Morgunblaðið - 22.01.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.01.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 22. jan. 1955 mnblú Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. • .x»" ÚR DAGLEGA LÍFINU Viðurkennmg úr óvæntri átt ALÞÝÐUBLAÐIÐ birtir í gær forystugrein um greinar þær, er dr. Benjamín Eiríksson ritaði fyrir skömmu hér í blaðið um kaupgjaldsmálin. Gagnrýnir það ýmislegt í þessum greinum, en kemst þó að þeirri niðurstöðu, að kjarni þeirra hafi haft við fyllstu rök að styðjast. Kemst blaðið þá að orði á þessa leið: „Það eitt er rétt og satt í grein- um dr. Benjamíns, að þjóðin bæt- ir að sjálfsögðu ekki hag sinn á því einu saman, að hækka allt kaupgjald um ákveðna hundraðs- tölu. Hinar ýmsu stéttir taka þá kauphækkunina hver af annarri, menn fá fleiri krónur en verð- minni.“ Með þessum ummælum sín- um viðurkennir aðalmálgagn Alþýðuflokksins, að uppistað- an í greinum dr. Benjamíns Eiríkssonar um kaupgjalds- málin hafi verið sannleikanum samkvæm. Hann lagði einmitt höfuðáherzlu á það, að laun- þegar gætu ekki fengið raun- verulega kjarabót með því, að hækka allt kaupgjald um ákveðna hundraðstölu eins og nú væri ástatt í þjóðfélaginu. Hinar ýmsu stéttir „tækju kauphækkunina hver af ann- arri“ alveg eins og Alþýðu- blaðið orðar það. Þetta er sannarlega viður- kenning úr óvæntri átt. Þegar á hana er litið sætir það nokkurri furðu, að Alþýðublaðið skuli vera að deila á hinn merka hagfræð- ing fyrir greinar hans, sem fela fyrst og fremst í sér þýðingar- miklar leiðbeiningar, ekki aðeins til launþega heldur þjóðarinnar í heild. En a. m. k. ein höfuðvilla eða blekking er í þessari forystugrein Alþýðublaðsins. Þar er því hald- ið fram, að allar kauphækkanir síðustu ára, þ. e. síðan gengi krónunnar var fellt, hafi verið framkvæmdar „samkvæmt tillög- um dr. Benjamíns Eiríkssonar sjálfs. f gengislækkunartillögum hans var nefnilega svo ráð fyrir gert, að kaupgjald allt skyldi hækka í fullu samræmi við breyt- ingar á verðlagsvísitölu,“ segir blaðið. Þetta er hin mesta firra eins og allir sjá, sem muna tillögur þeirra dr. Benjamíns og Ólafs Björnssonar prófessors og frum- varp það, sem minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins byggði á þeim, og lagði fram á Alþingi í ársbyrjun 1950. Þar var að vísu gert ráð fyrir því, að ef vísitala framfærslukostnaðar sýndi hækk un framfærslukostnaðar um minnst 5% þá skyldi laun hækka frá því, sem greitt var næsta mánuð á undan. Með sama hætti skyldu laun lækka ef vísitala sýndi lækkun framfærslukostn- aðar um minnct 5%. Samkvæmí þessum ákvæðum skyldu laun breytast fram í júlí 1950. Næstu sex mánuði skyldu laun ekki breytast vegna breyt- inga á vísit.ölu framfærslukostn- aðar. En ef vísitala desember- mánaðar það ár sýndi hækkun eða lækkun framfærslukostnað- ar um 5% eða meira skyldi fara á sömu leið og áður, laun hækka eða lækka samkvæmt þeirri breytingu á framfærslukostnaði, sem vísitalan sýndi. Þá var lagt til í tillögum hag- fræðinganna, að laun skyldu ekki breytast vegna breytinga á vísitölu framfærslukostnaðar til júníloka 1951. Skyldi þá enn miðað við það, hvort vísitalan sýndi hækkun eða lækkun fram- færslukostnaðar um 5% eða meira og fara með sem fyrr. En frá 1. ágúst 1951 skyldu laun ekki breytast vegna breyt- inga framfærslukostnaðar. Þetta sýnir, að hagfræðing- arnir lögðu til, að kauphækk- anir samkvæmt vísitölufyrir- komulaginu skyldu hætta á miðju árinu 1951. Tillögur þeirra um kauphækkanir samkvæmt vísitölu frá því í maí 1950 til 1. ágúst 1951 byggðust á þvi, að á því tíma- bili gerðu þeir ráð fyrir að áhrif gengisbreytingarinnar væru fram komin og jafnvægi komið á í efnahagsmálum landsmanna. Þegar svo væri komið töldu þeir í senn skyn- samlegt og sanngjarnt að kaup hækkanir samkvæmt vísitölu- fyrirkomulagi væru niður felldar. Þetta voru tillögur þeirra dr. Benjamíns Eiríks- sonar og prófessors Ólafs Björnssonar. Alþýðublaðið hefur því gerzt bert að hinum mestu rangfærsl- um er það segir, að allar kaup- hækkanir, sem orðið hafi síðan árið 1950 hafi verið „samkvæmt tillögum dr. Benjamíns Eiríksson- ar sjálfs“. Það var þvert á móti ætlun hans að stöðva kapphlaup- ið milli kaupgjalds og verðlags og treysta grundvöll gjaldeyris- ins. Niðurstaða hefur hinsvegar orðið sú, að kaupgjald hefur hækkað um 60% síðan gengið var fellt og því miður er grund- völlur íslenzkrar krónu ekki eins traustur í dag og skyldi. Þrátt fyrir allt þetta hika kommúnistar og aftaníossar þeirra nú ekki við, að hvetja til nýs kapphlaups á milli kaupgjalds og verðlags. Ef þeir koma þeir áformum sín- um fram þarf ekki að fara 1 neinar grafgötur um, hvað henda muni krónuna og ís- lenzkt efnahagslíf. Hversvepa TVÆR OPERUMYNDIR UM ÞESSAR mundir gefst bæj- arbúum kostur þess að sjá og heyra tvær ágætar kvikmyndir, sem teknar eru eftir frægum óperum hinna miklu óperutón- skálda, Rossini og Verdi. | í Nýja Bíó er sýnd: ÖSKUBUSKA eftir hinni frægu óperu Rossinis. — Óperan er byggð á hinu fræga ævintýri um ungu stúlkuna, oln- bogabarnið, er fyrir sakir göfgi og hreinleika hjartans, hefst til þess að verða brúður tignasta manns ríkisins, hins glæsta og ágæta konungssonar. Þessi yndislega ópera Rossinis er full af dásamlegri tónlist, sem hlýtur að heilla alla, sem hana heyra. Hefur tónskáldinu af snilli sinni og næmum skilningi á feg- urð og einfaldleik ævintýrisins tekist að skapa þá músik, sem hæfir efninu á undursamlegan hátt. Hér við bætist að óperan er frábærlegavel sungin og ágæt- lega leikin, og sviðsetning öll hin bezta, með þeim ævintýrablæ og íburði, sem hæfir. í efnisskránni er þess ekki get- ið, hverjir leikendanna syngja raunverulega hlutverk sín, og er það mikill galli. En hvað sem því líður þá er frábærlega vel sungið í myndinni og tónupptakan virð- ist mér mjög góð. Öskubuska er fagurt ævintýri og myndin er að öllu leyti hin prýðilegasta. Ég tel óþarft að ræða hér um hvern einstakan leik ara, en læt mér nægja að segja að þeir fara allir ágætlega með hlut- verk sín, einkum þó Lordi Randi er leikur og syngur hlutverk Öskubusku og Vito De Taranto, er fer með hlutverk föður henn- ar. VALD ÖRLAGANNA óperumyndin, sem Tripolibíó sýnir, er gerð eftir óperu Verdis „La Forza Del Destino". Eins og í efnisskránni stendur nýtur þessi ópera sín sérstaklega vel á kvikmynd. Hún er í fyilsta máta dramatisk, efnið mikið og átökin milli persónanna sterk og örlagarík. Tónlistin er og fögur og oft rismikil og í fullu sam- ræmi við efnið. — í þessari óperu og myndinni einnig, sjáum við söguna gömlu um ástir og hatur, og hversu þessi sterku öfl í sálar- lifi mannanna geta leitt til hinna hörmulegustu örlaga. Vér þekkj- um þetta úr fornsögum okkar og þannig er það enn í dag, enda breytast mennirnir lítt í innsta eðli sinu þótt aldir líði. í efnisskránni gerir Tripolibíó grein fyrir því hverjir syngja hlutverkin, aðrir en leikararnir, og eru það hin réttu vinnubrögð. — Af leikendum og söngvurum má nefna snillinga eins og Tito Gobbo hinn fræga og ágæta baryton-söngvara, er fer með eitt af aðalhlutverkum óperunnar, Don Carlo. Af öðrum frábærum söngvurum má nefna Caterina Mancini, er leikur og syngur hlutverk Leonoru. Þá leikur og j Gino Sinimberghi eitt af veiga- ; mestu hlutverkum óperunnar, en VeU aviÁl ÁnFar: á jéiiim! ÞAÐ hefur vakið nokkra athygli, að kommúnistar í Rússlandi hafa undanfarið valið jólin til þess að framkvæma á þeim aftökur j þeirra félaga sinni, sem þeir hafa þurft að ryðja úr vegi. Þannig var Lavrenti Bería skotinn í j þann mund er jólahátíðin var að ganga i garð. Sama gerðist svo , um síðustu jól er fyrrverandi ör- . yggismálaráðherra Sovétstjórn- j arinnar og þrír aðstoðarmenn hans voru teknir af lífi. Af þessu virðist mega ráða að 1 æðstu leiðtogar Sovétríkjanna telji það sérstaklega ánægjulega og hátíðlega athöfn, að svipta nánustu samstarfsmenn sína lífi, gera þá höfðinu styttri. Einnig má vel vera að 'þeir vilji nota jólahelgina til þess í þeim til- gangi að skapa ógn og skelfingu meðal rússnesks almennings, sem vitað er að heldur kristin jól, víðsvegar 'um Sovétríkin. þrátt fyrir allar trúarbragðaofsóknir kommúnista. En vera má að „Þjóðvilj- inn“, sem allt veit frá Rússíá, geti gefið einhverjar upplýs- ingar um þetta? Eða þá MÍR, „Menningaríengsl íslands og Ráðstjórnarríkjanna“? Heyra jólaaftökurnar e. t. v. ekki undir menningarmál? Verður að gjalda varhug við. KÆRI Velvakandi! Oft heyrast óánægjuraddir yfir því, sem miður fer, en þakk- læti fyrir það, sem vel er gert, vill stundum gleymast. Útþensla höfuðborgar okkar er mikil og margt þarf að gera til velferðar þeim, sem úthverfin byggja og til fullnægingar kröf- um tímans. En framkvæmdir kosta peninga og útsvarsgreiðsl- urnar láta ekki að sér hæða. Þess vegna verða forráðamenn- irnir að gjalda varhug við kröf- um en kunna að velja og hafna. Vega rökin á metaskálum — hvar þarf skjótra aðgerða við, hvað má bíða og hverju má hafna. Sólskinið á Suðurlandsbrautinni“. HVERJUM eru „óskasteinarn- árnir meðfram Suðurlands- braut og Langholtsvegi að gagni? Sennilega valda þeir frekar slysahættu en varna. Og ekki er fegurðarauki að þeim. En lýsing Suðurlandsbrautar- innar er bænum okkar til sóma og vegfarendum til ánægju. Sér- staklega eru rauðgulu Ijósin ágæt og falleg. Þau lýsa jafn vel, hvort sem gatan er blaut af regni eða í öðru ástandi. Þau mynda gullið band eftir götunni, er minn ir á sólskin sumarsins, enda þótt skammdegisnóttin ríki. Þökk fyrir „sólskinið á Suður- landsbrautinni“. — Langholts- búi“. , Lítið atvik. IGÆRMORGUN átti ég leið inn á opinbera .skrifstofu hér í bænum. Það koma býsna margir inn á þessa skrifstofu og sam- tímis mér í gær komu tveir menn. Við vorum allir vel snjó- ugir og það var einmitt í sam- bandi við snjóinn, sem athygli mín beindist að dálitlu sérstöku atviki. Ósköp lítið atvik var það — nauða ómerkilegt, munu marg- ir segja: Annar maðurinn stapp- aði og hristi af sér snjóinn og þurkaði af sér sem bezt hann gat, áður en hann gekk inn á skrifstofuna, svo sem lög gera ráð fyrir. Hinn hafði hins vegar með þeim afleiðingum að hann skyldi eftir sig heilt syndaflóð á gólfinu. — „Skyldi þessi maður fara eins að heima hjá sér“, hugs- aði ég — eða skyldi hann bara álíta, að hann sé undanþeginn almennum mannasiðum og kurt- eisi hér, vegna þess að um opin- bera skrifstofu er að ræða? — Skrítið — að tarna! N’ Nokkuð dýr, flaskan sú. EFNDARMAÐUR“ skrifar: Við höfðum setið með sveitt an skallann, sex saman í nefnd — einni af átján — á fundum dag eftir dag og nú var komið að lokafundinum. Það varð að sam- komulagi að við færum saman og drykkjum kaffi á einhverjum notalegum veitingastað. Auðvitað völdum við eitt þeirra veitinga- húsa, sem vínveitingaleyfi hefur og var ætlunin að fá sér konjaks- dropa á eftir kaffinu. En það var nú ýmislegt því til fyrirstöðu. Vínveitingalöggjöfin mælti svo fyrir, að ekki má veita vín á þess? um tíma — nema með sérstöku leyfi frá lögreglustjóra og reynd- ar fengum við að kaupa eina konjaksflösku með því að borga 100 krónur fyrir sérstakt leyfi fyrir henni. — Nokkuð dýr, flaskan sú! — Eða er ekki eitt- hvað bogið við þetta fyrirkomu- lag? — Nefndarmaður". það er sungið af Galliano Masini (tenor). Fleiri ágætir söngvarar láta þarna til sín heyra, svo sem Giulio Neri, er fer með hlutverk ábótans og Cloe Elmo er svngur hlutverk sigaunastúlkunnar Preziosilla, sem annars er leikin af Myra Varges. — Mynd þessi er mjög áhrifamik- il, vel leikin, hlutverkin frábær- lega vel sungin og ágætlega á svið sett. Báðar þessar myndir eru af- bragðsgóðar, en ekki fyrir aðra en þá, sem kunna að meta góða list fram yfir lítilsverðar æsinga- myndir. Ego. 1 ekkert með það. Hann öslaði inn eins og hann kom fyrir, auðvitað 250 konur á fundi kvennadeildar SVFÍ KVENNADEILD SVFÍ í Reykja- vík hafði fyrsta fund sinn á árinu 17. janúar. 250 konur voru á fund inum. Form. deildarinnar, frú Guð- rún Jónasson setti fundinn. Minnt ist hún Jóns E. Bergsveinssonar, fyrrv. erindreka SVFÍ. Hann lézt 17. des. 1954. Það var fyrir tilstilli Jóns E. Bergsveinssonar að deild- in í Reykjavík var stofnuð og var hann hennar stoð og stytta þegar á þurfti að halda. Deildin minnist því Jóns með þakklæti og virðingu. Stóðu konur upp í minning Jóns E. Bergsveinssonar. Eftir að form. hafði ávarpað konur og hvatt þær að vanda til að starfa í slysavarnamálum, af- henti frúin 1000 kr. — eitt þúsund — krónur frá konu, sem ekki vildi láta nafn síns getið. Gjöfin var gefin í minningu föður gef- andans. Form. þakkaði gjöfina í nafni deildarinnar. Margrét Jónsdóttir las upp kvæði eftir sig og var gjörður að því góður rómur. Þá söng hinn nýstofnaði söng- kór deildarinnar nokkur lög und- ir stjórn hr. Jóns ísleifssonar og | var honum feykna vel tekið. í kór þessum eru 40 konur og æfir hann nú af áhuga. ! Þá var sýnd kvikmynd ag starf semi Slysavarnafélagsins. j Benedikt Árnason leikari, las upp tvö kvæði. Þegar hann hafði lokið lestrinum, sagðist hann hafa með sér gest, sem líklega engin af fundarkonum mundi geta látið sér detta í hug hver væri. Væri það fræg söngkona, útlend, hana langaði til að syngja fyrir okkur. Og mikil var hrifning fundar- kvenna þegar óperusöngkonan, Stina Britta Melander kom fram á leiksviðið og söng sænsk þjóð- lag. Hún söng það án undirleiks, en hún söng það svo dásamlega (vel að þess varð ekki vart að undirleikinn vantaði. Þegar söngnum lauk ætlaði lófaklapp- inu aldrei að linna. Söngurinn var fagur, en enn fegurra var | Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.