Morgunblaðið - 22.01.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.01.1955, Blaðsíða 9
Laugardagur 22. jan. 1955 MORGUNBLAÐIÐ 9 i s ís IMOREGUR UIU ARAIUOTIIM eftir SkúBa SkúBason H fOFUNDAR inganna í norsku blöðun- um komast flestir að þeirri nið- urstöðu, að eiginlega hafi 1954 verið gott ár, af forsjónarinnar hálfu. Afköst sveitabúskaparins urðu nálægt meðallagi, síldveið- ar meiri en nokkum tíma áður áramótahugleið- ■ ,v. .. i i . . / , Sildveiði meiri en nokkru smni tyrr — en porskveiði ryr Fjárhagsmálin erfið — Sfórauknar virkjanir — Margs að minnast á k>essu ári — C. J. Hambro sjötugur og nokkru fyrir áramót kvaddi í sögu þjóðarinnar og iðnvöru- T0rp; forsætisráðherra, fulltrúa framleiðslunnar á fund, til skrafs og ráðagerða, og óskar samvinnu við þá um fjárhagsmálin. Mun stjórnin leggja tillögur sínar bráðlega fyrir Stórþingið, sem nú er að koma saman. framleiðslan óx um nálægt sex af hundraði frá fyrra ári í flest- um greinum. Nokkur tregða var á eftirspurn eftir skipum fyrri- hluta ársins, en þegar leið á árið fór eftirspurnin vaxandi og skipaleiga hækkandi. Og aðalút- flutningsvara þjóðarinnar, skóg-! .. arafurðirnar hafa og farið hækk- í .t. andi á árinu. Svo að eiginlega hafa Norðmenn ekki undan neinu að kvarta við forsjónina, nema útvegsmennirnir í Lófót. Þeir urðu verr úti á síðustu vertíð en nokkurn tíma áður, aflinn varð ekki nema 65,3 þúsund smálestir, „ „ ,, sem er lægra en nokkurn tíma . iyrst.Jiremst ?!'erzl'1 a’ hefur verið siðustu fimm arin, og hafa þau þó verið léleg aflaár er i STJORNARANDSTÆDINGA Fulltrúar atvinnurekenda hafa hins vegar sent stjórninni álit sitt um það, sem fyrst og fremst beri að gera til þess að kippa gjaldeyrismálunum í lag og stöðva verðbólguna. Þeir leggja að dregið verði úr seðlaflóðinu, sem í umferð innanlands og að öll nema Í951.~Þé öfíuðust fólkið sé örvað 1)1 sparnaðar. _ þúsund smálestir í Lófót. Finn- Þetta hefur ekki verið gert hing- merkurvertíðin brást líka, aflinn. til, það er síður en svo. Inn- aðeins 20 þúsund smálestir, sem lánsvextir bankanna hafa verið er tæpur helmingur af ársaflan- m.ÍöS lágir og þar á ofan er vaxta um 1953. Þorskurinn hefur því skattur á sparifé, svo að fólki verið svikull Norðmönnum árið verður lítill arður að sparifé sem' leið, þó aldrei bregðist hann sínu. «ins vegar hefur sífelld þeim eins illa og síldin íslend- ingum. Heildarafli Noregs varð 1.864 þúsund smálestir og hefur aldrei orðið meiri, en þar af nam vetrarsíldaraflinn einn rúmum helmingi, eða yfir milljón smá- lestum. Síldaraflinn nam alls 1.463 þúsund smálestum, þorsk- aflinn 182 þúsund og annar sjáv- arafli 218 þúsund smálestum. En heildarverðmæti aflans upp úr sjó var 545.550 þúsund n. kr. Af því var verðmæti síldarinnar einnar 276.225 þúsund n. kr. eða rúmur helmingur alls sjávarafl- ans á árinu. FJARHAGSMALIN ERFIÐ En þrátt fyrir góðærið eru Norðmenn í vanda staddir. Þeim hefur ekki tekizt að koma á jafn- vægi í fjárhagsmálunum. Vöru- verð fer hækkandi, bæði innlent og útlent, svo að þrátt fyrir dýr- tíðaruppbæturnar hefur almenn- ingur ekki úr meiru að spila en áður og kvartar undan dýrtíð- inni og telur launabæturnar ó- fullnægjandi. Síðan slakað var á verðlagseftirlitinu og innflutn- ingshöftum hefur fólk keypt miklu meira af varningi, sem ekki telst til beinnar nauðsynja- vöru, og hins vegar hafa kaup á alls konar vélum og skipum frá útlöndum haldið áfram, eftir að innstæður þær, sem Norðmenn áttu erlendis eftir stríðið — ágóð- inn af siglingum og bætur fyrir öll skipin, sem sökkt var — voru þrotnar. Þetta hvort tveggja hef- ur valdið því, að þrátt fyrir hag- stætt verð á útflutningsvörum og mikinn útflutning og sæmilega afkomu norskra skipa í sigling- um erlendis, hefur hallinn á við- skiptum þjóðarinnar við útlönd orðið kringum þúsund milljónir króna hvort árið, tvö síðustu ár. Þessi halli hefur hingað til verið jafnaður með lánum og með því að skerða gjaldeyrisforða þjóð- bankans, en vitanlega getur það ekki haldið áfram lengi. Fyrir ári taldi ríkisstjórnin ástandið ekki athugavert, þrátt fyrir viðskiptahallann.sem þá var orðinn. Hún taldi sjálfsagt að halda áfram á sömu braut og áður, og taldi engin tormerki á að halda áfram fjárfestingum og taka erlend lán. En nú virðist hún vera komin á aðra skoðun, og telur nauðsynlegt að finna ráð gegn verðbólgu og viðskiptahalla, verðbólga síðustu fjögur árin valdið því, að fólk vill ekki fresta til morguns að kaupa það, sem það getur keypt í dag. í erindi því, sem atvinnurek- endur hafa sent stjórninni — að- ilar þeir, sem að því standa eru m.a. bankafélagið, skipaeigenda- félagið, iðnrekendasambandið og útgerðarmannasambandið — er lagt til, að vextir bankanna séu hækkaðir í 4 af hundraði og jafn- framt að vaxtaskatturinn sé af- numinn. Af þessu leiði aukinn sparnað og hins vegar dýrara lánsfé, sem muni draga úr fjár- festingu til fyrirtækja, annara en þeirra, sem sýnilegt er að gefi góðan arð. Þá er einnig skorað á stjórnina að draga úr fjárfest- ingum. Og ennfremur er farið fram á, að ýmsir skattar séu lækkaðir. Ríkisstjórnin hefur getað sýnt einn mikilvægan árangur at- vinnumálastefnu sinnar eftir stríð: atvinnuleysið hefur verið svo að segja óþekkt fyrirbrigði í landinu, og vinnustöðvanir út af kaupdeilum ekki teljandi. En það er athugandi í þessu sambandi, að verkefnin voru svo mörg eftir stríðið og ýmis þeirra fram- kvæmd á opinberan kostnað, að miklu eða öllu leyti. Endurreisn þess, sem eyddist í stríðinu er lokið, iðnaðar- og stóriðjufyrir- tækin hafa bætt sér upp kyrr- stöðuna, sem varð á stríðsárun- um og hafa nú allflest mjög full- kominn vélakost, og kaupflotinn er orðinn 30—40% stærri en hann var fyrir stríð, eða nær 7 milljón smálestir. Nú er spurn- ingin: Er ekki óhjákvæmilegt að atvinnuleysi fari að gera vart við sig aftur, ef útþenslan hættir? Þessu er svarað bæði játandi og neitandi, en víst er um það, að framleiðslutækin hafa stækkað tiltölulega meira en íbúafjöldinn hefur vaxið, síðan 1939. Og vitan- lega er gert ráð fyrir framhald- andi vexti framleiðslutækjanna, þó að nokkuð verði dregið úr fjárfestingu. VATNSORKAN OG ÞJÓÐIN Hinn stóraukni iðnaður Norð- manna byggist fyrst og fremst á ódýru rafmagni. Norðmenn hafa getað virkjað fallvötn sín ódýrar en aðrar þjóðir, enda er hvergi í heimi jafn mikil virkjuð orka á tmann eins og í Noregi, og fram C. J. Hambro leiðsla rafmagns hefur tvöfald- azt síðan 1939. Það er hinn lági virkjunarkostnaður, sem veldur því, að Norðmenn geta flutt nikkelgrýti vestan frá Kanada, brætt málminn úr því og sent hann vestur aftur, eða framleitt alúminíum úr efni, sem flutt er langt að, og brætt járn og stál með rafmagni. Aðeins 3,9 milljón kílówatt af 12 milljónum, sem í fossunum felast, eru virkjuð, og raforkuframleiðslan talin 22 milijarð kílówattstundir, en ork- an í fallvötnunum er alls talin nema 105 milljón kílówattstund- um. Og virkjunum verður haldið áfram, í auknum mæli. Árin 1920—1944 voru virkjuð 44.000 kw. árlega, að meðaltali, 1944— 48 110 þús. kw. á ári og 1949—52 150 þúsund kw. árlega. En ef áætlunin fyrir árin 1953—56 verður haldin, mun virkjunin nema yfir 300 þúsund kw. árlega á þessu timabili, og af þeirri orku koma 585 þús. kw. á hið nýbyrj- aða ár, sem verður mesta virkj- unarár í sögu Noregs. Með sama áframhaldi, þ.e. 300 þús. kw. við- bót á ári mundu alls verða fram- leiddar 45 milljarð kílówatt- stunda í Noregi árið 1970, eða 43-—44% af öllu því vatnsafli, sem til er í landinu. Þessar tölur hafa verið til- færðar hér í sambandi við eitt stórmálið, sem er á döfinni í Nor- egi núna: sölu raforku til Sví- þjóðar og jafnvel til Danmerkur. Því skyldu Norðmenn ekki virkja fallvötn i enn stærri stíl, úr því að þeir geta selt raforkuna til út- landa? segja menn. En til þess svara andstæðingar þeirrar ráða- breytni: Lánveitandinn og kaup- andi orkunnar miða kaupverðið við lægsta fáanlegan virkjunar- kostnað. Þess vegna vilja þeir fá orku frá Noregi í stað þess að virkja fossa í Svíþjóð. En það er ekki jafn ódýrt að virkja öll fallvötn í Noregi. í við- tali segir forstjóri vatnsorku- málaskrifstofunnar, Fr. Vogt, svo um þetta mál: Af þeirri óvirkjuðu vatnsorku, sem þjóðin á, mun vera hægt að virkja nálægt helming jafn ódýrt og við höfum vanizt sér í Noregi. Ódýrustu failvötnin eru virkjuð fyrst, en þegar fram í sækir verða virkjuð dýrari fallvötn, en síð- ustu milljónir hestaflanna, sem við eigum í fallvötnunum, verða svo dýrar í virkjun, að sennilega. verður aldrei ráðist í að virkja þau: KJARNORKAN Vogt, aðalforstjóri, bendir á hinn nýja keppinaut við vatns- orkuna: kjarnorkuna. Sérstak- lega sé vert að gleyma henni ekki, þegar verið sé að þinga um Hvergi í heimi er jafn mikil virkjuð orka á mann og í Noregi. sölu á raforku til fjarlægra, út- lendra staða. Hann segir, að Norðmenn byggi vatnsorkustöðv- ar, sem framleiði hverja kíló- wattstund fyrir minna en 2 aura norska, frá fyrstu hendi. En mjög bjartsýn áætlun, eftir kjarnorku- fræðinginn Theodor Stern, gerir ráð fyrir að hægt verði að fram- leiða kílówattstundina fyrir 4,15 aura með kjarnorku, svo framar- lega, sem orkan sé hagnýtt að fullu og alltaf jafnt álag á stöð- inni. — Fyrrverandi formaður bandarísku kjarnorkunefndar- innar, Gordon Dean, áætlar að hægt verði að framleiða kíló- wattstundina fyrir 5,7 aura norska með kjarnorku. Verðmunurinn er að vísu mikill, en minnkar þegar um miklar fjarlægðir og leiðslu- kostnað er að ræða. Og vitanlega er kjarnorkurafmagnsverðið að- eins byggt á fræðilegum útreikn- ingum, en ekki hagnýtri reynslu. Norðmenn virðast alls ekki smeykir við samkeppni kjarn- orkunnar, annars mundu þeir ekki eyða jafnmiklu fé í vatns- virkjanir og þeir gera. Og Svíar og Danir mundu varla vera áfjáðir í að kaupa raforku frá Noregi og gera langvarandi samninga, ef þeir héldu sig eiga von á ódýrri kjarnorku á næst- unni. Spurningin er sú hvort Norð- menn vilja selja. Ríkisstjórnin virðist vera mjög áfram um það — auknar virkjanir umfram á- ætlun gefa aukna atvinnu og fé inn í landið. En aðalmótbáran er sú, að það sé varhugavert að selja útlendingum orku fyrir lágt verð og verða síðan að virkja dýrari orku til eigin þarfa. Þessari spurningu verður væntanlega svarað á Stórþinginu LANDSSIMINN 100 ARA í september urðu norsku ríkis- járnbrautirnar aldar gamlar og 1. janúar voru liðin 100 ár síðan frímerki voru fyrst tekin í notkun og sömuleiðis ein öld sið- an fyrsta ritsímasamband komst á í Noregi. Það var milli Oslóar og Drammen. Hinn 9. janúar var síðarnefnda afmælisins minnst með samkomu í hátíðasal háskól- ans í Osló, að viðstöddum kon- ungi og krónprins, fulltrúum landssímanna á Norðurlöndum, sendiherrum erlendra ríkja og æðstu embættismönnum þjóðar- innar. Rynning-Tönnesen, lands- símastjóri, flutti þarna aðalræð- una, en fyrir hönd landssima- stjóra Norðurlanda svaraði sænski landssímastjórinn, og þriðju ræðuna flutti formaður norska símamannafélagsins, en í því eru allir starfsmenn lands- símans, sem eru um 17.000 alls. Sænski landssimastjórinn róm- aði mjög dugnað og tæknikunn- áttu norskra símastarfsmanna og kvað erfiðara að starfrækja sim- ana í Noregi en í nokkru öðru norrænu landi, en Norðmenn hefðu jafnan reynst því vaxnir að sigrast á þeim örðugleikum, sem riáttúru landsins væri sam- fara. Nýbyrjaða árið verður yfirleitt mikið minninga-ár. Hinn 7. júní 1905 sögðu Norðmenn upp sam- bandinu við Svíþjóð og í nóvem- ber tók Hákon VII. ríki í Noregi, og verður beggja þessara at- burða minnst á mjög veglegan hátt. Einnig mun þess verða minnst í sumar, að tíu ár eru þá iiðin síðan styrjöldinni lauk og Norðmenn endurheimtu frelsi sitt. Framh. á bls. 10 ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.