Morgunblaðið - 30.01.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.01.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 30,.jan. 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vlgur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. FlótSinn fró kommúnistum ÞAÐ hefur stundum heyrzt sagt um styrjöldina í Indó-Kína, að hún sé „frelsis og sjálfstæðis- barátta“ nýlenduþjóðar gegn ný- lendukúgurunum. — Víst getur nokkuð verið til í þessu, enda Ijóst að þjóðernistilfinning nú í fyrsta skipti verulega farin að gera vart við sig í löndum suð- austur Asíu. Blöð kommúnista hafa einkum hampað því mjög að þar sé um frelsisbaráttu að ræða. Öll hin austræna þjóð hafi sameinazt undir merki kommúnista til þess að hrinda af sér franskri ánauð. Það má að vísu gera ráð fyrir því og getum við íslendingar litið í okkar barm um það, að hin austræna þjóð mun ekki vera hrifin af franskri fjarstjórn og nýlenduveldi. En hitt er alger fölsun á staðreyndum að halda því fram að Viet-nam búar séu allir hrifnir og sameinaðir um ofbeldisflokka kommúnista í landinu. Þetta sýnir m. a. hinn stór- kostlegi flóttamannastraumur úr norðurhéruðum Viet-nam upp á síðkastið, sem enn fer vaxandi eftir því sem íbúarn- ir kynnast betur ógnarstjórn kommúnista. En fram til þessa hafa nærri 700 þúsund manns rifið sig upp frá heimilum sín- um á Rauðársléttunni. Fiótta- mannastraumurinn hefur orð- ið miklu minni en búizt var við í upphafi og hefur hann vaxið kommúnistum svo i augum að þeir eru nú farnir að gera ráðstafanir til að stöðva hann, enda þótt slikt sé algert brot á vopnahlés- samningunum. í samningunum sem undirrit- aðir voru í Genf s.l. sumar var, eins og kunnugt er, ákveðið að skipta Viet-nam í tvennt og skyldu kommúnistar hljóta nyrðri hlutann þar á meðal alla Rauðársléttuna. Þeim hefur nú þegar verið fengið allt þetta landssvæði í hendur, að undan- tekinni hafnarborginni Haiphong, sem Frakkar munu ekki yfirgefa fyrr en í apríllok n.k. f>að var ákveðið í vopnahlés- samningunum að íbúar landsins mættu allir kjósa sér samastað, hvort sem þeir vildu usdir stjórn kommúnista eða flytjast til Suð- ur Viet-nam. Skyldi sú heimild gilda í 300 daga. Fámennir hóp- ar kommúnista hafa flutt sig norður á bóginn. Hefur tala þeirra verið aðeins eins og dropi í hafinu. En þéttur straumur flóttafólks hefur yfirgefið lands- svæði kommúnista. Virðist auðséð hvaða ályktun verði dregin af þessari staðreynd. Hún er sú að ofbeldisseggir kom- múnista hafa ekki þjóðina á bak við sig. Staðhæfingar þeirra um slíkt eru algerar falsanir. Upp á s'ðVastið hafa komm- únistar gripið til harkalegra ráðstafana til að stöðva flótt- ann, og það þótt 300 daga fresturinn sé ekki útrunninn. Má m. a. nefna mikla harm- sögu sem gerðist nýlega í bæn um Balang skammt fyrir sunn an Hanoi. f byrjun janúar var fundur bæjarbúa hald- inn, þar sem mikill meiri hluti þeirra ákvað að taka sig upp og flýja suður á bóginn. Þegar kommúnistar fengu fregnir af þessu, réðist vopn- að herlið þeirra inn í bæinn daginn eftir, handtóku hundr- uð manna. Síðan stofnuðu þeir svonefndan alþýðudóm- stól að kinverskri fyrirmynd og hafa allmargir fanganna þegar verið skotnir með köldu blóði. Á vegum í nágrenni bæjarins var einnig mikill fjöldi manna á flótta. Her- sveitir kommúnista réðust á flóttamennina, tóku suma þeirra af lífi þar á staðnum, en fangelsuðu aðra. Síðan þessir atburðir og marg- ir aðrir gerðust er nú svo komið, að flóttafólkið er farið að ferð- ast að næturlagi og velur þá frek- ar fáfarna stíga, því að það ótt- ast aðgerðir kommúnistanna. — Brot þessi á vopnahléssamning- unum hafa verið kærð fyrir hinni hlutlausu rannsóknarnefnd, en hún getur ekkert aðhafzt í mál- inu, enda hafa kommúnistar lagt hömlur á ferðir nefndarinnar. Þessar aðgerðir kommúnista hafa reynzt síður en svo vel til þess fallnar að stöðva flótta- mannastrauminn. Því svo mikl- um óhug slær á íbúana að straum urinn fellur nú með meiri þunga en nokkru sinni áður. | Það er víst að þjóðfélagsöflin í Suður Viet-nam eru mjög sundruð. Þar eru margir trúar- flokkar, sem erfitt er að sam- eina í þjóðfélaginu. Þeir eru allir mótsnúnir kommúnistum, en eiga erfitt með að sameinast í eina órofa heild til að sigrast á of- beldisstefnunni. En koma hins mikla fjölda flóttamanna virðist ætla að hafa mikil áhrif í þá átt að styrkja andspyrnuna. Eru þeg- ar farin að sjást þess greini- leg merki, að áhrif frá þeim ætla að valda straumhvörfum í stjórnmálum Indó-Kína. Því að frásagnir flóttafólksins um hið innsta innræti kommún- ista, eins og það hefur kynnzt því, opnar augu manna fyrir hinni miklu hættu. ‘ Það hefur tekizt betur en á horfðist í fyrstu að skapa flótta fólkinu lífsskilyrði í hinum nýju heimkynnum. Ríkisstjórn Viet- nam tók málið mjög föstum tök- um og skipti jörðum á stóru svæði svo að flóttafólkið fengi land til ræktunar. | Ríkisstjórnin undir forustu’ kaþólska forsætisráðherrans Ngo * Dinh Diem hefur mjög styrkzt í aðstöðu við þetta. Er ekki ólík- legt að það eigi drjúgan þátt í því að stjórnin hefur nú komizt heil í gegnum alvarlegan ágrein- ing við herforingjaráð landsins. Er nú svo komið að yfirmenn hersins hafa lýst yfir trausti á ríkisstjórnina og sama hafa nokkrir sértrúarflokkar gert, sem áður voru ósáttir við hana, vegna þess að hún þrengdi nokkuð kost þeirra. Þannig skapa flóttamennirnir ný viðhorf í stjórnmálum lands- ins. En þar að auki ber þess að gæta að það er þýðingarmikið fyrir hagkerfi landsins að fá þarna skyndilega fjölda starfs- samra handa. Þykir augljóst að það muni við þann frið, sem nú hefur skapazt, koma af stað vax- andi framkvæmdum og athafna- semi. ! — Norður!andará8ið Framh. af bls. 1 hann einnig á ráðagerðir um fjölgun þeirra. Minntist Sigurð- ur í þessu sambandi á uppsögn sænsk-íslenzka loftferðasamnings ins og tók svo til orða: pm>' HÆTTA Á AÐ SAMGÖNGUR ROFNI „Af þessu kann að leiða, að flugsambandið milli landanna rofni í framtíðinni, því að samn- ingurinn fellur úr gildi 12 mánuð um eftir uppsögn, hafi ekki náðst samkomulag um endurnýjun fyr- ir þann tíma. Ég ætla ekki að ræða málið nánar á þessu stigi. En augljóst er, að það myndi valda miklum vonbrigðum á fslandi, og yfir- leitt einnig á öðrum Norðurlönd- um, ef einmitt nú yrði lagður steinn í götu flugsamgangna milli íslands og Skandinavíu. Flugið hefir rofið einangrun íslands, og íslenzkar flugferðir til Norður- landa eru einn veigamesti hlekk- ur keðjunnar, sem tengir fslend- inga bræðraþjóðunum á Norð- urlöndum“. Tillögunni var vísað til fjár- hagsnefndar, og er búizt við, að það verði tekið til afgreiðslu á mánudag. Emil Jónsson á sæti í fjárhagsnefnd. Gísli Jónsson var kjörinn formaður félagsmála- nefndar og Sigurður Bjarnason varaformaður laganefndar. Hörð kepp oi veri r Ámanns SKJALDARGLÍMA Ármanns 1955 verður háð að Hálogalandi þriðjudaginn 1. febr. n.k. Keppendur eru 11 þar af 5 frá Glímufélaginu Ármanni, 5 frá Ungmennafélagi Reykjavíkur og 1 frá Ungmennafélagi Biskupstungna. Meðal keppenda eru allir beztu glímumenn landsins og skal þar fyrst til nefna Ármann J. Lárusson UMFR og Rúnar Guðmundsson Á. Ármann J. Lárusson er núver- hafa lagt glímukónginn þó það andi glímukóngur íslands og eitt sé ekki nóg til sigurs, en það skjaldarhafi. Rúnar Guðmunds- bendir aftur á móti til þess að son er fyrrverandi glímukóngur enginn gengur öruggur um sigur og skjaldarhafi. Hann hefur s.l. ár starfað við löggæzlu á vegum Sameinuðu þjóðanna og því ekki getað tekið þátt í keppni. Hann kom heim 21. þ. m. og gengur strax til leiks. Guðmundur Jónsson UMFR og Kristmundur Guðmundsson Á fá nú að reyna sig við ókunnan ungan mann, Bjarna Sigurðsson UMF. Bisk., son Sigurðar Greips- sonar. Verður gaman að sjá þessa 3 fulltrúa yngri kynslóðarinnar reyna með sér, en einnig munu þeir hita þeim sem eldri eru. Gísli Gumundsson (bróðir Rúnars) er í góðri æfingu og t.d. stökk hann 1.82 m í hástökki nú nýlega, þó hann mælist ekki svo hár sjálfur. Hann vann flokka- glímu Reykjavíkur í þyngsta flokki s.l. og einnig mun hann til leiks. Vcfud andi ólrij^ar: Um hvað er sjónleikurinn „Nói“? Rödd frá áhorfanda: SJÓNLEIKURINN, sem Leik- félag Reykjavikur sýnir um þessar mundir, er býsna athyglis verður, og hugsa ég, að mörgum fari líkt og mér, eftir að hafa séð hann, að þeim verði mörg atriði úr honum minnisstæð og boð- skapur leiksins í heild holl hug- vekja. En um hvað er þá þessi sjónleikur um gamla Nóa? Sum- ir virðast ætla, að hann sé helzt fyrir börn, en það er nú öðru Mörg vandamál er sjálfsagt eftir að leysa, en svo mikið er víst að ríkisstjórn Ngo Dinh Diem, sem virtist útlitið ugg-! vænlegt fyrir nokkrum mán- uðum, er nú orðinn miklu vonbetri en áður um það að andstæðingum kommúnista takist að sigra þá í kosning- um þeim, sem fram eiga að fara í landinu 1956. nær. Vitaskuld hafa börn og ungl ingar gaman að kátbroslegum til- tektum Nóa og að dýrunum hans en það er skemmtun, sem full- or-ðnir njóta engu síður. Gaman- semi höfundar virðist mér mjög stillt í hóf og farið með þau at- riði af mikilli listfengi, en boð- skapur leiksins og allur þung- inn í orðum höfundarins virðist mér liggja í tveimur síðustu þátt unum. Þar er trú Nóa gamla reynd til hins ítrasta og hún stenzt hverja raun. Óbifanleg trú. LEIKURINN er um trú gamals manns, óbifanleg í öllum straumtökum lífsins og í skjóli hennar tekur hann til óspilltra málanna við að endurreisa og byggja eydda jörð að leikslokum. Að þessu leyti er leikurinn kröft- ug prédikun, örvandi og hug- hreystandi, og þessi virðast áhrif leiksins einmitt hafa verið hjá öðrum þjóðum, sem nývérið hafa kynnst af eigin raun spilltu landi og eyddu í kjölfari Stríðs. Óþarfi þykir mér að greina sérstaklega frá þeirri skemmtun, sem góðir leikendur gerðu mér, nafn Brynjólfs Jóhannessonar á þeim lista er alltaf nokkur trygg ing — en hafið allir þökk fyrir sýninguna. — Áhorfandi“. Um skipbrotsmanna- skýlin. UM ekkert hefur verið talað meir undanfarna daga en hin hörmulegu sjóslys og mann- skaða sem urðu út af Vestfjörð- um, nú í vikunni. í samræðum er ég átti um þetta við nokkrá menn aðra, bárust í tal skipbrots skýli Slysavarnafélagsins, sem komið hefur verið upp meðfram ströndum landsins. Þau eru vissu lega einn raunhæfur liður í slysavarnastarfinu og nauðsyn- legt að þau séu sem bezt úr garði gerð. Skýli þessi eru að jafnaði opin af skiljartlegum ástæðum og treyst er á, að fólk, sem þang- að kann að eiga erindi, gangi þar um allt sómasamlega og skilji við ekkert í verra ástandi heldur en þegar að var komið. Skjlda hvers og eins. ÞVÍ miður hefur sum staðar orðið hér mikill misbrestur á og munu jafnvel dæmi til þess, að hafðar hafa verið í frammi gripdeildir og spjöll af óhlut- vöndum mönnum, sem séð hafa sér leik á borði að láta þarna greipar sópa. Hverjum lifandi manni hlýtur að vera ljóst hve auvirðilegar — og glæpsamleg- ar — slíkar aðfarir eru. Vel út- búið skipbrotsmannaskýli getur — og hefur orðið mörgu manns- lífinu til bjargar — til þess er það ætlað. Þess vegna er hverj- um og einum, sem einhverra hluta vegna stígur inn fyrir þrö- skuldinn á slíkum griðastað, skylt að hafa það bjargfast í huga, að björgun manns lífs get- ur riðið á því að umgengni hans og viðskilnaður sé með þeim hætti, sem samvizkusömum og ábyrgum manni sæmir. —2 Sá brennist oft er bálið kveik- ir. — Armann J. Lárusson. Keppendur eru sem hér segir: Anton Högnason Á, Ármann J. Lárusson UMFR, Baldur Krist- insson Á, Bjarni Sigurðsson UMF Bisk., Gísli Guðmundsson Á, Guðmundur Jónsson UMFR, Hannes Þorkelsson UMFR, Karl Stefánsson UMFR, Kristján H. Lárusson UMFR, Kristmundur Guðmundsson Á og Rúnar Guð- mundsson Á. Keppt er um Ár- mannsskjöldinn, gefandi Eggert Kristjánsson stórk. Ármann J. Lárusson er skjaldarhafi og hefur hann unnið skjöldinn tvisvar og vinnur hann til eignar, vinni hann þessa keppni. Ferðir að Há- logalandi verða frá afgr. sérleyf- ishafa við Kalkofnsveg og með strætisvögnum Reykjavíkur. (Fréttatilk.) — Kítia ábyrg! Framh. af bls. 1 við Chou En-lai, og sagði hann ekki hafa virzt beinlínis ófúsan til að fallast á að senda áheyrn- arfulltrúa. Brezkir stjórnmálamenn hafa undanfarið verið' bjartsýnni en Bandaríkjamenn á að koma mætti á vopnahléi með komm- únistum og þjóðernissinnum á vegum SÞ. — En Bandaríkin hafa tjáð sig fvllilega fús til að sÞ’ðia þá viðleitni SÞ í öllu. Hins vegar mun Bretum hafa þótt dökkna í álinn við þær við- tökur er uppástungan um áheyrn arfulltrúa fékk í Peking. ★ KJARNI MÁLSINS — í NÆSTU VIKU Vonir standa til, að nokkuð muni hafa dregið úr bardögum á Formósa-svæðinu, þegar örygg- isráðið tekur að ræða kjarna málsins, vopnahlé, en sennilega verður það ekki fyrr en í næstu viku. Sennilega verður þá einnig búið að löggilda gagnkvæman varnarsamning Bandaríkjanna og Formósu-stjórnarinnar. Brezkir stjórnmálamenn álíta, að aðalvandamálið í bili sé að halda aftur af árásum kínverskra kommúnista á Tachen-eyjarnar, meðan þjóðernissinnastjórnin flytur herlið sitt þaðan undir vernd flughers og sjóhers Banda- ríkjamanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.