Morgunblaðið - 26.01.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.01.1955, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 26. jan. 1955 MORGUNBLAÐIÐ 9 Á hvalveiðimóðurskipi í Suður-íshafinu ÞAÐ er rnargsagt en sennilega satt, að íslendingum sé út- þráin í blóð borin. Egill Skalla- grímsson fór ungur utan, og marg ir hafa leikið það eftir síðan, m. a. Ásgeir Höskuldsson, sem 17 ára gamall fór með norskum hvalveiðileiðangri til suðurhafa. Var hann yngsti maður á þilfari. Ásgeir kom heim um miðjan desember s. 1. Hann er ættaður frá Húsavík, en dvelur nú í Reykjavík og fæst við verzlun- arstörf. Ásgeir fór fyrst utan í apríl 1953 og dvaldi sumarlangt á bú- garði við Sandefjord við Ósló- fjörðinn. Fékkst hann við margs konar landbúnaðarstörf, höggva skóg, keyra timbur og skera korn. Eplarækt var nokkur á bú- garðinum, var þar allstór epla- garður, er gaf af sér um 200 kassa epla yfir sumarið. ★ ÁLEIÐIS TIL SUÐURHAFA Um haustið réð Ásgeir sig á hvalveiðimóðurskip, er stundar veiðar í Suður-íshafinu. Skipið er afríkanskt og er gert út af Asgeir Höskuldsson segir frá: 99líg minnist þess að ég fékk penicillinsprautu næstum daglega ti! að fá ekki blóðeitrun í hendurnar...46 sigling ' og enginn barnaleikur, þar sem hitinn er oft um 40°C í skugga. ★ 12 LAUMUFARÞEGAR Tvö hundruð Afríkanar voru ráðnir á skipið í Ðurban, flestir kynblendingar. Þar að auki höfðu um tólf manns laumast um borð, en þeirra varð ekki vart fyrr en komið var út á rúmsjó. Durban er nýtízku borg, sem státar fjöida gistihúsa og skemmtistaða, og þangað sækja auðkýfingar víða að frá gervallri Suður-Afríku. „En þar var ekki til setunnar boðið, því miður, við dvöldum þar aðeins í þrjá daga og héldum síðan á miðin beint í suður“, segir Ásgeir. Hreppti flotinn strax aftaka- veður, er stóð í þrjá sólarhringa, enda hefir 40. breiddargráðan Ásgeir Höskuldsson. Imeira eða minna votir af blóði, I svo að ég nefni ekki fyrstu dag- ana, en margur fékk þá skell á I hálu þilfarinu og varð holdvotur. | ★ VÍRARNIR ILLIR VIÐFANGS ! Annars vorum við sæmilega útbúnir á hnéháum leðurstígvél- um, með segldúk upp í klof og einnig um handleggina, en ber- hentir urðum við að vinna. Vir- arnir voru illir viðfangs, og við stungum okkur og skrámuðum. Ég minnist þess, að ég fékk peni- ' cillinsprautu næstum daglega til að fá ekki blóðeitrun. Vírarnir geta lika verið hættu- legir, ef ekki er varlega að farið. Þegar strengt er á vírunum með spilinu, slæst hann fram og aftur. Ásgeir varð einu sinni fyrir því, að vírinn slóst í hnésbætur hon- Til allrar hamingju var skips- læknirinn mjög fær maður. Einnig voru tveir hjúkrunar- menn um borð“. ★ ÖMURLEG JÓL — Þér hlitur að þvkja líf land- krabbanna all dauft eftir slíkar svaðilfarir9 — Fvrst í stað er auðvitað ákaflega margt að sjá og heyra, en til lengdar er vinnan mjög leiðinleg og einhæf. En ekki get ég neitað því, að mig langar á sjóinn aítur. Við sáum ekki iand í fjóra mánuði, og eina tilbreyt- ingin um borð var kvikmynda- sýning einu sinni i viku. Jólin voru ömurleg í íshr-'inu, þar sem ekkert rauf kyrrð jóla- næturinnar nema garg mörgæs- anna, sem var heldur draugalegt áheyrnar. Nokkuð lyftist brúnin þó á mannskapnum, þegar framreidd var svínasteik og romm, og jóla- kveðjurnar bárust frá Noregi í útvarpinu. En flestum var þungt stóru hlutafélagi, er hefir aðset- ur sitt í Durban, sem er staðsett nálægt Jóhannesarborg í Suður- Afríku og eins konar hafnarborg hennar, þó að hún liggi um 720 km frá Jóhannesarborg. Norski konsúllinn í Durban. Abraham Larsen, veiíir hlutafélaginu for- stöðu. í október var haldið á miðin frá Noregi, var fyrst haldið til Aruba, sem er olíuhöfn í Vestur- Indíum, og þaðan haldið til Durban. Er þetta eins mánaðar löngum verið illræmd fyrir ó- stöðuga og illa veðráttu. Tveir hvalveiðibátanna misstu annan björgunarbát sinn. ★ NÆST STÆRSTA HVAL- VEIDIMÓÐURSKIPIÐ Hvalveiðimóðurskipið, er heit- ir Abraham Larsen, og siglir undir brezkum fána, er 34 þús. lestir að stærð og var stærst af sinni gerð í heiminum, þar til Hollendingar byggðu annað stærra, er fór í fyrsta sinn á mið- Hvalurinn hefur verið skutlaður og merktur in í vetur. Áhöfn skipsins var 500 manns og fylgdu því 13 hval- veiðibátar að stærð 4—500 iestir, er fara um 16—18 smómílur a klukkustund. Fyrri hluta vertíðarinnar eru eingöngu veiddir tannhvalir, og gekk veiðin heldur treglega. 2. janúar hófst veiði sldðishvalanna og veiddust yfir 2000 skíðishvalir. Bláhvelin eru að stærð upp í 96 fet — 33 m — enda eru þeir með stærstu hvölum, sem veiðast. Veiðar bláhvelanna hófust um 15. janúar. ★ ÓÞRIFALEG OG ERFIÐ VINNA Vinnan um borð í móðurskip- inu var með afbrigðum óþrifaleg og erfið. Unnið var í tveim vökt- um, 12 klst. í einu, og þar að auki var mikil yfirvinna. „Ég vann um 550 klst. í aukavinnu á þessum sjö mánuðum. er vertíð- in stóð yfir“. Samt sem áður hafa skytturn- ar á hvalveiðibátunum miklu hærri laun en hásetarnir x móð- urskipinu. Hafa þeir um 60—-100 þús. norskar krónur yfir vertíð- ina, en hásetarnir hafa um 10—15 þús. norskar krónur og vinna þó nokki'um mánuðum lengur. Laun skyttanna eru nokkuð misjöfn eftir því, hve mikið veiðist á bát þeirra. — Er vinna skyttanna talin áhættumeiri og erfiðari? — Nei, ekki nú, en talsverða kunnáttu og æfingu þarf til. Stundum di’epast hvalirnir við fyrsta skot eða særast svo, að ekki þarf annað en þreyta þá. En algengara er að skjóta verður fleiri skotum. Ég minnist þess að sjá sjö skutla í einum og sama hvalnum. Skutlarnir vega allt upp í 85 kg fullhlaðnir. Er þeir hafa verið skotnir og dregnir að skipshlið, er pumpað í þá lofti, svo að þeir fljóti. Er þetta gert með meterslöngu spjóti, holu að innan, og liggur úr því slanga inn í vélarrúmið. ★ SKELLIR Á HÁLU ÞILFARI Ég vann sem undirháseti og var það mjög erilsamt. Starfið var fólgið í því að draga vírana frá spilunum og krækja þeim í hvalkjötstykkin, eftir að hvalur- inn hafði verið sko,'inn. Allan daginn hlupum við fram og aft- ur, enda er þetta talið eitt erfið- asta starfið um borð. Laun undirhásetanna voru 239 norskar krónur á mánuði, og hlutur í lýsinu 1 eyrir á hvert lýsisfat Fyrir vfirvinnu fengum við 2,88 norskar kr. á tímann. Á þilfarinu óð allt í kjöti, spiki og blóði, og höfðum við brodda hálfan þumlung á lengd neðan á stígvélunum svo að hægara væri að standa. Oftast vorum við samt Ilvalirnir hafa verið dregnir að bátshlið um og þeytti honum nokkra metra, og var hann rúmliggjandi í tvær vikur og náði sér ekki fyllilega fyrr en eftir lengri tíma. Einn Afríkumannanna fékk högg frá vírnum undir herðarnar, féll á grúfu á þilfarið og skrámaðist mjög illa í andliti. í huga og tíðhugsað heim til ást- vina og góðkunningja. ★ SLÆM AÐBÚÐ Aðbúðin var í veri'a lagi á „Abraham L^rsen", allt að 10 mönnum var skipað í eitt her- Framh. á bls. 10 Hvalirnir eru dregnir upp á þilfar móðurskipsins gegnum göng, er epnast inn í skut skipsins. Á myndinni sést stærðar skíðishvalur dreginn upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.