Morgunblaðið - 22.01.1955, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.01.1955, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 22. jan. 1955 í dag cr 22. dagur ársing, 14. vika vetrar. Árdegisflæði kl. 5,42. Síðdegisflæði kl. 17,54. Læknir er í Læknavarðstofunni frá kl. 6 síðdegis til kl. Sí árdegis. Sími 5030. Helgidagslæknir verður Oddur <^lafsson, Hávallagötu 1, sími 80686. NæturvörSur er í Reykjavíkur- 'Apóteki, sími 1760. Ennfremur «ru Holts Apótek og Apótek Aust- urbæjar opin daglega til kl. 6, jiema á laugardögum til kl. 4: — Holts Apótek er opið á sunnudög- nim milli kl. 1—4. • Messur • Á MORGUN: Dómkirkjan: Messa kl. 11. Séra <5skar J. Þorláksson. — Síðdegis- •guðsþjónusta kl. 5. Séra Jón Auð- uns. — Barnaguðsþjónusta kl. 2 «. h. Séra Jón Auðuns. Nesprestakall: Messað í kapellu Háskólans kl. 2 e.h. — Séra Jón Thorarensen. Elliheimilið: Guðsþjónusta kl. 10 árd. Séra Sigurbj. Gíslason. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11 f. h. Séra Jakob Jónsson. (Prestur- inn mælist til þess við aðstandend- ur væntanlegra fermingarbarna, íið þeir verði við messu). — Barna- guðsþjónusta kl. 1,30 e. h. — Séra -Jakob Jónsson. — Síðdegismessa kl. 5 e.h. Séra Sigurjón Þ. Árna- «on. — Laugarneskirkja: Messa kl. 11 f.h. (Athugið breyttan messu- tíma). Séra Garðar Svavarsson. Barnaguðsþjónustan fellur niður. Háteigsprestakall: Messa í há- tíðarsal Sjómannaskólans kl. 2 Barnasamkoma kl. 10,30, — Séra Jón Þorvarðarson. Langholtspreslakall: Messa í Laugarneskirkju kl. 5. Séra Árelí- us Níelsson. —- Búslaðaprestakall: Messa í Foss- vogskirkju kl. 2. Séra Gunnar Árna<son. i Fríkirkjan: Messa kl. 5. Barna- guðsþjónusta kl. 2. Séra Þorsteinn Björnsson. -Hafnarfjarðarkirkja: Messa kl. 2. —- Séra Garðar Þorsteinsson. Keflavíkurkirkja: Messa kl. 2 e. h. (Guðsþjónustan mun verða helguð æskulýð safnaðarins). — Barnaguðsþjónusta kl. 11. — Séra Björn Jónsson. Rcyjiival'aprestakall: Messa að Reynivöllum kl. 2 e. h. Séra Krist- ján Bjarnason. I Grindavíkurkirkja: Barnaguðs- þjónusta kl. 2 e. h. Sóknarprestur. : Dagbók Síðasta bjargráðið OVO sjálfsögð þykir belgiskum togaraeigendum landhelgisveiðin Cr við strendur íslands, að í stað þess að taka með öllu fyrir slíkan ránskap, hafa þeir tekið liluta af kaupi skipverja á togurunum til þess að greiða með landhelgissektirnar. Belgiskir útgerðarmenn eru orðnir svo svektir af óvissunni, er þeirra landhelgisveiði er háð, að þeir láta nú bátsverja sína borga allar sektir, — eitt býsna snjallt, en þó dæmalaust einfalt ráð. Mig furðar að Bretinn skuli ekki búinn að finna slíkt bjargræði útgerðarmönnum sínum í hag. Því vissulega má það ei vera minna, en að menn þessir ræni við örugglegt skipulag. B. - • Bmðkaup • Gcfin voru saman í hjónaband í gær af séra Jóni Auðuns ungfrú Sigríður Ormsdóttir og Guðmund- ur Jóhannesson, Kleppsvegi 98. 16. þessa mánaðar voru gefin eaman í hjónaband í kaþólsku kirkjunni í Reykjavík Sigríður Kristín Jakobsdóttir, Tryggvagötu 6, Reykjavík, og Miguel A. Nar- vaez, starfsmaður á Keflavíkur-1 flugvelli. • Hjónaefni » .Á jóladag opinberuðu trúlofun' sína ungfrú Guðfinna Jóna Sigur- steinsd., skrifstofustúlka, Nönnu-; stíg 4, Hafnarfirði og Magnús Konráðsson sjómaður, Grímslæk, ölfusi. — I • Afmæli » Atiræð varð í gær, 21. þ.m., Þorbjörg Halldórsdóttir, fyrrum húsfreyja í Arnarstaðarkoti, nú til heimilis að Selfossvegi 5, — Selfossi. — • Flugferði7 ® Flugfélag Islands h.f.: MiUilandaflug: — Sólfaxi, milli landaflugvél F.Í., fór í morgun til ! Kaupmannahafnar. Flugvélin er t væntanleg aftur til Rvíkur kl. • 16,45 á morgun. Innanlandsflug: í 1 dag eru áætlaðar flugferðir til i Akureyrar, Blönduóss, Egilsstaða, j Isafjarðar, Patreksfjarðar, Sauð-1 árkróks og Vestmannaeyja. — Á ! morgun er ráðgert að fljúga til ! Akureyrar og Vestm.eyja. ■ Loftleiðir h.f.: Hekia, millilandaflugvél Loft- leiða, er væntanleg til Reykjavík- ur kl. 7 í fyrramálið frá New York. Flugvélin fer kl. 8,30 til Oslóar, Gautaborgar og Hamborgar. Edda, millilandaflugvél Loft- leiða, er væntanleg til Reykjavík- ur kl. 19 á morgun frá Hamborg, Gautaborg og Osló. Flugvélin fer til New York kl. 21. 1 • Skipafrétfii • Eimskipafélag Islands h.f.: Brúarfoss kom til Patreksfjarð- ar í gærmorgun. Fór þaðan síð- degis sama dag til Breiðafjarðar- hafna. Dettifoss kom til Kotka 18. þ. m. Fjallfoss fór frá Hamborg 20. þ.m. til Antwerpen, Rotterdam, Hull og Rvíkur. Goðafoss fór frá Rvík 19. þ.m. til New York. Gull- foss fór frá Rvík 19. þ.m. til Leith og Kaupm.hafnar. Lagarfoss fór frá Rvík 15. þ.m. til New York. Reykjafoss kom til Rvíkur 20. þ.m. frá Hull. Selfoss fór frá Kaupm,- höfn 19. þ.m. til Rotterdam og Is- lands. Ti'öllafoss kom til Rvíkur 21. þ.m. frá New York. Tungufoss fór frá New York 13. þ.m. til Rvíkur. Katla fór væntanlega í gærdag frá Danzig til Rostock, Gautaborgar og Kristiansand. Skipadeihl S.Í.S.: Hvassafell er í Grangemouth. Arnarfell kom við í St. Vincent í dag 'á leið til Brazilíu. Jökulfell er væntanlegt til Hamborgar á morg- un. Dísarfell lcsar á Norðurlands- höfnum. Litlafell er í olíuflutning- um á Suðurlandshöfnum. Helgafell fer væntanlega frá New York í dag, ílúsmæðrafélag Reykjavíknr Þær konur, sem ætla að vera með ‘ í afmælishófi félagsins í Þjóðleikhússkjallaranum n. k. mánudagskvöld, geri sem fyrst við- vart um það. Styrkíarsjóður munaðar- lausra barna. — Sími 7967. Málfundafélagið Óðinn Skrifstofa félagsins í Sjálfstæð- ishúsinu er opin á föstudagskvöld- Umferðarmynd O K U M E N N! Það getur munað mannslífi, hvort þér hafið Ijós á farartækj- um yðar eða ekki. Ljósatími hefst kl. 4 e. h. — S. V. F. I. um frá kl. 8—10, sími 7104. —— Gjaldkeri félagsins tekur þar við ársgjöldum félagsmanna. Minningarspjöld S.L.F. — Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra — fást í Bækur & Rit- föng, Austurstræti 1, Bókaverzlun Braga Brynjólfssonar, Hafnar- stræti 22, Hafliðabúð, Njálsgötu 1, Verzl. Roði, Laugavegi 74. Málfundafélagið Óðinn Stjórn félagsins er til viðtals við félagsmenn í skrifstofu félags- ins á föstudagskvöldum frá kl. 8—10. Simi 7104. I Þýzkur pennavinur | Herbert Erdmann; Bochum -— ; Hiltrop; Odenwaldstrasse 3, Þýzka landi, óskar eftir bréfaviðskiptum I við íslendinga, karla eða konur. — | Hann er 28 ára og kveðst hafa á- huga á stjórnmálum, efnahagsmál- um og félagsmálum. Hann getur skrifað á ensku auk móðurmáls _ síns, þýzkunni. i Kvensíúdentafélag Islands j heldur fund í Veitingahúsinu Naustið, mánudaginn 24. janúar, kl. 8,30 e.h. Rædd verða áríðandi j félagsmál. Félag Snæfellinga og Hnappdæla | Þorrablót í Oddfellowhúsinu, laugardaginn 29. þ.m. kl. 6,30. íþróttamaðurinn | Afh. Mbl.: I. H kr. 50,00. Ó- merkt kr. 50,00. Bæjarhókasafnið j Lesstofan er opin alla virk* j daga frá kl 10—12 árdegis og kl 1—10 síðdegis, nema laugardag* kl. 10—12 árdegis og kl. 1—7 síð degis. Sunnudaga frá kl. 2—7. — Ctlánadcildin er opin alla virkt daga frá kl. 2—10, nema laugar daga kl. ?—7. og sunnudaga ki 5—7. Út- varp * 12,45 Óskalög sjúklinga (Ingi-i björg Þorbergs). 13,45 Heimilis-< þáttur (Frú Elsa Guðjónsson). 16,30 Veðurfregnir. Endurtekið. efni. 18,00 Útvarpssaga barnanna:! „Fossinn" eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur; XII. (Höfundur les). 18,30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18,50 Ur hljómleikasalnum (plötur) í a) Richard Tauber syngur. b)| Tónverk fyrir strengi eftir Arthur Bliss (Symfóníuhljómsveit brezka útvarpsins leikur; Sir Adrian Boult stjórnar). 20,30 Þorravakaí Samfelld dagskrá um mat og drykk í íslenzkum bókmenntum. — Björn Þorsteinsson og Andrés Björnsson búa til flutnings. 22,10 Danslög, þ. á. m. leikur danshljóm- sveit Bjarna Böðvarssonar. 02,00 Dagskrárlok. IfRjh SVF 10 króna veltan: Slysahættur í heimahúsum Þetta borgar sig ekki! S. V. F. I. Ágúst Jóhannsson, Hafnarfirði skorar á Jón Jónsson, framkv.stj., Hafnarfirði og Árna Jónsson, viktarmann, Hafnarfirði. Bene- dikt Antonsson, Bakkagerði 19 skorar á Gísla Jónsson, bifreiða- smið, Frakkastíg 12 og Hrafnkel Gíslason, iðnnema, Frakkast. 12. Daníel Helgason skorar á Erlend Baldvinsson, Hátúni 5 Rvík og Odd H. Þorleifsson, verzl. Amatór, Laugavegi 55. Guðvarður Jónsson, Hafnarf. skorar á Kristinn Bald- ursson, lögfr., Rauðarárstíg 38. og Sig. Ólafsson, bílstj., Gunn- arsbraut 38. Gúðm. Ingimundar- son, öldug. 41 skorar á Einar Þ. Guðmundsson, rafnema og Sigurð Jónsson, rakara, Hofsvailag. 20. Guðm. Arason, Landsmiðjunni skorar á Filippus Guðmundsson, byggingam. og ísl. Arason, verkstj. hjá Árna Sigurðssyni. Vilhj. Ey- þórsson, Öldugötu 25A skorar á Einar Pálsson, Baldursgötu 1 og Björgvin Benediktsson, Reynimel 56. Lilja Þorkellsd,, Grettisg. 28B skorar á ÓI. Vilhjálmsson, Grett- isgötu 28B og Ól. A. Þórhallss., Hofteigi 6. Anna Teitsdóttir, Garðarstræti 21 skorar á Gísla Teitsson, Garðarstræti 21 og Bjarn þór Karlsson, Eskihlíð 5. Páll Þor- steinsson, Skipholti 14 skorar á Ágúst Guðmundsson, Laugavegi 132 og Steingrím Þorsteinsson, Mávahlíð 11. Gísli Bjarnason skor- ar á Lárus Seheving, Miðtúni 70, c/o S. Stefánss. & Co. og Þorkel Ólafsson, húsvörð, Hafnarhúsinu. Friðrík Kristjánsson, Skaptahlíð 13 skorar á Hilmar Garðarsson, V esturgötu 19 og Svein Snorra- son, fulltrúa hjá sakadómara. Áskorunum er veitt móttaka í veiðarfæraverzl. Hans Petersen í Bankastræti. #- tfS V, v wm,. - .VÖ'-’ GóSan dagiim, ungfrú! ★ Hin heimskunna skáidkona, Co- lette, sem lézt nú fyrir nokkrum mánuðum, sagði mjög táknræna sögu fyrir Parísarlífið í síðasta samkvæminu, sem hún var í áður en hún dó. „Tvær vinkonur frá í gamla daga, sétn nú eiu ekki lengur sér- lega ungar, hittust á fjölförnu stræti í París — og önnur þeirra spyr: — Hvernig hefur hún dóttir þín það? —• Alveg prýðilegt, svaraði hin. Hún á tvö yndisleg börn, ameríska bifreið af nýjustu gerð, og hún fær öll sín föt fiá tízkuhúsi Diors og þar að auki býr hún í stóru einbýlishúsi í auðkýfingahverfi. — Jæja, það var gaman að heyra. En hvernig líður manninurn hennat? — Æ, það eru nú vandræði með hann! Henni tekst ekki að fá hann til að kvænast sér.“ k Hinn hrausti rússneski hermað- ur kom inn í kaupfélág í Lenin- grad og spurði: — Hafið þið til nokkra frakka? — Nei;. þeir eru uppseldir. — Eru þá til nokkrar skyrtur? — Nei; við höfum ekki haft þær til á lager nú um lengri tíma. 1 — Jæja; ég gæti þá ef til vill fepgið eitt par af sokkum? — Nei; það getur þú ekki fengið. Og heyrðu, félagi! Nú er okkur farið að leiðast þetta spurninga- flóð í þér. Veiztu ekki, að þetta er verzlun, en ekki upplýsingamið- stöð! k — Herrar mínir! sagði Sam Goldwin, kvikmyndajöfurinn ó- drepandi á fundi með aðstoðar- mönnum sínum. Við verðum og við skulum ganga af sjónvarpinu dauðu. —■ Hvaða ráð? Dásamlegj asta kona heimsins! Hún verður að vera ómengað náttúrubarn. Augu hennar verða að vera björt með grænum lit laufblaðsins og tennur hennar sem snævi þaktir fjallatindar, og litur rauðu rósar- innar í kinnum hennar. Hún verð- ur að .... — En, Sam! greip nú einn að- stoðarmannanna fram í fyrir hon- um, — slík kona er ekki til í öll- um heiminum. — Hvað með það, svaraði Sam. — Við verður þá að nota ofur- lítið af andlitsfarða! ★ Maður nokkur kom á gistihús og bað um sniglasúpu. Þegar hann var búinn að biða í um það bil klukkutíma og súpan kom ekki, tók hann að gerast órólegur og kallaði á þjóninn og spurði hann, hvers vegna súnan væri ekki kom- in. — Þá sagði þjónninn: Vitið þér ekki hvað sniglarnir eru hæg- fara? Að leika járnbrautarlest .....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.