Morgunblaðið - 26.01.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.01.1955, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. jan. 1955 wMá JBtms Landnám Islendinga vesfan hafs og heima jafngamalt Davíð Stefánsson i«i i norrænu menningí Ijóðaþýðingar ISÍÐASTA hefti norræna menn- ingartímaritsins „Ord och bild“, sem gefið er út mánaðar- lega í Stokkhólmi, skrifar Ivar Orgland, lektor við Háskóla ís- lands grein um Davíð Stefánsson í tilefni af sextugsafmæli hans. Einnig birtast þar 1 þýðingu Org- lands kvæði Davíðs, „Ég sigli í haust“, ásamt forspjallinu að „Gullna hliðinu“ og ljóðinu „Blítt er undir björkunum“. ORGLAND OG ÍSL. BÓKMENNTIR Iyar Orgland hefir þegar áður sýnt mikinn áhuga á því að kynna islenzkar bókmenntir í heima- landi sínu og á hinum Norður- löndunum. Hefir hann fyrst og fremst snúið sér að ljóðum Davíðs Stefánssonar. Er nýkomin út, í útgáfu Helgafells, eins og þegar hefir verið skýrt frá, bók er hann nefnir „Eg sigler i haust“, sem hefir að geyma 42 af kvæð- um Daviðs í norskri þýðingu. Meðal kvæðanna er að finna mörg hinna merkustu kvæða skáldsins eldri og yngri og eru því ljóðaþýðingar þessar ágætt sýnishorn af ljóðum hans í heild. Auk Davíðs hefir Orgland og , þýtt ljóð eftir Tómas Guðmunds- ! son og Stefán frá Hvítadal. j „ORD OCH BILD“ Áðurnefat tímarit, „Ord och bild“, er viðurkennt eitt hið merk asta sinnar tegundar, sem gefið er út á Norðurlöndum. Birtir það jafnan fjölbreytt bókmenntalegt og menningarlegt efni frá Norð- j urlöndunum sameiginlega, skrif- 1 að á hinum ýmsu Norðurlanda- | málum. Grein Orglands og þýð- I ingar, sem að ofan eru nefndar eru skrifaðar á nýnorsku. GREIN ORGLANDS í grein sinni um Davíð Stefáns- son, dregur hann upp skýra mynd af honum sem skáldi — og manni í senn. Hann lætur skáldið tala í völdum ljóðabrotum úr ýmsum kvæðum hans og skýrir jafnframt í ákveðnum dráttum þá eigin- leika, sem hann telur veigamesta og afdrifaríkasta í skapgerð skáldsins, eins og hún birtist í verkum þess og viðhorfum. Orgland fer ekki dult með álit sitt á því, hvern sess Davíð Stef- ánsson skipi meðal íslenzkra andans manna: „það sem Björn- stjérne Björnson var Noregi hef- j ir Davíð Stefánsson orðið íslandi j í vaxandi mæli. Sem arftaki þjóð- I skáldsins Einars Benediktssonar hefir hann staðið æ stöðugri vörð um ómissandi þjóðleg verðmæti. Davíð Stefánsson hefir frá því fyrsta verið í öllu iákvætt skáld — sem hefir unnið að því að byggja upp“. DAVÍD — AUKRUST OG WERGELAND Seinna í greininni líkir Org- land Davíð við norsku stórskáld- in Aukrust og Wergeland: „F.ins og þeir sameinar hann í skáld- Ivar Orgland skap sínum hin þjóðlegu og kristilegu sjónarmið Eins og þeir vill hann vera vökumaður þjóðar sinnar og örva hana til dáða... Skáldskapur Davíðs Stefáns- sonar ber með sér djúpa siðfræði- lega alvöru. Enda þótt blóðið funi aldrei eins heitt í æðum hans og þegar hann syngur um lífið eins og það er sannast og eðlilegast, þá ljær hann aldrei raust sína í þjónustu neinskonar niðurrifs- afla. Það er ætíð hreint loft og heiður himinn í skáldskaparheimi hans. Enda þótt hann sjálfur sé hinn síðasti til að beygja sig fyrir hverskonar valdboði, andlegu eða veraldlegu, þá er honum ljóst, að mannkynið má ekki missa sjón- ar af hinum fornu dyggðum. Sið- leysi, sem sprottið er af spillt- um tilhneig'ingum, hyllir hann ekki. Hann hefír ábyrgðartilfinn- ingu, sem er í senn af einstakl- ingslegum og þjóðlegum toga spunnin. .... Davíð Stefánsson er sannur aðalsmaður andans, höfðingi, sem vaxinn er upp af traustum rótum í menningarleg- Framh. á bls. 12 Árni G. Eylands, stjórnarráðs- fulltrúi og frú hans eru ný- lega komin heim úr langri för til Bandaríkjanna og Kanada. Hófst förin 28. september, en iauk nú 15. janúar. Komu þau víða við, fóru allt vestur á Kyrrahafsströnd Bandaríkj- anna og dvöldu einnig um hríð meðal Vestur íslendinga. — Fréttamaður Mbl. kom að máli við Árna og spurði hann hins helzta úr förinni. KYNNINGARDVÖL í KANADA — Ferðin var farin fyrst og fremst í boði Bandaríkjastjórnar, segir Árni G. Eylands, en auk þess bauð Kanadastjórn mér til kynningardvalar í Ottawa og út af því spunnust ferðalög þar um nágrennið, þar sem við heimsótt- um tilraunamiðstöð Kanada-ríkja sambandsins, skógræktartilrauna bú og bændaskóla. Á FUNDUM ÞJÓÐRÆKNIS- FÉLAGSINS — Hittuð þér ekki marga Vest- ur íslendinga í förinni? — Þegar Þjóðræknisfélag ís- lendinga í Vesturheimi frétti af hinni fyrirhuguðu vesturför okk- ar, mæltist stjórn þess mjög ein- dregið til þess að við kæmum til Winnipeg og að ég gæfi mér tíma til að koma á mannfundi á veg- um deilda félagsins þar og víðar. Var okkut- ánægjuefni að verða við þeim tilmælum og dvöldum við hjónin því á vegum Þjóðrækn isfélagsins þá 14 daga, sem við stóðum við í Winipeg og þar í grennd. Af þeim ástæðum tók ég með mér fáeinar kvikmyndir, er sýndar voru á samkomum íslend- inga og víðar og er til kom urðu myndirnar eigi síður að gagni víða í Bandaríkjunum þó að á- ! horfendur væru ekki af íslenzku bergi brotnir. En alls sýndum við kvikmyndimar á samkomum og mannfundum á 23 stöðum og ég talaði lengra eða skemra mál um land og þjóð og atvinnumálin, sérstaklega landbúnaðinn. Sums- staðar voru þetta al-íslenzkir fundir, annars staðar fór allt fram á ensku og enn á nokkrum stöðum á norsku. Mér virtist fólkið yfirleitt hafa mikla ánægju af að sjá kvik- myndir héðan og heyra sagt frá landi og þjóð. Scrstaka at- hygli vakti kvikmynd af Heklugosinu 1947. Hana sýndi ég m.a. í háskólum í Corwallis í Oregon og Grand Forks í N.-Dakota. Á þessum síðar- nefnda stað skoðuðu allir nem endur og prófessorar í jarð- fræðideild háskólans myndina. Utanríkisráðuneytinu mun hafa borizt fyrirspurnir frá háskóium vestra, hvort hægt sé að fá keypt afrit af Heklu- j kvikmyndinni til notkunar við fræðslu. — Hvar sátuð þér fundi Þjóð- ræknisfélagsins? — Við sátum fundi þess í Winni peg, að Lundar, Árborg og Gimli í Manitoba, á Mountain í Norður Dakóta og Blaine og Seattle í Washingtonríki. Raunar má bæta við Bismarck ' Norður Dakóta, þó þar sé ekki beinlínis að ræða um félagsskap íslendinga. Þar er það hinn vel kunni hæstaréttar- dómari Guðmundur Grímsson og frú hans, iem koma í stað íélags- skapar og ferst það með ágætum. Svo heimsóttum við elliheimili Vestur íslendinga öll fjögur, að Gimli, Mountain, Blaine og Van- couver. Það eru myndarstofnanir og íslendir.gum vestra til mikils sóma. Það er gott til fróðleiks að ræða við gamla fólkið og get- ur líka vakið tilfinningar, sem torvelt er að skýra með orðum. Það man tíma harðræðis og mik- illa fórna og starfs, heima á ís- Árn! G. Eylands scgir frá kyiætngarför lil Bantfaríéjanna og Kanada iinni Árni G. Eylands og frú í Ameríkuförinni landi og við landnám og öng- þveiti. En það man líka sigra og sólskin. FERDALAG UM BANDARÍKIN Og nú víkur frásögn Árna G. | Eylands að öðrum málefnum, sem hann kynnti sér vestra. — Þó gott væri að blanda geði' við landana vestra í íélagsmál-1 um þeirra og stórfróðlegt væri að dveljast um sinn í Ottawa, var j ferðalagið um Bandaríkin og ; dvölin þar auðvitað aðaltilgang-1 ur fararinnar. Það var för til að kynna sér tilhögun og nýjungar j i landbúnaði, en þó með því sniði, j að okkur gafst tækifæri til að, kynnast fólki og þjóðháttuml langt fram yíir það sem búskap' varðar. j — Hvað er merkast frá að segja? — Ég dvaldist á aðra viku í höfuðborginni, Washington og heimsótti meðal annars hina1 miklu búnaðarrannsóknarstöð í Beltsville sem er stórkostleg stofnun á sínu sviði. En mestan tímann dvaldist ég í norður- og norðvesturrískjunum við háskól- ana í St. Paul í Minnesota og Fafgo og Grand Forks í Norður- Dakóta og Corwallis í Oregon. Frá þessum stöðum fór ég einnig fjölmergar ferðir um nágrenni þeirra, heimsótti íilraunabú, skóla og bændabýli. í þetta sinn getum við ekki farið ítarlega út í margt og mikið, sem er að sjá á þessum störðum. Það yrði of langt mál, en von- andi gefst taekifæri til að minnast á sumt af því síðar meir. SJÁ HLUTINA, BERA SAMAN, GAGNRÝNA — En hvað lærir maður helzt á svona ferðalagi, sem til nyt-. semdar mætti verða í búskapn-; um? Hvað væri hægt að nefna svona í stórum dráttum? — Já, það er eðlilegt að spyrja þannig, — en erfitt að svara. Það er ekki aðalatriðið hvaða hlutir, tæki eða vinnubrögð geta átt við hér á landi um- svifalaust. Aðalatriðið er að læra af að sjá hlutina, heyra um þá, hugsa um þá, bera þá saman við annað og' gagn- rýna. Spyrja og fá svör. Að skilja stöðu bændanna, hvern- ig búskapurinn mótast. Sjá hvernig landnáminu miðar áfram og sjá í anda hvað hægt er að gera og hvað er íram- undan. ENNÞA STENÐUR LANDNAM YFIR — Þér talið um landám? Er landnámi og landbroti ekki fyr- ir löngu lokið vestra, að minnsta kosti í Bandaríkjunum? — Ónei, því fer fjarri, sem betur fer, ef ég mætt.i segja svo. Ég hef talsvert kynnst búskap á Norðurlöndunum og raunar víðar í Evrópu norðanverðri. Það er þv; mjög auðvelt fyrir mig að koma fljótlega auga á það, að í raun og veru eru Bandaríkin enn ekki nema hálf- numið land, búnaðarlega séð.Og Kanada ekki einu sinni það. —- Raunar má segja, að það sem ég hef séð af þessum löndum sé ekki nema lítið miðað við hina ógnarlegu víðáttu heildarinnar, en svo mikið hef ég séð, að enn er hægt að auka mjög og nýta betur ræktarland. En það er einmitt landið, stór aukin og bætt ræktun þess, sem hinn ómælanlegi fram- tíðarauður bæði í Bandaríkj- unum og Kanada. Framh. á bls. 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.