Morgunblaðið - 29.01.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.01.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardaf>ur 29. jan. 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. |Nær 3 miMjónir maraia undir vopnum í liinum nýja her Pekingstjórnarinnar Cott meðan góðu náír ÞAÐ hefur orðið einn vænleg- asti árangurinn af stjórnar- samstarfi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, að mikil rafvæðing landsins er hafin. Bein ist hún nú einkum að því að veita rafmagni út um sveitir landsins, svo að bændur fái eins og borg- arbúar að njóta gæða rafstraums- ins, ljósanna, hitans og orkunn- ar, sem gerbreytir lífi manna í batnandi horf. Þess ætti að mega vænta að allir aðilar, hvar í flokkum sem þeir standa, fagni þessum fram- förum. En um leið verður að gæta þess að átakið er svo stórt að nauðsynlegt er að menn samein- ist um það, ef fullkominn árang- ur á að nást. Augljóst er því hve mikla þýð- ingu það hefur fyrir rafvæðingu sveitanna að tveir stærstu flokk- arnir, sem njóta stuðnings bænda hafa nú sameinast um þetta mikla verkefni. Þannig hefur ver- ið lagður öruggur grúndvöllur og með hverju ári sem líður teygjast rafleiðslur út um æ fleiri byggðir. f stjórnarsamningnum milli Sjálfstæðisflokksins og Framsókn arflokksins, í septímber 1953 var ákveðið að tryggia 25 millj. kr. árlegt framlag til þess- ara framkvæmda næstu 10 ár, þar á meðal yrði raforkusióði tryggt 100 mill.ión kr. lán. Um þetta standa báðir stjórnarflokk- arnir sameinaðir. Bændur hafa tekið eftir því og verið lítið hrifnir af þeim skrípa- leik, sem Framsókn hefur tekið að leika upp á síðkastið að hefja háværar og ofstopafullar deilur við samstarfsflokk sinn um þetta þýðingarmikla mál. En í Fram- sóknarblaðinu Tímanum hefur ekki linnt illdeilum fullum af blekkingum, sem sízt af öllu eru vel til þess fallnar að koma þessu haesmunamáli bænda heilu í höfn. Reynir Tíminn þar að telja mönnum trú um gegn betri vit- und að allt sem gert hefur verið í raforkumálum landsins sé verk Framsóknar!! Þar hafi Sjálfstæð- ismenn verið til ama eins og alltaf frá upphafi að tefja og trufla Framsókn í að koma í fram- kvæmd stórkostlegum raforku- framkvæmdum!! Hafa menn nú nokkurntíma hevrt annað eins. Svo blygðunarlaust hefur blað- ið eignað sér raforkuframkvæmd- ir fyrri ára, að almenningur er farinn að spyrja með siálfum sér: — Hvenær birtir Tíminn frétt um það að Framsókn hafi ftindið upp rafmagnið? Fyrir nokkr” hældist Tíminn um og kvað Framsóknarflokkinn einan hafa áít frumkvæðið um hina miklu raforkuframkvæmd sem nú stenöur yfir. En slíkt er hin mesta f.iarstæða og er hægt að sýna fram á það með nokkr- um orðum. Á landsfundi Sjálfstæðisflokks ins í apríl 1953 voru raforkumál- in tekin til ýtarlegrar meðferðar. Það er staðreynd, sem Framsókn- armenn geta ekki gengið framhjá að á þessum fundi var hin glæsi- lega framfarastefna mótuð. 1 I ályktun fundarins segir m a.: Fundinum er ljóst, að raf- orkan er eitt mikilsverðasta atriðið til þess að skapa lífs- þægindi og vinna gegn því að i fólkið flytji úr sveitum og kauptúnum landsins til kaup- staðanna. Og enn segir í fundarályktun: Til þess að flýta fyrir fram- kvæmd raforkumálanna telur fundurinn nauðsynlegt: 1) Að framlag til raforkusjóðs verði stóraukið. . . . 2) Að framlag á fjárlögum til nýrra raforkuframkvæmda verði margfaldað. 3) Fundurinn telur, að afla megi fjár til að hraða framkvæmd- um með lántöku innanlands eða utan og telur miður farið, að ekki skyldi verða samþykkt frumvarp það um lántöku handa Rafmagnsveitum ríkis- ins, sem borið var fram af Sjálfstæðismönnum á nýaf- stöðnu Alþingi. Þannig markaði Sjálfstæðis- flokkurinn stefnuna. Nú er það að sjálfsögðu rétt, að Framsókn- armenn gerðu líka ályktun um raforkumál. En þar ríkti hvorki sami stórhugur né framtak til raunhæfra aðgerða sem hjá Sjálf- stæðismönnum. Bændur sáu þetta og skildu glöggt og varð því nið- urstaðan í sumarkosningunum að fjöldi kjósenda í sveitum lands- ins sögðu skilið við Framsókn og fylktu sér um framfarabaráttu Sjálfstæðismanna. Það var tvennt sem færði þeim sigurinn eins og flestir vita: Ó- ánægja bænda yfir gerræði og okri SÍS og kaupfélaga þess og hin stórhuga stefna Sjálfstæðis- manna í raforkumálum. Með því að styðja Sjálfstæðis- flokkinn í kosningunum tryggðu bændur sér það sjálfir að stefnan yrði gerð að veruleika. Þegar samningar um stjórnarsamstarf hófust milli flokkanna voru það að sjálfsögðu Si álfstæðismenn, er sigrað höfðu í kosningunum, sem gátu mestu ráðið um þetta mál. Þeir komu strax fram með ákveðna tillögu um að verja ekki minna en 20 millj. kr. árlega til raforkuframkvæmda meðan Framsókn svaraði óljóst eins og véfréttin i Delfí. Og merkin sanna verkin. Stefna núverandi stjórnar í raforkumálunum er bein út- færsla á fundarsamþykkt lands- fundar Sjálfstæðisflokksins. Tíminn getur auðvitað haldið áfram að belgja sig upp og hæla sér óverðskuldað ef það er eina leiðin til að lappa upp á bilað sjálfstraust. Mbl. hefur enga löng un til að halda uppi erjum um þetta þýðingarmikla mál. Það er gott að Framsókn hefur nú um skeið verið fáanleg til samstarfs um þetta. En svo hefur ekki alltaf verið. Sjálfstæðisflokkurinn varð einn að vinna brautryðjanda- starfið með rafvirkjunum Reykja víkur í skæðadrifu haturs, þröng- sýnis, og árása Framsóknar- manna. Og undarleg staðreynd er það að tveir meginþættir raforku málanna, stofnun raforkusjóðs 1942 og 10 millj. kr. framlagið 1946, sem þá voru miklir pening- ar, voru þáðir framkvæmdir þeg- ar Framsókn var utan stjórnar. Þessvegna er gott meðan góðu náir, að Framsókn vill eiga sam- starf um rafvæðingu sveitanna. En kannske hefur hún einn dag- inn meiri áhuga fyrir hinni dægi- legu „vinstri samvinnu“? Bændur eru ekki jafnhrifnir af því að rekin verði sultarpólitík eins og var 1930-^1939. LONDON í jan. — Árás komm- únista á Tacheneyjar er fyrsti sýnilegi árangurinn af endur- skipulagningu kínverska hersins. Endurskipulagning þessi byrjaði eftir Kóreustyrjöldina. @ En í október síðastliðnum var Su Yu hershöfðingi skipaður yfirmaður kinverska hersins og þá var fyrst verulega hafizt handa um að gera kínverska her- inn að nútímaher. Raunverulega hefur kommúnistastjórnin nú yf- ir að ráða nýjum her, sem senni- lega er henni trúrri en gamli her- inn. Kínversku blöðin hafa fært Su Yu viðurnefnið „sá sem alltaf sigrar“. Hann er ekki hár í loft- inu, en athafnasamur mjög, 46 ára að aldri og gat sér gott orð sem foringi skæruliða er Japanar réðust inn í Kína árið 1937. Árið 1949 var hann orðinn vara foringi Þriðja hersins, sem náði Shang- hai á sitt vald. Og árið 1953 var hann orðinn varaforseti kín- 1 verska herráðsins. Amerísku flugmennirnir, 13 talsins, sem eru fangar Pekingstjórnar og mjög hafa verið í heimsfréttum undanfarið. VeU andi óbripar: Hæpið húsráð. BÍLSTJÓRI hefur skrifað mér á þessa leið: , „Það er gamalt húsráð, að strá salti á svell til þess að draga úr hálku og eyða ís á alfaravegi. Þetta húsráð virðist einhver í j gatnahreinsuninni hér í Reykja- i vík hafa þekkt frá fornu fari. Er það algeng sjón hér í bæ, hversu lítið frost sem gerir, að stórir i vörubílar hlaðnir salti aka um göturnar og uppi á pallinum stendur verkamaður með skóflu og þeytir salinu í allar áttir. Veldur stórkostlegu tjóni. SALTIÐ gerir væntanlega eitt- hvað gagn. Það bræðir svell . á götunum. En ráðamenn virðast I ekkert hugsa út í það, að það j veldur stórkostlegu tjóni um leið. , Skaðinn verður hægt og hljóða- laust, en þó miklu meiri en nokk- urn grunar. Því að það er eðlis- fræðileg staðreynd að salt tærir málma. Ef að salt kemst á bif- ' reiðar og liggur á þeim líður ekki á löngu þar til málning eða króm- húð lætur undan og ryðblettir 1 setjast hvarvetna á yfirbygging- * ar þeirra. Ef menn íhuga þetta | nánar þá virðist sú niðurstaða mjög líkleg, að það sé einmitt ’ þessi stöðugi saltmokstur, sem veldur því, að yfirbyggingar bif- reiða endast ver hér í Reykjavík en nokkursstaðar annars. Skaðlegt gróðri. SKAÐSEMI saltsins er ekki öll talin með þessu. Það tærir k vélar, veldur skemmdum á raf- magnslínum og rafmagnstækjum og siðast en ekki sízt má búast við því að eftir allan saltmokstur vetrarins, þegar götur fara að þorna, sé meira saltmagn í ryk- inu, en hollt er fyrir gróður í görðum bæjarins. Þannig langar mig til að benda með hógværum orðum á stórkost- legt tjón sem verður fyrir hugs- unarleysi. Ættu ekki forráðamenn götuhreinsunar að hugsa málið betur í stað þess að nota gamla húsráðið fyrirhyggjulaust — enda þótt hálkan sé afleit, og ekki nema góðra gjalda vert frá bæj- arins hálfu að reyna að reisa rönd við henni með einhverju móti En mætti ekki eins nota sand í stað saltsins? Hann gerir sama gagn en engan skaða. — Með þökk fyrir birtinguna. Bílstjóri". Tvö ljót dæmi til viðbótar. IFYRRADAG hringdi í mig maður einn hér í bænum og sagði mér, að honum hefði, nú með stuttu millibili, verið sendar tvær ýsur sunnan frá Vatnsleysu- strönd, sem báðar hefðu verið með teygjuband um hálsinn, sem komið var inn í bein á fiskunum báðum. Ýsurnar voru báðar dregnar á lóð þar syðra og sá, sem veiddi sendi þær hingað til bæjarins, þar eð honum fannst þetta merkilegt fyrirbæri og þess vert að athygli væri vakin á því. Að sögn mannsins lá teygju- bandið tiltölulega laust um háls fiskanna en taldi þó ómögulegt, að það hefði getað smeygzt utan um háls þeirra í sjónum, það hefði hlotið að hafa gerzt af manna höndum. Hver veldur? JÁ, víst er þetta fyrirbæri merkilegt og það þvi fremur sem hliðstæð dæmi hafa gerzt all mörg nú upp á síðkastið. Væri fróðlegt að vita, hvað eða hver veidur. Benda allar líkur til, að hér sé að verki fáheyrilegur mannníðingsháttur, sem venju- legt fólk mun eiga erfitt með að átta sig á. Su Yu hershöfðingi á sæti í hinni alvalda miðstjórn kín- verska kommúnistaflokksins. Frá því að hann var skipaður yfir- hershöfðingi hefur hann lagt sig allan fram um að endurskipu- leggja herinn og um að ná For- mósu á sitt vald. @ Eitt sérkenni hinnar nýju endurskipulagningar hans kom í ljós í skipun, sem hann lét birta í okt. síðastl. þar sem 450 þús. æskumenn voru kvaddir til her- þjónustu strax í næsta mánuði. Æskumenn þessir eiga að vera þrjú ár í landhernum, 4 ár í flot- anum og 5 ár í flughernum og eru þeir valdir, eftir hæfni, í hverja þessara einstöku greina hersins. í desember síðastliðnum sam- þykkti kommúnistastjórnin til- lögur Su Yu um almenna her- væðingu ungra manna á aldrin- um 18—22 ára. Framkvæmd þess- ara tillagna hefst í apríl n.k. Að því er áreiðanlegar fregnir frá Hong Kong herma munu Kín- verjar með þessu móti fá nýan her skipaðan 160—200 herfylkj- um (division) með 14000—15000 mönnum í hverju herfylki. I stað fjögurra sjóherja, þar sem hver hershöfðingi hafði næstum alræðisvald á sínu svæði, koma nú 75 herir og hinir nýju hers- höfðingjar hafa engin völd nema yfir herjum sínum, en eiga ekki að fást neitt við stjórnmál. • Yfirmaður landvarnaráðs Kínverja er Mao Tse Tung og hefur hann alræðisvald yfir öll- um hernum, án nokkurrar íhlut- unar af hálfu þjóðþingsins. Til- gangurinn með þessum breyting- um er augljós. í febrúar síðast- liðnum fekk miðstjórn kommún- istaflokksins skýrslu frá Liu Shao-chi þar sem getið var ræki- lega um hinar „hættulegu sjálf- stæðis-tilhneigingar“ háttsettra hershöfðingja, er stofnuðu sam- heldni flokksins í voða. Peking- stjórnin ætlar að búa svo um hnútana að herkóngarnir frá ár- unum 1920.—1930 komi ekki aftur fram á sjónarsviðið. 0 Engin staðfesting hefur fengizt á því að allir liðsforingj- ar hersins þurfi að vera í komm- ýnistaflokknum. En athyglisvert er að samtímis því sem Su Yu var gerður yfirhershöfðingi var annar hershöfðingi, Lo Jung- Huan skipaður yfirmaður „Hinna almennu pólitísku deilda hers- ins.“ (FNS — Copyrighr). í Akureyri AKUREYRI, 28. janúar. — í gær- kvöldi hélt kirkjukór Akureyrar- kirkju og Einar Sturluson óperu- söngvari kirkjuhljómleika hér í kirkjunni. Organisti kirkjunnar Jakob Tryggvason skólastjóri stjórnaði kórnum og lék undir fyrir Einar Sturluson, en Áskell Jónsson söngstjóri lék undir fyrir kórinn. Einsöngvarar voru þau Kristinn Þorsteinsson, Matthildur Sveinsdóttir og Guðmundur Karl Óskarsson. Á söngskrá kórsins voru lög eftir ísólf Pálsson, Áskel Snorra- son, Sigurð Þórðarson, Helga Helgason, Jacques Arcadelt og Piccalomoi. Ennfremur tvö göm- ul sálmalög. Á söngskrá Einars voru lög eftir Björgvin Guðmundsson, Schubert, Mozart, Bizet og Doni- zetti. Þessir kirkjuhljómleikar voru einhverjir þeir glæsilegustu sem hér hafa verið haldnir, enda var aðsókn ágæt. Eru þeir óperu- söngvaranum og kórnum til hins mesta sóma. Einar Sturluson hef- ur dvalizt hér undanfarnar 3 vik- ur, og þjálfað kórinn. — H. Vald-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.