Morgunblaðið - 25.01.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.01.1955, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 25. jan. 1955 MORGUNBLAÐIÐ 9 Páll V. G. Kolka hétaðslœknir sextugur ÞEGAR forvígismenn hérað- anna, eða aðrir vinir vorir eiga merkilegt afmæli, þá eru slík tímamót heppilegt tækifæri til þess, að minnast opinberlega á æfiferil þeirra og störf. Hefir sá siður færzt í vöxt á síðari ár- um og miðar vel í þá átt, að auka þekkingu almennings á þeim mönnum, sem bera af fjöld- anum. í dag er það Páll Kolka héraðs- læknir á Blönduósi, sem á 60 ára afmæli. Hann er þjóðkunnur maður fyrir margra hluta sakir, en þó er til þess rík ástæða á þessum tímamótum æfi hans, að rekja í aðaldráttum æfiferil hans og minna á einkenni hans og störf. Páll Valdimar Guðmundsson Kolka, svo heitir hann fullu nafni, er fæddur á Torfalæk 25. janúar 1895. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson bóndi á Torfalæk og Ingibjörg Ingi- mundardóttir smáskammtalæknis Sveinssonar. Er í báðum þessum ættum margt fjölhæfra manna og gáfaðra, bæði þeirra er liðnir eru og lifandi. Föðurætt sína kallar Páll sjálfur Bergmannsætt en víða hér um sveitir er hún köll- uð Marðarnúpsætt. Er margt þeirra frænda afburðamenn að gáfum og dugnaði og var einn hinn þekktasti og fjölgáfaðasti í þeim hópi Guðmundur Björnsson landlæknir. í móðurætt Páls Kolka eru líka mjög margir ágætir menn, hafa sterkar gáfur og mikil einbeittni verið mjög ríkjandi meðal þess fólks. Var þekktasti og fjölhæf- asti maður þeirrar ættar Þor- steinn Björnsson kaupmaður á Blönduósi. Páll Kolka tók stúdentspróf 18 ára gamall árið 1913 og lækna- skólapróf 1920. Stundaði síðan framhaldsnám í New York um tveggja ára skeið. Lagði hann einkum stund á skurðlækningar og dvaldist auk þess á fæðingar- stofnun þar. Árið 1926 fór hann til Ham- borgar og var þar á skurðlækn- ingsatofnun um skeið. Hann byrjaði sinn læknisferil í Vest- mannaeyjum og var þar fyrst praktiserandi læknir og síðan sjúkrahúslæknir frá 1930—’34. Árið 1934, þann 16. marz, var Páll svo skipaður héraðslæknir á Blönduósi og hefir starfað þar síðan við sívaxandi vinsældir og traust. Hann er fyrir löngu frægur innan héraðs og utan sem mjög slyngur skurðlæknir. Eru þeir orðnir nokkuð margir, yngri og eldri Húnvetningar og aðrir, sem hann hefir bjargað frá lang- varandi heilsuleysi og hinir eru heldur ekki fáir, sem hann hefir forðað frá yfirvofandi líftjóni. Hann er fljótur til, öruggur að þekkja sjúkdóma og úrræðagóður í hverjum vanda, þar sem úrræði er að finna. Hefir og jafnan svo til gengið, að þegar vandasamar aðgerðir hefir þurft að gera í ná- lægum læknishéruðum, þá er leit- að til Páls Kolka. Sýnir það traust hans og öryggi. Má með sanni segja, að hann hefir verið gæfusamur læknir, því oft er úr vöndu að ráða og ekki alltaf víst um árangur, þó vel lærður og æfður læknir eigi hlut að máli. í félagslífi og stjórnmálum hef- ir Páll læknir jafnan verið virk- ur starfsmaður. Hann var bæjar- fulltrúi í Vestmannaeyjum 1926 —’34 og forseti bæjarstjórnar þar síðustu fjögur árin. Hann var ritstjóri tveggja blaða er þar voru gefin út: Skjaldar 1923 og ’24 og Gests 1932. Sýnir þetta að hinn ungi og óþekkti læknir var á þessum stað fljótur að fá traust fólksins. Á Blönduósi hefir hann starf- að í mörgum stjórnum og nefnd- um. Verið sýslunefndarmaður alla tíð frá því frændi hans, -Þor- steinn Bjarnason, féll frá 1937 og hvað eftir annað sjálfkjörinn, þ. e. enginn boðinn fram gegn honum. Formaður Sjálfstæðisfé- lags Austur-Húnavatnssýslu hef- ir hann leigi verið og enn lengur í stjórn þess. Formaður skóla- Páll V. G. Iíolka nefndar á Blönduós, Sjúkrahús- nefndar o. fl. Af verklegum framkvæmdum, sem hann hefir staðið fyrir er bygging héraðssjúkrahússins nýja stærsta átakið. Er dugnaður Páls læknir, áhugi og fórnfýsi í því máli annálsvert og mun lengi minnzt verða. En hér skal eigi um það stórmál fleiri orðum fara, enda mun það verða nánar rakið af öðrum. Á stjórnmálasviðinu er Páll Kolka stefnufastur, hiklaus og harður í horn að taka. Hefir hann skrifað fjölda greina um ýms mál á því sviði og hefir hvað eftir annað komið í ljós, að and- stæðingum Sjálfstæðisflokksins finnst ekki auðvelt að eiga vopnaviðskipti við hann. Innan héraðs hafa þó allar öld- ur fallið í lygnu á þessu sviði, hin síðari ár, vegna þeirra vin- sælda sem maðurinn nýtur, sem læknir og héraðshöfðingi. Um skáldið og rithöfundinn Pál Kolka skal ég eigi skrifa margt hér, því þar væri um víð- tækt og vandmeðfarið sérstakt ritgerðarefni að ræða. Hann hef- ir gefið út þrjár ljóðabækur, sem allar eru merkilegar í sinni röð og sýna hver um sig, að á ljóða- sviðinu er maðurinn enginn með- al maður. Einnig mun um þessar mund- ir vera von á nýju leikriti frá hans hendi og má ætla að það sé eigi af verri endanum. Bók Páls: „Föðurtún" er stór- kostlegt verk og einstakt í sinni röð. Er það héraðslýsing Húna- vatnssýslu allrar og ættfærsla fjölda þeirra manna, karla og kvenna, er búið hafa í hverri sveit sýslunnar á undangengnum tímum og búa nú. Er í bókinni mikill fjöldi mynda af eldrá fólki. Mun vafasamt að úr nokkurri annarri sýslu þessa lands sé til slíkt myndasafn. Veit ég að marg- ir menn annara héraða líta öf undaraugum til okkar Húnvetn inga vegna þeirrar eignar, sem í þessari bók er. Hitt var og er vitað, að þarna er af höfundi gengið inn á svo víðtækt svið að ekki gat komið til mála að slíka rit væri tæmandi, hvorki í ættar-, eða mannlýsingum. En þessi bók, ljóðabækurnar, og all- ar ritgerðir Páls læknis er þess valdandi, að margir ókunnugir spyrja: „Hvaða undramaður er þessi Páil Kolka?“ Hann er hér- aðslæknir og sjúkrahúslæknir í stóru héraði, hann yrkir Ijóð og gefur út Ijóðabækur. Hann stund- ar ættfræði og gefur út stórkost- legt rit um ættir og héraðs ein- kenni, og hann stendur í stórræð- um sem forystumaður fyrir mikl- um framkvæmdum og merkileg- um. Þegar ég er spurður um þetta,1 um ofar sem Guðmundanna, hefi ég eigi önnur svör á reiðum fékkst heldur ekki til starfs í sé að gera heimskingja og ónytj- unga jafna þeim sem mesta hæfi- leika hafa. Á þessum merkilegu tímamót- um í lífi Páls Kolka þakka ég honum fyrir öll hans merkilegu og þýðingarmiklu störf héraði okkar, héraðsbúum og landinu í heild til gagns og heilla. Ég þakka honum vináttu og traust og margvíslegar ánægjustundir fyr og síðar. Ég óska honum, konu hans og allri fjölskyldu hans hamingju og blessunar nú og framvegis. Óska þess að við og þjóðin öll fái sem lengst að njóta hans krafta og hans vitsmuna. Jón Pálmason. MÉR er minnisstætt frá bernsku dögum mínum á fystu árum aldarinnar, að mikið var um rætt og á allra vörum í Húnaþingi, að þrír Húnvetningar, þeir Guðm. Magnússon, Guðmundur Hannes- son og Guðm. Björnsson væru þá ágætustu læknar á landi hér. Man ég og að fáum þótti fært um að dæma hver mestur væri þeirra Guðmundanna, því einn átti það er annan skorti, en allir mikið. En það þótti Húnvetning- um ill örlög að fá ekki að njðta læknisþjónustu neins þessara ágsgtu sona Húnabyggða. Voru þá hér á þessu tímabili læknar af „gamla skólanum“, að vísu ágætis menn og vel kynntir, en sem ekki þekktu til nýjustu læknisvísinda, sem þá voru í hröðum vexti. Fjórði Húnvetn- ingurinn, er líka var ágætis lækn ir, þó hróður hans flygi ekki fjöll- höndum en þetta: „Maðurinn er fjölhæfur gáfumaður og ham- hleypa við alla þá fjölþættu vinnu, sem hann gefur sig að“. „Þetta hlýtur að vera rétt“, segja menn, en ég finn það á sumum, fæðingarbyggð sinni. Er gremja Húnvetninga að vísu mannleg, en mest máttu þeir sjálfum sér um kenna. Ekkert sjúkrahús var í héraðinu, engin skilyrði fyrir starf ungra duglegra lækna, til að þeim finnst svarið ófullnægj- j ag beita þekkingu sinni og tækni andi. Er og von að mönnum lítist svo, þegar athugað er, hversu mörgum hæfileikamönnum í okk- ar landi verður lítið úr tímanum nú um skeið. í sínu persónulífi hefir Páll læknir notið mikillar hamingju. j Hann kvæntist 3. nóvember 1916 í þarfir heilbrigðismálanna. Enginn var þá spámaðurinn eða völvan til að hugga hreldar sálir með því er síðar kom fram, að upp væri vaxinn meðal vor drengur, sem með fullorðinsár- unum mundi fyllilega feta í fót- . , • , „ jru - „ r, « • spor fremstu lækna í nutið og agætn konu, Guðbjorgu Guð- f ^ . ramtið. Og hann mundi hin ,ramma taug draga föðurtúna mundsdóttir frá Hvammsvík í Kjós. Er hún alsystir hinna þjóð kunnu bræðra, Gísla gerlafræð- ] fil • Hann mundi um áratugi ings og Lofts ljósmyndara, sem fórna kröftum sínum og beita báðir féllu í valinn fyrir aldur ' þekkingu sinni í þágu ættarbyggð fram. Frú Guðbjörg er framúr-1 arinnar. Hann mundi bjarga skarandi valkvendi, sem á öll- fjölda frá bráðum bana, hjálpa um sviðum kemur fram til góðs. I mörgum nýjum borgurum inn í Hún er skörungur í sjón og raun, ■ þennan heim. Hann kæmi til að glaðlynd og alúðleg við hvern búa svo í haginn fyrir aldna og sem er. Gestrisni hennar er. óborna, að fýsilegt mætti vera framúrskarandi og má þó eigi á dugandi læknum að setjast hér milli sjá hvort hjónanna hefir ag. Á þriðja tug aldarinnar fengu Húnvetningar tvo ágæta, unga lækna, er störfuðu hver um sig nokkur ár, en hurfu svo á braut — leituðu þangað, sem starfsskil- yrði voru betri og framavon meiri. En þá var tíminn fullnað- meiri hug á að gera sem bezt í þeim efnum. En þar sem ann- arsstaðar kemur erviðið á því sviði meira á konunnar hendur. Þau hjón eignuðust fjögur börn. Einn dreng og þrjár stúlk- ur. Eru þau öll fullorðin og nú búsett í Reykjavík. Eru þau öll , ., . . , ,, ... , , •••,•• t, ur, forsionm loks hliðholl okkur gift og eiga samtals sjo born. Er, „; , , _. alltaf eitthvað af þeim hjá afa1 Huhvetningum. Emn af sonum sínum og ömmu á Blöndósi, báð- ] Hunabyggðar, ungur lækmr var um til ánægju eins og gengur. haldinn svo sterkri heimþrá og Hjónabandshamingja Páls 1 löngun til starfs í heimahögum, læknis hefir áreiðanlega verið að hann yfirgaf starf sitt í öðru honum það Ijós og sá hiti, sem ! byggðarlagi, þar sem honum var auðveldað hefir mikil og örðug þó búið vítt verksvið og mikill verk og gert það fært að sýna frami. Að sjálfsögðu stóðu hon- þann árangur og þau afköst, sem um og opin hlið höfuðborgarinn- raun er á. ar, eða aðrir fjölmennir staðir, Páll er gleðimaður mikill og! þar sem skilyrði öll voru hin viðræðugóður heima og annars- | beztu fyrir hámenntaðan læknir, staðar. Hann leynir því ekki, að til að afla sér hróðurs og hárra honum er ánægja að því, að ræða 1 iaUna. við vini sína, og kemur þá margt | ■. .* „,,, Tr „ ,, ,, ’ & Arið 1934 sotti Pall V. G. Kolka til mala, svo sem að likum lætur, I , , , , _. , ...... * - um Blonduossherað og var veitt þar sem svo fiolfroður maður a , _ , TT í hlut. Hann er frjálslyndur í, Það 16-marz sama ar. Hann kom skoðunum, svo sem ljóð hans og' Þ° ekkl tl! heraðsms fyrr en um greinar allar bera vott um. Allt í vorið> er hann flutti alfarið með óeðlilegt ófrelsi, höft og bönn eru íjölslsyldu sína til Blönduóss, honum andstyggð. Hann vill láta Þann 1- júní. Hafði Kolka þá ver- sj álf bj argarviðleitni og einka-] ið mörg ár starfandi læknir í framtak fólksins njóta sín sem Vestmannaeyjum, sjúkrahús- bezt og hefir enga trú á, að hægtlæknir og settur héraðslæknir um skeið. Var þá læknisferill hans þegar orðinn alllangur, því hann. hafði t. d. tvisvar verið settur* læknir áður en hann lauk prófi, 1918 í Hólmavíkurhéraði um tíma og sama ár, er spanska veik- in geysaði syðra, var hann við læknisstörf á Suðurnesjum. Árið 1919 var hann og settur læknir á Blönduósi. Ýmsum trúnaðarstörfum öðr- um en lækningum gegndi Kolka í Eyjum, þar á meðal var hann bæjarfulltrúi og fyrsti forseti bæjarstjórnar. Sama vetur og Páll Kolka fékk veitingu fyrir Blönduóshéraði, orti hann kvæðið „Húnabyggð", sem síðan hefur verið „þjóðsöng- ur“ Húnvetninga. Er hann skáld gott og hefur lagt stóran skerf íslenzkum bókmenntum, og verð- ur síðar að því vikið nánar. Komu Páls Kolka til Blöndu- óss var almennt fagnað í hérað- inu. Vonuðu Húnvetningar að hann hyrfi ekki svo brátt á braut, sem fyrirrennarar hans, hinir síðustu, þó aðbúðin væri enn nokkuð frumstæð, hugðu menn bjarma nýs tíma í heilbrigðismál- um héraðsins, og bætt yrði nú úr því ranglæti, sem þeir áður fyrr töldu sig beitta af forsjóninni. Þessi von hefur og rætzt á bezta hátt. Kolka er búinn að vera hér- aðslæknir Húnvetninga í full tuttugu ár, og starfandi í hérað- inu nær óslitið þann tíma, eða að undanteknum utanferðum, tvö skipti. Hann sat læknaþing í Danmörku árið 1949 og árin 1950—’51 ferðaðist hann, í boði Þjóðræknisfélagsins um íslend- ingabyggðir í Ameríku, og hélt fyrirlestra á mörgum stöðum. í þeirri ferð heimsótti hann ýms fullkomnustu sjúkrahús í Kan- ada og Bandaríkjunum, og kynnti sér helztu nýungar í læknavís- indum þar. Lætur hann engin tækifæri sér úr greipum ganga til að tileinka sér nýustu læknis- dóma og tækni, sem að gagni má koma og til nytja verða. Blönduóss hérað er stórt. Var það og sérstaklega erfitt yfir- ferðar á fyrstu starfsárum Páls Kolka hér. Varð þá ekki komið við bifreiðum nema á fáum stuttum leiðum út frá Blönduósi. Ferðast varð á hestum um nær allar byggðir héraðsins. Margar ár voru þá enn óbrúaðar, og oft torsóttar yfirferðar. Leiðirnar langar 60—70 km. á fremstu bæi til dala og út til ystu nesja. ís- lenzkir héraðslæknar þekkja j margir þolraun ferðalaga í illri I færð og vondum veðrum, og því | er svo komið að erfitt reynist að fá lækna til héraða á landsbyggð- inni. En þrátt fyrir nefnda erfið- leika hefur aldrei hvarflað að lækninum okkar að yfirgefa sína ástkæru fósturbyggð. Þegar Páll Kolka fluttist í Blönduósshérað var búið að byggja lítið sjúkrahús á Blöndu- ósi, er tekur 15—18 sjúklinga. Hefur það síðan verið nokkuð endurbætt og búið betri tækjum en áður. Sjúkrahús þetta hefur jafnan verið fullsetið og oftast yfirfullt, svo til vandræða hefur horft, þegar uppskurðarsjúkling- ar hafa ekki mátt bíða aðgerða. Hafa læknishjónin oftlega í slík- um tilfellum tekið sjúka menn í sitt eigið hús, svo rými fengist í sjúkrahúsinu fyrir nýja, sem þurftu bráðrar læknishjálpar. Aðsókn að sjúkrahúsinu sýnir ljósast hve mikið traust læknir- inn hefur og ekki aðeins í sínu eigin héraði, því oft hafa sjúkir menn úr öðrum héruðum leitað til hans. Enda er það almælt að aldrei misheppnis honum upp- skurður, ef mannlegu valdi er fært að bjarga sjúklingnum. Að stunda 15—20 sjúklinga á sjúkrahúsi og jafnframt gegna kalli til sjúkravitjana í stóru hér- aði, er meira starf en flestir Framh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.