Morgunblaðið - 23.01.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.01.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflit í dag: Vavandi SA — Rigning síðdegis. 18. tbl. — Sunnudagur 23. janúar 1955 ReykjaY&urbréi er á blaðsiðu 9. Varðskipið Þór búið tveim radartækjum og vél til Ijós- myndunar á ratsjármyndum Merkileg nýung ómissandi fyrir gæzlu- og björgunarskipin okkar SKIPAFÉLÖG erlendis eru nú mjög mörg að láta setja tvö radar- tæki í skip sín. — Hér á landi verður Strandgæzla ríkisins iyrst til þess að taka þessa nýjung upp og er nú verið að setja tvö radartæki af fullkomnustu gerð í varðskipið Þór. <Þ- í Þór var sem öðrum íslenzk- um skipum, eitt tæki. Hin nýju tæki geta náð þar sem skilyrði eru hentug, í allt að 50 mílna fjarlægð. Er annað tækið frá Decca en hitt Kelvin-Huges. REYNSLAN SANNAÐ Reynslan hefur sýnt að æ meira reynir stöðugt á radartæk- in í skipunum á almennri sigl- ingum um heimsins höf og með ströndum fram. Hefur það iðu- lega orðið afdrifaríkt fyrir skipin er radartækin hafa bilað. ÁRÍÐANDI FYRIR VARÐSKIPIN Fyrir þau skip sem hafa með höndum strandgæzlu og björg- unarstarf eins og t. d. varðskipin íslenzku, er það mjög áríðandi að geta fullkomlega treyst á rad- artækin, við störf sín á hafinu hér við land í misjöfnum veðrum á öllum timum árs, oft við hinar erfiðustu aðstæður. LJÓSMYNDAR RATSJÁNA Þá verður sett við þessi kraft- miklu radartæki sérstakur út- búnaður til ljósmyndunar á því sem fram kemur á ratsjá tækis- ins. Slikt er mjög mikilvægt fyr- ir varðskipin t. d. er þau fást við landhelgisbrjóta, að geta staðfest fyrir rétti allar radarmælingar, tveggja tækja eins og í Þór, með því að leggja fram Ijósmyndir af staðarákvörðunum sem gerðar voru er landhelgisbrjóturinn var tekinn. í BREZKUM TOGURUM Erlendis er einnig farið að búa skip með tveim radartækjum. Hér við land hafa t. d. sést brezk- ir togarar með tvö tæki. Menntaskólanem- endnr vorn 15 klst. á leiðinni GUÐMITNDUR Arnlaugsson menntaskólakennari, sem var fyrir hóp' skólanema, skýrði blaðinu svo frá í gser, að í hinum fjölmenna nemendahópi, hefðu allir verið hlýlega klæddir og engum orðið meint af hinu langa ferðalagi austan úr skólaseli til Reykjavikur, sem tók hálfa sextándu kiukkustund. Fimm óperusýningar effir mmá Akureyra ÞORSTEINN M. JÓMSSON, forseti bæjarstjómar Akureyrar, til- kvnnti í afmælishóíi fyrir Davíð Stefánsson í Sjálfstæðishús- inu í gærkvöldi, að hann hefði verið gerður heiðursborgari Ak- ureyrarbæjar. Flutti bæjarstjórnarforsetinn eftirfarandi ávarp undirritað af bæjarfulltrúum. Afhenti hann Davíð heiðursborgara- bréfið, skrautritað skjal, innbundið í fallega leðurkápu. Herra þjóðskáld Davíð Stef- ánsson frá Fagraskógi. Bæjarstjórn Akureyrar flyt- ur yður sextugum, alúðar- kveðjur og árnaðaróskir. Hún minnist þess í dag, að Akureyrarbær skuli hafa átt því láni að fagna að þér hafið verið borgari hans um Iangt skeið og unnið hér gagnmerk og þjóðkunn bókmenntaafrek, er seint munu fyrnast. Akureyrarbær telur sér það vegsauka og hróður, að þér hafiff unað hér og starfað. Bæjarstjórn Akureyrar vottar yður þakkir sínar fyrir dvöl yffar hér og ómetanleg störf í þágu íslenzkra bók- mennta og tungu, og hefir í þakkar- og virðingarskyni kosið yður heiðursborgara Akureyrarbæjar frá og meff 21. janúar 1955. Rafmagnsskommtun á Isafirði Vatnsskortur vegna frosta og þurrka ÍSAFIRÐI, 22. janúar. VEGNA úrkomuleysis í haust og langvarandi frosta að undan- förnu, hefur vatnsforði vatnsaflsstöðvarinnar að Fossum í Fossvatni og Nónhornsvatni gengið mjög til þurrðar upp á síðkastið. Vatn úr brimnum í Borgarnesi BORGARNESI, 22. jan.: — Hér hefur vatnslaust verið undan- farna tvo daga og hafa tveir gamlir brunnar verið teknir í notkun. Vatn fær kauptúnið ofan úr Hafnarfjalli, en þar sem vatn- ið rennur inn í vatnsæðin hefur klaki myndast og mun vera fros- ið fyrir vatnsæðina. Verið er að gera ráðstafanir til þess að koma | vatnsveitunni í lag. 1 Tveir brunnar eru hér í kauptúninu frá gamalli tíð, og hefur mjólkursamlagið haldið þeim við og hefur fólk sótt vatn þangað. — F. í kvöld sýnir Þjóðleikhúsið óper- urnar „II Pagliacci“ og ..Cavall- eria rusticana" í fjórtánda sinn. Eru nú eftir aðeins fimm sýning- ar, sú síðasta verður n.k. laugar- dagskvöld. — Aðsókn er stöðugt mjög mikil. — Myndin að ofan sýnir Guðmund Jónsson í hlut- verki sínu. Áthywfisverð skóíaiit- gáfa á Svörtum fjöðrum ÞAÐ VAR mikill viðburður í bókmenntasögu þjóðarinnar, þegar Davíð Stefánsson gaf út fyrstu bók sína, Svartar fjaðrir. Með þessari einu bók söng skáldið sig rækilega inn í meðvitund þjóðar- innar. Á sextugsafmæli skáldsins gaf bókaútgáfan Helgafell þessa ástsælu bók hans út í tveimur útgáfum, viðhafnarútgáfu og ódýrri útgáfu, sem kostar aðeins 20 kr. og er eingöngu ætluð að hún sé lesin, en ekki til að standa sem skrautfjöður í bókaskáp. HEFUR EKKI FENGIZT AÐ UNDANFÖRNU Ljóðabókin Svartar öðrum löndum hafa menn nú þegar staðreynt, að með sérstakri fjaðrir ódýrri útgáfu beztu skáldverka, seldist upp á skömmum tíma, eft- fá þau enn meiri útbreiðslu en ir að hún kom út og síðan hafa áður, og það sem meira er, það er fimm útgáfur af henni komið út, staðreynd að æskan kaupir hinar og þær einnig selzt jafnharðan. ódýru bækur og les þær spjald- Víst hefur bókin verið víða til út anna milli, les þær upp til agna. um allt land og mörg ljóð hennar Á anuað Imndrað inaims í Skíðaskál- aniím ÓNÆÐISSAMT var í Skíðaskál- anum í alla fyrri nótt, er Hellis- heiðin lokaðist og fjöldi fólks sat tímunum saman í bílunum, sem hvorki kemust aftur á bak né áfram vegna ófærðar og blind- hríðar. Voru smáir og stórir hópar að tínast heim að Skíðaskálanum langt fram á nótt. Mun hinn ágæti gestgjafi Steingrímur Karlsson, hafa borið veitingar á borð fyrir taísvert á annað hundrað manns. í einum hépi voru milli 80—100 manns og kom þessi fjölmenni hópur um klukkan þrjú um nótt- ina að skálanum. í gærdag var allmargt skíða- fólk í Hveradölum. Hafði ferðin gengið mjög sæmilega upp að Skíðaskála. í brekkunum þar í kring, m. a í hinni raflýstu, léku menn listir sínar á skíðum í bezta veðri. DIESELRAFSTÖÐÍN í STÖÐUGRINOTKUN i ísafjarðarkaupstaður og Eyrar- hreppur fá raforku sína frá þess- ari virkjun, svo og frá 400 hest- afla dieselstöð, sem rafveita ísa- fjarðar lét setja upp árið 1949. Hefur dieselstöðin verið keyrð dag og nótt frá því í nóvember til þess að létta álagið á vatns- ; vélunum og spara hinn takmark- j aða vatnsforða. SKAMMTAÐ RAFMAGN Undanfarna vetur hefur með þessu móti verið hægt að kom- ast hjá takmörkun á rafmagninu, en vegna frostanna undanfarið hefur gengið svo á vatnsmagnið í báðum vötnunum að rafveitu- stjórn hefur séð sig tilneydda að O' Ö í FYRRINÓTT komst Eldborg hjálparlaust hingað til Reykjavík- ur, en skrúfan hafði laskast lítils- hátta í ís á Borgarfirði. 1 gærdag var skipið tekið upp í Slippinn og fór fram viðgerð á skrúfunni, en eitt blaðið hafði lítillega bognað. Árdegis í dag er áætlað að Eld- borg fari úr slippnum og taki upp sína venjulegu sunnudagsáætlun, þ. e. fari héðan kl. 1 síðdegis. Fiá Heimdalli HEIMDELLINGAR, mætiff í skrifstofu félagsins á mánudags- kvöld kl. 8,30. Undirbúningsstarf viff hlutaveituna er hafið! takmarka notkun rafmagnsins frá og með 24. þessa mánaðar. SKIPT NIÐUR Verður takmörkuninni hagað þannig, að straumur til almenn- ingsnota verður rofinn frá kl. 9.30 til 11 og kl. 12.30 til kl. 17. Straumurinn til frystihúsa og fiskiðnaðar verður rofinn meðan álagið er mest kl. 11—12 og kl. 17—24. Telur rafveitustjóri að með þessu megi komast hjá meiriháttar truflunum, sem al- gjör rafmagnsskortur myndi hafa í för með sér. — J. Sala skrciðar gengur að óskum SAMLAG skreiffarframleiff- enda kom að máli við Mbl. í gær, og bar til baka fregnina um aff sölutregða væri á skreiff um þessar mundir. ★ ★ Upplýsti skrifstofa samlags- ins, ao uii fiamleiðsla ársins 1954 væri nú seld. Myndu litl- ar skreiffarbirgffir vera nú i landinu. Um þetta leyti árs í fyrra voru miklar birgffir skreiffar éseldar hér. Sömu sögu er einnig aff segja frá Noregi, aff miklu minni birgff- ir liggja þar nú óseldar af v skreiðarframleiðslunni 1954. ★ ★ Aff lokum upplýsti Samlag skreiðarframleiffenda, að fram leiðsla þessa árs væri nú haf- in. Eftirspurn eftir skreið er nú mjög efflileg. eru landfleyg, en þó hefur það verið tilfinnanlegur skortur, að hún hefur ekki fengizt í bóka- verzlunum, nema þá í heildar- safni. REYNSLA NÁGRANNAÞJÓÐANNA Það er einnig þýðingarmikill FYRIR ÍSLENZKA ÆSKU Það er mikilvægt að íslenzkri æsku gefst slíkt tækifæri til að eignast hina dásamlegu ljóðabók Davíðs og drekka sér innileik- ann og snilldina, sem í þeim felst og það er einnig mikilvægt að hafin ei með þessu ódýr út- gáfa á beztu verkum íslenzkra viðburður, þegar Svartar fjaðrir j nútímabókmennta. Má vænta koma nú út í ódýrri útgáfu. — í þess að fleiri fylgi á eftir. Allir vegir að komast í lag DAVÍÐ JÓNSSON eftirlitsmað- ur hjá Vegagerðinni, skýrði blað inu svo frá í gær, að unnið hefði verið að því að koma samgöng- unum í dag, eftir hríðarveðrið, enda var hið hagstæðasta veður. Voru snjóýtur á Suðurnesjavegi, einnig á Grindavíkur- og Sand- gerðisvegi og var sæmileg færð þangað. — í Hvalfirði var mikill snjór og óvíst með öllu hvort leið- in yrði bílfær aftur í gærdag. Krísuvíkurvegur er greiðfær, eft ir að snjóplógar höfðu rutt far- artálmum burtu. Fært varð upp að Lögbergi eftir hádegi í gær. Aætlaoorbilar með Sð forþego 77 klst. milli Keflavikur og Rvíkur KEFLAVÍK, 22. janúar: — í stórhríðinni í "ær, voru áætlun- arbílarnir, sem héðan ióru kl. 4 um daginn, með rúmlega 90 far- þega, 11 klukkustundir á leiðinni. Er bílarnir komu að samkomu- húsinu á Ströndinni, sátu þar gikkfastir í snjósköflunum 00 bíl- ar. Ekki komust bílaarnir áfram fyrr en snjóplógar vegagerðar- innar komu á vettvang um nótt- ina. En til Reykjavíkur komu bílamir um kiukkan 3. Vagninn, sem lagði af stað frá Reykjavík suður hingað, kl. 3 á föstudaginn, komst á leiðarenda klukkan aff ganga 2 um nóttina. Slangur af fólki úr Sandgerði og Garði, sem var hér í bænum, komst ekki heim til sín um kvöldið. Fékk fólkið að sofa á bekkjum í afgreiðslustöð Áætl- unarvagna Keflavíkur. 1 dag er greiðfært orðið til Reykjavíkur og til nærliggjandi þorpa. —Ingvar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.