Morgunblaðið - 29.01.1955, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.01.1955, Qupperneq 1
16 síður 42. árgangur 23. tbl. — Laugardagur 29. janúar 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins H orfnr versrsandi við Kíná- s frersdur TEPAI (Formósu), 28. jan.: — GamalreynUir arnerlskir flug- menn úr Kóreustyrjöldinni tóku í dag þátt í könnunarflugi yfir Formósusuntii í þrýstiloftsflug-. vélum af Sabre gerð. Handan við sundið vinna kín- versku komúnistarnir af kappi að því að efla flotabækistöðvar sín- ar með árás á Formósu fyrir aug- um, minnugir þeirrar yfirlýsing- ar Chou En Lais fvrir nokkrum dögum , að „Pekingstjórn- in mundi ná Formósu á sitt vald á þessu ári.“ Kommúnistar hafa sett hafn- bann á Tachen-eyjar og fregnir í kvöld herma að þeir hafi lágt tundurduflum við eyjarnar. Markmiðið með þessu hafn- banni er að koma í veg fyrir að þjóðernissinnar geti flutt herlið sitt frá Tachen. í Tepaih á For- mósu er svo frá skýrt að skipin sem flytja áttu fólkið frá Tachen hafi ekki komizt til Formósu á tilsettum tíma. Ekki er Ijóst hvort þetta beri að skilja svo að skipin hafi ekki getað brotizt í gegnum hafnbann kommúnista. Miklir tilflutningar eiga sér nú stað á herstyrk Bandaríkja manna í Austur Asíu. Orustu- flugvélar hafa verið fluttar frá Filippseyjum til Formósu. Einnig efla Bandaríkjamenn her sinn í Kóreu. Þangað hafa verið fluttar orustuflugvélar og stórar sprengjuflugvélar af gerð- inni B 26. Frá Japan hafa verið fluttar orustu-sprengjuflugvélar af Thunderbolt gerð til Okinaw- eyjar, en þaðan er auðvelt að beita þessum flugvélum á megin- land Kína handan við Formósu. Fiotamálaráðherra Bandaríkj- anna sagði í dag að ameríski flot- inn væri við öllu búinn í Formosa sundi. Hann sagði að á árinu 1956 myndi flotastjórnin hafa yfir að ráða 1001 skipi, 10.061 flugvél. Á árinu 1956 verða 26 ný skip tekin í notkun. þ. á. m. flugvéla- skipið Forestal. * m a’ m ** PAtCMUAP IS íökothríð » þídðíirniss.; ^QUEWOV / 'LiTTue OUSMOV /k jf£t Bantí jríkinl *£ á'byrgjast N< vamarlírm l Tai nas? iOO mí. Elísabet drottning fer iil Noregs í sumar KnowSand andvínnr Oslo 28. jan. ÍJLÍSABET II. Bretadrottning og hertoginn af Edinborg, drottn- 4 ingarmaður, hafa þegið „með mikilli ánægju“ boð Hákons Noregskonungs um að koma í opinbera heimsókn til Noregs í sumar. WASHINGTON, 28. janúar — Knowland öldungardeildarmað- ur, hefir ^ýst yfir þvi, að hann sé andvígur því að fulltrúi Peking stjórnarinnar fái að koma til Bandaríkjanna fyrr en amerísku flugmennirnir ellefu hafa verið látnir lausir. GENF, 28. jan. — Heilsuverndar- stofnun heimsins (WHO) hefur skýrt frá því, að farið sé að setja á stofn rannsóknarstofur, sem ná yfir ákveðin svæði, með það fyrir augum að einangra og rannsaka lömunarveiki vírusinn. Á fundi framkvæmdaráðs stofn unarinnar hér var á það bent að sjúkdómar, svipaðir lömunar- veiki, væru nú orðnir algengir og að rannsóknir á vírusnum myndu taka langan tíma. Konungshjónin verða í Noregi dagana 24.—26. júní. Þau fara þangað sjóleiðis á drottningar- snekkjunni Britannia. Hákon konungur heldur upp á hálfrar aldar afmæli sitt sem Noregskonungur í sumar, Þetta er fyrsta opinber heim- sókn Elísabetar drottningarar utan brezka heimsveldisins Búist er við að drottningin fari einnig í opinbera heimsókn til Svíþjóðar og Danmerkur í sumar. Ekkert var þó kunnugt um það í Stokk- hólmi í kvöld (seg'ir í Reuters- fregn) að heimsókn Bretadrottn- ingar væri ráðgerð þangað. f september í haust verður haldin mikil vörusýning í Kaup- mannahöfn og er Bretadrottning, ásamt Friðriki Danakonungi „verndari“ sýningarinnar. Hefir flogið fyrir að Elísabet drottning og hertoginn muni sækja Dani heim á meðan á sýningunni stend ur. — (Reuter). I l'YRRAKVOLD var fundur haldinn i verkamannafélaginu Dagsbrún. Samþykkti fundurinn að segja nú þegar upp samning- urn við atvinnurekenduv. j Fundurinn virðist ekki hafa h imi!að stjórn félagsins að hefja I verkfall fyrirvaralaust. Hinsveg- ar létu . kommúnistar verkalýðs- félagið sambykkja ályktun um að ! ber.iast gegn r'kisstjórninni. ! Virðist þeð mikiu frekar keppi- kefii kommúnista að stofna til i verkfalla í pólitískum tilgangi fyrir sjáifa sig fremur en að gæta hagsmuna verkamanna. ð miðla málum Fundur öryggisráðs á mánudag Peiiingstjórninni boðið FRÁ LONDON er nú stjórnað stórfelldum aðgerðum til þess að reyna að koma í veg fyrir að eyjastyrjöldin við Kínastrendur verði að stórstyrjöld. Sir Anthony Eden sagði í ræðu í kvöld, að það væri beinlínis til þess að koma í veg fyrir stórstyrjöld, að tilraunir væru nú gerðar til þess að koma á vopnahléi milli Pekingstjórnarinnar og Formósu- stjórnarinnar. Það sem gert hefur verið síðasta sólarhringinn er þetta: 1) Formaður Öryggisráðsins, Ný-Sjálendingurinn Sir Leslie Monro, hefur kvatt ráðið saman til fundar á mánudaginn til þess að ræða vopnahlé milli Pekingstjórnarinnar og Formósustjórnar- innar. Sir Leslie er formaður ráðsins þenna mánuð. Bæði brezki fulltrúinn og fulltrúi Bandaríkjamanna, Henry Cabot Lodge, hafa fagnað þessari ákvörðun nýsjálenzka fulltrúans og einnig fallizt á þá tillögu hans að Pekingstjórninni skuli boðið að senda fulltrúa á fund Öryggisráðsins. 2) Sendifulltrúar Breta í Moskva og Peking skýrðu í dag sovét- stjórninni og Pekingstjórninni frá fyrirætlan nýsjálenzka fulltrúans. „ALL TAKMARKADAR" 3) Sendiherra Breta í Moskvu gekk í dag á fund Molotovs og gerði honum grein fyrir afstöðu Breta til atburðanna í Austur- Asíu. Jafnframt bað hann sovét- stjórnina um að beita áhrifum sínum í Peking til þess að fá stjórnina þar til þess að fallast á að senda fulltrúa á fund Ör- yggisráðsins, og jafnframt að fá hana til þess að varast allar að- gerðir, sem leitt gætu til aukinna vandræða þar eystra. Molotov lofaði að koma þessum boðum til sovétstjórnarinnar, en að öðru leyti voru undirtektir hans „all takmarkaðar“, að því er talsmað- ur brezka sendiráðsins í Moskva skýrði frá í dag. 4) Forsætisráðherrar brezka samveldisins koma nú hver af öðrum til London, til þess að sitja samveldisráðstefnuna, sem hefst á mánudaginn. Laurent, forsætisráðherra Kanada, sagði við brottför sína frá Ottawa að horfurnar væru ískyggilegar. — Nehru, forsætisráðherra Indlands sagði, er hann fór frá Nýju Delhi, að hann hefði rætt við kínverska sendiherrann í Indlandi, sem ný- kominn var frá Peking. Hann kvað þá einkum hafa rætt um sendiför Hammarskjölds, en Nehru bar á móti því að hann ætlaði að leggja fram tillögur um Formósumálin á ráðstefnu sam- veldislandanna. SVAR MOLOTOVS Ekkert svar hefur borizt frá Peking um væntanlega þátttöku kommúnista í fundi Öryggisráðs- ins. Molotov sagði við brezka sendi- herrann í dag, að það væri fyrst og fremst sök Bandaríkjamanna hvernig komið væri í Austur- Asíu og að Bretar væru sam- ábyrgir Bandaríkjamönnum, að svo miklu leyti sem þeir hefðu stutt stefnu þeirra þar eystra. Brezki sendiherrann benti Molotov hins vegar á, að það sem nú skipti mestu máli, væri að varðveita friðinn í heiminum og nauðsynlegt væri að líta á málin eins og þau stæðu í dag. Brezkir stjórnmálamenn leggja á það áherzlu í sambandi við fund öryggisráðsins á mánudag- inn að þar eigi ekki að ræða um það, hver beri sök á því hvernig komið er þarna eystra, né heldur afsali þátttakendur sér neinum lagalegum rétti í framtíðinni. — Fyrst og fremst sé tilgangurinn að koma á vopnahléi, til þess að hægt verði að leiða deilumálin síðar til lyktar á friðsamlegan hátt. Bretar hafa tekið það alveg sérstaklega fram að ekki beri að líta svo á að þeir styðji tilkall þjóðernissinnastjórnarinnar til eyj anna undan Kínaströndum. Öldungadeildin WASHINGTON 28. janúar — Öldungadeildin hélt áfram um- ræðum um boðskap Eisenhowers í dag, þriðja daginn í röð. Er búist við að atkvæðagreiðsla fari fram í dag. SíldveiSi Norðmanna ÁLASUNDI 28. jan.: — í dag varð mesti síldveiðidagur vetrar- ins; á land komu um 350 þús. hl. Veiðin er nú orðin samtals 1,9 millj. hl. en var á sama tíma í fyrra 3.2 millj. hl. — NTB. Birkeröd í gærkvöldi. UPPSÖGN Svía á loftferðasamn- ingnum kom óvænt og vakti gremju á íslandi, sagði Sigurður Bjarnason alþm. í samtali við sænska blaðið Dagens Nyheter í dag. Blaðið birtir þessi umæli á ábér andi stað á forsíðu. í leiðara í Sydsvenske Dag- bladet er < dag rætt um uppsögn samningsins. Er þar rætt um þjösnalegar aðfarir Svía gagnvaít Loftleiðum. Blaðið segir: SAS á ekki að geta reiknað með stuðn- ingi ríkisvaldsins í baráttunni gegn hóflega reknum flugfélög- um. Ef SAS getur.ekki keppt við flugfélag á íslandi með 150 þús. íbúa, hvernig fer þá, þegar Norð- vestur-Þýzkaland stofnar nýtt Luft-Hansa flugfélag. SAS sigr- ast ekki á vestur-þýzkri sam- keppni með því að segja upp loftferðasamningum. Það yrði óf dýrt. En það er aftur á móti all miklu ódýrara að traðka á ís- iendingum, en það lítur ekki vel út.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.