Morgunblaðið - 26.01.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.01.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. jan. 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Árskátlð Sjálfstæðis- félaganna á Siglufirði Siglufirði, 24. janúar. I ARSHÁTÍÐ Sjálfstæðisfélaganna á Siglufirði var haldin fyrsta laugardaginn í þorra, á hótel Hvanneyri. Á annað hundrað manns var þar saman komið. Samkomuna setti Baldur Eiríksson forseti bæjarstjórnar með ræðu og stjórnaði hann hófinu. siendinger mi vegabréfsskyldir inaviu Norðurlandaráðið og norrœn samvinna NORÐURLANDARÁÐIÐ hefur fund sinn í Stokkhólmi n. k. föstudag hinn 28. þ. m. Er þetta þriðji fundur ráðsins frá því að það var stofnað. Hinn fyrsti þeirra var eins og kunnugt er í Kaupmannahöfn snemma árs 1953 og annar í ágúst s. 1. sum- ar í Osló. Hefur nú verið hall- ast að því að fundir ráðsins skuli framvegis hefjast í janúarlok eða byrjun febrúar. Nokkrum vandkvæðum hefur það þó vald- ið að finna tíma, sem henti þjóð- þingum allra landanna. í Norðurlandaráðinu eiga eins eins og kunnugt er sæti 16 full- trúar frá hverju þingi Dana, Norðmanna og Svía en 5 frá Al- þingi íslendinga. Samtals sitja þar því 53 þingmenn. En auk þeirra eiga setu þar þeir ráð- herrar, sem ríkisstjórnir hvers lands tilnefna að hverju sinni. Tilgangurinn með stofnun Norðurlandaráðsins var að gera samvinnu Norðurlanda víðtækari og raunhæfari en hún áður hafði verið. f öllum þessum löndum, sem byggð eru náskyldum þjóðum ríkir mikill áhugi fyrir sem nánust- um skiptum þeirra og á sem flestum sviðum. Hefur nor- ræn samvinna þegar borið margvíslegan árangur, sér- staklega á sviði menningar- og félagsmála. En á félags- málasviðinu þykja þjóðir Norðurlanda standa framar flestum, ef ekki öllum öðrum þjóðum heims. ♦ Islendingar líta að sjálfsögðu á sig sem norræna þjóð. í Noregi stóð vagga þess kynstofns, sem síðar myndaði íslenzka þjóð. Þar á íslenzk tunga og þjóðerni ræt- ur sínar. Þau tengsl, sem tengja ísland og Noreg eru þessvegna blóðbönd, sem aldrei munu slitna meðan þessar þjóðir muna upp- runa sinn og bera tilhlýðilega virðingu fyrir sögu sinni. Þegar Norðurlandaráðið var stofnað mun mikill meirihluti ís- lendinga áreiðanlega hafa talið að ísland ætti að gerast aðili að því. Við höfum að v,ísu þá sérstöðu meðal þjóða Norður- landa, að land okkar liggur langt frá löndum hinna þjóðanna. En það breytir ekki þeirri staðreynd, að íslendingar vilja eiga nána samvinnu við þær þjóðir, sem þeir eru skyldastir að menningu og uppruna. Það er fjarstæða, að Islendingar vilji afrækja frænd- skapar- og vináttutengsl við þjóðir Norðurlanda, enda þótt þeir hafi eins og aðrar frjálsar smáþjóðir Evrópu orðið að leita sér skjóls í v.'ðtækum alþjóðleg- um samtökum. Norðurlandaráðið hefur ekki afrekað neinum stórvirkjum síð- an það var stofnað. En á alþjóð- legum þingum og fundum nú á tímum er yfirleitt ekki afrekað miklu á örskömmum tíma. Á sjálfu hinu mikla þjóðanna þingi, Alfsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna hefur marvaðinn verið troðinn undanfarin ár án þess að hægt sé að segja að mikill árang,- ur hafi náðst þar um lausn al- þjóðlegra viðfangsefna. Engu að síður setja menn traust sitt á þessi víðtæku alþjóðasamtök. ★ Norðurlandaþjóðirnar gera sér von um, að hinum ný stofnuðu samtökum þeirra muni smám saman auðnast að víkka svið sam- vinnu þeirra, gera norrænt sam- starf að raunveruleika, sem margt gott og þroskavænlegt hafi í för með sér. Að þessu sinni ræðir Norðurlandaráðið aðallega samgöngumál, menntamál, heil- brigðis- og félagsmál. Einnig liggja fyrir því skýrslur um það, hvað framkvæmt hefur verið af fyrri samþykktum þess. Þess ber að gæta að Norð- urlandaráðið er aðeins ráð- gefandi samkoma. Það hefur ekki vald til þess að fram- kvæma sjálft ályktanir sínar eða setja lög, sem bindandi séu fyrir aðildarþjóðir þess. Hlut- verk þess er fyrst og fremst að beina áskorunum til ríkis- stjórna landanna um það, sem það telur að gera beri á einu og öðru sviði. íslendingar árna Norður- landaráðinu farnaðar í störf- um þess. Það er von þeirra að andi jafnréttis og bræðralags megi jafnan móta fundi nor- rænn?, manna. GOD SKEMMTIATRIÐI Skemmtiatriði voru mörg, og má þar til nefna að alþingismað- ur okkar og bæjarfógeti, Einar Ingimundarson, sagði ferðasögu sína hingað, þegar hann kom hér í fyrsta sinni í atvinnuleit, þá ný- bakaður Stúdent. Hvernig Siglu- fjörður kom honum fyrir sjónir, allt iðandi í vinnu og síld, með öllum verksmiðjum í fullum gangi. FRÓÐLEG FRÁSÖGN Andrés Hafliðason forstjóri, sagði frá síðustu aldamótum. Þá voru hér í Hvanneyrarhreppi um 300 manns, en honum tilheyrðu Sigiufjörður, Dalir, Siglunes og Héðinsfjörður. — Þá voru hér fá hús, mest torfbæir. Atvinna og skemmtanalífi þessa fólks lýsti hann mjög vel. Voru þetta mjög skemmtilegar og fróðlegar frá- sagnir. „JÁ EDA NEI“ Þá söng Daníel Þórhallsson ein- söng með undirleik Hauks Gu- laugssonar söngstjóra. Svo mjög hefur þátturinn „Já eða nei“, gripið hugi manna, að það þykir sjálfsagt að hafa hann þar sem fólk er samankomið að skemmta sér. Svo var einnig hér. Þættin- um stjórnaði Hafliði Guðmunds- ð norðurhjara ÞAÐ hefur verið Ijóst um langt árabil að Sovétstjórnin í Rúss- landi hefur rekið stórkostlegar þrælkunarbúðir á víðáttum Síberíu og auðnum heimskauta- héraðanna. Sovétstjórnin hefur gert sér far um að leyna þeirri staðreynd en sannleikurinn er að þrælabúð- irnar hafa verið svo gífurlega stórar, að það hefur ekki verið hægt að fela tilvist þeirra um- heiminum. Jafnvel hefur komið í ljós við lauslega rannsókn á meira og minna brengluðum hag- skýrslum Sovétríkjanna, að þar vantar inn í frásögn og tölur af einhverri óþekktri stærð og hef- ur allt leitt að sama brunni, að það eru þrælabúðirnar sem und- an eru dregnar. ★ Nú hafa nýlega fengizt auknar sannanir fyrir þessum smánar- bletti, sem kommúnisminn hefur sett á sögu nútímans. Nokkrir fangar sem hafa verið í haldi í hinum hræðilegu þrælk- unarbúðuta í Vorkuta í Norður- Rússlandi hafa komizt undan. Þeir hafa gefið nákvæmar lýs- ingar á lifi og dauða í þessum kvalastað, þar sem hundruð þúsunda manna eru strikaðir út úr mannlegri tilveru og leiknir eins og búsmali. M.a. hafa þeir lýst uppreisn, sem fangarnir gerðu sumarið 1953 og er átakanleg sú saga hvernig lögreglu- og herlið Moskva-valdsins bældi uppreisn- ina vægðarlaust niður, þar sem nokkrum hóp fanganna var ger- eytt. Þá hefur það nýlega skeð að bær með heitinu Norilsk hefur á ný verið greindur á landabréf- um af Norður-Síberíu. í þessum bæ og nokkrum öðrum á sama svæði dveljast nú um 200 þúsund manns. Allí þetta fólk hefur ver- ið sent í fjötrum á þennan norð- urhjara veraldar. son og ,,snillingarnar“ voru þeir Björn Dúason, Unnsteinn Stéfáns son efnafræðingur og Þórður Jón son. Var síðan stiginn dans fram eft ir nóttu og skemmtu menn sér hið bezta. Fór öll samkoman hið ánægjulegasta fram. — Guðjón. Kúnvefningar heiSra Pái Kolka SÝSLUBÚAR Húnavatnssýslu héldu Páli Kolka hóf í gærkveldi í barnaskólanum á Blönduósi í tilefni 60 ára afmælis hans. Voru 180 manns þar samankomið. — Hafa sýslubúar ákveðið að láta gera brjóstlíkan af læknishjónun- um, sem sett verður upp í and- dyri sjúkrahússins er verið er að byggja á Blönduósi___ Björgvin aflahædur KEFLAVÍK, 24. jan. — Vertíðin hér hófst 7. janúar og höfðu 32 bátar hafið róðra þann 15. þ. m. Var afli bátanna á þessu tíma-* bili 1194 lestir, eftir 231 róður. Aflahæstur var m.b Björgvin, i með 56% lest, en næstur var m.b. Guðmundur Þórðarson með 56 lestir. — Ingvar. RÍKISSTJÓRNIN tilk. í gær, að ísland væri orðið aðili að afnámi vegabréfsskyldu, sem verið hefur í gildi á hinum Norðurlöndunum undanfarin ár. Tilk. er svohljóð- andi: Árið 1952 gerðu Norðurlönd með sér gagnkvæman samning um afnám vegabréfsskyldu sín í milli. ísland gerðist fyrir sitt leyti ekki aðili að þessu sam- komulagi að svo komnu máli. — Hefur málið undanfarið verið til umræðu í Norðurlandaráði, og hefur ríkisstjórn íslands nú fall- izt á að ísland gerist aðili að þessum samningi. Verður á næst- unni gengið frá formsatriðum vegna þátttöku íslands í þessu samstarfi. \jeiuakandl óhripar: Blessuð elsku rigningin! JÁ, þar kom að því, að gaddinn linaði. „Blessuð elsku rigning- in! — Loksins kom hún aftur“ — hrópaði fólkið hvert upp í annað, dauðans fegið yfir, að frostið og kuldinn skyldi loksins ' hafa orðið að lúta í lægra haldi. í Undanfarna vetur hefur veðr- áttan verið með slíkum blíð- skaparlátum, að mörgum þótti nóg um, bölvuðu rigninpunni í sand og ösku og óskuðu eftir snjó og almennilegu vetrarveðri. Nú , fengum við í fyrsta skipti um ^mörg ár dálitinn smjörþef af ís- (lenzkum vetri og þá var fórnað j upp höndum eftir „blessaðri rign- ingunni“, þegar „veturinn11 hafði staðið í eina viku — já, svona látum við. Ilefffi staðiff á sama. EN það voru nú samt ekki allir sem voru jafn fegnir um- skiptunum. — Eða hvað heyrist ykkur á bréfinu því arna: „Velvakandi sæll! flf í 11 h J Víst var hann svalur í kulda- kastinu því arna og mönnum leizt ekki á blikuna, þegar þeir voru einn daginn gerðir aftur- rækir með mjólkurílátin — eng- in mjólk til! Allir vegir tepptir! Hvernig myndum við bera okk- ur yfir að vera mjólkurlausir vikum og jafnvel mánuðum sam- an, ef hann héldi áfram að hlaða niður snjó með frosti og gaddi? En ég segi fyrir mig, að mér hefði verið alveg sama, þótt hann hefði haldið dálítið lengur út með vetrarhörkuna. — Maður hefur heyrt þau ósköp um fimbul harð- indinn í gamla daga. Þá hafi ver- ið til karlar í krapinu, sem vissu hvernig átti að taka því, sem að höndum bar og urðu ekki upp- næmir yfir hverju sem var. Já, bar ef . . . NEI, það er víst alveg satt, að þetta voru mestu kraftakarl- ar hér í gamla daga. Þar með er j ekki sagt, að við, sem nú erum ungir, séum neinir aukvisar og j ef — já, bara ef hann hefði hald- j ið áfram með harðindin, frost og snjó og hvers konar vandræði, sem að því hefðu getað stafað — | þá skyldum við svei mér hafa sýnt, að við í dag kunnum líka að taka því, sem að höndum ber eins og rnehn — þegar á reynir. — Rigningin lengi lifi! Einn svalur". Þung !ær8 á veg- um Norðsnlemis í MORGUN kl. 8 lögðu tveir áætlunarbílar frá Norðurleið h.f. af stað úr Reykjavík tii Norður- lands. Gekk ferðin ágætlega og voru þeir rúmlega 2 klukku- stundir yfir Holtavörðuheiði, sem er greiðfær orðin vegna hlákunn- ar. En á heiðinni gerði allmikla hríð, er hélzt mestan hluta leið- arinnar til Blönduóss. Öll verri færð var í Hrútafirð- inum og tók það bifreiðarnar 4 klst. að fara leiðina frá Hrúta- fjarðará til Blönduóss. Voru þær komnar þangað kl. 10. Yfir heiðina og til Blönduóss voru bílarnir 7 saman í lest. Á Blönduósi varð annar áæílunar- bíllinn eftir, en hinn hélt áfram til Akureyrar og var búizt við að hann yrði kominn þangað seint í nótt eða með morgninum. — Tveir bilar fóru í gærmorgun frá Blönduósi til Akureyrar en þeir voru ókomnir þangað kl. 10,30 í gærkveldi. Mun Öxnadalsheiði vera mjög ill yfirferðar. í gærkveldi var hlákuveður á Blönduósi og snjór tekinn að þiðna mikið. Fyrr um daginn hafði veghefill heflað götur þorps ins er voru ógreiðfærir fyrir. Sannspá. FRÁ F. hefur mér borizt eftir- farandi, sem hann kallar sannspá: „Davíð rauðar rósir að ritlaunum fær. Fjallkonan lætur lesa honum þær“. Þetta varð H. J., þá kennara, að orði í hrifningu sinni eftir lestur fyrstu Svartra fjaðra, — birtust í Lögréttu. — F.“ Hægara er aff benda á gallann en bæta hann. s KLUKKAN fimm í dag verður boðað til fundar með deiluaðil- um hjá sáttasemjara ríkisins vegna verkfalls matreiðslu- og framifaðslumanna á kaupskipa- flotanum. Kl. 2 í dag verður og fundur hjá sambandi matreiðslu- og framreiðslumanna, þar sem rætt verður um samninga. Nú eru öll skip Skipaútgerðar ríkisins stöðvuð vegna verkfalls- ins, sömuleiðis Tröllafoss, Tungu- foss, Vatnajökull og Drangajök- ull. _____________________ Sfcaufafél Rvíftur efnir iil íslamiimeist- aramófs SKAUTAFÉLAG Reykjavikur hefur nú ákveðið, að efna til ís- landsmeistaramóts í skautahlaupi hér í Reykjavík, strax og að- stæður leyfa. Á mótinu mun verða keppt í 500 m., 1500 m., 3000 m. og 10.000 m. vegalengd- um í skautahlaupi. MOSKVU, 24. jan.. — Verzlun- armálaráðherra Rússlands A. Mikoyan hefur beðist lausnar frá störfum, segir Tassfréttastofan. Æðsta ráðið hefur orðið við beiðn inni og skipað D. Pavlov sem eft- irmann hans. Mikoyan var mað- ur fimmtugur og fyrrum aðstoðar forsætisráðherra. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.