Morgunblaðið - 28.01.1955, Page 2

Morgunblaðið - 28.01.1955, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 28. jan. J955 Listliæðingur líku mdðursiúkui Eftirfarandi bréf hefur borizt Mbl.: RITSTJÓRN Morgunblaðsins virðist bera hag minn mjög fyrir brjósti vegna þess „alvarlega afbrots", að ég leiðbeindi nokkr- um bandarískum „civil“-verkfræðingum og frúm þeirra um lista- söfn bæjarins á vegum Orlofs um síðustu helgi. Þar sem blaðið sýnir mér slíka samúð, virðist mér skýlt að hugga það með þeim upplýsingum, að ég er hvorki meðlimur í Sósíalistaflokknum, Æsku- lýðsfylkingunni, Friðarhreyfingunni, Andspyrnuhreyfingunni gegn her í landi, né nokkrum pólitískum félagsskap, og verð því varla rekinn úr þessum samtökum, eins og blaðið virðist kvíða svo mjög, nema fjölkynngi komi til. Hins vegar er mér engin launung á þeirri skoðun minni, að sam- skipti íslendinga við hinn erlenda her séu óæskileg, enda se.tti ég það skilyrði fyrir leiðsögn minni, að í hópi þessum væru engir hermenn. Háttvirt ritstjórnin verður því að forma umhyggju sína fyrir mér á einhvern annan og raunhæfari hátt. Björn Th. Björnsson. ★ IOFANRITUÐU bréfi skýrir listfræðingurinn Björn Th. Björns- son frá því, að hann hafi ekki verið rekinn úr hinum mörgu og margbrotnu ,,fylkingum“, sem kommúnistar reka hér á landi, vegna þess að hann er ekki skráður meðlimur í þeim. 1 Bréfið varpar því Ijósi yfir að hann er ekki skxáður meðlimur í fylkingunum, en í sömu línum verður það þó ljóst að hann er haldinn sömu móðursýkinni og hinir skráðu meðlimir. Hann neitaði sem sé að kynna íslenzk söfn fyrir útlendum mönnum að því er virðist af því að hann gengur með þá flugu í höfðinu að það sé stórkostleg hætta fyrir íslenzkt þjóðei-ni að bandarískir hermenn fái að kynnast íslenzkri list!! Ætli „flokkurinn“ lofi listfræðingnum þá ekki að sitja áfram í útvarpsráði fyrst hann hefur sýnt og sannað að hann er engu betri en „fylkingar“-meðlimirnir, — haldinn sömu móðursýkissturlun, eða truflun. Doktorspróf í tón- HALLGRÍMUR Helgason tón- skáld hefir nýlega lokið doktors- prófi í tónvísindum við háskól- ann í Zúrich eftir þriggja ára nám þar. Prófverkefni hans var ritgerð, sem nefnist „Bygging og framsagnarháttur hins sögulega þjóðlags á íslandi og forsaga þess.“ Vísindaverk þetta skiptist í fimm meginþætti er fjalla um SLYSIÐ Lög eftir Hallbjörgu Bjarnadótturvekja athygli Söngkonan dvelst hér m tíma — hefir nóg að gera OÍÐASTL. fimmtudag kom «3 hingað frá Danmörku Hall- björg Bjarnadóttir, söngkona, og Fisher Nielsen, maður hennar. .Munu þau hjónin dveljast hér fram í byrjun næsta mánaðar. Hallbjörg getur sér æ vaxandi orðstírs á Norðurlöndunum fyrir ■söng sinn og raddstælingar, sem henni hafa tekizt með ágætum, eftir því, sem ummæli ýmissa blaða herma. — í fyrra sumar tók húh á leigu „Nygade Teatret í Kaupmannahöfn og hélt þar, ein . síns liðs kvöldskemmtanir, sem vöktu mikla hrifningu. Gerði hún þar hvort tveggja að syngja og ■ stæla ýmsa þekktustu leikara og j söngvara í Danmörku og víðar. V LÖG HENNAR VtiKJA ATHYGLI Þá hefur og vakið athygli lag, aem Hallbjörg hefur samið og gefið út í Danmörku. Lagið heit- ir „Nytaar“ og hefur þegar verið sungið inn á plötu fyrir „His . Master’s Voice“ af útvarpskór ) Kaupm.hafnarútvarpsins með ein , söpg Gustava Winkler, sem er ; eirin vinsælasti núlifandi dægur- lagasöngvari Dana. — Von er á öðru lagi eftir Hallbjörgu í lok . þejsa mánaðar, „Petro Romero“ — vals í spænskum stíl, sem koma mun út í Danmörku og Noregi samtímis, að 2—3 lögum ■öðrum viðbættum innan fárra j mánaða. Þessi lög og mörg fleiri, sem aldrei hafa verið gefin út, hefur söngkonan samið hér heima ; á íslandi, en ekki hefur hún haft : ijá^t um þessa tónlistarstarfsemi | sína. TÓSLO OG NORSKA ÚTVARPINU -f g.l. sumar dvaldi Hallbjörg í &í$Ió og var m.a. ráðin af Óslóar- l^yg til að skemmta í 7 helztu skemmtigörðum borgarinnar, á svykölluðum „menningarkvöld- oft fyrir 10—20 þús. áheyr- enda, Söng hún m,a. á hátíðasam-; Afþnt1 ú'Býgdö á Vegutí ý{orður-' landaráðsins í sambandi við fund þess, sem haldinn var í Ósló um þær mundir. Þrisvar sinnum kom hún fram í norska útvarpið og söng þar bæði norska og ís- lenzka söngva. — Nokkru áður en Hallbjörg kom hingað, kom Hallbjörg Bjarnadóttir í „Chat noir“ leikhúsinu í Osló s.l. sumar. hún fram í sjónvarpið í Kaup- mannahöfn og hefur hún verið ráðin til þess aftur — og einnig til að syngja í danska útvarpið, er hún kemur úr þessari íslands- ferð sinni. IIEFUR EKKI HAFT VIÐ Hallbjörg hefur ekki haft við að sinna hinum mörgu beiðnum um að koma fram á ýmsum fé- lags- og skemmtisamkcmum, síð- kom hingað,á fimmtudag- komið getur til mála, að til söngskemmtunar í usturbæj arbíói, áður en hýn hveríur héðan,_ gefist, ^íný ,tih j J Hallgr. Helgason notkun söngs í kveðskap og skáld skap íslendinga, Galdraljóð, Eddukvæði, skáldakvæði, forna dansa og rímur. Loks er ýtarleg formfræði íslenzkra rímnalaga, byggð á kerfi höfundar að lokn- um margra ára rannsóknum. Dr. Hallgrímur Helgason varð stúdent árið 1933 og stundaði tón- listarnám í Kaupmannahöfn, en hélt síðan til náms í tónlistarskól- anum í Leijzig og dvaldist þar um þriggja ára skeið. Árið 1948 hóf hann nám í tónlistarskóla Ziirick- borgar og lauk prófi þaðan, og hefir stundað nám í háskólanum í Zurich í þrjú ár og er hann fyrsti íslendingurinn, sem lýkur doktorsprófi í tónvísindum. Dokt- orsritgerðin er samin á þýzku og standa vonir til þess, að hún verði gefin út á þýzku og íslenzku. Dr. Hallgrímur Helgason er af- kastamikið tónskáld. Hefur ver- ið gefinn út mikill fjöldi einsöngs laga, kórlaga, píanóverka og ann- ara tónsmíða eftir hann á síðustu 15 árum, þá hefur hann raddsett fjölda þjóðlaga og gefið út, samið almenna tónfræði og þýtt bók um sögu tónlistarinnar. Auk þessa á hann í fórum sínum allmikið af ýmsum tónsmíðum í handriti, eru það verk í ýmsu formi, stærri og smærri, og voru nokkur þeirra flutt á hljómleikum í Kaupmanna höfn fyrir tveimur árum, en þar voru einungis flutt verk eítir Dr. Hallgrím og undir stjórn hans. Sönglög og tónsmíðar Hallgríms Helgasonar hafa verið fluttar víða um lönd, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum og hafa þau hlotið lofsamlega dóma blaðagagnrýnenda og í tímarit- um um tónlistarmál, einkanlega í Þýzkalandi og á Norðurlöndum. Dr. Hallgrímur Helgason er um þessar mundir staddur í Þýzka- landi, en þar mun hann flytja fyrirlestra og kynna íslenzka tón list í vetur og hefur hann hlotið styrk frá vestur-þýzku rikis- stjórninni til þess kynningar- starfs. Akranesbátar AKRANESI, 27. jan. — 20 bátar voru á sjó í gær og fengu sam- tals 87 lestir. Hæstir voru Guð- mundur Þorlákur með 7,5 lestir og Farsæll með rúmar 7 lestir. f dag voru einnig 20 bátar á sjó. Hjá þeim sem komnir voru að landi kl. 7 var aflinn 3—7 lestir. Drangajökull var hér í dag og losaði 20 festir af seménti. ............. rr90díir- Framh. af bls. 1 ig bjöi'guninni frá sjó var hátt að: Um kl. 4 í nótt kom björgunar- sveitin héðan frá ísafirði og nokkrir skipverjar af togaranum Austfirðingi til Hesteyrar. Lagði hópurinn af stað gangandi út með Hesteyrarfirði áleiðis á strand- staðinn. Höfðu þeir meðferðis línubyssu og önnur björgunar- áhöld. Er það langur vegur og erfiður að fara frá Hesteyri og yfir á Sléttunes, þar sem Egill rauði lá strandaður. Þessa nótt gekk á með dimmum hríðarélj- um, en hvassviðri var á norð- austan. Ekki er vitað, hvort leið- angursmenn völdu þá leiðina, að ganga meðfram sjónum, en þar er stórgrýtisurð og erfitt yfir- ferðar. Hin leiðin, sem venjulega er farin, er uppi á fjallinu, að vísu mjög illfær, nema fyrir þaul- kunnuga menn. En þessa leið er sennilegra talið, að leiðangurs- menn hafi valið. 13 MÖNNUM BJARGAÐ AF SJÓ Um svipað leyti og leiðangurs- menn lögðu af stað frá Hesteyri, lögðu úr höfn hér á ísafirði vél- bátarnir Andvari frá ísafirði og Páll Pálsson frá Hnífsdal. Hugð- ust skipstjórarnir, Ólafur Sig- urðsson og Jóakim Pálsson, fara á vettvang, ef takast mætti að bjarga skipbrotsmönnunum af sjó. Alla nóttina var unnið að undirbúningi björgunar í bátun- um og eins í togurunum. í birtingu héldu bátarnir tveir upp undir brimgarðinn, sem stóð þá 50 faðma frá landi. Mönnunum á Andvara tókst að skjóta taug yfir í Egil rauða. Og síðan tókst bátunum tveim í sameiningu að koma dráttartaug með björgunarstól á milli flaksins og bátanna. Þegar skipbrots- menn höfðu fest dráttarvírinn sín megin og björgunin sjálf gat hafizt, björguðu bátarnir samtals 13 mönnum. Á hádegi voru 5 menn af Agli rauða komnir yfir í bátana, og síðan komu þeir hver af öðrum. Var farið með 12 skipbrotsmanna yfir í togarann Jörund frá Ak- ureyri, en einn mann um borð í Goðanes. BJÖRGUN ÚR LANDI Ekki er vitað með vissu hve- nær hin þrautseiga björgunar- sveit kom á strandstaðinn. En skipin fyrir utan munu hafa séð fyrst til ferða björgunarmanna í fjörunni um kl. 11. Um hádegis- bilið tókst björgunarsveitinni að skjóta línu yfir í Egil rauða, og tókst á skömmum tíma að bjarga til lands 16 skipverjum. Tilkynnti björgunarsveitin þessa tölu skip- brotsmanna um talstöð, en um hana var haft stöðugt samband við varðskipið Ægi, sem einnig var á þessum slóðum. Þegar björgunarstarfinu lauk, höfðu hinir hraustu skipbrots- menn staðið í 18 klst. á flaki Egils í’auða, sem þá lá á hliðinni og mun togarinn hafa verið brot- inn í tvennt. SVEIT MEÐ VISTIR OG FATNAÐ Á hádegi í dag fóru héðan frá ísafirði með vélbátnum Sæbirni sveit 16 vaskra skíðamanna, og var ferðinni heitið til Hesteyrar, en þaðan skyldi haldið til skip- brotsmannanna með fatnað og vistir fyrir þá og björgunarsveit- ina. Ekki höfðu borizt fregnir af því, hvenær skíðamennirnir komu til Hesteyrar, en ráðgert var, að þeir skyldu fara beint að eyðibýlinu Sléttu. Þangað ætlaði björgunarsveitin að flytja skip- brotsmennina 16, en frá strand- stað og að býli þessu er 1—2 km. Hús eru þar góð og birgðavistir hefur Slysavarnafélagið þar, eins og í skipbrotsmannaskýlum sín- um. Er talið sennilegt, að leið- angursmenn og skipbrotsmenn hvílist að Sléttu í hótt. | Á Hesteyri var komið versta veður síðdegis í gær, rok og snjó-> j koma. En skíðamannasveitin mun ekki hafa látið það hefta för sína. Þungur sjór var kominn á í gær- kvöldi, og komst báturinn, sem flutt hafði skíðamannasveitina ekki aftur að bryggju, er það var reynt. Lýkur hér frásögn fréttaritarg Mbl. á ísafirði. Ókunnugt er hverjar ástæður! liggja til þess, að Egill rauði strandaði. Hann var á ísfiskveið- um og hafði farið á veiðar síðast- liðinn föstudag. Togarinn ér sem kunnugt er frá Neskaupstað, 650 lestir, byggður 1947. Gjafassm! fyrir sauðfé í vetur BORG, í Miklaholtshreppi, 22. jan.: — Það sem liðið er af þess- um vetri hefir verið heldur gjafa samt fyrir sauðfé, hér á sunnan- verðu Snæfellsnesi. Sauðfé var víðast hvar tekið í hús í byr jun nóvember og mun því vera búið að eyða heyjum með meira móti.. Skepnuhöld hafa þó allsstaðar verið góð, en aftur á móti hefir talsvert borið á veilu í kúm. Undanfarandi daga hafa verið talsvert mikil frost, frá 12—15 stig, en hagar þó verið sæmilegir, þegar út hefir gefið. En síðan „þorri“ heilsaði hefir verið vestan útsynningur með snörpum éljum, hefir því kvngt niður talsvei’t mikilli fönn, Kerlingarskarð og Fróðárheiðí munu vera orðin þungfær bif- reiðum, en mjólkurflutningar hafa þó alltaf getað haldizt, þrátt fyrir talsverða fannkomu. — Páll. boðið iil viku dvðiar í Khöfn FÉLAGI ísl. leikara barst nýlega bréf frá formanni Danska ieik- arasambandsins hr. Kaj. Holm, þar sem einum íslenzkum leikara er boðið ókeypis dvöl í Kaup- mannahöfn vikuna 7.—14. 'e'br. n. k., ásamt ókeypis flugferðum báðar leiðir. Boð þetta er í tilefni af 50 ára afmæli danska leikarasambands- ins, er baldið var hátíðlegt í apríl s. 1. ár. Við það tæ dfæri hélt forstjóri Richmond H ;els í Kaupmannahöfn, hr. V. Kesby, ókeypis vikudvöl á gistihúci sínxi til handa einum leikara frá ís- landi, Noregi og Svíþjóð, tveimur frá Finnlandi og þremur frá Dan- mörku utan Kaupmannaiiafnar. Nokkrir aðrir vinir norrænna leikara hafa svo lagt fram fé til ferðakostnaðar. Danska leikarasambandið ;nun annast móttökur og sjá u;n, að dvölin verði bæði til gagns og ánægju fyrir gestina. Þetta höfðinglega boð hef-ur verið þakksamlega þegið af Fél. ísl. leikara og hefur frú Herdís Þorvaldsdóttir verið valin til fararinnar. M H Við verðsim ekki aðilar að átöl VARNARMÁLARÁÐHERRA Nýja Sjálands sagði í Wellington í dag að Nýja Sjáland væri | stöðugu sambandi við Bandarík- in, Bretland o. fl. varðandi For- mósumálin. Hann sagði að Nýja Sjáland yrði ekki aðili að hern- aðarátökum yfir Formósu. Hann kvað það sem nú væri að gerast þar um kring vera ógnun við heimsfriðinn og það ættu SÞ að láta til sín taka. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.