í Evrópu hernum, en einmitt vegna þess vildi Bretland ekki vera aðílí að Evrópuhernum. í dag hélt, Spaak þegar áleiðis til Bergen. Á hann að halda fyr- irlestur fyrir stúdenta í Bergen á morgun um, hvernig horfir um samvinnu Evrópuþjóða í byrjun ársins 1955. Spaak heldur heim- leiðis'n.k.'þriðjudag. , y , ¦ í GÆRKVÖLDI átti að ljúka suð- ur á sólbakaðri strönd Monte Carlo mesta kappakstri sem ár- lega hefur verið haldinn: Monte Carlo-kappakstrinum, sem eng- inn kappakstursbíll tekur þátt í heldur einvörðungu venjulegir fólksbílar, smáir og stórir, tveggja manna og stærri, Kapp- aksturinn hófst samtímis í átta borgum á mánudaginn var. Öku- þórar, sem aka dag og nótt frá 17 löndum, keppa, en alls eru 361 ökumaður í bílunum sem þátt taka í þessum mjög svo spennandi kappakstri. 3350 km VEGALENGD Leiðin sem ekín er, er 3350 km. og er það enginn leikur að aka úr vetrarríki Vestur-Evrópu suð • ur mót vori og hækkandi sól við Miðjarðarhafið, þar sem nú er yfir 20 stiga hiti. Það kemur ótal- margt annað til greina en það eitt að aka hratt. Og bílarnir eru ekki sérstaklega útbúnir fyrir kappaksturinn og eru vélahlutar með innsigli á, til að tryggja að leikreglur séu haldnar. Þegar kappaksturinn hófst á mánudagsmorguninn, lögðu bíl- arnir af stað frá þessum átta borgum: Osló, Stokkhólmi, Glas- gow, Lissabon, Palermo, Múnch- en, Aþenu og frá Monte Carlo- borg sjálfri. Keppní þessi hefur alla tíð ver- íð afarhörð og hafa allvnargir bíl- jtjórar farizt og eins hafa þeir misst stjórn á bílunum og ekið á áhorfendur sem hafa hlot.ð bana af. MIKILSVERÐ AUGLÝSING Bílaverksmiðjur um heim all- an leggja mikið upp úr úrslitum Monte Carlo kappakstursins, svo og olíufélögin, hjólbarðaframleið- endurnir o. fl., þar eð tryggt þyk- ir að kostir og gallar allir á fram- leiðslunni komi fram í hinni hörðu keppni og það er aðeins á færi hinna beztu ökumanna að sigra, en i hverjum bíl skiptast menn á um að aka og hvíla sig. ÍSLENDINGAR EKKI MEÐ Allar ' NcrðiirllÍFfdaþjóðirnar nema íslendingar senda menn til þátttöku í kappakstrinum og er hlutur Dana þar mestur í ár, en þeir senda 17 menn, Finnar 11, Norðmenn 8, Svíar þrjá. Eng- lendingar eru langfjölmennastir yfir 130, þá Frakkar 87, Þjóðverj- ar 22, einn írlendingur, einh Braziliumaður, þrir ítalir o. s. frv. Núverandi Monte Carlo kapp aksturshetja er Monacomaður, Louis Chiron, sem ók „Lancia", en Frakkar hafa löngum verið sigursælir í keppninni. Meðal bíla sem keppa eru t. d. Austin, Martin, Lancia, Allard, Jaguar, Talbot, Porsche, Mercedes, Fiat 1100 TV, Ford, Chevrolet, Stude- baker, Fólksvagnar o. s. frv. &ða)f undur Sjálfsl.- lél. Skjaldar í Slykkishölmi STYKKISHÓLMI, 20. janúar: — Aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins Skjaldar í Stykkishólmi var hald inn 19. þ.m. Á fundinum mætti Sigurður Ágústsson alþingismað- ur. Ræddi hann um viðhorf bæj- armála og stjórnmála eins og þau liggja nú fyrir. I stjórn voru kosnir, Þórir Ingvarsson verzlunarstj. form., meðstjórnendur Ólafur P. Jóns- son, héraðsiæknir, Ágúst Bjarna- son, trésmíðameistari, Árni Helga son sýsluskrifari, Hinrik Finsson, verzlunarmaður, Björgvin Þor- steinsson, verkamaður og Árni Ketilbjarnarson, kaupmaður. Sjálfstæðisfélagið Skjöldur er 25 ára á þessu ári. Var á fundin- um ákveðið að minnast afmælis- ins bráðlega á veglsgan hátt. Var kosin nefnd til þess að annast allan undirbúning hátíðahald- anna. — Árni. Margrét piinsessa í bílslysi LONDON — Margrét prinsessa lenti í bílslysi í s.l. viku, er hún var á leið frá London til Sand- ringham. Bifreið hennar skemmd ist nokkuð, en prinsessan slapp QT.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.