Morgunblaðið - 26.01.1955, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.01.1955, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. jan. 1955 — Á HVALV EIÐIMÓÐURSKIPI t hægra horni myndarinnar sést hlemmur. Er stungið þar niður kjöti, beinum og spiki, sem er í senn hakkað og soðið. Eftir ýmiss konar tilfæringar er lýsið svo sýjað frá. Framh. af bls. 9 bergi. Annars er allur viðurgern- ingur á norskum hvalveiðimóður skipum betri en með öðrum þjóðum. Mataræðið var mjög fábreytt, og mátti svo heita, að af þeim rétti, er borinn var fram til há- degisverðar mætti óskeikult reikna út, hvaða dagur vikunn- ar var. Eina nýmetið á boðstól- um var svínakjöt. Áttatíu alisvín voru um borð, og var þeim siátr- að jafnóðum. Einnig fengum við oft hvalbauta. Annars var matur- inn. af einhverskonar birgðum, leiðigjarn og ólystugur. A vaktinni fengum við þrisvar matarhlé, venjulega 10—15 mín. svo að varla gafst tími til að rífa í sig matinn. Oftast var eng- inn, tími til að þvo sér um hend- urnar, en á þilfarinu var tunna með sagi og með því var hægt að hreinsa af sér verstu óhrein- indjn. Lyktin var því oft heldur óþaegileg yfir matborðinu, er ver ið var að vinna hálfúidinn hval. ★ MAXFRIÐUR OG ÞRIFN- AÐUR — AUKAATRIÐI En veiðin barst inn svo ört, að ekki var um annað að ræða en láta matfrið og þrifnað sitja á hakanum. Þrír hvalveiðibátanna unnu eingöngu að því að draga hvalina að móðurskipinu og oft urðU hvalirnir að liggja einn og hálían til tvo sólarhringa í sjón- um; áður en hægt var að skera þá. — Hinsvegar er ekki leyfi- legt að fleygja neinu af veiðinni, jafnvel þó að hún sé ekki iengur fyrsta flokks vara eítir að hafa legið í sjónum. Dauður hvalur úldnar á þrem sólarhringum. Sunnudag nokkurn skórum við hval svo úldinn, að hægt var að draga út rifbeinin án þess að nokkur kjöttæHa fyigdi, en hins- vegar fylgdi því mikil fýla. Vegna hinnar geysimiklu eftir- vinnu varð oft iítið um svefn, og ‘geta má þess að við urðum að þvo fötin okkar sjálfir. —L Þér hlítur að vera margt minnisstætt úr þessari för? i ★ ,HÆTTUR Á ÞILFARI — Já, t. d. likaði mér alveg prýðisvel við Norðmennina, sem eru einhverjir beztu menn, er ég hefi kynnzt og unnið með. Afrik- anarnir virtust hinsvegar vera nokkuð af verri endanum, en þó því betri því dekkri sem þeir voru á hörund Sérstaklega er mér minnisstætt eitt sinn í miklam öldugangi, að f hvalur, sem verið var að skera á ' þilfaxinu tók að velta til og frá.! Tóku þá ailir til fótanna til að , lenda ekki rnilli hvalsins og borð- í stokksins. Einn skipverja varð of seinn að forða sér, en bjargaði' lífi sínu með því að kasía sér! niður fast við borðsíokkinn, sem I hl'fði honum við þunga hins! gevsistóra, sivala hvalskroks. ! Nótt eina í úfnum sjó og 1 ágengri undiröldu, sneru stýri-! menn skipinu án þoss nð aðvara 1 hásetana. Um leið og skipið sner- 1 isí, og öldurnat skullu á kirin- ungnum, kom mikið rót á allt lauslegt á þilfarinu. Sáum við I okkur þá þann kost vænstan að stökkva upp á kjötstykkin til að komast hjá að verða undir þeim. ★ í IÐRUM HVALSINS Einn háseíanna varð einu sinni fyrir því, er hann var að byrja að skera úldinn hval og stóð uppi á skrokknum, að detta inn í hval- inn. Varð uppi fótur og fit á þil- haft við Ásgeiri, reis hann upp úr iðrum hvalsins með spili og skoluðum af honum eftir föngum með saltvatni. Ásgeir hafði reynt þolrifin í biöðruselnum með því að ýta við honum með spýíu. IIIjóp selur- inn á eftir honam nokkurn spöl, en er hann sá, að hann gat ekki haft við Ásgeir, reis hann upp eg biés í reiði sinni út blöðruna. — Mér varð líka heldur um og ó, er ég varð einu sinni að fara upp í slímugan hvoftinn á stórum skiðishval til að bora gat fyrir dráttarvírinn gegnum hvalshaus- inn fyrir ofan ginið. Vertíðinni lauk seint í marz. j Var þá hald:ð til Durban og hval- veiðibátunum og Afríkönunum skilað heil’im í höfn. Þaðan var haldið til Liverpool, losað lýsi og fóðurmjöl, er unnið hafði verið úr veiðinni. Þar lá skipið í höfn í 10 daga, og var síðan haldið heim til Noregs. Hvalur spikdreginn á þilfari hvalveiðimóðurskipsins Síðastliðið sumar dvaldi ég nokkurn tima á baðströnd við Uia mllJi Sandefjord og Lárvík- ur við Oslofjörðinn. Mér fannst ég eiga það skilið eftir alla vos- búðina. Baðströnd þessi er mjög mikið sótt og mátti telja þar milli 40—50 tjöid Fjöldi manna dvelur i par í sumarleyfum sínum. Sjór- | inn er mjög þægilega heitur um 18°c. En Ásgeir lét ekki þar við sitja heldur réði sig í ágúst s. 1. á 11 þús. lesta flutníngaskip, er flutti hvalveiðimenn, matvæli og aðr- ar vörur fyrir norskt hvalveiði- iélag tii eyiarinnar Suður- Georgiu, siráeyjar, er liggur fyr- ir sunnan og austan Suður-Falk- iand, sem er fyrir suð-austan Suður-Amenku Eyjan er óbyggð j ef frá eru taldar þrjár hvalveiði- ! stöðvar. Suður-Georgía tilheyrír j Bretum Öll tækni er þar á mjóg frUm- stæðu stig., ,í hvalve'ðistöðinni, er við kornum ”il var frébryggja, um, er ger.gu á spori, var ýtt áfram með mannafli. Enda tók það eins langan tíma að losa skipið og sigla alla leið frá Noregi, einn mánuð. Heita mátti, að við losuSum skipið með hönd- unum. ★ í SELLÁTRUM Eyjan er svo að segja gróður- laus, fjöllótt og skriðjöklar liggja í sjó fram. Loftslagið er kalt, og dýralifið fábreytt, nokkuð af kindum og hreindýrum. Hinsveg- ar eru feikistórir sellátrar þar. Þúsundir sela af ýmsum tegund- um eiga heimkynni við strendur eyjarinnar. Selveiðar má stunda 1—2 mánuði á ári, annars eru þeir algjörlega friðaðir. Undan- farið hafa aðeins tveir bátar frá Argentínu notfært sér veiðileyf- ið. Flestar dýra- og fuglategundir eyjarinnar eru friðaðar, og aðeins gömul og fúin. Flutningsvögnun- örfáir menn hafa leyfi til að skjóta fugla þar. Sektin við að drepa dýr eða fugl án leyfis er 50 sterlingspund. Bezta skemmtun okkar á eynni var að ganga með ströndinni og virða fyrir okkur hætti selanna. Hávaðinn og gjammið er svo mikið, að ekki heyrist mannsins mál. Á vorin logar þar allt 1 bardögum milli karldýranna um kæpurnar. Flestar tegundir eru stórar, og karldýrin allt að fjóra metra á lened. Frá Suður-Georgiu var haldið til Hamborgar, og var skipið, sem var 50 ára gamall dallur, seldur þar. Frá Hamborg fór Ásgeir með járnbrautarferju til Noregs. Síð- an dvaldist hann um skeið í Kaupmannahöfn, áður en hann hélt heimleiðis. Ævintýrið var á enda. G. St. UTSÆLA j á ssðaim samkvæmiskjólum Mikill afsláttur Feldur h.f. Austurstræti 6 ; __ Stórt fyrirtæki hér í bæ óskar eftir i # | skrifstofumanni ■ í J vonum velritun og almennum skrifstofustörfum. ; : ■ Uppl. um aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. ; I Mbl. fyrir föstudagskvöld merkt: Strax —704. : ■ IMýkomið Margar tegundir af BÚTUM. — Hagstætt verð. Feldur h.f. Laugavegi 116 HÁSETA vantar strax á línubát frá Grindavík. Uppl. hjá Landssambandi ísL útvegsmanna. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■ Verkomonnaíélagið ÐAGSBBÚR Félagsfundur verður í Iðnó fimmtudaginn 27. janúar kl. 8,30. Fundarefni: Uppsögn samninga. Féiagar, fjölmennið og sýnið skírteini við innganginn Stjórnin. ■■■•••••••■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■•••■•■•■■■■■•■■■■■■■■■■■■•■■•■■•■■■■■■a ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■ ■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■! — Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.