Morgunblaðið - 23.01.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.01.1955, Blaðsíða 2
2 MORGVISBLAÐIÐ Sunnudagur 23. jan. 1955 Sr, Bjarni Sigurbsson: Hlekkur, sem ekki brestur Höfuðskáld og einn ai öndvegis- mönnum ísl. menniirgar hylltur „En sérhver rannsaki verk fyrir sjálfan sig, en ekki fyrir aðra.“ Gal. 6,4. OÚ þörf manns að láta á sér O bera, að eftir honum sé tekið, að verða frægur af verkum sín- um, hún hefur ekki verið ríkari í annan tíma. Þess vegna þarf okkur ekki að koma á óvart, þó að auglýsingabrellan sé einkenni þessarar aldar. Menn leggja heil- ann í bleyti til að finna nýjar leiðir, svo að heyrinkunnugt verði eigið ágæti. Ef takast má að skera sig út úr mannhafinu, svo að athygli veki, þá er marki náð. Einna átakanlegast er þetta fyrirbrigði í listaheiminum, þar sem trúðar og filmstjörnur eru kunnastar af brellum sínum. En við þurfum reyndar ekki að seil- ast eftir sönnunargögnum í til- tekinn flokk manna, kannski höf- um við sjálf einhverjar brellur í frammi okkur til framdráttar. Heimurinn er hálfærður af auglýsingabrellum, svo að menn vita ekki sitt rjúkandi ráð. HÉR er göfug þreyja á villi- götum, því að sú ástríða, sem brennur okkur í barmi og knýr okkur til að öskra hver í kapp við annan, er vissulega ekki ann- að en afskr;æmd eilífðarþrá, ósk um ódauðleika, sem villzt hefur á glapstigu; að sínu leyti eins og þegar fólk vill ekki leggja á sig að eignast börn, heldur kaupir sér hund til að sefa þrá eftir afkvæmi. En eilífðarþráin verð- ur ekki þögguð niður, jafnvel þótt brellan takist. flá og haldbetra að smíða trausta akkerishlekki en að ætla sér að I bjarga þeim, sem akkerisfestin i brást í nauðum. Það væri hald- I betra ef unnt væri að smíða eld- traust hús en bjarga íbúunum, þegar brennur. eá I ------ KKIJR hefur ekki verið heim- ilað að gera lífið að happ- drætti. í önn dagsins berast okk- ur tækifærin upp í hendur hvert af öðru til að leggja nokkuð af mörkum til liðsinnis við aðra. Næst stendur heimili sjálfra okk- ! ar, nágrenni okkar og þjóð. Þar er ærinn vettvangur starfa og al- úðar. I Ungur maður var sæmdur æðsta heiðursmerki þjóðar sinnar 1 fyrir fræknleik. Hann neitaði að I bera það og gaf á því þessa skýr- ' ingu: Ég var mesti ónytjungur j heima, ég lét systur mína og móður, sem er ekkja, stjana við | mig. Ég var dauðyfli. Nú hef ég verið sæmdur heiðursmerki j vegna afreka, sem ég vann á víg- velli. Ég ætla mér ekki að bera það. Fyrst ætla ég heim. Ég ætla að vinna mig upp heima. Ég ætla að sýna mömmu, að ég geti verið góður á heimili. Úr því get ég borið heiðursmerkið, fyrr ekki. Kristi stóðu til boða öll ríki veraldar og þeirra dýrð, en hann kaus heldur að verða allra þjónn og starfa í kyrrþey. Hverjum, sem fer að dæmi hans, stendur til boða lífsins kóróna. Frá sýningu „Gullna hliðsins KRISTINDÓMUR gefur hverj- um, sem trúir, vissu um eilíft líf. Kristindómur er líka meira en trúin ein eða tiltekin játning, höfundur hans ætlast til, að við lifum hann og það vill svo vel til, áð hann sýnir okkur, hvernig það megi verða. Að vísu eru kristnir menn alls ekki á einu máli um Krist og kenningu hans, en hvað sem öllum bollalegging- um líður, er kjarninn einn: Þjón- usta við aðra er lifandi kristin- dómur, ekkert getur komið í hennar stað. Og samstundis stöndum við með lykil að dyrum eilífðarinnar í höndum, trúar- hrögð okkar væru ekki sjálfum sér samkvæm ella. fflá BLÆBRIGÐI þjónustunnar eru takmarkalaus. Sannleikurinn er sá, að þjónusta, sem innt er af hendi í trúmennsku við venju- leg störf, með þátttöku í kjörum annarra og fagurri breytni er yf- irleitt veigameiri og stórum víð tækari en hin, sem kostar áber andi áhættu og fórnir. Með tvennum hætti má bjarga mönn- um úr sjávarháska. Dáð hetjunn- ar, sem leggur líf sitt í bráða hættu til að bjarga skipreka gæ- farendum er lengi í minnum höfð, og svo djörf og fögur kann hún að vera. að aldrei fyrnist. Enn eru ekki í fyrnsku fallnar akkerisfestar, þar sem járnsmið- urinn hafði með eigin hendi hert hvern hlekk, en dáð hans við hjörgun þykir trauðla í frásögur færandi. — Fleyið hrekur af leið. Örfáar skiplengdir eru milli þess og hamranna, þar sem æð- andi öldugammar gnýja við berg. En sá hlekkur, sem traustar hend ur hertu við afl, brestur ekki. Nafn þeirra sést ekki í annálum; en trúmennskan lifir ekki síður í eilífðinni, þótt hún sé orpin þögn þessa heims. — Sá, sem glatar þreyju sinni að starfa í þjónustu, af því að hann fær engum borgið úr sjávarháska í annarra augsýn, hefur misskilið stefnu lífsins, því að til þeirrar þjónustu eru aðeins fáii' kallaðfr: ■ Það er raunsærra' Fiatbíllimi kom á miða erekkiseldist HAPPDRÆTTISBÍLL Bandalags æskulýðsfélaga í Reykjavík kom á miða sem óseldur var. Höfðu forráðamenn happdrættisins lengi staðið í þeirri trú að vinn- ingsmiðinn hefði selzt síðasta kvöldið og var sú trú þeirra byggð á skoðun sölumannsins er þá var við miðasölu í bílnum í Bankastræti. Var auglýst tvívegis eftir handhafa miðans, en hann gaf sig ekki fram — og nú er í Ijós komið, að miðinn seldist ekki. í gær óskaði formaður B.Æ.R. þess getið í blaðinu, að það væri misminni hjá sölumanni happ- drættisins, að vinningsmiðinn nr. 17676 hefði selzt síðasta söludag- inn, því hin löggilta endurskoð- unarskrifstofa B.Æ.R. fann mið- ann meðal óseldra miða við taln- ingu. M j ólkurf lutnitig- aniif gengu vomim framar VIÐ hina virðulegu athöfn í Þjóðleikhúsinu s.l. föstudags- kvöld tóku þeir til máls Guðlaug- ur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri og Vilhjálmur Þ. Gíslason, for- maður þjóðleikhúsráðs. Fórust þeitn orð sem hér segir: ÁVARP ÞJÓÐLEÍKHÚSSTJÓEA Herra forseti ísiands, virðulega forsetafrú, heiðruðu leikhús- gestir, kæri Davíð Stefánsson" ENN höfum vér átt ánægjustund með þér v.ið hið „guiina hiið“ og íyrir það vii ég ílytja þér þákkir. Ég held að óhætt sé að full- yrða, að ekkert islenzkt .leikrit hafi náð öðrum eins vinsældum og Gullna .hliðið, ekki aðeins meðal vor íslendinga heldur og meðal erlendra þjóða, því auk þess sem það hefur verið sýnt hér á landi svo hundruðum skift- ir, hefur það verið sýnt og flutt í þrem Norðurlöndunum og í Bretlandi fjölmörgum sinnum og hvarvetna hlotið miklar vinsæld- ir. Það er þvi spá mín. að Gullna hliðið geymi nafn þitt í hug og hjarta þjóðarinnar, ekki aðeins um áratugi heldur um margar ókomnar aldir. En hvers vegna er Gullna hlið- ið svona vinsælt? Það er erfitt að gefa tæmandi svar við þeirri spurningu, en ég held að segja megi, að það sé vegna þess að það hefur vaxið með þér — skap- ara sínum — upp úr íslenzku þjóðlífi og íslenzkri menningú; það er vaxið úr andlega frjóum íslenzkum jarðvegi og á þar öruggar rætur. Þér hefur líka sannarlega tekizt að klæða það þeim búningi og blása í það þeim anda, að það lifir með oss og í oss. Þú hefur sem sagt hitt nagl- ann á höfuðið, þegar þú gerðir þessa listasmíð og fyrir hana þökkum vér þér í kvöld, með • r Davlð Stefánsson ásamt Jóni og kerlingu hans fyrir framan hiS gullna hlið. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) innar sem þú, og þar átt þú var- þjóðsagna og sérkennilegrar anlegar. sess. persónusögu. Loks vil ég þakka þér fyrir | Hann fann ungur sitt eigið I GÆR gekk vonum framar að ná saman mjólkinn í austursveit- um og varð ekki að skilja einn einasta brúsa eftir. Mjólkurflutn ingarnir til Reykjavíkur gengu einnig að óskum. Farið var um Krísuvík og fór snjóplógur frá Vegagerðinni á undan. Voru bíl- arnir komnir upp úr hádegi til Reykjavíkur. í gær voru alls fluttir frá Flóamannabúinu 5200 lítrar mjólkur. Grétar Símonarson forstjóri Mjólkurbús Flóamanna kvað það vera von sína að Vegagerðin léti sem fyrst ryðja Hellisheiðina, en það munar ótrúlega miklu fyrir mjólkurfjutningana. Hinir stóru bílar sem eru með mjólkurtanka, geta ©uðveldlega farið tvær ferð- ir á milli þegar Hellisheiðin er fær, en aðeins eina, þegar aka verður um Krísuvík:.........- ■ Guðl. Rósinkranz flytur ávarp því að sýna leikinn, þér til heið- urs og okkur öllum til óbland- innar ánægju. Sem ur.dirstrikun á varanleik verka þinna hafa nokkrir vinir þinir og leikhús- ins fært Þjóðleikhúsinu að gjöf í dag, höggmynd af þér, er geyma mun í húsi þessu fagra minningu um þig um ókomin ár. Fyrir þessa gjöf flyt ég gefendum inni- legar þakkir. Kæri Davíð! Um leið og ég þakka þér fyrir hinn merka skerf þinn til íslenzkra leikbókmennta get ég eigi látið hjá líða að þakka fyrir hin mörgu, dásamlegu ljóð þín, þvl fuilyrða má og án þess að gera öðrum rangt til, að ekkert núlifandi Ijóðskóld háfi sungið sig svo, með Ijóðum sínum, inn í hug- og'hjarta-, íslenzfku- þjóðar- flutning forspjallsins hér í kvöld og um leið láta í ljós gleði mína i yfir því, að þú hefur gefið oss tækifæri til þess, hér á þessum stað, að heyra volduga rödd þína flytja oss hið meitlaða og fagur- lega mótaða ljóð og aukið með því enn á gildi þess fyrir oss áheyrendur Fyrir þetta allt flyt ég þér þakkir Þjóðleikhússins, áheyr- enda og mínar persónulegu þakk ir og bið þér heilla og blessunar um alla framtíð. Davíð Stefánsson lengi lifi! AVÆRP FORMANNS ÞJÓÐLEIKIfÚSRÁÐS Hcrra forseti, hæstvirtu ráðherr- ar, virðulegu leikhúsgestir, heið- ursgestur Davíð Stefánsson. ÞEGAR Þjóðleikhúsið sýnir Gullna hliðið í kvöld og býður Davíð Stefánssyni til þeirrar.sýn- ingar og hann héiðrar okkur með því að -les'a.sjálfur inngangsljóð leiksir.s — þá er hér hótíð til þess að hylla höfuðskáld og einn af öndvcgismönnum íslenzkrar menningar í samtíma okkar. Fólksfjöldinn, s.em hér er í leik- húsinu er ljós vottur þeirra vin- sæída og þcirrar virðingar, sem Davíð Stefánsson nýtur hjá al- Þjóð. í langan tíma hefur Davíð Stefánsson verið glæsilegur full- trúi sinnar kynslóðar í íslenzkum bókmenntum, og verður um langan aldur tákn síns tíma í bókmenntasögunni. Hann hefur verið söngvari ásta og útþrár og víðfemis fjarlægra sólskinslanda — þess anda sem er eðli allrar æsku. Hann hefur einnig frá upphafi og meira og meira eftir þvi sem árin liðu orðið heimalandsins hugljúfa skáld — skáld heim- þrárinnar. til. lands. og sögu —. persónulega ljóðform, létt Vilhj. Þ. Gíslason flytur ávarp stundum lauskveðið en >ldrei lausbeizlað Hann hefur í áranna rós fágað það form og fest og þó haldið mýkt þess og málgöfgi. Það fegursta og Ijóðrænasta í kvæðum Davíðs Stefánssoriár er sígild eign ókominna alda meðan íslenzk kvæði eru lesin og íærð.. Og íslenzk kvæði munu halda áfram að vera það þjóðlegasta og sterkasta í kjölfestu íslenzkra bókmennta meðan lítil þjóð trúir á tilveruna, meðan lítil bjóð trúir á tilverurétt menningar sinnar í þessum stóra réttlausa heimi. Það er erfitt að vera lítil þjóð í stóru landi með miklar erfðin og rnikla möguleika í senn. _____Framlp á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.