Morgunblaðið - 25.01.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.01.1955, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 25. jan. 1955 MORGU'NBLAÐIÐ 7 GISSUR JARL Leikrit eftir Pál V. G. Kolka GISSUR JARL Leikrit í fimm þáttum. Reykjavík 1955. I. f DAG er sextugur einn af fjöl- gáfuðustu læknum þessa lands, )Páil V. G. Kolka, héraðslæknir á Blönduósi. Páll er fyrir iöngu iandskunn- ur orðinn, ek-ki aðeins fyrir mikið og farsælt starf sem læknir í einu fjölmennasta sveitahéraði lands- ins, heldur einnig og ekki síður fyrir ritstörf sin, því að hann er mikilvirkur og snjall rithöfund- ur, enda gengur hann að hverju því verki er hann tekur sér fyrir hendur, af brennandi áhuga og ióþreytandi elju. Auk rita um læknisfræðileg efni og heilbrigð- ismál, hefur Páil ritað margt um þjóðfélagsmál og þjóðleg fræði, og einnig hefur hann gefið sig allmikið að skáldskap, einkum Ijóðagerð, enda er hann skáld gott, þróttmikill og djarfmæltur, sem vænta mátti, því að honum er ekki gjarnt að tala tæpitungu, er hann fjallar um áhugamál sín. Af ritverkum Páls má nefna Ijóðabækurnar tvær, Hnitbjörg, er út kom 1938 og Ströndina, er gefin var út 1940, svo og ijóða- flokk, er Stúdentafélag Reykja- víkur gat út fyrir nokkrum árum. En mest ritverka Páls til þessa er þó bókin „Föðurtún“, er út kom 1950. Er það héraðslýsing Húnavatnssýslu, þar sem lýst er landsháttum, getið allra bænda- býla í sýslunni og rakin tengsl ættanna við þau. Er þetta geisi- mikið rit, um 500 bls., og þar mikinn fróðleik að finna um hagi manna norður þar og ættir á öld- ínni sem leið og jafnvel lengra aftur í tímann og allt fram á vora daga. II. Fyrir nokkrum dögum kom út hér nýtt skáldrit eftir Pál, leikrit í fimm þáttum, er nefnist „Gissur jarl“. Fjallar leikritið um róstu- samasta og örlagaríkasta tíma- bilið í sögu þjóðarinnar, Sturl- ungaöldina, og þá öðru fremur um Gissur jarl og þátt þann, er hann átti í þeim átökum öllum, er að lokum leiddu til hruns hins forna íslenzka lýðveldis, er ís- lendingar gengu Noregskonungi á hönd 1262. Fyrsti þáttur leiksins gerist í Reykholti. Hefst þátturinn á því að þeir Klængur og Ormur Bjarnarsynir, stjúpsynir Snorra Sturlusonar, kalla eftir móðurarfi sínum í hendur Snorra, en hann er tregur til réttlátra skipta að því er þeim bræðrum finnst. Síð- asta atriði þessa þáttar er það, er Gissur jarl kemur í Reykholt með mönnum sinum og þeir Símon Knútur og Árni beiskur vinna á Snorra í kjallaranum þar. Annar þáttur leiksins er í sex atriðum og gerist þar Flugumýrarbrenna. Þriðji þáttur gerist í Þrándar- holti. Hefur Gissur jarl stefnt þangað til sáttafundar við sig þeim Andréssonum, Þórði, Eyj- ólfi, Brandi og Agnari. Hafði hann heitið þeim fullum griðum, en rauf það heiti sitt og eru þeir bræður nú fangar jarlsins. Lýkur þættinum með því, að Þórður Andrésson er af lífi tekinn, en bræður hans fá grið fyrir orð Ástu systur þeirra, sem gift er Klængi Teitssyni, bróðursyni jarlsins. — Fjórði þáttur fer fram í dyngju á Reynistað. Ræðast þau þar við Gissur jarl og Ingibjörg Gunnarsdóttir, frilla hans, er jarl ann hugástum. Segir jarlinn Ingi- björgu þarna hug sinn allan. Hann lítur yfir liðna ævi og ber sjálfan sig þungum ásökunum. Að lokum segir hann henni að hann hafi tekið þá ákvörðun að skilja við hana og ganga í klaust- ur, eins og gert hefði Þorvaldur faðir hans. — Fimmti og síðasti þáttur gerist í stofu á Reynistað. Gissur hefur kallað á fund sinn Hólabiskup til þess að lesa hon- um erfðaskrá sina og fá hana staðfesta af viðstöddum vottum. Biskup er þarna ásamt prestum sínum og les Gissur í heyranda hijóði erfðaskrána, þar sem hann gefur Þingeyraklaustri og Skál- holtsdómkirkju stórgjafir, en dómkirkjunni á Hólum eina kú, til þess að skaprauna biskupi. En að lestrinum loknum hnígur Gissur niður örendur. „Gissur jarl missti aldrei alveg sjónar á réttu marki, en það voru of margar torfærur á leið hans og í lund hans. Svo er með oss flesta, sonur minn“, segir ábótinn og lokaorð hans, og hin siðustu í leikritinu eru þessi: .... Lamb Guðs, miskunna þú landi voru. Miskunna þú oss, breyskum og stríðlyndum. — Miserere ncbis. Miserere, miserere, miserere nobis peccatoribus." IIII. Saga Gissurar jarls er í senn átakanleg og stórbrotin, enda hefur margt og mikið um þennan ógæfusama en glæsilega mann verið ritað fyrr og siðar, og tveimur leikritum man ég eft- ir um Gissur jarl, öðrum en því, sem hér er um að ræða: Gizur Þorvaldsson, leikr. í fimm þáttum eftir séra Eggert Ó. Briem (kom út í Draupni Torfhildar Hólm 1895) og Gizzur jarl, sjónleikur í fjórum þáttum eftir Gisla Ás- mundsson (leikinn í útvarp 1943, en 3. þáttur prentaður í Rauðum pennum 1937). í fjórum fyrstu þáttum leikrits- ins þræðir Páll í öllum megin- atriðum staðreyndir sögunnar, þó að hann lagi efnið nokkuð í hendi sér. Fimmti þáttur er hinsvegar hugarsmíð höfundarins, enda greinir sagan ekkert frá síðustu árum Gissurar jarls. Um leikritið sjálft sem skáld- verk og þá sérstaklega sem leik- rit mætti rita langt mál, en því verður ekki við komið hér. Aug- ljóst virðist mér, að leikritið, eins og það er úr garði gert, geti ekki talist heppilegt fyrir leiksvið, sumir þættirnir vegna þess að þar er að mestu um nokkuð ein- hæf samtöl að ræða þar sem rak- inn er persónulegur og pólitískur ágreiningur manna, en lítið um athafnir, og fjórða þátt, Flugu- mýrarbrennu, hygg ég að erfitt myndi að sýna, jafnvel á sviði Þjóðleikhússins, þrátt fyrir þá tækni, sem það hefur yfir að ráða. Þó tel ég víst að með nokkrum breytingum mætti gera leikritið að góðu og áhrifamiklu leiksviðs- verki. Skáldskapargildi leikritsins er hinsvegar ótvírætt. Skuggar þungra örlaga hvíla yfir orðum manna og athöfnum, persónurnar eru fast mótaðar, svipmiklar og sjálfum sér samkvæmar og sam- tölin viturleg og hnitmiðuð, á góðu og kjarnmiklu máli í sam- ræmi við tíma þá er leikurinn gerist á. (Út af þessu bregður að- eins á örfáum stöðum svo sem er höf. talar um að „ganga erinda“ konungs, og að menn hafi ekki „ráð“ á þessu eða hinu). Og at- hyglisverð er afstaða höfundar- ins til atburðanna og þeirra per- sóna, er hann leiðir fram á sjón- arsviðið og þá einkum til Gissur- ar jaris. Hinsvegar er það Ijóst, að lcifcritið heíur mótast mjög af viðhcrfi höfur.darins til þeirra vandrrnála, sem íslenzka þjóðin á við að etja á vorum tímum, enda segir höfundurinn það bein- um orðum í snjöllum formála fyrir leikritinu. Þar segir meðal annars vso: „Áður en varði breytt ist það, sem fyrst var rýnt í af rælni, í hrikalegar myndir, leik- sviðið víkkaði, ieikendurnir urðu ekki aðeins persónur, sem legið höfðu sjö aldir i gröf sinni, heldur symbol í þeirri baráttu, sem ís- lenzka þjóðin verður að heyja fyrir menningarlegu og andlegu sjálfstæði sínu“. Þetta leikrit Páls Kolka hefur aukið skáldhróður hans og með því hefur íslenzkum leikbók- menntum bættst athyglisvert verk. Að endingu vil ég nota hér tækifærið og senda afmælisbarn- inu beztu kveðjur mínar og árn- aðaróskir. Sigurður Grímsson. Iðnaðarhúsnæði á góðum stað í bænum verður til leigu í vor. (Ca. 140 ferm. á tvehn hæðum). — Götuhæð mætti einnig nota sem sölubúð (hitaveitusv). — Þeir, er þetta vildu athuga, tilkynni um það í box 364 auðk. „Iðnaðarhúsnæði“. Húseignin Freyjugnta 5 er til sölu. — í húsinu eru 5 íbúðir. Einnig fylgja með tveir rúmgóðir bilskúrar. Tilboð óskast í húseignina alla eða einstaka hluta hennar. — Allar uppl. gefur málflutningsskrifstofa Gústafs Ólafssonar, Austurstræíi 17 — sími 3354. : ; TiS leigu á mjög góðum stað í austurbænum, er verzlunarbúð ásamt j rumgóðum geymslum, eða vinnuherbergjum. Þeir. sem : t vildu sinna þessu, leggi nöfn sín inn á afgreiðslu blaðsins j merkt: ,,22—674“, fyrir n. k. mánaðamót. Sekkja-trillur | ■ ■ G ÞORSIIItlSStN IJSIHSIN f! Grjótagötu 7 — Símar 5296 og 3573 Bómullarsokkar kvenna Svaríir silkisokkar kvenna Nælon sokkar ,,Red Rose“ ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO. H.F. Shrifstoion verður lokuð í 1—2 vikna skeið. HILMAE F O S S lögg. skjalabýð. og dómt. llafnarstræti 11. Skrifstofustúlka Stúlka með góða enskukunnáítu og vön vélritun óskast nú þegar. Feldur h.í. erber ; óskast til leigu fyrir einhleypan manr, helzt með eldhusi. , ; ■ » ; Uppl. eftir kl. 1,30 í síma 80332. , ; j HÖRÐUR ÓLAFSSON hdl. ■ ■ : Laugavegi 10. f; Tilkynning um knlaverð | Kolaverð í Reykjavík hefir verið ákveðið krónur , j 500,00 hver smálest heimkeyrð, frá og með þriðju- ; dcginum 25. janúar 1955. ; j ■ ■ Kolaverzlanir í Keykjavík. : V......................... ■ * i Kúseign á Akrsnesi :j ! ^ ■ • • ■ til sölu. — Járnklætt timburhús á steyptum kjallara á vj * , ■ ; mjög gdðum stað á Akranesi, er til sölu og laust til íbuðar I | nú þegar. í húsinu eru 3 herbergi og eldhús og þvottahús j ; og geymslur í kjallara. Nánari upplýsingar veitir • » m ; Valgarður Kristjánsson, Akranesi, sími 398. ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.