Morgunblaðið - 26.01.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.01.1955, Blaðsíða 1
16 síður 42. árgansrur 20. tbl. — Miðvikudagur 26. janúar 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins jUur í b hÓÍCl renni- punbti am þykkt Bandaríkja- ings: 409 gegn 3 Churchill svarar engu um Formosu TIL skamms tíma voru bardag- arnir milli Pekingstjórnar- innar og Formósustjórnarinnar um smáevjarnar við Kínastrmid- ur kallaðir „vestis-vasa styrjöld- in“. Það er nú von manna að Sam einuðu þjóðirnar sjái sér fært að grípa í taumana svo að úr þess- ari „vestis-vasa styrjöld“ verði ékki stórstyrjöld þar eystra. Um fjögurra mánaða skeið hefur brezka stjórnin unnið að því í samráði við Bandaríkjastjórn, að finna lausn, sem leitt gæti til þess að Formósastjórnin og Peking- stjórnin semdu með sér vopna- hlé. Hefur í þeim umræðum lcomið fram tillaga um að gera Formósu að sjálfstæðu ríki, í einhverri mynd, en veita um leið Pekingstjórninni aðild að Sam- einuðu þjóðunum. @ Ekkert sýnir betur, hversu mikilvæg Asía er orðin í átökun- um milli hinna frjálsu þjóða og heimskommúnismans, en hinar mörgu ráðstefnur, sem ráðgerðar eru um málefni Asíu. Fyrsta ráð- stefnan verður sett í byrjun næstu viku, en það er ráðstefna brezku samveldislandanna í Lundúnum. Ráðstefnu þessa sitja forsætisráðherrarnir _ Laurent (Kanada), Menzies (Ástralía), Nehru (Indland), Mohmmed Alí (Pakistan) og Holland (Nýja Sjáland), en Strijdam, hinn nýi forsætisráðherra Suður-Afriku mætir ekki, helöur sendir einn af ráðherrum s.'r.um. Strijdam hefur hug á að Suður-Afríka segi sig úr brezka heimsveldinu. • Þegar ráðstefnunni lýkur leggur Sir Anthony Eden af stað áleiðis tii Manilla á Filippseyj- um ,en þar verður sett ráðstefna aðiidarríkja Maniilasáttmálans. Þessi ríku eru aðilar ,auk Breta: Bandaríkin, Frakkland, Filipps- eyjar og Thailand. — Sáttmálinn var gerður í september s.l. og hef- ur að markmiði sameiginlegar varrir gegn undirróðursstarf- semi kommúnista í Austur-Asíu. Ráðstefna Manillaríkjanna hefst 24. febrúar og er gert ráð fyrir að rætt verði um sameiginiegar hervarnir. © Þegar þessari ráðstefnu lýkur fer Sir Anthony, utanríkis- málaráðherra Breta, í kynnisferð til „Hlutleysu“, þ.e. landanna í Austur-Asíu,. sem hafa lýst yfir vilja sínurn til þess að standa utan við átök austursins og vest- ursins. Þetta eru Indland, Ceylon og Burma, og ennfremur Pakist- an. Eden fer einnig til Bangkok í Thailandi og til Singapore. En hvorki er gert ráð fyrir að hann fari til Indónesíu eða Kína. Þó er látið í veðri vaka, að hann sé fús til þess að fara til þessara landa, ef ástandið eystra heldur áfram að versna. 13 ára hernaðarastandi Rússa aflétt Moskva 25. jan. PÐSTA ráð Sovétríkjanna sendi frá sér tilkynningu í ^ kvöld, þar sem lýst er yfir því að hernaðarástandi sé lokið í viðskiptum Rússa við Þjóðverja. Hernaðarástand hefur verið ríkjandi í viðskiptum þessara þjóða frá því 22. júní 1541, er Hitler gerði innrás í Rússland. Bretar, Frakkar og Bandaríkin lýstu yfir því fyrir þremur árum, í júlí 1951, að hernaðarástandi, sem ríkt hafði milli þessara þjóða og Þjóðverja væri lokið. Um sama leyti birtu 40 aðrar þjóðir svip- áða yfirlýsingu. En Rússar hafa beðið með sína yfirlýsingu þar til í kvöld. Ástæð- an til þess að Rússar stíga þetta spor nú, er augljóst, þar sem einskis er nú látið ófreistað af þeirra hálfu til þess að reyna að hindra að Þjóðverjar staðfesti Parísarsamningana. í tilkynningu Rússa í kvöld segir að yfirlýsingin breyti engu um alþjóðaskuldbindingar, gagn- vart Þýzkalandi í heild, sem Rússar hafa tekið á sig í samn- ingum við Breta, Frakka og Bandaríkin. Mun hér vera átt við Potsdam og Yalta samningana. líimpingar Æ brezka [tiiighúsið LONDON, 25. jan. — Nokkur þúsund manna söfnuðust í kvöld saman fyrir utan brezka þingið, til þess að mótmæla endurher- væðingu Þjóðverja. Fóru nefndir manna inn í þinghúsið til þess að koma á framfæri mótmælun- um við einstaka þingmenn. Lögreglulið var nokkuð aukið til þess að halda uppi reglu við þinghúsið. í fyrstu fór allt frið- samlega fram. En síðar, er ríð- andi lögregla reyndi að dreifa mannfjöldanum, urðu nokkrar stimpingar og voru nokkrir menn teknir fastir. Tveir verkamannaflokks þing- menn stóðu upp í þinginu og mótmæltu aðförum lögreglunnar við mannfjöldann. Þeir sögðu að nokkrir kjósendur þeirra hefðu verið á leiðinni á fyrirfram ákveðna ráðstefnu í þinghúsinu, en móttökur hefðu verið slíkar að ríðandi lögregla hefði hrakið þá á flótta. Allt var með kyrrum kjörum við þinghúsið er síðast fréttist í kvöld. ikoyon iallinn Lonuon, 25. janúar. Einkaskeyti frá Reuter. OPINBER tilkynning hefur ver- ið gefin út um það í Moskvu að Anastas Mikoyan, innanríkís verzlunarráðherra Sovétríkjanna, hafi látið af því embætti sam- kvæmt eigin ósk. Engin frekari skýring var gef- in á þessari afsögn, en ýmislegt bendir til þess að hún hafi kom- ið skyndilega og mörgum að óvörum, því að þess er skemmst að minnast að fyrir skömmu kom Miko.van í verzlunar-sendi- för til Helsingfors í Finnlandi og virtist þá ekkert á döfinni að hann myndi svo skjóílega láta af .embætti. ...en Molotov? U'ULLTRÚADEILD Bandaríkjaþings samþykkti í kvötd með 409 atkv. gegn 3 að veita Eisenhower forseta umboð til þess að beita amerísku herliði til þess að verja Formósu gegn árás frá meginlandi Kína. Öldungadeild þingsins mun væntanlega gera samþykkt um sama efni, í síðasta lagi á fimmtudag, að því er Know- land öldungadeildarþingmaður skýrði frá í dag. Utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar hefur í dag rætt við yfirmenn ameríska hersins, flotans og flughersins um boðskap Eisenhowers. Sjálfur hefur Eisenhower lýst yfir ánægju sinni yfir hinum skjótu viðbrögðum þingsins í þessu máli. Spánverjar og 5. S>. ÍSAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, 25. jjan. — Framkvæmdaráð Sam- einuðu þjóðanna upplvsir að spánska stjórnin hafi óskað eftir að fá að senda áheyrnarfulltrúa til S. Þ. Dag Hammarskjöld hef- ur ekki tekið afstöðu til þessarar beiðni ennþá, en hann hefur rætt málið við nær allar sendinefndir Sameinuðu þjóðanna. Aðeins ör- fáar nefndir hafa lýst sig.andvíga beiðninni. Átta ríki hafa fasta áhevrnar- fulltrúa hjá S. Þ. Berlín, 25. janúar. Eimtaskeyti frá Reuter. ÞÝZKA fréttastofan DPA kveðst nú hafa fengið fréttir um það frá öruggum heimildum að ráða- menn í Austur-Þýzkalandi búist við meiriháttar breytingum í æðstu síjórn Rússlands. Er helzt talið að Molotov núverandi utan- ríkisráðherra, verði ekki langra lífdaga auðið í stjórn Sovétríkj- anna. Talið er að fall Molotovs ef satt kynni að reynast, stafi af því að teljo verði að utanríkisstefna lians hafi misheppnast ef Vestur Evrópurikjunum tekst að koma á hjá sér styrku landvarnarsam- starfi. Torp segir frá sljórnarskfplunum ÓSLÓ, 25. jan. — í umræðunum um hásætisræðuna í norska þing- inu í dag, ræddi Oscar Torp, fyrr- verandi forsætisráðherra, um á- stæðurnar til þess, að hann baðst lausnar nú fyrir skömmu. Hann minnti á að hann hefði átt sæti í norska konungsráðinu næstum samfellt frá því árið 1935. Hann sagði að nokkrir af sam- ráðherrum sínum hefðu fyrir nokkru látið í Ijós ósk um, að mega biðjast lausnar frá ráð- herrastörfum. Þar að auki hefði sér fundizt að stjórnin hefði ekki alltaf fengið nauðsynlegt fylgi við þá stefnu, sem hún fylgdi í verðlagsmálum. Við höfðum umræður hér í þinginu skömmu fyrir jólin, sem sýndu að innan þingflokks verka- mannaflokksins eru ríkjandi ýmiss sjónarmið um það hvaða aðgerðir séu heppilegastar til þess að halda niðri íramfærslu- kostnaðinum, sagði Torp. Stjórnarskiftin bar yfirleitt mjög á góma i umræðunum í dag og létu ræðumenn andstöðuflokk- anna þá skoðun í ljós, að þjóðin ætti heimtingu á því að fá skýr- ingu á því, hver væri orsök stjórnarskiftanna. Gerhardsen, forsætisráðherra, vísaði til um- mæla Torps cg sagði að enginn persónulegur eða máiefnalegur ágreiningur væri innan verka- mannaflokksins. Nýja stjórnin mun fylgja sömu stefnu og Torp- stjórnin, sagði Gerhardsen. Nokkrar umræður urðu um norræna samvinnu og virtust • skoðar.ir skiftar. — Formaður bændaflokksins hélt því fram að norræn samvinna væri beinlínis hættuleg fyrir Noreg. Yíii'leitt létu þingmenn í ljós ánægju sína yfir því að Halvard Lange er kyrr sem utanríkisráð- herra í hinni nýju st órn. Lange tók til máls og sagði að stuðning- ur sá, sem utanríkis- og varnar- málastefna stjórnarinnar hefði hlotið frá öllum lýðræðisflokk- unum væri góður grundvöllur, sem hægt yrði að byggja á áfram. Fregnir frá Austur-Asíu benda til þess að þar sé allt kyrrt nú um stund. Verið er að flytja óbreytta borgara frá Tacheneyj- um og aðstoðar floti Bandaríkj- anna við það starf. Fréttaritari Reuters í Was- hington bendir á að háttsettir embættismenn þar í borg leggi á það mikla áherzlu um þessar mundir, bæði gagnvart blaða- mönnum og þingmönnum, að Eisenhowerstjórnin telji ekki lengur mögulegt að endurreisa stjórn Chiang Kai Sheks á meginlandi Kína með vopna- valdi. Þenna skilning beri að leggja í boðskap Eisenhowers til þings- ins um varnir Formósu. í þess- um boðskap felst raunverulega alger stefnubreyting í Asíupóli- tík Bandaríkjanna, þar eð nú sé fyrst og fremst stefnt að því að fá því til leiðar komið að komm- únistar og þjóðernissinnar geti „samexisterað“. FYRIRSPURNIR f BREZKA ÞINGINU FORMÓSU-PÓLITÍK Banda- ríkjastjórnar hefur vakið nokkra ókyrrð í Breílandi, einkum meðal stjórnarandstæðinga. — Brezka þingið kom saman í dag í fyrsta skifti eftir jólaleyfið. Strax fyrsta daginn dundu spurningar á Churc hill um allt milli himins og jarð- ar, frá framleiðslu flugvéla og í ráðstefnu milli þeirra Churchills og Malenkovs. Bevan spurði Churchill hvort stjórnin ætlaði ekki að gefa yfir- lýsingu um Formósu-málið. Hann fékk ekkert svar, en þegar hann ítrekaði spurninguna, svaraði Crookshank, formaður þingflokks íhaldsmanna, að hann teldi ekki rétt að mál þetta yrði rætt í dag. Annar þingmaður hafði orð á því uð Bandaríkjastjórn virtist vera búin að taka Formósumálið í eigin hendur án þess að ráðfæra sig við aðrar þjóðir. — Shipwell spurði hvort ekki væri rétt að þeir hittust, Churchill og Malen- kov, og til þess að ræða Austur- Asíu-málin. — Churchill kvaðst ekki telja að slík ráðstefna myndi verða til neins gagns eins og á stæði. En hann endurtók fyrri yfirlýsingu sína um að hann væri reiðubúinn til þess að hitta Mal- enkov að máli, þegar réttur tími væri til þess kominn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.