Morgunblaðið - 22.01.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.01.1955, Blaðsíða 11
Laugardagur 22. jan. 1955 MORGUNBLAÐIÐ 11 Hefur stundað sjó á öSðum tegund- um árabáta, mótorbáta og togara ViðurkeiEÉr aflakðngur öli sín skipstjérnarár F íYRIR nokkrum dögum, eða þann 14. þ. mán., átti 65 ára af- mæli einn nafnþekktasti skipstjóri Reykjavíkur, eða jafnvel landsins, Jón Björn Elíasson. Munu fáir skipstjórar seinni ára hafa jafn oft og Jón borið heiðurstitilinn „aflakóngur ársins“, enda hefur oft verið við hann líkt, meðal stéttarbræðra hans, ef einhver hefur sett afburðamet. Er skipstjóra- og sjómannaferill hans með þvilíkum ágætum, að vart mun þekkjast annað betra. — Hefur aflasæld og farsæld fylgt honum frá blautu barnsbeini. VESTFIRZKT VÍKINGABLÓÐ Jón á ætt sína að rekja til Vest- fjarða, en eins og kunnugt er hafa Vestfirðingar fram á þenn- an dag verið annálaðir sjógarpar ©g sagt að þeim renni víkinga- blóð í æðum. Hefur Jón ekki farið varhluta af því, enda til slíkra að telja. Hann er fæddur að Bæjum á Snæfjallaströnd í Norður-ísafjarðarsýslu og sonur hins alþekkta sjómanns í því byggðarlagi, Elíasar Jónssonar, er lengi bjó og stundaði sjó- mennsku frá Berjadalsá í sömu sveit og konu hans, Rakelar Jakobsdóttur, ljósmóður, systur Kolbeins í Dal, sem mjög margir þekktu þar vestra. Átti fréttamaður Morgun- blaðsins viðtal við Jón á heimili hans, Bárugötu 15 hér í Reykja- vík fyrir nokkru. Giftur er hann Jóhönnu Stefánsdóttur, breið- firzkri öndvegiskonu, greindri og skapfastri, sem tekið hefur, því með jafnaðargeði að sjá oft og einatt á eftir bónda sínum á sjó- inn út í svartnætti og sortabil, en treyst því jafnan að fá hann heilann í höfn aftur til bús og barna. Er ekki of mælt þótt sagt sé að heimili þeirra hjóna sé til fyrirmyndar, bæði hvað viðvík- ur smekkvísi og ánægjulegu fjöl- skyldulífi. Fjögur börn eiga þau, en tvö eru að vísu flogin úr hreiðrinu. Sonurinn giftur, elzta dóttirin í fjarlægri heimsálfu en tvær yngstu dætumar heima, önnur í Verzlunarskólanum, sú yngsta, augasteinn heimilisins, í barnaskólanum. 14 ÁRA HÁSETI — Hvað varstu gamall þegar þú fórst fyrst til sjós? — Ég var 14 ára. Sjómennska mín hófst með því að ég réðst sem háseti á lítið áraskip hjá Borgari Bjarnasyni, sem hann gerði út frá Berjadalsá á Snæ- fjallaströnd. Faðir minn var þá fluttur þangað, en þaðan var mik- ið útræði um aldamótin. — Var ekki óvenjulegt að svo ungir drengir væru teknir í skipsrúm sem fullgildir hásetar. — Jú, en ég var víst álitinn duga til þess. Ég þótti fiskinn og var rúmt ár með Borgari. Næsta ár var ég einnig háseti á ára- skipi úr sama byggðarlagi. — Stundaðirðu ekki sjó- mennsku frá fleiri verstöðum en Berjadalsá á þessum árum? — Jú, þegar ég var 16 ára réð ég mig á mótorbát, sem gerður var út frá Hnífsdal. Það var fyrsti mótorbáturinn, sem ég var á en um það leyti voru þeir að ryðja sér til rúms á þessum slóð- um. Þessi bátur var eign Ásgeirs- verzlunarinnar á ísafirði en gerð- ur út frá Hnífsdal. Ég var á honum eina vertíð. Var siðan háseti aftur á áraskipi frá Berja- dalsá. 17 ÁRA FORMAÐUR — Hvenær gerðistu formaður? — Það var árið 1907, þá var ég 17 ára gamall. Þá gerðist ég formaður á litlu áraskipi, sem gert var út frá Berjadalsá. Við vorum 3—4 á þeim bát og okkur gekk mjög vel. Árið eftir gerð- ist ég formaður á sexæring, einn- ig frá Berjadalsá og árið þar á eftir 1909, réri ég þeim sama báti frá Bolungavík. Hann hét Hepp- inn, og ég var líka heppinn með afla meðan ég var forraaður með hann. Þann bát var ég formaður með á vorin til ársins 1914, en en hætti svo skipstjórn vegna heilsubrests. j — Ekki hefur þú þó alveg sezt í helgan stein, eftir að þú hættir með Surprise? I — Ég hefi stundum verið beð- inn að fara túr og túr, reyndar nokkuð oft. Ég hefi, síðan ég tel mig hafa hætt sjómennsku, farið út með Fylki, Röðul, báða Vest- mannaeyjatogarana, Bjarna ridd- ara, Helgafell og Marz. Það er svo sem nóg að gera, ef ég kæri mig um, en nú er ég að hugsa um að hætta alveg. IIEPPINN MEÐ MANNSKAP i — Hefur þú ekki alltaf verið með afbrigðum aflasæll og hepp- inn í ferðum þínum á hafinu? — Það er víst ekki hægt að segja annað, en mér hafi gengið vel. En velgengni mína get ég þakkað mínum góðu skipshöfn- um. Enginn skipstjóri getur skar- að fram úr, ef skipshöfnin öll ' stendur ekki sem einn maður. Ég i hefi verið svo heppinn að hafa næstum sömu skipshafnirnar ár eftir ár, og ég vil nota tækifærið til þess að þakka þeim fyrir gott og drengilegt samstarf. KANN EKKI AÐ BLOTA — Er það satt að þú hafir aldrei blótað? — Já, það er alveg satt, en á vetrum og sumrum var ég með hásetarnir mínir hafa skilið mig 6—10 tonna báta fýrir Ásgeirs- fyrir því. Reyndar var því spáð Guðmundur ðlufsson bóndi Asi — minning Jón Björn EJíasson. verzlunina. Ég var alltaf hepp- inn með afla, enda hafði ég góða háseta. Eftir 1914 var ég ein- göngu me» mótorbáta til ársins 1916. SKIPSTJÓRI 1916 tók ég smáskipapróf á ísafirði og gerðist skipstjóri á Barða, sem var 19 smálestir og síðan á Sverri frá ísafirði, 27 smálesta. í Sverri átti ég fjórða hluta. Ég hætti með Sverri 1918 um haustið og fór til Reykjavík- ur á Stýrimannaskólann og út- skrifaðist þaðan vorið 1919, þá 29 ára gamall. Þá fór ég til ísa- fjarðar og réðst stýrimaður á Eggert Ólafsson, sem var þá stærsti báturinn, sem gerður var út þaðan. Skipstjóri á honum var Aðalsteinn Pálsson. Ég var á Eggert yfir síldveiðitímann og gekk okkur fram úr skarandi vel þennan tíma. Tókst góð vinátta milli okkar Aðalsteins þetta sum- ar og hefur haldizt síðan. FYRSTA UTANLAND SFORIN Næsta haust kenndi ég undir smáskipapróf á ísafirði, en haust- ið þar á eftir réðst ég á togar- a:-:n Austra, sem Kárafélagið í Reykjavík átti. Það var fyrsti togarinn, sem ég var á og var ég þar sem háseti. Ég var aðeins eina vertíð á Austra og með hon- um fór ég í mína fyrstu utan- landssiglingu, það var til Eng- lands. Næsta sumar var ég með að sækja nýtt skip, sem sama fé- lag átti til Englands. Það var Kári Sölmundarson. Á Kára var ég einnig háseti. Síðan var ég á Kárafélagsskipunum, sem gerð voru út-frá Reykjavík og Viðey til skiptis, þar til veturinn 1924, að ég fór sem 1. stýrimaður á Islending og var á honum eina vertíð og síðan aftur 1. stýrimaður. Á honum var skipstjóri þá Guðmundur Guð- mundsson. fyrir mér þegar ég var að byrja formennsku í Bolungarvík, að ég mundi aldrei verða nýtur sjó- maður vegna þess að ég gat ekki lært það hroðalega orðbragð, sem mörgum sjómönnum finnst þurfa að viðhafa við „þann gula“. — Heyrðirðu aldrei blót í upp- vextinum? — Ég er nú hræddur um það, faðir minn blótaði mjög hressi- lega, eins og álitið var að góðum sjómanni sæmdi bindindismaður á vín hef ég ávallt verið og tel það hverjum manni bezt. SKÚRIR OG SKIN — Það hefur margt á daga þína drifið og margs er víst að minnast eftir öll þessi ár á sjón- um? — Já, það er ýmislegt, en þar skiptast líka á skúrir og skin. Ferðir mínar voru oft farsælar á skipstjórnar- og sjómannsár- unum, og ánægjulegar endur- minningar. En það hafa líka kom- ið fyrir sorglegir atburðir, kannske óviðráðanlegir, sem ekki er svo létt að gleyma. Eitt atvik er mér þó sérstaklega í minni, en það var þegar mér auðnaðist að bjarga 30 enskum skipbrotsmönnum norður af Látrabjargi, sem voru búnir að hrekjast í björgunarbát í 15 daga klæðlitlir og aðframkomnir af vosbúð, eftir að skip þeirra hafði verið skotið niður. Þessa menn flutti ég til Patreksfjarðar en tveir þeirra dóu skömmu síðar. TOGARASKIPSTJÓRI — Hvenær gerðist þú togara- skipstjóri? — Það var 1925. Það ár tók ég við Austra og var með hann í tvö ár. Þar næst var ég skip- stjóri með Ara, sem Kárafélagið ^tti og var ég með hann til enda arsins 1931. Þá réðst ég til Ein- ars Þorgilssonar í Hafnarfirði og tók við Surprise. Með þann tog- ara var ég lengst eða til 1947, að nýi Surprise kom til lands- ins. Ég var eitt ár með hann, FISKISKIP FRAMTÍÐARINNAR — Hvaða skiþ finnst þér hafa verið bezt af þeim, sem þú hefur verið með? — Þetta er samvizkuspurning. Ég verð að viðurkenna, að mesta a Austra | trygg® tók ég við Ara og hann var beztur af litlu togurunum, sem ég var á. En af þeim stærri verð ég að segja að Marz var langbeztur, en allir nýsköpunar- togararnir eru afburða sjóskip og ágæt fiskiskip, samanborið við þá gömlu. En fyrir mitt leyti álít ég að næsta sporið í þessum málum eigi að vera tveggja þil- fara fiskiskipa, eins og Gísli Jónsson alþingismaður hefur svo oftlega rætt og ritað um. Slík skip verða áreiðanlega framtíð- ar fiskiskip íslendinga. Togara verðum við að hafa, ef við vilj- um teljast menningarþjóð, hvað svo sem einstaka hjáróma raddir segja í því efni, og annað líka: — Við megum ekki vera eftirbát- NÝLEGA er látinn einn af elztu bændum í Skagafirði, Guðmund- ur Ólafsson í Ási í Hegranesi, 91 árs að aldri. Hann var sonur Ólafs Sigurðssonar alþm. og um- boðsmanns í Ási og Sigurlaugar Gunnarsdóttur hreppsstjóra á Skíðastöðum í Laxárdal og því bróðir þeirra Sigurðar á Hellu- landi, Björns augnlæknis í Reykjavík og Gunnars á Lóni, sem allir voru landskunnir menn. Guðmundur bjó allan sinn bú- skap í Ási, fyrst á móti föður sínum og síðan á allri jörðinni. Ás var í búskapartíð Ólafs best setna bújörð í Skagafirði, enda bjó Guðmundur glæsilegu stór- búi um langt skeið. Á þeim tíma var Ás mikill iðnaðarbæi-, enda lagði Guðmund ur gjörfa hönd á margt eins og þeir bræður allir. Vefnað lærði hann af Gunnari bróður sínum er farið hafði utan til vefnaðar- náms. Óf Guðmundur allan sinn búskap, ekki smá voðarstúfa, heldur mörg hundruð álnir sum árin. Mörgum kenndi hann vefn- að bæði vinnumönnum sínum og öðrum víðsvegar af landinu. Sjálf ur óf hann þar til hann var á áttræðisaldri. Guðmundur var listfeng skytta bæði á fugl og sel og veiðimaður ágætur. Stundaði hann eggjasig og fuglaveiði við Drangey eins og þá var títt og þótti þar bera af sem sigmaður. Á þeim tíma þótti vart fullkomið uppeldi ungra manna í Skagafirði nema þeir hefðu róið nokkrar vertíðir við Drangey, sem var góður skóli í hreysti og harðfengi. Guðmundur var kvæntur Jó- hönnu Einarsdóttur Ásgrímsson- ar á Mannskaðahóli. Var Einar albróðir Halls Ásgrímssonar er var verzlur.arstjóri Grænlands- verzlunar um 20 ára skeið, og nokkurskonar jarl Danastjórnar þar. Síðar reisti hann hina fyrstu fastaverzlur, á Sauðárkróki. Jó- hanna var glæsileg kona, og svo góð og gjafmild að mjög var róm- að. Gaf hún mörgum fátækum, sem þá var mikið um, bæði mat og klæðnað af þeirri rausn, sem mjög var á orði höfð. Guðmundur var fésýslumaður góður eins og margir frændur hans af Skíðastaðaætt. Við konu sína sagði hann, er hún spurði hvort hún mætti gefa fátækling- um: „Þú hefur það allt eins og þú villt góða mín, og þarft ekki að spyrja mig að neinu“. Þetta _varpar skýru ljósi yfir þeirra góða hjónaband. Það þarf ekki að lýsa hinni heilsteyptu og glað- væru gestrisni þeirra hjóna, því hún var alkunn og er enn í minni Skagfirðinga. , Um alllangt árabil á fyrstu ár- um Kaupfélags Skagfirðmga, var aðalfundurinn haldinn í Ási, venjulega snemmá í marz ár hvert. Var það engu smáheimili hent að hýsa og fæða um og yfir 20 menn og alla hesta þeirra á hús og hey. og gera það svo vel að öllum þótti sem sjaldan betur liðið hafa. Þá náði Kaupfélag Skagfirð- inga yfir alla sýsluna og Bólstað- arhliðarhrepp í Húnavatnssýslu alls 12 deildir. Eitt sinn kom ég feiminn ung- lingur inn í stofudyrnar þar sem fundinum var að ljúka. Guð- mundur kom og tók í hendina á mér og sagði: „Ó, þú mátt koma inn strákur minn“. Var þá verið að greiða deild- arstjórum innieignir deildanna. Allt var greitt í enskum gull- peningum. Var glatt á hjalla er karlarnir voru að telja sundur gullið og lája í poka sína, lérefts- poka, hrútspunga eða gamla sjóði sem var langur tvöfaidur pakki og haldið í lykkjuna. Minnisstæð- astur er mér Hermann gamli á Reykjahóli í Fljótum, hann lét gullið sem hans deild fékk í ró- inn sjóvetling og var hann full- ur upp fyrir þumla, enginn deild- in skuldaði, enda var þá sauða og hrossaútflutningur til Eng- lands í fullum gangi. Þau Áshjón eignuðust 6 börn, tvær dætur þeirra eru látnar. Tvö systkinin, Einar og Lovísa búa í Ási sitt á hvorum helmingi. Ólöf er húsfreyja á Rip og Kristbjörg er búsett á Sauðárkróki. Hjá henni dvaldi Guðmundur síðustu árin við hina alúðárfyllstu um- önnun. Guðmundur var jarðsettur að viðstöddu miklu fjölmenni á Rip við hlið konu sinnar er var látin fyrir allmörgum árum. Þarna voru kistur þessara góðu hjóna hlið við hlið, hvítmálaðar og blóm um skreyttar. Er Sigurður Sig- urðsson sýslumaður leit ofan í gröfina mælti hann stundar hátt: „Þetta er brúðkaupi líkast. Hér blikna allar ræður". Ólafur Sigurðsson, HellulandL ar annarra þjóða á því sviði, hvað alla tækni snertir. Þetta segir hinn reyndi skip- stjóri, sem búin er að vera sjó- maður á öllum tegundum ára- skipa, mótorbáta og togara og fylgzt með þróuninni frá upphafi — 65 ára og hættur skipsstjórn, er honum mest áhugamál, að sem fyrst sé stigið stórt spor ennþá til framþróunar sjávarútvegsmál- um landsins. Við vonum að hann eigi eftir að sjá þann draum sinn rætast. — M. Tb. Um 389 ungir memi við járniðnaðarnám FRÁ því er skýrt á öðrum stað hér í blaðinu, að Stálsmiðjan sé að undirbúa smíði á 50—60 lesta fiskibátum úr stáli. — í þessu sambandi er fróðlegt að geta þess, að um þessar mundir munu ekki vera fleiri iðnnemar í nokk- urri iðngrein hér í Reykjavík, sem járniðnaðinum. Járniðnaði hér á landi hefur fleygt svo fram fyrir framsýni og dugnað tiltölulega fárra manna á síðustu árum, að eing- dæmi má teljast. Sem dæmi mætti nefna, að er Stálsmiðján tök til starfa fyrir 20 árum, voru plötusmiðir mjög fámenn stétt, og afkastageta smiðjunnar eftir því. í öllum járn- og vélsmiðjupa í bænum munu nú vera 300 ungir menn við járniðnarnám.: í dag starfa hjá Stálsmiðjurini 140 járniðnaðarmenn, og Stal- smiðjan er betur búin að hvers konar vélum og verkfærum en flestar erlendar smiðjur af svip- aðri stærð. Og er stundir liða fram og stálskipasmíði og við- gerðir verða þar í stórum stíl, munu auðveldlega 500 járniðnað- armenn geta starfað þar. NEW YORK í jan.: — Verð á gúmmíbörðum hefir á undan- förnum mánuðum hækkað um 5W og er búist við að það hækki enn. Stærstu félögin „U. S. Rubber“ og „Goddyear“ hafa ný- lega tilkynnt hækkun sem nemúr frá 2V-2. til 5%, og stafar hækkup- in af hinu háa verði á óunriu gúmmí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.