Morgunblaðið - 22.01.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.01.1955, Blaðsíða 2
2 MORGUISBLAÐIÐ Laugardagur 22. jan. 1955 £ plalaus jol I Ámeshreppi Sk&rfur á tvsnna, barnapstum o. fl. nauðsynjíms Fréttahréf úr Strandasýslu GJÖGRI 9. jan. 1955. — 13 lesta vél’oátur ,.Örninn“ smíðaður á ísafirði, en keyptur frá Súganda- firði, var gerður út frá Djúpavík 7 vikna tírna síðast á árinu sem leið. Eigendur bátsins eru þeir Sigurður Pétursson stöðvarstjóri á Djúpavík og Trausti Magnús- son Hannibalssonar á Djúpavík og er hann formaður á bátnum. FENGU 5,5 ÞÚS. KR. HLUT Þennan stutta tíma fiskaði bát- urinn 107 tonn. Hlutur háseta varð kr. 5.500.00. Slæmar gæftir voru gllan nóvembermánuð og urðu róðrar 29. Djúpavik kaupir allan aflann. Þorskurinn er salt- aður, en ýsan og trosið sett í ís- húsið. Hefir þessi útgerð þó lítil sé, skapað talsverða atvinnu á Djúpavík. Þeir, sem að aðgerð- inni vinna í landi, hafa borið upp um 7000 kr. Á Djúpavík var eng- in átvinna í fyrravetur, og það- an fluttu þá burt þrjár fjölskyld- ur vegna-atvinnuleysis — og útlit þá fyrir að fólk flytti þaðan burt í stórum stíl af þeim sökum. Nú er sýnilegt að þessir menn, með tvær hendur tómar fjárhags- lega, hafa í bili þó hindrað þessa flutninga og skapað nokkrum at- vinnu með þessum litla vísir að útgerð á þessum tíma árs, sem hér er óvenjulegt. Þetta má með sanni kalla: „Hjálparhellu Árnes- hrepps“! — eins og eitt dagblað- anna komst svo meistaralega að orði fyrir skömmu síðan. EPLALAUS JÓL Við Árnesbúar höfum eplalaus jól — jólaeplin komu þó með Skjaldbreið 6. jan. og hurð skall nærri hælum, að við yrðum að borða blessaðan jólagrautinn rús- ínulausan. Það er hvort tveggja, eins og margir vita, að við Strandabúar höfum fremur strjál ar I ferðir við höfuðstaðinn, hitt máj sín þó sennilega meira, að verzl unarframk væmdirnar hjá okkur eru stundum daufar í dálk- inn og síðbúnar. En sjálfsagt er að; þakka það, sem vel er gert. Fyþir jólin kom í Kaupfél. hér talfevert af breytilegum vörum, þaþ með dásamleg álnavara. Þetta er imjög svo óvanalegt. Við von- um innilega, að hér sé að rofa fyrir hinni langþráðu og nauð- syélegu úrbót á verzlunarmálum okkar Árnesbúa. PELAR OG TUTTUE ÓFÁANLEGAR Þegar barnafæðingar hafa ver- ið hér 1 aðsigi hjá okkur konun- um í Árneshreppi, hefur ætíð orð- ið að leita langt út fyrir hrepp- inn eftir pelum, túttum, blæjum o. fl. þar að lútandi. Ljósmæður senniiega látið slíkt aiveg óátalið hingað til. Svo hefur þessi löstur orðið að drottnandi vana. Yfirleitt má telja heilsufar sæmilegt hér í hreppi. Margir fara um þesar mundir frá heim- ilium sínum í leit eftir atvinnu, flestir suður á bóginn til út- gerðarstöðvanna. í haust fóru héðan fimm uigor menn til skólalærdóms. —Regína. Davlð hyllfur Framh. af bls. 1 mörgum hjartnæmum orðum lýsti því hve afmælisdagur hans hefði orðið honum ánægjulegur. Vék hann síðan að því hve kjör íslenzkra listamanna væru nú með öðru móti en fyrrum. Nú léti íslenzka þjóðin sér annt um skáld og rithöfunda á margan hátt, en fyrirrennarar hans höfðu margir liíað við bág kjör. Einn þeirra hafði t. d. dáið fót- brotinn í fjarlægu landi, annar svangur í beitarhúsi, þriðji sálast vinum sviptur á pakkhúslofti o.s. frv. Nú var öldin önnur, eins og hann sjálfur gæti bezt dæmt um. BLÓMAKVEDJUR Að lokum var skáldinu færðar fagrar blómakörfur og hann ákaft hylltur að nýju af hinum fjölmörgu leikhússgestum. bilreiiar bíða í Fornahvammi Æfla að bíéa unz fær! verður yfir Hoifavörðuheiði * MBL. átti í gær samtal við Pál Sigurðsson bónda í Forna- hvammi. Sagði Páll að Holta- vörðuheiði væri algjörlega ófær nú. Ekki kvað hann þó snjó mjög mikinn, en aftur hefði skafið mikið. 5 vörubifreiðar bíða nú í Fornahvammi eftir að komast yfir heiðina. Eru þær allar að norðan. Stendur til að reyna að hjálpa þeim yfir heiðina strax og mögulegt þvkir. Sá háttur er þá á hafður við aðstoð bifreiða yfir heiðina, að þær eru dregnar af jarðýtu eða stórum ,,truck“. ÁÆTLUNARFERÐ Á ÞRIÐJUDAG Á þriðjudaginn munu Norður- leiðir ætla að fara áætlunarferð norður til Akureyrar. Verða far- þegar, farangur þeirra og póstur flutt með snjóbílum yfir heiðina, en norðan við hana taka við aðr- ar áætlunarbifreiðar. Leiðin þar fyrir norðan mun vera allgreið- fær og snjólétt. EIN BIFREIÐ BÍÐUR FYRIR NORÐAN Páll sagði, þegar blaðið ræddi við hann, að á væri vonskuveður með byl, en bjartviðri á milli. Sagði hann, að yfirleitt væri út- DfR álnavara Kaupfélagið okkar hefur legið með álnavöru upp á fleiri tugi þúk kr. sém Vilhjálmur Þór sendi því rétt eftir stríðið, en þessa Viihjálms álnavöru hefur fólk ___ • IfuXlfl ekki viljað kaupa þó í neyð hafi * iif Vltl verið, vegna þess, að sá böggull liefir fylgt skammrifinu, að sú álriavara hefur verið frá 200— 500% dýrari en samskonar álna- vara, sem gengið hefur kaupum ogjsölum. SKORTUR A TVINNA Hvernig sem því er varið, virð- ist; reynslar, sýna það, að flestar vörur í Kaupfél. okkar eru mun dýrari en í öðrum kaupfélögum ogi verzlunum. í fyrra fékk úti- búlið hér í Djúpavík nokkra métra af morgunkjóla efni á 11 krj metr., lét lit og var mjög óekta. Góð morgunkjólaefni voru þái víða seld á 7—8 kr. metr. Ég vona, að þessi nýja álnavara, sem; ko»n fyrir jólin, reynist vel. Kaup félagið ætti meðal annars að fl.Vija inn nokkur pör af bómullar og ísgarnssokkum. Okkur kon- ur^um eru þeir að mörgu hent- ugti en nælon og perlon-sokkar. Eiíis vantar tilfinnanlega hvítan tvinna, en þökk fyrir saumnálar ogjblæjuefni (gas), sem kom fyrir jó|in, en aldrei fyrr hefir sést hér í 4í*3Úipyýpér „vitanlega,. „ „ . sVnningurinn verstur í upp- Borgarfirði hvað snjóalag snerti. Taldi hann ekki útlit fyrir að veðurfar myndi breytast mjög fljótlega, þó gæti auðvitað svo farið. Fyrir norðan heiðina bíður a. m. k. ein bifreið. Er það jeppa- bifreið í eigu læknis, sem hefur undanfarið gegnt störfum héraðs læknisins á Hvammstanga í for- föllum kollega síns. Mun hann ætla að bíða norðanvið heiðina unz gerlegt verður að koma bif- reið hans yfir hana. Bandaríkin fyrirhuga ekki vefnissprengju- iilraunir á fsesssi ári WASHINGTON, 21. jan. BANDARÍKIN munu ekki gera tilraunir með vetnissprengj- ur á þessu ári. Hrundið er þar með öllum orðróm um slíkar til- raunir er fyrirhugaðar séu í haust á Kyrrahafinu. 9 Haldið verður áfram kjarn- orkutilraunum í Nevada-eyði- mörkinni í Bandaríkjunum, en tilraunir þessar eru smáar í sam- anburði við vetnissprengjutil- raunina, er gerð var á Marshall- eyjunum s. 1. vor. Framh. af bls. 1 marki í uppeldi trjáplantna. Árið 1950 var sú stefna mörkuð i skógræktarmálum landsins, að uppeldi trjáplantna yrði aukið svo, að árleg framleiðsla kæmist upp í 2 milljónir á ári innan hæfilegs tíma. Telur skógræktar- stjóri, að gróðursetning trjá- plantna teldist þá komin í sæmi- legt horf, en mætti helzt ekki vera minni en 2 milljón plantna árlega. Árið 1950 voru aldar upp sam- tals 225 þús. plöntur í gróðrar- stöðvum. En s. 1. ár var fjöldi slíkra plantna kominn upp í 1 milljón. Benti skógræktarstjóri á, að vorkunnarlaust væri að gróður- setja 2 millj. trjáplantna á hverju vori, þó að þjóð okkar sé fá- menn. En með vel skipulögðu starfi og ekki sízt þeim þætti, er skógræktarfélögin eiga í gróð- ursetningu trjáa, ætti að vera hægt að afkasta slíku verki, sem eru um 8000 fullkomin dagsverk eða vinna 200 manna í 40 daga samfleytt. Árlegt viðarmagn, sem vex af slíkri gróðursetningu, verður með tímanum svipað og innflutningur viðar er nú ái hvert. MALALEITAN þessari TEKIÐ AF VINSEMD Skógræktarstjóri kvað mála- leitan Landgræðslusjóðs um aukagjald af hverjum vindlinga- pakka hafa verið tekið með mik- illi vinsemd af öllum aðilum, ei hlut áttu að máli. Hefði Eysteinn Jónsson, fjármálaráðherra, tekið tillögunni mjög vel og borið hana fram á Alþingi, og Jóhann Möli- er, forstjóri Tóbakseinkasölu ríkisins, hefði einnig reynzt þessu máli mjög hliðhollur. Ennfremur hefði stjórn Sam- bands smásöluverzlana ákveðið að taka engin sölulaun af þessu Heímsækja mó fiugmennina 11 KOMMÚNISTASTJÓRN Kína hefur boðið að skyldmenni banda rísku flugmannanna ellefu, sem sitja 1 fangelsi í Kína, megi heim- sækja þá. Hefur skyldmennum annara Bandaríkjamanna í Kína, hverra mál eru í rannsókn, verið boðið að koma í heimsókn til þeirra. Tilkynning um þetta var gefin út samtímis í Peking og í aðal- stöðvum S.Þ. í New York. Segir þar að Chou-En-Lai hafi boðið þetta er hann á dögunum ræddi við Hammarskjöld aðalritara. Mun kínverski Rauði krossinn annast um heimsóknir þessar. I jaxar- r Klakastíflan við virkjun spreng Rafmagnsskömmtuninni lokið ÁRNESI, 21. jan. HÉR ER nú lokið fimm daga rafmagnsskömmtun, sem tekin var upp er Laxá stíflaðist af krapi á sunnudaginn var. Var krapa- stíflan sprengd í dag með dínamiti og tókst það vel og ruddi vatnið sér þá braut fram. í kvöld sýnir Þjóðleikhúsið 1 fjórða sinn hið nýja leikrit Agn- ars Þórðarsonar „Þeir koma i haust“. Blaðadómar hafa verið samhljóma um, að hér er á ferð athyglfsvert leikrit bæði frá höf- undarins hendi og leikenda. — Á mýhdinni sésí Helgi Skúlason í hl.utverki Kolbejns. .........j DIMMT OG KALT Þetta hefur verið dimm vika og köld, enda hefur fjöldi heim- ila aðeins rafmagn til upphit- unar. Sannaðist hér gamla mál- tækið: — Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. ER HÆGT AÐ KOMA í VEG FYRIR ÞETTA? Margir eru áhyggjufullir hér, ef jafn alvarlegar rafmagnstrufl- anir endurtaka sig,'en við því má þó búast, þar sem nýja rafstöð- in stendur svo lágt, að hún get- ur óvirk orðið í meiriháttar tillagi til sjóðsins, svo að auka- gjaldið er annars hefði numið 17 aurum, kæmist upp í 20 aura á hvem vindiingapakka. Kvað skógræktarstjóri stjórn Landgræðslusjóðs vona, að al- menningur tæki einnig vel ráð- stöfun þessari, enda hefði verið horfið að slíkri tekjuöflun, þar hlaupum. En hugsanlegt er að ráða megi bót á þessu, með því að sprengja stífluvatninu leið úr árfarveginum gegnt stöðvarhús- inu og telja sumir að þetta sé framkvæmanlcgt án mikils kostn- aðar. En þann möguleika þyrfti að rannsaka ítarlega. — Hermóður. Fréttaritarar Mbl. á Akureyri og Húsavík símuðu í gær, að þar hafi rafmagnsskömmtuninni verið aflétt fyrripart dags í gær. Myndin sýnir merki Land- græðslusjóðs, er notað verður á vindlingapakkana. Merkið er grænt að lit. Jörundur Pálssen teiknaði merk- ið og áíti hngmyndina að þessari fjáröflunarleið. Hann teiknaði rnerki fatlaðra og lamaðra á cld- spýtustokkunum. sem skógræktarstarfið hér á landi, yrði að byggjast að miklu leyti á frjúlsum framlögum cin- staaklinga. * FJÁRVEITING AUKIN UM 1 MILLJ. KR. Fjárveiting til skógræktar hef- ir undanfarið hækkað töluvert eða um 1 millj. kr. frá árinu 1951 til ársins 1955, þ. e. úr kr. 1,150. 000 upp í kr. 2,150,000. Þrátt fyrir þessa aukningu liefir ekki reynzt kleift til þessa að koma árlegri framleiðslu mikið yfir 1 millj. plantna, þar eð önnur verk- efni ásamt viðhaldi og endur- bótum tæki mikinn skerf fjár- veitingarinnai'. Skógræktin hefir nýlega fcngið miklar birgðir af fræjum víða að, t. d. austan úr Altai-fjöllum í Síberíu, lerkifræ frá Arnang- elsk-héraðinu í Rússlandi, tirki- fræ frá Kamchatka-skaganum á austurströnd Síberíu, blágreni og furufræ, er góð reynsla hefir fengizt fyrir hér áður, frá há- fjallahéruðum Colorado-ríkis í Bandaríkjunum. Einnig er fcráð- lega von á fræi frá Alaska. * FRÆ DÝRT OG TORFENGIÐ Sagði skógræktarstjóri, r.ð út- vegun fræsins væri einn af ann- mörkum skógræktarinnar hér á landi. Sækja yrði fræið til norð- lægra staða sökum norðlægrar legu landsins, en það fræ væri alltaf dýrt og nokkuð torfengið. Frækostnaður væri því mun meiri hér en í öðrum löndum. Kostnaður við uppeldi trjá- platna er hér einnig mun meiri vegna hinnar umhleypingasömu og rysjóttu veðráttu. Ungviði er því hættara við skakkaföllurn og yrði að vera vel að því búið. Skógræktarfélögin, sem nú eru 28 talsins, hafa frá upphafi ver- ið mikill haukur í horni í skóg- ræktarmálum ríkisins, legðu fram mikil verðmæti í vinnu og hefðu einnig styrki frá sínum bæjarfélögum, t. d. nemur styrk- urinn frá Reykjavíkurbæ til skógræktaríélags bæjarins um 125 þús. kr. En skógrækt á ís- landi er svo yfirgripsmikið mál- efni, að það verður ekki leyst af hendi á viðunandi hátt nema með fórnum og framlögum af hendi sem flestra landsmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.