Morgunblaðið - 28.01.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.01.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVTSBLAÐiÐ Föstudagur 28. jan. 1955 EFTIRLEIT EFTiR ECON HOSTOVSKY *g -ag -arir -a g -3 g ¦* g ar -a g -gg- 33C ^ Framhaldssagan 6 indastólar, mjúk teppi, blóm á borðum og það meira að segja í íebrúar, en það sem mest var um vert var sjóðheitur ofn, rem gaf xaunverulega frá sér hita. Honum varð léttara um hjarta- ræturnar, jafnskjótt og hann kom inn fyrir þrepskjöldinn og er hann horfði á manninn, sem stóð lipp með báðar hendur framrétt- ar til að heilsa honum, kom ósjálf rátt gleðibros á andlit Erics. Þessi hræðilegi dr. Matejka mundi án «fa geta komizt að hjá einhverju Jtvikmyndafélagi, ef hann ein- liverra hluta vegna mundi missa atvinnu sína hjá innanríkisráðu- neytinu. Hann var hár maður og laglegur en dálítið hirðuleysis- legur, en hann var aðlaðandi, og bótt andlitsdrættirnir væru kven legir, var röddin djúp og ákveðin, scm gat á sama tíma verið bæði sannfærandi og einnig eftirlát, dá lítið hæðnisleg en nærri töfrandi hljómfögur. j Eric ásakaði sjálfan sig fyrir að vera að hugsa um þessa smámun;, og sagði upphátt: „Verkamenn .iameinist!" „Sæll Brunner", svaraði Matejka kæruleysislega, og þá kom Eric í hug, því hærra sem menn komust upp í flokknum, því sjaldnar heilsuðu þeír öðrum með kommúnistakveðjunni. Það var augsýnilegt, að hún átti ekki við Iwar sem var. Eric fannst það leiðinlegt, að hann skyldi ekki hafa notað iátlausa, venjulega og óflokkslega kveðju sjálfur. Þessi hávaxni náungi, _ hugsaði hann með sjálfum sér, — hlyti að hafa mikinn kraft ef aðeins handtakið gæti komið manni úr jafnvægi. „Setjizt niður, Brunner, hérna. Þetta er þægilegri stóll, og ég vona, að þér fyrirgefið mér, að ég skyldi kalla á yður í vinnu- tíma í stað þess að koma til yðar á skrifstofuna. Reykið þér. Fáið yður sjálfur. Ég er með dálítið xlókið mál, sem annars er mjög aðkallandi, og ég held, að þér get- íð hjálpað mér við. Dragið stól- i inn dáiítið nær, og hvernig væri að fá nokkra dropa af koníaki? Eða finnst yður það heldur snemma dags?" | Eric jafnaði sig strax, og varð nú alveg eins gamansamur og kát tir eins og Matejka, nema að það Mjómaði eðlilega hjá Matejka, en ! ]iafði einhvern uppgerðarblæ hjá : Eiic. i „Ég veit ekki, hvað yður finnst, en mér finnst aldrei of snemmt og j-aldrei of seint að bragða koníak. Eg hef ekki bragðað það í háa | herrans tíð. Hvar gátuð þér feng- j.ið það?" ) „Ég átti dálítið erindi í Slóv- j akíu. Ég var alveg hissa, hvað [jhægt er að fá þar, og það líka | ódýrara en hér í Bæheimi." „Mér var sagt —" Eric hætti, er hurðin opnaðist, j bað var ekki hurðín, sem hann : hafði komið inn um., og inn kom , einhver kvenmannsálka með j gleraugu, kvenmaður, ef dæma látti af pilsinu, sem hún var í, en lað öðru leyti mætti halda, að hún |væri hermaður vegna stutta hárs- fins og karlmannlegu hvassyrtu laddarinnar. „Þér viljið, félagi?" „Láttu okkur fá nokkur glös, Alenka, gjörðu svo vel, og vísaðu ^engum inn dálítinn tíma. Mig jlangar að geta spjallað notalega |við Brunner fulltrúa." „Ágætt, félagi, en þér vitið, að það er búið að biða eftir yður í ln ;ira en klukkutíma —." ,*fíver er það, Alehka? Ég hef engu að leyna fyrir vini mínum Brunner." „Ida". „Hún getur beðið dálítið leng- ur. Og á meðan skuluð þér skilja til hennar frá mér, að hún sé belja. Gangið úr skugga um, að hún fái skilaboðin. Þessi danski blaðamaður með óskiljanlega nafnið hefur verið að breiða sögu um alla Prag, hvernig Ida reynir að slá Mata Hari út. Sjáið það bara fyrir yður, Brunner. Hún klæðir sig úr öllum fötunum, en takið eftir, að hún er mjög lag- leg stúlka, og ég get ekki neitað því, að hún er hreinasta augna- yndi á að líta, jæja, um leið og hún fleygir af sér brjóstahaldar- anum og kemur nær þessum Dana, sem nú er orðinn alveg orðlaus, þá hvíslar hún milli koss anna: „Segðu mér fljótt, elskan, með hverjum er sendiherrann okkar í Kaupmannahöfn mest?" Og seinna, er hún liggur við hlið hans er það fyrsta ástaratlot hennar að spyrja, hvort Danmörk ætli að undirrita Norðurlandasátt málann eða ekki. Það eru þess háttar njósnarar, sem ég hef við að eiga!" Fuglahræðan birtist aftur í dyrunum. „Er það nokkuð annað en þessi glös, félagi?" Eric hló, fyrst hljóðlega, en síðan hærra og að lokum skelli- hló hann, svo að tárin komu fram í augun á honum. Og hvernig sem hann reyndi, gat hann ekki fund- ið vasaklút í vasanum til þess að þurrka tárin. Matejka hló líka, en ekki eins mikið Eric var að hlægja að svo mörgu: að fólk skuli geta óttast þennan vingjarn lega mann! Og meira að segja fyrir stuttu síðan, hafði hann skolfið og titrað og búizt við að hitta þarna tígrisdýr í manns- mynd, samvizkulausan og djöful- legan. En í stað þess sat hérna augliti til auglitis við skemmti- legan og hugvitsaman mann, sem treysti félaga sínum fullkomlega og sagði honum sögur af njósna leyndarmálum og klaufaskap kvennjósnara síns. Bíddu augna- blik. Treysta nógu vel til að segja félaga .... Hvers vegna Matejka aldrei ávarpað hann sem félaga? Þegar hann tal aði við þessa fuglahræðu, hafði hann talað um hann sem fulltrúa Grunner. Já, það var dálítið ein- kennilegt. Og hvernig í fjandan- um hafði hann getað kallað á Alenka, þegar hann hafði haft hendurnar á borðinu allan tím- ann, og hvergi var bjalla sjáan- leg? En nú voru glösin komin á borðið og Matejka var að hella koníaki úr fullri flösku, sem hann hafði tekið upp úr skrifborðs- skúffunni. „Skál, Brunner!" Eric herti sig upp. „Skál, Matejka! Þetta er allra bezta koníak!" „En hvers vegna ekki að taka með sér flöskuna heim? Ég á meira hérna." „En, jæja, hvers vegna ekki?" Hann var hrærður. Hvílíkur prýðismaður! Það var ekki hin minnsta breyt ing á Matejka við fyrsta koníaks- sopann né heldur spurði hann Eric beinna spurninga, en samt var eins og andrúmsloftið hefði breyzt eftir þennan fyrsta sopa. Það var eins og gáskafullur kettl- ingur hefði sýnt klærnar án þess þó að hætta hinum saklausa leik. „Nú skulið þér fá yður góðan sopa, Brunner, það getur verið, að samræðurnar dragist á lang- inn og líka vegna þess, að um- ræðuefnið sé ekki kærkomið. Jæja, gamli vinur, það er um þessa skrá." Með snöggri og óvæntri hreyf- ingu fletti Matejka sundur blárri möppu, svo að Eric gat lesið nafnið. Þar stóð; Paul Kral. Án þess svo mikið sem að líta á Eric til að vita, hver viðbrögð hans hefðu verið hélt Matejka glað- lega áfram: „Jæja, hugsið um þetta stundarkorn, ef yður er sama og reynið að gleyma til- finningum yðar. Það er ein af Útsala — Útsala Blússur frá kr. 35.00 Náttkjólar frá kr. 79.00 Undirkjólar frá kr. 49,00 Millipils frá kr. 22.00 Buxur frá kr. 10.00 Sokkar, belti o. fl. Meyjaskemman owntcee's QcoaS) LAUGAVEGI 12 Vörubílstjórafélagið Þróttur ABalfundur Vörubílstjórafélagsins Þróttar verður haldinn í húsi félagsins sunnudaginn 30. þ. m. kl. 1,30 e.h. Dagskrá: I. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Félagsmenn sýni skírteini við innganginn. STJÓRNIN iitiiHiHltlUlltii; HEILDSOLUBIRGÐIR: O. Johnson & Kaabet STULKA óskast í verzlun vora. — Þarf að vera vön afgreiðslu. ¦ l/erzlufT \-J. L^tiinaien kJ. kápi M. a. heilsárskápur MARKAÐURINN Laugavegi 100 NÝ SENDING Amerískir morgunsloppar ! lOleu 1 íl3iJ,i;|i3Jl'Mi|llIII:a# (Beint á móti Austurbæjarbíói) í AÖalfundur í kvenfélagi Laugarnessóknar verður haldinn þriðjudaginn 1. febrúar. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.