Morgunblaðið - 23.01.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.01.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 23. jan. 1955 ] EfTlRLEiT EFTIR ECON HOSTOVSKY TT -EL Framh’aldssagan 2 •til hvers var það? Án þess að fá nýtt fólk, gat ekki framþróunin haldið áfram. Ný skipulagning hafði allt að segja, og án þessara skipulagninga. — Skyndilega hló hann að þessum hugarleik sínum, þar sem hann endurtók orð, vel- þekkt slagorð og hálfan sannleika sem innilokuðu alla nýja «ýn og allar nýjar tilfinningar. Samt fann hann stundarkorn til nýrrar og ókunnrar tilfinning- ar, sem var svo sterk, að<hún gat rekið á flótta hinn vel hugsaða leik. Strætisvagninn fór nú inn í götu, þar sem tré voru á báða vegu, en einmitt í sömu andránni brauzt sólin fram úr skýjunum eina og tvær sekúndur og varpaði daufum blæ á gangstéttina. Ör- litla stund var sem allt væri gulli roðið, pollarnir, runnarnir, beru trén og bak við þau risastór virki. Eric reis á fætur ósjálfrðtt og horfði á þessa stuttu komu sólar- innar út um gluggann. Hugur hans var allur á reiki og í upp- námi, já, það hafði einmitt verið hérna á líkum febrúarmorgni, sem það hafði komið fyrir hann. Þessa götu hafði hann gengið til þess að mæta dauðanum í febrúar 1944. Þá var það, þegar ekkert hafði getað hjálpað honum, hvorki milliganga gvðingafélags- ins eða að hann var giftur aría eða upphafið að sundrung þýzku lögreglunnar, þegar hann var kallaður ásamt síðustu gyðing- unum, sem flytja áttu í burtu til að deyja. Fyrir fjórum árum hafði hann gengið þarna, með tösku í ‘dofinni, hægri hendinni og léttan bakpoka á bakinu, þessa sömu götu, eða það ímyndaði hann sér, í áttina til einhverra skála eða einhverra fangabúða eða beint í gasklefana, en aldrei aftur til hinnar hræðilegu fyrri tílveru, sem samt sem áður hafði eitthvert hræðilegt aðdráttarafl um raunverulegt líf. Hve hann hafði hatáð þá hugsun, að nú æ.tti hann að deyja! En hvers vegna vaknaði nú hjá honum ánægja og sælutilfinning í stað ótta og hryllings? Eric var nú orðinn forviða og undrandi á sinum eigin tilfinn- ingum og nú rétti hann úr sér og gekk í áttina til dvranna. Hann fór líka út á næsta viðkomustað. Strætisvagninn hélt skröltandi áfram út í fjarlægðina og hann stóð; einn eftir. Dálxtill neisti af kynjlátri hamingju brann enn í lionúm. Aðeins alvörurödd reyndi að þixrrka það burtu. Röddin hélt áfrám að vara hann við: Það er ekki gott að sökkva sér niður í viðkvæmni. Það var alveg satt, þú ;staulaðist hérna einu sinni, ýfirgefinn af öllum og enn aumk- unarverðari enn kláðugur hund- ur, án minnsta vonarneista, laf- liræddur og með grátstafinn í kverkunum. Og samt hefur þú komizt í gegnum þetta allt heill á húfi. Er það ekki? Þú ert aftur orðin mannleg vera, þú ert ein- hver, þú hefur markmið, þú átt heimili — en það er engin ástæða fyrir þig að blása þig út af ein- liverri viðkvæmni eins og gömul jómfrú. Þar að auki verður þú of seinn í ráðuneytið og dyra- vörðurinn gæti gefið vinnudeild- inni skýrslu um það, að félagi Brunner hefði komið of seint á skrástofuna. Röddin þagnaði og nú ýoru hugsanir Eric á allt ann- arrk bylgju, og snerust nú um annjíði Hvert þó í logandi, er það raunverulega rétt, að dyravörður inn eigi að vakta stjórnarráðs- fulltrúa og fasta skrifara? En hérna, einhvers staðar hérna, hafði annað atvik komið fyrir Eric. Hvað var það nú aft- ur? Já, hann hafði mætt einhverj um .... já, einmitt við þetta tré. Hafði það verið barn? Eða hafði það verið kona? „Allt er draum- um vafið“. Hver sagði þetta, fyr- ir ekki löngu síðan? Olga! Hvað- an skyldi hún hafa þetta? Var það ekki alveg sama? Já.. nú mundi hann það, það var hérna fyrir mörgum árum síðan, sem hann hafði séð Olgu í fyrsta sinn. Hún og Paul Kral höfðu gengið hérna arm í arm, 'hún hafði haft afskaplega barðastóran hatt á höfðinu, sem enginn kvenmaður gengur með núna í Prag. En lítil stúlka hafði komið í veg fyrir hann. Lítil stúlka .... já, hún hafði sleppt lítilli, blárri blöðru og — hamingjan góða hvað var þetta? Aðvörunarröddin í Eric kallaði nú í hinum mesta æsingi: Nú er komið nóg! Eric horfði óttasleg- inn í kringum sig, og því næst gekk hann svo hratt, að það lá nærri, að hann hlypi við fót. Eft- ir skamma stund tók hann vasa- klút upp úr vasa sinum og þurrk- aði tárin, sem höfðu komið í augu hans svo óhæf, óvirðuleg, jafnvel sviksamleg. Hann var raunverulega hepp- inn í smáatriðum í dag. Grimmu varðhundarnir í dyravarðaríbúð- inni höfðu séð einhvern, sem þeir höfðu meiri áhuga á en Eric Brunner vara-skrifstofustjóra í blaðamannadeildinni, sem nú var tíu mínútum of seinn. Jan Masaryk, sjálfur utanríkisráð- Sherrann, var. að koma út úr Czernin höllinni. Eric tók ofan með vandræðalegri hreyfingu, hann var hræddur um, að kveðja hans væri of virðuleg. Masaryk bar hægri hönd sína upp að hatt- inum. „Hvernig líður yður, Eric?“ „Ágætlega, þakka yður fyrir. En þér, hvernig líður yður, herra minn?“ Hann roðnaði af ánægju vegna þess, að Masaryk hafði ávarpað hann með fornafni, en ásakaði sjálfan sig strax fyrir hina ósæmilegu og barnalegu ánægju. „Ekkert of vel. Ég hef haft kvef, og í staðinn fyrir, að geta farið í rúmið verð ég að fara í þingið. Sælir Eric.“ Aftur kom þessi barnalega ánægja yfir hann, og enn einu sinni kom hvöss ásökun frá hans innri rödd. í loftlausu skrifstofunni sá hann stafla af bréfum, bæði sem við kom skrifstofunni og trúnað- arbréfum. Það var kalt inni í her- berginu og loftið var mettað af sígarettureyk. Hann tók af sér hanzkana í flýti og kom við ofn- inn. Hann var ylvolgur. Hann bölvaði og leit síðan varfærnis- . lega í kringum sig. Hann settist við skrifborðið í frakkanum og tók vandlega upp fyrsta trúnað- arbréfið: Sendiráðið í París til- ' kynnir utanríkisráðuneytinu, að hópur af vinstrisinnuðum blaða- 1 mönnum langi til að koma til Tékkóslóvakíu, ef ráðuneytið vilji taka þátt í kostnaðinum, sem yrði af hálfs mánaðar dvöl þeirra. Sendiráðið telur, að heimsókn j þessi mundi hafa nokkuð áróð- ursgildi, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess .... Það var barið að dyrum, og án þess að bíða eftir svari var hurð- in opnuð. „Verkamenn samein- ist!“ „Sameinist! Æ, ert það þú, Husner. Hvað er í fréttum?" „Það er sitt af hverju. Hvers vegna varstu ekki á fundinum í gærkveldi, Eric? Pesek spurði nokkrum sinnum um þig.“ Eric slengdi trúnaðarbréfinu ’ á borðið. (Vertu rólegur, sagði hans innri rödd aðvarandi). „Líttu á, Husner. Vill flokkur- inn gera okkur alla brjálaða? Horfðu bara á skrifborðið mitt og opnuðu skúffurnar! Þar er ekk- ert annað en heilir staflar af ó- svöruðum bréfum. Ég vinn við Jóhann handfasti ENSK SAGA 91 við vorum lausir við hitann. rykið og flugnavarginn, sem hafði verið okkur til óbærilegrar kvalar um sumarið, tóku við hellirigningar, haglél og vatnsflóð, svo að gjörvallt land- ið varð að samfelldu, illfæru forarsvaði. Matvæli okkar og fóðurbirgðir eyðilögðust, áburðardýr okkar hrundu niður, brynjur okkar ryðguðu og tjöldin fuku ofan af okkur á meðan við sváfum. Þegar förinni til Jerúsalem var frestað að ráðum musterisriddaranna, heyrðust háværar formæling- ar og kveinstafir frá hinum vonsvikna her. Svo kom vorið og með því nýir erfiðleikar. Sendimenn komu frá Englandi og sögðu Ríkarði konungi frá svikum þeim og hrekkjabrögðum, er Jóhann landlausi, bróðir hans, hefði í frammi. Þess vegna lögðu þeir eindregið að honum að hverfa aftur heim í ríki sitt hið bráðasta. Sundurþykkja var risin upp á milli manna okkar og Frakka. Ofan á öll þessi vandræði bættist svo það, að hinir ítölsku herir frá Písa og Genúa börðust innbyrðis. Af þessu má skilja hvílíka vanhelgi og hvílíkt andlegt myrkur hinar illu ástríður mann- anna leiddu yfir hið heilaga stríð vort. í júlímánuði 1192 var Ríkarður konungur með her sinn í Joppa á leið sinni norður til Akre. Þar veiktist ég af hita- sótt og þegar konungur lagði af stað til Akre, hlaut ég að verða eftir í Joppe og vera þar um kyrrt, mjög á móti vilja mínum, þarxgað til mér væri bötnuð veikin. „Engar harma- tölur, reiddi hnefi,“ sagði konungur þegar hann kvaddi mig. ,.Ég efast ekki um það, að ég fæ að sjá þig aftur glottandi framan í mig áður en vikan er liðin.“ Hvorugur okkar hafði N ý SENDING Samkvæmistöskur GULLFOSS Samkvæmiskjóiar í miklu úrvali GULLFOSS AÐALSTRÆTI MARSON SUNDH og DEEP RIVER BOYS: x7994 Gigolette Tro littla hjarta x7912 Göm det i hjártet En kyss..... MARION SUNDH m - Orkester: DS2126 Jag vill tro (I belive) En sliten grimma. * Charles Norman Orkester: DS1995 Ilamp’s boogie woogie Þessir ágætu sænsku listamenn komu hingað á vegum S. I. B. S. s.l. haust. FALKIIMIV! (hljómplötudeild). ■•«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■) 4-gengis Dieselvélar Sturlaugur Jónsson & Co. Hafnarstræti 15 — Sími 4680 Myndin sýnir 6 strokka 225/250 hesta MWM dieselvél af sömu gerð og sett var í bátana Barðinn frá Flateyri, Tý og Farsæl í Vestmannaeyjum og Sleipnir frá Kefla- vík, en sú vél er 8 strokka stillt á 280 hesta. Allar hreinvatnskældar. — Þessar vélar fást einnig með af- gasþjöppum, sem eykur afl þeirra um 40%. MWM dieseivélarnar hafa reynst íslendingum mjög vel. Spyrjið oss ávallt um verð á þeim þegar þér þurfið að kaupa vél.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.