Morgunblaðið - 23.01.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.01.1955, Blaðsíða 8
8 MORGVTSBLÁÐIÐ Sunnudagur 23. jan. 1955 Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Fjórir ungir Grunnvíkingar munu sigla „Heklutindi" til Vestf jarha NT Hafa keypt báfinn og munu gera hann út frá Grunnavík Vel haldið á íjármálastjórn Reyhjavíkurbæjar BORGARSTJORINN í Reykja- vík, Gunnar Thoroddsen, lagði s.l. fimmtudag fram yfirlit um afkomu höfuðborgarinnar ár- ið 1954. Samkvæmt því urðu tekjur bæjarins 114 millj. kr. á árinu eða 5 millj. kr. hærri en áætlað var. Gjöldin hafa hinsvegar staðist áætlun svo að segja nákvæmlega. Þau urðu 97,5 millj. kr. eða 176 þús. kr. hærri en áætlað var. Ber það greinilegan vott góðri og ör- uggri fjármálastjórn bæjarins, að útgjöld skuli þannig standast áætlun svo að segja nákvæmlega ár eftir ár. Reksturshagnaður bæjarins nam á árinu 1954 tæpum 17 millj. kr. eða 4,9 millj. kr. meira en áætlað hafði verið. Ekki er enn- þá fullljóst, hver greiðsluafgang- ur verður á árinu. Af rekstrarafgangi hefur mestu fé verið varið til heilbrigðisstofn- ana, heilsuverndarstöðvar og sjúkrahúss eða samtals um 7,5 millj. kr. Til félagsmála- og skóla bygginga hefur verið varið 2,1 millj. kr., til íbúðabygginga 2,5 millj. kr., til áhaldakaupa 2,9 millj. kr. og 1,5 millj. kr. til af- borgana af skuldum. Það er að sjálfsögðu öllum Reykvíkingum hið mesta ánægju- efni að fjárhagur bæjarfélags þeirra stendur með blóma og ár- vekni og dugnaður móta fjármála stjórn þess. En Sjálfstæðismönn- um, sem um langt skeið hafa borið ábyrgð á stjórn höfuðborg- arinnar er það sérstakt gleðiefni. Það hefur alltaf verið skoð- un Sjálfstæðismanna, að eitt af frumskilyrðum þess, að hægt sé að halda uppi miklum framkvæmdum og umbótum í bænum, væri traustur fjár- hagur, lánstraust og góð regla á öllum fjórreiðum bæjarfé- lagsins. Undir öryggri stjórn Sjálfstæðisflokksins hefur þetta tekizt. Og á grundvelli blómlegs fjárhags hefur bær- inn og stofnanir hans geta ráðist í hverja stórfram- kvæmdina á fætur annari. Raforkuframkvæmdir Reykja- víkur eru aðeins eitt dæmi um þá fyrirhyggju og dugnað, sem mót- að hefur stjórn Sjálfstæðismanna á bæjarfélaginu. Á fjölmörgum öðrum sviðum hefur verið unnið að umbótunum af sömu framsýni og þrótti. Þetta hafa bæjarbúar einnig kunnað að meta. Þessvegna hefur Reykjavík verið óvinn- andi vígi Sjálfstæðisstefnunn- ar. Hvergi hafa framfarirnar verið örari, hvergi hefur fólk- ið frekar viljað búa. 'OKKRIR ungir menn norður Grunnavík í Norður-ísa- fjarðarsýslu keyptu fyrsta vél- bátinn, sem dregið var um í happdrætti Dvalarheimilis aldr- aðra sjómanna. Er það vélbátur- inn „Heklutindur", sem Árni Eiríksson bifreiðarstjóri hér í Reykjavík var svo heppinn að hreppa. Kaupendur Heklutinds eru þeir Sigurjón og Gunnar Hallgríms- synir, Páll Friðbjörnsson og Karl Pálsson, allir til heimilis i Sætúni í Grunnavíkurhreppi. Mbl. hitti Sigurjón Hallgríms- son snöggvast að máli í gær, ræddi við hann um hinn nýja bát og leitaði tíðinda hjá hon- um úr byggðarlagi hans. MJÖG ÁNÆGÐIR MEÐ BÁTINN — Hvernig lýst ykkur svo á þennan nýja bát? | — Ágætlega. Þetta er mjög vandaður vélbátur, 4,6 smálestir að stærð með 16 hestafla Lister- dieselvél. Er hann útbúinn full- komnari tækjum en bátar af þessari stærð eru að jafnaði. í honum er dýptarmælir, raflýsing ^ið erum flestir á vertíð hér og vökvastýri. Ennfremur tæki syðra í vetur en með vorinu ætl- til þess að lægja með sjóa með um við að siSla „Heklutindi" olíu. Er hægt að spýta olíu út vestur. Annars ætlum við að úr fram- og afturstefni og er skíra hann upp. En við höfum „Heklutindur“ í smíðum — Já, við erum ákveðnir í því. því stjórnað í stýrishúsi. Bátur- inn er þiljaður fram fyrir stýris- hús og fram í er góður lúgar með hvalbak. Eins og kunnugt er hef- ur Bátastöð Breiðfirðinga smíð- að bátinn og er frágangur hans allur mjög vandaður, að ég held. MISSTU BÁT Á S. L. HAUSTI — Þið hyggist gera bátinn út frá Grunnavík? ekki ennþá ákveðið heiti hans. — Mistuð þið ekki bát í haust? — Jú, hinn 15. nóvember s. I. fórst eini báturinn, sem þá var gerður út frá Grunnavík. Það var 3ja tonna trilla. Var mesta mildi að þrir menn, sem á hon- um voru björguðust til lands. Okkur var þessvegna lífsnauð- synlegt að eignast nýjan bát. — ITvernig er aðstaða til út- Bjarni Benediktsson, húsnæðismálin og kommúnistar VeU andi óhrij^ar: NÚ er svo komið, að kommún- istar eru orðnir leiðir á því með sjálfum sér að skrifa svívirð ingar um Bjarna Benediktsson vegna giftudrjúgrar forystu hans um íslenzk öryggis- og utanríkis- mál. f gær grípa þeir þessvegna til þess að færa svívirðingaskrif sín yfir á nýtt svið. Nú heldur „Þjóðviljinn" því fram, að Bjarni Benediktsson hafi verið á móti jpvt árið 1938 að umbætur væru unnar í húsnæðismálum. Því til sönnunar birtir blaðið eina setn- ingu, slitna út úr samhengi, úr ræðu sem hann flutti um þær mundir. Það eru fyrstu ósannindin í þessum skrifum kommúnista- blaðsins, að Bjarni Benediktsson hafi verið borgarstjóri árið 1938. Það varð hann ekki fyrr en haust ið 1940. Ummælin, rsm kommúnista- blaðið hafði eítir Bjarna Bene- diktssyni voru þessi: „Við Sjálfstæðismenn tejum það yfirleitt ekki vera í verka- hring hins opinbera að sjá fyrir þessum þörfum manna“. Það er ómaksins vert að athuga framhaldið af þessum ummælum Bjarna Benediktssonar. Það er á þessa leið: „Okkar skoðun (Sjálfstæðis- manna) er sú, að ef einstaklings- framtakið sé ekki stöðvað í þess- um efnum, eins og rauðu flokk- arnir á sínum tíma gerðu með lokun veðdeildarinnar, þá sé því treystandi til að ráða bót á mikl- um hluta þeirra þarfa, sem hér eru fyrir hendi. Þrátt fyrir þetta viðurkenn- um við, að réttmætt sé, að hið opinbera hlaupi undir bagga með þeim, sem verst eru sett- ir“. Forysta Bjarna Benediktssonar í húsnæðismálunum meðan hann var borgarstjóri er nákvæmlega í samræmi við þessa stefnu. Fyr- irgreiðsla við einstaklingana eft- ir því sem unnt var, með því að leggja kapp á að láta þeim í té lóðir með hagstæðum kjörum og byggingarefni, sand og möl frá grjót- og sandnámi bæjarins, jafnframt því sem bærinn sjálfur réðist í margvíslegar og miklar byggingarframkvæmdir til þess að þlaupa undir bagga með ein- staklingunum. Meðan Bjarni Benediktsson var borgarstjóri beitti bærinn sér fyrir byggingu stórra sambygginga, sem ýmist voru leigðar eða seldar, á Mel- unum, við Skúlagötu, Lönguhlíð og byggingu bráðabyrgðahúsnæð is í Höfðaborg. Það er þannig staðreynd, að Bjarni Benediktsson beitti sér fyrir meiri umbótum í hús- næðismálum en nokkru sinni höfðu áður tíðkast af hálfu nokkurs bæjarfélags hér á landi. Fyrir áhuga hans á þessu sviði og margvíslegan stuðning við byggingarmál verkamanna sýndi Byggingar-! félag verkamanna honum einn ig sérstakan sóma. Kommúnistar hafa því enn einu sinni sannað, að kapp beirra er meira en forsjá í árásum þeirra á Bjarna Bene- diktsson. Anægja og þakklæti HRÓI hefir*skrifað mér eftir- farandi bréf: „Mig langar til að láta í ljós ánægju mína og þakklæti fyrir kvöldskemmtunina, sem ég átti í Þjóðleikhúsinu á föstudags- kvöldið, er það sýndi „Gullna hliðið" hans Davíðs Stefánsson- ar til heiðurs skáldinu á sextugs- afmælinu hans — og um leið til heiðurs okkur öllum, því að það er nú einu sinni svo að þegar um okkar stærstu og mestu menn er að ræða, Iífs eða liðna, þá finnst okkur við eiga þá í allt öðrum skilningi heldur en aðra landa okkar, jafnvel þá, sem standa okkur nær í hinum venjulega skilningi. Þetta mega stórskáldin hafa. EG held, að þetta eigi frekar við um Davíð Stefánsson en nokkurn annan núlifandi íslend- ing. Sennilega er það vegna þess, jhve þetta eftirlætis þjóðskáld okkar er ramm íslenzkt, — það verður ekki um of undirstrikað. Vegna þess, hvernig Davíð í krafti sinnar andans snilli hefir hafið sig yfir okkur meðalmenn- ina og túlkað í verkum sínum ís- land og íslenzkt þjóðareðli, þá verður okkur ósjálfrátt á að eigna okkur hann — skilyrðislaust! — Þetta mega stórskáldin hafa. Það dásamlegasta. JÁ, hún var ógleymanleg hátíða- sýningin í Þjóðleikhúsinu á föstudagskvöldið. Nærvera af- mælisbarnsins sjálfs og lestur hans á forspjalli leikritsins gaf henni margfaldlega aukið gildi. — En vitið þið, hvað mér fannst einna dásamlegast af þvx öllu saman? — það var þegar Davíð Stefánsson, þessi stóri og mikli maður, beygði sig niður og kyssti á kinnina á litla hvítklædda engl- inum brosandi og bjartleitum, sem færði honum blómvönd — einn til viðbótar — að sýningunni lokinni. — Mér fannst framtíðin brosa við okkur. — Hrói“. K Svo guð velkomið! ÆRI Velvakandi! Já, margri krónunni hef ég eytt í sígarettur, því get ég ekki neitað. Víst ætti ég að hætta þess- ari vitleysu, hefi ég oft og tíðum hugsað. En það er nú svona með góðu áformin, skynsemina og allt það. — Það vill fara fyrir lítið. Nú, og ég er svo sem ekki verri en margir aðrir, nema síður sé. Ég tel mig alls ekki einn í hópi „þrælanna", sem orðnir eru reykt ir og gulir í gegn af ósómanum. En nú sé ég loksins hilla undir nýtt fyrirbrigði: að ég geri dálítið gagn um leið og ég geri mér það til ógagns að fara inn í búð og kaupa mér sígarettur. Þeir 10—20 aurar, sem við höfum hingað til fengið til baka af tíu krónaseðl- inum, sem við borgum með sígarettupakkann á nú að renna til Landgræðslusjóðs — til áð rækta landið okkar, og klæða það skógi. — Já, hvort það er ekki guð velkomið frá minni hálfu! Ég hafði einmitt oft hugað um það, að einhvernveginn svona ætti að fara að með þessa af- gangsaura. — Með þessu móti verður þeim vissulega vel varið. Reykingamaður". Árinni kennir illur ræðari. gerðar í Grunnavík? — Hún má heita ágæt fyrir smábáta. Þar hefur fyrir nokkru verið byggð steinbryggja, er smábátar geta athafnað sig við um flóð og fjöru og allt að 70 tonna skip um hálffallinn sjó og flæði. Við róum aðallega inn í Jökul- firðina, undir Grænuhlíð, út á Aðalvík og inn á ísafjarðardjúp- ið. Afli hefur verið góður undan- farnar vertíðir undir Grænuhlíð og á Aðalvík. f haust glæddist afli einnig nokkuð í Jökulfjörð- um. NAUÐSYNLEGAR FRAMKVÆMDIF, — Hve margir íbúar eru í Grunnavíkurhreppi um þessar mundir? — Þeir munu vera nær 60, þar af milli 20 og 30 í Grunnavík. — Heldurðu ekki að byggð haldist þar áfram? Sigurjón Hallgrímsson. — Það vona ég. Skilyrði eru þarna aÁ mörgu leyti góð til lands og sjávar. Á s. 1. ári var töluvert nýtt land ræktað í hreppnum, samtals um 9 hektar- ar. Ennfremur var þá lagður ak- vegur frá Sætúni í Grunnavík yfir Staðarheiði og inn að Dynj- anda í Leirufirði. Er þannig kom- inn akvegur eftir endilangri byggð sveitarinnar vestan Skor- arheiðar. Þessi vegur mun verða fullgerður næsta sumar. Þá var og byggð traust brú á Staðará á s. 1. sumri. Sími er fyrir nokkru kominn á hvern bæ og talstöð í Reykjarfjörð á Ströndum, sem nú er eini byggði bærinn í hreppnum norðan Skor- aðarheiðar, að undanteknum Hornbjargsvita. — Hvaða framkvæmdir telur þú að myndi helzt stuðla að á- framhaldandi byggð í hreppn- um? — Ég tel nauðsynlegt að lengja bryggjuna í' Grunnavík um 10—• 12 metra. Væri að því mikil bót Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.