Morgunblaðið - 26.01.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.01.1955, Blaðsíða 16
í Veðurúili! í dag: Stinningskaldi SV. — Skúra- og éljaveður. 20. tbl. — Miðvikudagur 26. janúar 1955 Hvalveiðar Sjá grein á blaðsíðu 9. ísland ferðamannaland: Rcmnhæfar aðgerðir nú- þegar eða hætta við allt Ferðainálafélagið ræðir um ófremdar- ástandið. sem í málum þessuin ríkir STJÓRN Ferðamálafélags íslands, sem átt hefur viðræður við fjölda aðila um ferðamannamál, m. a .ráðherra í ríkisstjórn, joeð tilliti til þess að gera ísland að ferðamannalandi, skýrði blaða- mönnum frá því í gær, að nú væri svo komið, að dómi félagsins, að hið opinbera ætti nú um tvennt að velja: Hætta nú þegar allri landkynningarstarfsemi, eða snúa sér án tafar að því að bæta úr l>ví ófremdarástandi, sem nú ríkir í málum þessum. Ferðamálafélagið var stofnað mánuði ársins, heldur allan ársins fyrir rúmu ári, með aðild þeirra ^tofnana og félagssamtaka er sér- jstaklega eiga hagsmuna að gæta. F,r formaður stjórnarinnar Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri og Jiafði hann einkum orð fyrir .stjórninni á fundi með blaða- suönnum í gær. HÓTELBYGGINGAR AÐALATRIÐIÐ Ferðamálafélagið telur land- kynningarstarfsemina fyrst komna til, þegar svo hefur verið írá öllu gengið hér hjá okkur, að hægt er að taka á móti ferða- mönnum kinnroðalaust. — Þar skiptir það höfuðmáli að byggja verður hótel. Telur stjórnin, að tvö 50—60 manna hótel hér í Reykjavík myndu stórlega bæta ■ástandið. Þó notazt hafi verið við Stúdentagarðana á sumrin, þá beri að skoða það sem algjöra neyðarráðstöfun, enda eru þeir um margt mjög óhentugir. F.KKERT BYGGT SÍÐAN 1930 Hér í Reykjavík hefur ekkert hótel verið byggt frá því á árinu 1930. En stjórnin staðfesti, að vestur á Ránargötu sé verið að hyggja íbúðarhús, sem hægt sé „að breyta með einu átaki“ í gistihús, en gisthúsbyggingar eru háðar fjárfestingarleyfi. Hafa yfirvöldin ekki gefið leyfi fyrir byggingu hótels hér í Reykjavík, sem árlega hefur ver-1 ið sótt um í nokkur undanfarin ár, og bæjaryfirvöldin hafa út- hlutað lóð fyrir. GJALDEYRISTEKJUR OG FERÐAMANNAGJALDEYRIR Þá benti formaður Ferðamála- íélagsins á, að sá milljóna gjald- eyrisgróði, sem hið opinbera hafi gert áætlanir um árið 1953, 9 millj. hafi orðið samkv. tölum Hagstofunnar 1,2 millj. — Telur stjórnin þetta stafa m. a. af því að sá gjaldeyrir, sem erlendir ferðamenn koma með til landsins, Komi ekki í bankana, heldur í hendur svartamarkaðsbraskara, sem bjóði miklu hærra en bank- arnir vilja gefa fyrir hinn erlenda gjaldeyri. Hefur stjórnin rætt við for- ráðamenn bankanna um þetta mál, og nauðsyn þess að taka hér upp ferðamannakrónur, þ. e. a. s. greiða erlendum ferðamönn- um 25% hærra verð, en hið skráða gengi segir til um. MIKLIR MÖGULEIKAR Agnar Kofoed-Hansen benti á hvílíka möguleika við hefðum til þess að gera ísland að ferða- mannalandi, fyrir Evrópumenn og Bandaríkjamenn, sem t. d. gætu haft hér eins eða tveggja daga viðdvöl á skemmtiferð til Evrópulanda, með þeim flugvéla- kosti, sem flugfélögin ráða nú yfir. Gjaldeyristekjur þjóðarinn- ar af ferðamönnum gætu orðið gífurlegar, og að því bera að stefna. — ísland á ekki aðeins að vera ferðamannaland nokkra hring. Þar hafa hveravatnsböðin og hveraleirinn merkilegu hlut- verki að gegna. Hér eru mögu- leikar til þess að veita þúsund- um gigtarsjúklinga heilsusamleg vatns og leirböð. © Á bls. 2 er gerð nánari grein fyrir tillögum og athugunum Ferðamálcifélagsins. Alþingi kvat! saman Frá forsætisráðuneytinu: Fo R S E TI íslands hefur með bréfi, útgefnu í gær, kvatt Alþingi til framhalds funda föstudaginn 4. febrú- ar n.k. ki. 13.30. Hákarls- og brennivinslausl þorrablói á Paireksfirði KVENFÉLAGIÐ Sif á Patreksfirði hélt síðastliðið laugardags- kvöld hið árlega þorrablót félagsins. Var það haldið að Skjald- borg, samkomuhúsi kaupstaðarins, og var þar allmikið fjölmenni saman komið. Voru þar góð skemmtiatriði, og fór samkoman hið ánægjulegasta fram, þrátt fyrir að allar þær vistir, er pantaðar voru til hófsins, kæmu ekki í tæka tíð. NýiS mé&nas'sýkiskast KOMMÚNISTABLAÐÍÐ sagði frá því i gær með miklum hneykslunartón að fáeinir bandarískir menn úr varnar- liðinu á Keflavíkurflugvelli hefðu komið inn til Reykjavíkur til þess að skoða m. a. listasafn Einars Jónssonar, Þjóðminja- safnið, listasafn rikisins og sjá leiksýningu í Þjóðleikhús- inu o. fl. Móðursýkisæði kommúnistablaðsins út af þessu hlýtur að vekja þá spurningu hvort blaðamenn þess séu nú komnir nálægt sturlun, eða að minnsta kosti allmikið truflaðir. Því að blaðið virðist álíta að íslenzkri menningu sé búinn stór- vægiiegur háski ef fáeinir bandarískir menn fái að kynnast henni. Að lokum leggur blaðið fram spurningu, sem virðist í þess augum mjög afdrifamikil. Það spyr hver hafi framið þá óhæfu að vera leiðsögumenn bandarísku mannanna á ís- lenzkum söfnum, hvort það hafi verið Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra eða dr. Kristinn Guðmundsson utanríkis- ráðherra. Þessu er aðeins því til að svara að því er Mbl. hefur fregnað, að helzti leiðsögumaður bandarísku starfs- mannanna var Björn Th. Björnsson, listfræðingur, fulltrúi kommúnista í útvarpsráði. • © • • • f þcssu sambandi rifjast það upp, að kommúnistablaðið hefur oft komið fram með spurningar um það hverjir gefi út hér á landi hin hvimleiðu sorpblöð. Það er nú að koma í ljós að margir útgefendur þeirra standa ekki fjarri hinum sjálfskipuðu siðferðispostulum kommúnistablaðsins. HAKARLINN VEÐURTEPPTUR Mjög höfðu konurnar vandað til þorrablótsins, svo sem að venju. Höfðu þær meðal annars pantað hangikjöt frá Akureyri og hákarl frá Reykjavík. Hangikjöt- ið kom flugleiðis frá Akureyri í tæka tíð en verr tókst til með hákarlinn. Gerði hið versta veð- ur er flugvélin sem flutti hann kom til P&treksfjarðar og gat hún ekki lent. Gerði hún tvær til- raunir til að lenda en það tókst ekki. Þá ætlaði áhöfn hennar að freista þess að varpa hákarlin- um niður í þorpið, en þar sem veður var svo hvasst, að augljóst mál var að hann myndi fjúka á sjó út var horfið frá því ráði. Snéri flugvélin því suður með veizlumatinn innanborðs. SNÚIÐ VID MEÐ BRENNI- VÍNID Ekki tókst betur til með áfeng- ið. Það var pantað frá Reykja- vík, og átti að koma með m. b. Hugrúnu. Báturinn hreppti versta veður í hafi, og varð að snúa til sama lands eftir nokk- urra klst. stím. Þótti nú kven-1 félagskonum óvænkast hagur sinn sem vonlegt var, en ákváðu þó að fresta ekki blótinu. FLUTT ÚR VERKUM DAVÍÐS STEFÁNSSONAR Þó þessar miður skemmtilegu fréttir bærust fljótlega út um kaupstaðinn, að þorrablótið yrði haldið án nákarls og brennivíns, fjölmenntu þorpsbúar á samkom- una allt að einu. Voru þar mörg skemmtiatriði og undi fólk sér hið bezta. Var dagskráin að nokkru leyti helguð Davíð Stefánssyni skáldi. Las prófast- urinn, séra Einar Sturluson kafla úr „Gullna hliðinu" og skólastjóri barnaskólans las upp kvæði eftir Davíð, og einnig ljóð eftir Jón úr Vör, en hann er ættaður úr Patreksfirði. Þá voru ávörp flutt cg að síðustu stiginn dans fram eftir nóttu Þótti vel rætast úr hátíðahöldunum, þrátt fyrir hákarls- og brenniv>'nsskortinn. —Fréttaritari. Stúdcntor fró HA og MB keppo í mælsknsnílli STÚDENTAFÉLAG REYKJAVÍKUR heldur kvöldvöku í Sjálf- stæðishúsinu annað kvöld. Er dagskráin vel vönduð að venju, en sérstök nýlunda er að því, að á kvöldvökunni fer fram keppni í mælskulist milli stúdenta. Ýmsar aðrar gildrur verða settar fyrir keppendur, sem ekki skulu hér upp taldar. Stúdentar frá Menntaskólan- um í Reykjavík og Menntaskól- anum á Akureyri munu þarna leiða saman hesta sína. Keppn- inni stjórnar Einar Magnússon, menntaskólakennari, en kepp- endur verða: Andrés Björnsson, cand. mag.; Barði Friðriksson, hld.; Bjarni Guðmundsson, blaða- fulltrúi; Björn Th. Björnsson, listfræðingur; Jón P. Emils, hdl. og Magnús Jónsson, alþingismað- ur. Dómendur verða Einar Ólaf- ur Sveinsson, prófessor, dr. phil., og doktor Halldór Halldórsson, dósent. 2 MÍN. RÆÐUR Keppendur verða að halda tvær tveggja mínútna ræður um efni, sem þeir ekki vita hvert er, fyrr en þeir skulu hefja mál sitt. Ekki mega þeir hika um of í ræðum sínum eða endurtaka sig, enda munu þeir hljóta þar fyrir víti. FulHrúar hlands í .Norðuriandaráði lamlr ufan ‘ FULLTRÚAR íslands á fundl 1 Norðurlandaráðsins, sem hefst i Stokkhólmi á föstudaginn 28. þ. m. fara utan með Eddu, milli- landaflugvél Loftleiða í dag. Eru það þeir Sigurður Bjarnason, Gísli Jónsson, Emil Jónsson, Ás- geir Bjarnason og Páll Zóphón- íasson, er fer vegna forfalla Bern- harðs Stefánssonar. Ritari ís- lenzku sendinefndarinnar er Jón Sigurðsson skrifstofustjóri Al- þingis. IJtgáfa að hef jast á norrænnm þingtíðindnm Koma 1 fyrsta skipti út á morgun FYRIR forgöngu Norðurlandaráðsins er nú að hefjast útgáfa á samnorrænum þingtíðindum. Verða í þeim fréttir af því, sem gerist í öllum fimm þjóðþingum Norðurlanda. Er Finnland þannig með í þessari útgáfustarfsemi, enda þótt það sé ekki meðlimur í Norðurlandaráðinu. — Þingtíðindin bera titilinn „Nordisk Kontakt“ og verða prentuð í Stokkhólmi. Kemur fyrsta héfti þeirra út daginn áður en fundir Norðurlandaráðsins hefjast, þ. e. á morgun. Eru ritstjórar þingtíðindanna fimm, einn frá hverri þjóð. Henrik Sv. Bjömsson forsetaritari er ritstjóri þeirra af hálfu íslands. Frá skírnarathöfninni á jólatrésskemmtuninni. SKIPTING KOSTNAÐAR Gert er ráð fyrir að þingtíð- indi þessi komi út hálfsmánað- arlega þegar þjóðþingin standa yfir. Kostnaður við útgáfuna skiptist þannig, að Svíar greiða 35% hennar, Danir, Norðmenn og Finnar 20% hver og íslendingar 5%. Heildarkostnaður útgáfunn- ar er áætlaður rúmlega 113 þús. [ sænskar krónur fyrsta útgáfu- árið. Tilgangurinn með þessari út- gáfu er að veita öllum, sem vilja fylgjast með löggjafarstarfi á Norðurlöndum og efnahagslegum og pólitiskum hræringum meðal þjóða þeirra, bætta aðstöðu til þess. SEYÐISFIRBI. — Iívenfélögin hér á Seyðisfirði héldu 4. jan. s.I. hina árlegu jólatrés- skemmtun sína fyrir öil börn bæjarins og foreldra þeirra. I samkomubyrjun skírði sóknar- presturinn, sr. Erlendur Sig- mundsson, fjögur börn sömu for- eldra að viðstöddum öllum jóla- trésgestum. Var skírnarathöfnin hin virðulegasta og áreiðanlega hin fjölmennasta, sem fram hef- ur farið hér í bænum. Slík athöfn á jólatrés-samkomu mun hafa átt sér stað um skeið í Neskaupstað 1 og ef til vill víðar á Iandinu. , Þessar jólatréssamkomur hér á Seyðisfirði eru áreiðanlega hálfr- ar aldar gamlar og einstakar i sinni röð að því leyti, að þangað er boðið öllum börnum bæjarins og foreldrum þeirra. Hafa þær því bæði verið hinar fjölmenn- ustu og hjartfólgnustu skemmt- anir, sem hér hafa verið haldnar. Hafa kvenfélög bæjarins af þeim bæði heiður og sóma. — B. J. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.