Morgunblaðið - 26.01.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.01.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 26. ]an. 1955 MORGUNBLAÐIÐ 7 Guðmundur Gíslason Hagalín: Leikrit, sem verður keypt og lesið „Fyrir kóngsins mekt", eftir Sigurð Einarsson f>AÐ er ekki nýtt að hitta menn, sem segja: „Leikrit þykja mér leiðinlegur lestur". Eða: „Leikrit, nei, ég get aldrei notið leikrita nema á sviði“. Og óhætt mun að fullyrða, að þorri manna lesi yfirleitt alls ekki leikrit, svo fíknir sem fjölmargir eru í að Bjá þau leikin. Þó hafa sum leik- rit Jóhanns Sigurjónssonar not- ið hylli utan sviðsins, og Skugga- Sveinn var lesinn upp til agna, ekki aðeins ein útgáfa, heldur þrjár. Þá hefur og Gulina hliðið yerið allmikið lesið. Nú hefur feéra Sigurður Einarsson skrifað ieikrit, sem ég hygg að muni verða vinsælt til lestrar af mjög rnörgum. Ég les sjaldan bækur á síðari árum í einni lotu, en eft- ir að ég var kominn dálítið út í ieikritið Fyrir kóngsins mekt, gat ég ekki fengið af mér að hætta. Og víst er um það, að þáttur sá, isem höfundurinn las í útvarp, yarð með afbrigðum vinsæll. Af öllum þeim, sem tengdir eru við vörn eða sókn á sviði þjóð- ernis- og sjálfstæðismála íslend- inga, hefir rtafað mestum ljóma í augu þjóðarinnar af nöfnum fjögurra sona hennar, Einars bónda Þveræings, Jóns biskups Arasonar, Árna lögmanns Odds- sonar og Jóns Sigurðssonar, hins mikla þjóðarleiðtoga, rithöfund- ar og fræðimanns. Og ekki hefur minnstur 'jóminn leikið um nafn Árna Oddssonar. Þjóðsagan um för hans til íslands, þá er Herleg- dáð reyndi að koma í veg fyrir, að hann kemist út hingað, sýn- ir ljóslega, hve mjög hann hefur verið dáður af alþýðu manna, enda bar margt til þess á langri ævi hans, að gera. hann dásam- legan í augum kúgaðra íslend- inga, sem báru frelsisdrauminn í brjósti, sveipaðan minninga- blæjum fornra frelsis- og frægð- ardaga. Hin ævintýralega för Árna á íslenzkum gangvara frá Vopnafirði til Þingvalla, fræki- leg framganga hans á þingi í mál- um föður síns við hinn danska fulltrúa, viturleg og réttlát hand- leiðsla hans sem lögmanns og loks hinn tárum vígði mótþrói hans gegn erfðahyllingunni og réttindaafsalinu í Kópavogi hinn 28. júlí 1662, — allt var þetta vel til þess fallið að gera veg hans sem mestan í minningunni, jafnt þá er mest þrengdi að og þegar tii roíaði og þörf var hollr- ar' og hressandi örvunar í sókn- inni. Og víst segir margur enn með Dr. Forna: „aldrei að eilífu getum vér gleymt þeim grátstaf vors bezta manns“. Að því hlaut að koma, að at- burðirnir í Kópavogi 1662 og persóna Árna lögmanns yrðu efni í leikvit. Og nú er leikritið komið, heitir „Fyrir kóngsins mekt“. Sigurður Einarsson víkur ýmsu við til þess að hann megi betur fá fram það, er hann vill. Til samræmis við þetta kallar hann lögmanninn Árna Ólafsson og lætur hann ekki búa á Leirá í Borgarfirði, heldur í Einarsnesi. Kona lögmanns heitir hjá Sigurði Þórunn, en ekki Þórdis, og hann á dóttur eina barna, og hún heit- ir ekki Helga, svo sem dóttir Árna Oddssonar, heldur Sólveig. Leikritið er hugsjónalega og þjóðernislega táknrænt, og því er það, að höíundurinn hefur fylgt um mótun Árna lögmanns þeim hugmyndum, sem þjóðin hefur haft um Árna Oddsson. Árni lögmaður Ólafsson hefur alla sína ævi verið einstakur að manndyggð og mannkostum, en Árni Oddsson var raunverulega allbrokkgengur á yngri árum Sigurður Einarsson. sínum, kappsmaður mikill og metnaðargjarn. Hefur höfundur leikritsins klofið persónu Árna Oddssonar, búið til úr þeim eigin- leikum hans, sem ofan á urðu, þá er hann var orðinn miðaldra, Árna lögmann Ólafsson, en úr hinum bróður hans, Ólaf. Ólafur þessi hefur dáið á unga aldri og látið eftir 'sig son, Gunnstein að nafni. Þennan bróðurson sinn hefur Árni lögmaður tekið til fósturs. Gunnsteinn hefur notið mikils ástríkis og nákvæmrar umhyggju hjá fósturforeldrum sínum. Hann er glæsilegur maður og gáfaður og tekur hæsta próf í Skálholts- skóla, og fóstri hans sendir hann til háskólans í Kaupmannahöfn og fær loforð Hinriks bjálka, höfuðsmanns og aðmíráls, um fyrirgreiðslu til handa hinum glæsta sveini. Árni lögmaður fastnar Gunnsteini Sólveigu, dóttur sína, og hann ætlar hon- um lögmannsembættið eftir sinn dag og hefur fyrirbúið honum að verða forsvarsmaður íslendinga gegn hinu sifellt ágengara valdi konungs og kaupmangara. En húsfrú Þórunn, kona lögmanns, ber kvíðboga fyrir dóttur sinni og Gunnsteini. Hún hefur komið auga á, að Gunnsteinn er ekki aðeins kappsamur, heldur lika metnaðargjarn, hégómlegur og ófyrirleitinn, og þrátt fyrir veizlu gleðina í Einarsnesi og íagrar gyllivonir, er við eru bundnar Gunnstein, sem nýlokið hefur sinu glæsilega prófi og veröldin sýnist blasa við, er fleirum þar undir niðri þungt í sinni en Agli Söngvadiussyni. Hann hefur Árni lögmaður tekið sem korna- barn úr helfrosnum móðurfaðmi úti á víðavangi og alið upp og komið til manndóms og rhenn- ingar, en Egill, sem ann hugást- um Sólveigu, lögmannsdóttur, er í leikritinu fulltrúi þeirra snauðu og valdalitlu íslenzku alþýðu- manna, sem bera uppi, mitt í nauð sinni, menningarerfðir ís- lendinga og voru trúir frelsis- og sjálfstæðismetnaði þjóðar sinn- ar, hennar sanna höfðingshætti i hugsun og skapgerð Eiríkur galti, ríkishofmeistari Friðriks konungs þriðja, er harð- drægur og kaidrifjaður stjórn- málarefur. Hann ógnar Bjálka, höfuðsmanni og gefur honum í skyn, að sá umboðsmaður kon- ungs á íslandi, sem ekki sé þess megnugur að koma fram vilja hans um óbundið einveldi og æskilegar tekjur af landinu, muni valtur í sessi. Bjálki bendir honum á, að ekki sé hægur vand- inn, þar sem vinna verði bug á ancjstöðu íslendinga undir for- ystu hins ástsæla og vitra lög- mahns og höfðingja, Árna Ólafs- sonar. Raunar megi vinna sigur á ís'lendingum með báli og brandi en slíkur sigur muni kosta setu hers í landinu, og hersetan muni eta upp tekjurnar af því. Galti vill þá fara að með slævizku. Hann hefur komið auga á Gunn- stein, bróðurson og fóstra lög- manns. Og verður það nú að ráði með þeim Bjálka að tala til :netn- aðar hans og fégirni, veita hon- um frama, völd og fé. Telja þeir, að erfið verði lögmanni andstað- an, ef slíkur maður beiti sér fyr- ir málstað konungs, enda muni og margur sá, er kjósi konungshyll- ina, telja sig afsakaðan af brigð- um við fornan rétt þjóðar sinnar, ef fóstursonur lögmanns gangi konungserinda. Gunnsteinn fellur í gildruna, stenzt ekki gylliboð- in, vinnur verk sitt fyrir full- trúa konungs af kappi og kost- gæfni, lætur heit sín við Sólveigu lönd og leið og stefnir til mág- semda við Hinrik Bjálka og til meiri valda og frama en lög- mannsembættis á íslandi, því að nú hefur aðallinn sett ofan og leið opnast til gengis ungum menntamönnum og borgarason- um, sem vel eru menntir og kappgjarmr og vilja þjóna kon- ungsvaldinu. Þegar á Kópavegsfundinn kem- ur, gefast vel ráðin Galta, nema hvað Árni lögmaður er óhagg- anlegur. Hann lætur ekki undan, fyrr en ailir aðrir hafa látið bug- ast af fortölum Gunnsteins, ógn- unum höfuðsmanns og voninni um náð konungs. Þá skrifar hann loks undir, að því tilskildu, að Bjálki verði áfram höfuðsmaður og heiti því að halda landsmönn- um við íslenzk lög og rétt, svo sem ’nonum sé framast unnt, leggi hald á eignir Gunnsteins, unz dómur sé íallinn í máli gegn hon- um vegna heitrofa við Sólveigu, og að svikaranum Gunnsteini verði engin ráð falin yfir ís- lenzkum málum og ekkert em- bætti veitt á íslandi. Svo tengjast þau böndum tryggða, Sólveig og Egill, hofð- ingjadóttii-in og skáldið, væntan- leg formóðir og forfaðir þeirra íslendinga, sem undir erlendu valdi og fjárkúgun eiga að varð- veita íslenzkan höfðingsskap og erfðamenningu, svo að hvort tveggja megi rísa á legg til dáða og frama, þá er birtir af nýjum degi frelsis og framfara, — en svikarinn verður útlægur úr sínu föðurlandi, hataður af löndum sínum og vanvirtur af þeim, er hann hefur þjónað. Það er mikið af ljóðrænni fegurð í þessu leikriti, róman- tískri hrifni og skáldlegu flugi. Og undir Jokin eykst því stórum reisn, þungi atburðanna verður hrífandi og hnitmiðuð meitlun tilsvaranna. Glóir þar víða á gull, sem mannvit og mannþekking höfundar hefur sprengt úr bergi skarprar lífsathugunar og marg- slunginnar lifsreynslu. Persón- urnar standa allar skýrar fyrir sjónum lesandans, þó að misjafn- lega sé til þeirra lagt frá hendi höfundar. Mest þykir mér vert um þau feðgin, Árna lögmann og Sólveigu og Danina, Galta og Bjálka. Árni og Sólveig eru í upphafi sagnræn og rómantísk, hann borinn uppi af ljóma þjóð- sagna og stórra staðareynda, hún af hugmyr.dum vorum am göfga dóttur göfugs höfðingja liðins tíma, og býst lesandinn hálft í hvoru við, að þanniy verði þau til loka. En höfundur vinnur það þrekvirki að gera slikar persón- ur í síðasta þættinum að sterk- um, fastmótuðum og sannraun- hæfum manneskjúm mikillar reisnar og gerðar. Þeir Galti og Biálki eru Ijóslifandi, sérlegir og trúlegir í senn, Galti kaldur og slægur Glæsivallahoffmaður, Framh. á bls. 12 — Landnám Islendinga Framh. af bls. 6 1 NAUTPENINGUR Á 7 HEKTURUM Dvöl mín í Ottawa var t. d. : sambandi við merkilegar fyrir- ætlanir Kanada-manna um bú- skap á norðurslóðum. En geysi- leg landflæmi eru í Kanada, norð an við það, sem nú er notað til búskapar. 1 sumum héruðum Kanada er allur heyskapur enn á óræktuðu landi. Hvað getur það mikla land gefið af sér, þegar ræktunin færist yfir? Og í Mon- tana í Norðurríkjunum, land hjarðbúskaparins, er víða ekki nema sem nemur einum nautgrip á hverjum 7 hekturum lands. Hvað mikið getur búskapurinn þar færzt í aukana með aukinni ræktun? Og svona er þetta víða, þó er að vísu nú þegar mikið land vel nýtt til ræktunar eins og hin mikla framleiðsla sýnir. í VINAHÓPI Um allar móttökum kemst Árni Eylands svo að orði: — Víða áttum við hjónin vinum að mæta frá fyrri ferðum okkar vestra. Allsstaðar var okkur vel tekið og öll var íerðin ágætlega skipulögð, af þeim sem það önn- uðust í Wa«hington. Merkir fræði menn önnuðust móttökur og leið- beiningar mér til handa. Víða átt- um við hauk í horni um íyrir- greiðslu sem íslendingar. Má þar nefna ræðismennina íslenzku þar sem þeirra nýtur við, að sendi- ráði íslands í Washington ó- gleymdu og mest og bezt sendi- herrahjónunum Thor Thors og frú hans. Víða á ísland líka góða „ræðismeni-.“ óskipaða, svo sem Björnssons-fjölskylduna í Minnea polis. Prófessor Finnboga í Winni peg, dr. Valdemar foiseta Þjóð- ræknisfélagsins og stjórn þess alla og deilda þess, ritstjóra ís- lenku blaðanna og Tímarits Þjóð- ræknisfélagsins, menn eins og dómarana Jósep Thorson, Guð- mund Grimsson, Nils Johnson, Ásmund Benson, Lindal o. fl. Og skemmtilegt þótti mér að mæta svo mörgum mönnum íslenzkrar ættar sem hafa forustu í búnað- armálum sem raun varð á. Auk fjölmargra gildra bænda vil ég nefnao sem dæmi án þess að þylja nöfn, að á íslenzku gat cg rætt við yfirmann ailra deilda enn allt ógert hér á landi. Því ollu þung :köp. En um þetta leyti og litlu síðar hófst viðreisnarvið- leitni og landnám einnig hér á landi. Landnám íslendinga vestan. hafs og hér heima er því jafn gamalt. Allt, sem gert hefur verið hér og þar er verk tveggja ættliða, feðranna og mæðranna nýgengnu eg þeirra sem nú sitja lönd »g bú. Það væri sálarlaus búnaðar- maður og með litla yfirsýn, sem ekki þætti girnilegt að athuga þessa hluti, bera saman, minnast og spá um framtíðina og nýjar framkvæmdir beggja megin hafs- ins. Það er mér einn hinn mesti fengur fararinnar. GETRAUKASP4 Á LAUGARDAGINN verður bik- arkeppninni haldið áfram og fer þá fram 4. umf. keppninnar, alls 16 leiltir. Ef hægt hefur verið að segja um 3. umfr. að illa hafi dregizt, þá má líkja hverjum þessara 16 leikja við úrslitaleik, eða hvað eru ekki leikir sem Everton—Liverpool, Manchester City — Manch. Utd., Preston — Sunclerland, WBA — Charlton og Wolves — Arsenal? Allt leikir, sem vissast væri að tryggja á þrjá vegu. í Liverpool og Man- chester er beðið með mikilli eftir væntingu eftir innanbæjarorust- unum, og ekki er lengra síðan en 1950, sem Everton og Liverpool lenti saman í bikarkeppninni, og þá sigraði Liverpool í undanúr- slitum, svo að Everton á harma að hefna. Leikirnir á seðlinum eru: Birmingham — Bolton x Eishop Auckland — York 1 Bristol — Chelsea 2 Doncaster — Aston Villa 2 Everton — Liverpool lx j Manch. City — Manch. Utd 1x2 Preston — Sunderland lx Rotherham — Luton 1 2 Sheff. Wedn — Nctts Co. x2 Tottenham — Port Vale 1 WBA — Charlton Ix Wolves — Arsenal 1 Staðan er nú: ráðunautastarfsemi og búnaðar- leiðbeininga í Minn.esota-ríki, sömuleiðis við aðstoðarfram- kvæmdastjóra sömu starfsemi i Manitoba-ríki, við marga prófess ora í búfræðum við Maniíoba- háskóla, við tilraunastjóra, bænda kennara o. íl. STÆRSTU KARTÖFLUYRKJU- MENN' Sérstaklega vil ég minnast á Halls-bræðurna íslenzku í Norður Dakóta. Fróðir menn segja mér, að þeir séu mestu kartöfluræktar menn í allri Norður Amerlku. Kartölfuakrar þeirra voru s.l. haust um 400 hektarar. Þannig mætti lengi telja íslenzka búnað- armenn vestan hafs. Móttökur á norskum heimilum voru víða frændsamlegar, enda er það í frásögur færandi, að víða vestra eiga íslendingar einir, fyr- ir utan Norðmenn, aðgang að norskum félagsskap, — eru slikt óskrifuð lög. — Eftir því, sem þér segir hefur Vesturheimur þá áendanum orðið gózenland fyrir suma landnem- ana, þar sem þeir geta nú ræktað kartöflur og annan jarðargróður á hundruðum hektara, og standa víða í fremstu bænda röð. LANDNÁM VESTRA OG HEIMA — Á slíkri fer, segir Árni, er það eðlilegt að maður geri sam- anburð á landnámi íslendinga hér heima og í Vésturheimi. Stephan G. segir á einum stað: „í 1000 ár hrísið og heyið úr haganum reiddu menn inn“. — Þegar vest- urferðir hófust fyrir alvöru var WolVGS 27 13 8 6 60-40 34 • Sunderland 27 10 14 3 46-35 34 | Manoh. Utd 26 13 5 8 56-45 31 Charlton 26 13 4 9 53-41 30 Portsmouth 26 11 8 7 51-35 30 | Everton £6 12 6 8 41-37 30 Chelsea 27 11 8 8 51-42 30 j Manch. C 27 12 6 9 48-40 30 ’ Huddersfld 25 10 9 6 43-36 29 Preston 25 11 5 9 59-36 27' j Burnley 27 10 7 10 32-37 27 Newcastle 26 11 4 11 58-56 26 1 W. B. A. 23 10 6 10 50-55 26 : Cardiff 25 9 6 10 52-48 24 i Aston Villa 26 9 6 11 39-51 24 j Tottenham 27 9 6 12 48-52 24’ Bolton 25 •7 9 9 37-41 23 Sheff. Utd 26 10 3 13 43-58 23' ( Arsenal 26 8 6 12 43-46 22' í Blackpool 27 7 6 14 36-49 20' Leicester 26 5 8 13 44-61 18' Shefí Wedn 27 4 6 17 40-71 14; Luton 23 16 3 7 60-36 35^ Blackburn 27 16 2 9 85-55 34 Notts Co 26 14 4 8 49-42 32 j Leeds 27 14 4 9 42-40 321 Rotherham 26 14 3 9 59-47 3l! Stoke 23 12 6 7 38-27 30 Fulham 25 12 6 7 55-48 30i Swansea 26 11 6 9 55-50 28! West Ham 26 11 6 9 50-52 28c Birmingh. 24 11 . 5 8 48-26 27í í Middlesbro 27 12 3 12 43-51 27-1 i Bury 26 9 8 9 49-46 2<U J T.iverpool 26 11 4 11 57-58 26 ' Bristol 26 11 4 11 52-47 26' 'Hu11 iCtv 25 8 7 10 29-34 23 T incoln 26 9 5 12 44-52 23 > Nottingham 26 9 4 13 33-39 22 Doncaster 25 9 3 13 37-60 21? Port Vale 26 6 9 11 29-45 21! Derby Co 26 6 5 15 37-53 17! Plymouth 27 5 7 15 38-56 17( Tpswich 26 6 2 18 40-64 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.