Morgunblaðið - 22.01.1955, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.01.1955, Blaðsíða 10
10 MORGUTSBLAÐIÐ Laugardagur 22. jan. 1955 AÐALFUNDUR I ■ ■ Flugvirkjafélags Islands \ m m m fyrir árið 1954 verður haldinn í Naustinu 28. janúar 1955 • klukkan 20. FUNDAREFNI: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. STJÓRNIN SJOMANNAFELAG REYKJAVIKUR AOALFUIMDIiR Sjómannafélags Reykjavíkur verður haldinn sunnudag- inn 23. janúar 1955, í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu og hefst klukkan 13,30 (1,30 e. h.). FUNDAREFNI: 1. Félagsmál. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Önnur mál. Fundurinn er aðeins fyrir félagsmenn er sýni skírteini við dyrnar. STJÓRNIN Duglegan fyrsta flokks ■ afgreiðslumann vantar okkur nú þegar. j jiWzlfZUdL LAUGAVEG 82. Teok-ntihurðir !/túb&jjrmjíri, ^ | Mjölnisholti 10 — Sími 2001 ■ ■ Innréttingar Getum nú aftur bætt við okkur eldhús- og svefnher- • bergisinnréttingum. i Einnig lakkaðar úr harðvið. I T résmiðjan \ m TÓMASARHAGA 13. ; / / Hús til leigu 130 ferm. íbúðarhús, 1 hæð ásamt bílskúr er til leigu í Kópavogshreppi. Til greina kemur leiga um lengri tíma. Fyrirframgreiðsla áskilin. Tilboð sendist afgr Mbl. fyrir mánudagskvöld 24. þ. m. merkt: íbúðarhús —650. Framfiðaratvinna ■ ■ ■ Vil ráða tvo unga menn, 14—T6 ára gamla til fram- j tíðarstarfs í verksmiðju. Tilboð merkt: „Vélamenning“ j —662“, sendist blaðinu strax. : '' '■ c Mikill og góður skíða Miönes h.f. í SandgerÖi sfœkkar hraðfrysfihús sift bsjarins MIKILL og góður skíðasnjór hef- ir verið í nágrenni bæjarins und- anfarna daga. Skíðafél. í Reykja- vík hafa efnt til kvöld^rða og núna um helgina gangast þau fyrir skíðaferðum í Hveradali, kl. 2 og 6 e.h. á laugardag og kl. 9 f.h. á sunnudag. Bestu skíðamenn Reykjavíkur sjá um kennslu fyrir byrjendur eftir hádegi á sunnudag í brekk- unni við Skíðaskálann. Dráttar- braut verður þar í gangi allan daginn, en er skyggja tekur, er brekkan upplýst. Afgreiðsla skíðafélaganna er nú hjá BSR, en Guðmundur Jónasson sér um flutningana. ■ 1 r i ■ mmm m iresia HAFNARFIRÐI — Vegna óveð- urs í gærkvöldi vaið að fresta leiksýningu á gamanleiknum Ást við aðra sýn. Var færðin til Reykjavíkur orðin ofar slæm í gærkvöldi, en um 250 manns höfðu pantað aðgöngumiða það- an. Og vegna þess, að spáð var versnandi veðri, þótti ekki rétt að hætta á það, að leikhúsgestir tepptust í Hafnarfirði eða á milli bæja sökum ófærðar. —G.E. — Noregsbréf Framh. af bis. 8 C. J. HAMBRO óðalsþingforseti varð sjötugur 5. janúar. Hann hefur átt sæti á Stórþingi síðan 1919 og var for- seti þess 1926—45, en síðan hefur hann verið forseti Óðalsþingsins. Hefur hann um langt skeið verið talinn mesti mælskumaður þings- ins og atkvæðamesti maður flokks síns, hægriflokksins, en formaður hans var hann 1926— 34 og aftur frá 1945 og þangað til hann baðst undan endurkosn- ingu á siðasta ári. Hann var aðal- fulltrúi Noregs í Þjóðabandalag- inu frá 1926 og þangað til það leið undir lok, og þótti mikið kveða að honum þar, og var jafn- an endurkosinn með atkvæðum andstæðinga sinna eigi síður en fiokksmanna. Hambro var staddur í New York á afmæli sínu, sér til lækn- inga. En hann var hylltur óspart þann dag, bæði af samherjum og andstæðingum. Frá konungi og Torp, forsætisráðherra, bárust honum skeyti, og Stórþingið sendi honum að gjöf dýran grip — vindlakassa með útskorinni mynd af Stórþingshúsinu og áletrun: „Fyrir dýrmætt og ágætt starf í Stórþinginu, sem þing- maður síðan 1919 og forseti Stór- þingsins um langt árabil, vottar Stórþingið viðurkenningu sína og þakklæti“. „Hambro hefur setið á fleiri þingum en nokkur annar núlif- andi Norðmaður", segir Oscar Torp í afmæliskveðju sinni til hans. „Og því verður ekki neitað, að fáir vita meira en Hambro um Stórþingið og starfssvið þess . . . Á stríðsárunum kynntust ýmsir stjómmálaandstæðingar betur en áður. Svo var um Hambro og mig. Fáa stjórnmálamenn hef ég lent í jafn mörgum árekstrum við og Hambro. En það hefur ekki spillt vináttu okkar“. Torp minnir ennfremur á „þann ómet- anlega greiða, sem hann gerði þjóðinni með því að koma fram Elverum-samþykktinni í Stór- þinginu 1940 og sömuleiðis starf hans í landhelgisdeilunni við Breta“. — Það var Elverum- samþykktin, sem gaf stjórninni frjálsar hendur til að starfa án þingsins, ef til þess kæmi að hún yrði að flýja land. Skúli Skúlason. SANDGERÐI 19. janúar: — Á SÍÐ A STLIÐNU sumri var byggt við hraðfrystihús h.f. Mið- nes í Sandgerði. Byggingin er 15x15 metr. á 2 hæðir 8—9 metr. á hæð að viðbættum 45 ferm. einlyft. Á neðri hæð eru: Fiskmóttaka, flökun og roðfletting. Fisksnyrt- ing, pökkun og frysting er í eldri byggingu, sem er áföst við nýju bygginguna. Á efri hæð nýja hússins er: Umbúðageymsla, kaffistofa, snyrtiherbergi, fatageymsla. Flutningsbönd, borð og áhöld er allt úr aluminium, með plast- plötum á borðum. Allir vinnu- salir eru hvítmálaðir úr plast- málningu. Byggingin er lýst með „flcrosentlömpum". Fiskurinn kemur slægður frá bátunum í fiskmóttökuna og „sturta" bílar fiskinum inn um „lugur“ í fiskmóttökunni, sem er hallandi gólf að flutningabandi, sem flytur fiskinn að þvottavél. Frá þvottavélinni flytur annað band fiskinn á flökunarband. Með fram því er rúrh fyrir 18 ílökunarmenn. Þriðja bandið flyt ur flökin að roðflettingarvél, sem síðan skilar þeim — roðflettum — á fjórða bandið, er flytur þau í pökkunarsalinn til kvenfólksins, er snyrtir þau, speglar, vigtar og pakkar þeim. Framangreind vinna er öll aðskilin í sérstökum vinnusölum. Flökunum er síðan ekið pökkuðum í fyrstisal við hlið pökkunarsalsins, þar eru 12 frystitæki. Afköst frystihússins eru áætluð 12—15 tonn á dag. Frysting hófst laugard. 8. jan. Ennþá er þó ekki fullgengið frá ýmsu. Ætlunin er að um 70 manns vinni við frystihúsið í vet- ur. 9 bátar hafa viðskipti og við- legu hjá h.f. Miðnes á vertíðinni. Gert er ráð fyrir að salta og herða talsvert af aflanum. Teikningar annaðist Gísli Her- mannsson verkfræðingur hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Smiðir voru Húnbogi Þorleifsson og Trausti Jónsson, báðir úr Sandgerði, múrarar: Jónas Guð- mundsson og Ársæll Sveinbjörns son, báðir úr Gerðahreppi. Raf- lögn annaðist Aðalsteinn Gíslason Sandgerði, Hitalögn Vélsmiðja Innri-Njarðvíkur. Færibönd: Vél smiðjan Hamar, Reykjavík Borð o. fl. Nýja blikksmiðjan, Reykja- vík. Einnig hefir h.f. Miðnes byggt upp fiskhús er fauk hinn 9. okt. s.l., 60x14 metr. Húsið var áður að nokkru úr timbri, en hefir nú allt verið byggt úr steinsteypu. Sú nýlunda er, að á því eru engir gluggar á veggjum, en birta fæst um plastplötur í þaki, en að þessu eru mikil þægindi, sérstaklega í sambandi við uppsöltun og geymslu á fiski. Engar stoðir eru í húsinu. — A. J. Framh. af bls. 1 um. Reynt var að ná þangað flugleiðis. en þar reyndist ekki unnt að lenda. Var þá sent stórt skip og eftir margra tíma baráttu við ísinn tókst því að brjótast í gegn og koma birgðum til eyjar- skeggja. Víða annars staðar í landinu eru miklir erfiðleikar á birgðaflutn- ingum svo sem að koma mjólk frá bæjum. Eru víða sleðar í notkun. Frá því um síðustu helgi hafa fjórir menn í Ðamnörku látist af völdum kuldans. Á mánu- dagsmorgun fannst sextugur maður látinn við Aabenraa. Á sunnudagskvöld iiafði hann heimsótt bróður sinn og kvatt hann um 10 leytið um kvöldið. Geta menn sér þess til, að mað urinn hafi orðið þreyttur á að berjast gegn snjóbylnum, sezt niður, en kuldinn lamað hann og um nóttina hafi hann fros- ið í hel. — Áttræður maður var á gangi með sonardóttur sinni. Skyndilega féll gamli maðurinn og var örendur. Banameinið var hjartaslag af völdum kuldans. Sams konar atvik varð í Birkeröd. Þar lézt 60 ára gamall maður af hjarta- slagi kuldans vegna. Á fimmtu dag beið enn einn Dani — Ála- borgarbúi — bana af hjarta- slagi kuldans vegna. Valdoni í Moskvu RÓMABORG, 21. jan.: — Hinn kunni skurðlæknir, Pietro Vald- oni, prófessor, fór s.l. mánudag héðan til Ráðstjórnarríkjanna. Mun hann taka þátt í læknaþingi í Moskvu, en óljósar fregnir herma, að hann hafi verið kallað- ur þangað til að gera uppskurð. BEZT AÐ AUGLÍSA t MORGUNBLAÐim Piltur eila stúlka óskast stras KLEIN, Hrisateig 14 Upplýsingar frá kl. 1—4 í dag. Iðnaðarhúsnæði á góðum stað í bænum verður til leigu í vor. (Ca. 140 ferm. á tveim hæðum). — Götuhæð mætti einnig nota sem sölubúð (hitaveiíusv). — Þeir, er þetta vildu athuga, tilkynni um það í box 364 auðk. „Iðnaðarhúsnæði“. Maílagnir Ég tek að mér raflagnir í ibúðarhús, verksmiðjur og skip. — Viðgerðir á raflögnum og allskonar raftækjum. GUNNAR RUNÓLFSSON, rafvirkjameistari Sólvallagötu 5 — Símar 5075 og 1298 /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.