Morgunblaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 1
16 síður DuEies slcýrir Formósa málið RÚSSAR HERFERÐ HEFJA ÁRÓÐURS- I ÖRYCCISRÁÐINU ár -----* Atta forsœtisráÖherrar á fundi í London MáSverkafalsari fœr 16 mánaÖa fangelsi -3> John Foster Dulles, utan- ríkisráðherra Bandaríkj- anna, leggur Formósamál- ið fyrir utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings.. BONN, 25. jan. — Fölsunarsnill- ingurinn, Lothar Malskat, sem m. a. gerði 21 helgimynd í Maríu- kirkjuna í Liibeck og hlaut fyrir þær þann dóm sérfræðinga að hér væri um að ræða „merkilegasta fund miðalda málara, sem gerð- ur hefir verið á þessu ári“, hef- ur verið dæmdur í 16 mánaða fangelsi. Hinn raunverulegi sökudólgur í þessu sögulega máli, safnarinn Dietrich Frey, sem seldi tugi af falsmyndum Malskats, er gerðar voru eftir myndum gamalla og nýrra meistara, til listaverkasala, hlaut 18 mánaða fangelsi. Málið upplýstist, er Malskat gaf sig sjálfur fram við lögregl- una. Malskat hafði verið falið að hressa upp á miðaldamálverk í Maríukirkjunni í Lúbeck, en mál- verk þessi höfðu farið illa, er kirkjan varð fyrir skemdum i stríðinu. Frey fól honum þetta verk, en þegar Frey sá málverk- in, sem Maiskat hafði gert sjálf- ur, í stað þess að lagfæra gömlu málverkin, var.ð hann stórhrifinn. Ein af fynrmyndum málarans reyndist síðar vera Raspútin, trúnaðarmaður síðasta keisara Rússa, og önnur reyndist vera af föður Malskats. Adenauer kanslari, sem er list- hneigður mjög, skoðaði hin „ný uppgötvuðu“ iistaverk, og Frey var sæmdur heiðursmerki fyrir framlag sitt til listarinnar. Ráð- gerð var farandsýning með eftir- líknar af málverkunum, og m. a. reyndi Gústaf Adolf Svíakon- ungur að fá sýninguna til Sví- þjóðar, en hann hafði séð eitt af málverkum Malskats. En er frá leið reiddist Malskat yfir því að heiðurinn fell allur í skaut Freys, en sjálfur vann Malskat fvrir tímakaup, hálft annað mark (6 ísl. kr.) á klukku- stund. Hann sneri sér til lögregl- unnar. í réttarhöldnnum voru Mal- skat og Frey eins og hundur og köttur. Frey sór og sárt við lagði að hann væri saklaus. Hann hefði ekkert um það vitað, að Picasso- málverkin eða Rembrant og van Dyck málverkin, sem Malskat seldi honum og sem hann seldi svo sjálfur síðar ýmsum lista- verkasölum með geypihagnaði, hafi verið falsaðar. Er það svo, svaraði Malskat, en hvernig stendur á því, að það er kötturinn yðar, sem spígsporar á einu hinna „ósviknu' Munch málverka, sem ég seldi yður. Málningin var ekki orðir. purr á því, þegar þér fenguð það. Allmargir listaverkasalar hafa ekki reynst allir þar, sem þeir eru séðir í þessu máli. Þeir virð- ast hafa rekið stórverzlun með „ósvikna" meistara, sem þeir keyptu, eir.k.um af Majskat sjálf- um, fyrir vægast sagt hóflegt verð. Þegar harðast svarf að eftir stríðið, var verðið á Rembrant málverki fjögur smjorkíló og á Picassó málverki 10 vindlinga- pakkar. Maiskat veit ekki sjálf- ur hve mörg málverk hann hefir falsað, „en þau eru svo mörg, að þau myndu nægja til þess að fylla sýningarsalina í Louvre“. sagði hann við réttarhöldin. Enginn vafi er á gæðum íals- ananna. Mc Chogall hlaut Mal- skat fölsun sf einu af sinum eigin málverkum, og hélt að málverkið væri ósvik ð. Ástæðan til þess að Malskat fór inn á þessa braut er sú, að hann hefir fyrir stórri fjölskyldu að sjá. Forsætisráðherra Dana H. C. Hansen. KAUPMANNAHÖFN 31. jan. — Stjórn sósíaldemókrata í Dan- mörku samþykkti í dag í einu hljóði að mæla með H. C. Han- sen, núverandi utanríkismálaráð- herra, sem forsætisráðherra, í stað Hans Hedtoft, að því er sagt er samkvæmt góðum heimildum. H. C. Hansen mun átram gegna embætti utanríkisráðherra. NTB-Reuter. Hears! í Rússlarál NEW YORK í jan. — William Randolph Hearst, yngri, ritstjóri Hearsblaðanna í Bandaríkjunum, er nú staddur í Moskvu. LONDON, 31. jan. ÁTTA forsætisráðherrar í brezka samveldinu komu til fundar í London í dag. Fyrir fundinum lá yfirlýsing Molotovs, utanríkisráðherra Rússa, um það að rússneska stjórnin hefði hvatt Pekingsstjórnina til þess að senda full- trúa á fund öryggisráðsins, sem hófst í New York í dag. Fundurinn í öryggisráðinu er haldinn að tilmælum Nýsjá- lendinga, en formaður ráðsins í þessum mánuði er Monroe, fulltrúi Nýsjálendinga. Molotov kallaði sendiherra Breta í Moskvu í dag á sinn fund og skýrði honum frá því, að Sovétstjórnin hefði hvatt Pekingsstjórnina til þess að senda fulltrúa á fund öryggis- ráðsins, til þess að gera grein fyrir sjónarmiðum sínum í sambandi „við íhlutun Bandaríkjamanna um innanríkis- mál Kínverja.“ Ekki er enn vitað hver verður fulltrúi Kínverja, en líklegast er talið að það verði sjálfur Chou En Lai. Á fundi ráðherra brezku sam- veldislandanna, sem settur var í j London í dag, hélt Churchill ræðu og gerði grein fyrir hinum alvarlegu horfum við Kínastrend ur. Fregnir eru á lofti um það, að Nehru, forsætisráðherra Ind- lands, muni snúa sér til Peking- stjórnarinnar og að Churchill muni beita persónulegum áhrif- um sínum hjá Eisenhower til þess að koma á vopnahléi í Formosa- sundi. SJÖUNDI HERINN Sjöundi bandaríski flotinn er nú undan norðurströnd Formósu, reiðubúinn að verja undanhald Þjóðernissinna frá Tachen-eyj- um. — í flotanum eru fjögur eða fimm flugvélaskip, sex beitiskip og fjöldi tundurspilla. — Auk þessa hafa Bandaríkjamenn tvær herdeildir orrustuflugvéla á For- mosu, sem aðstoða eiga við brott- flutninginn. í skýrslunni, sem Molotoff af- henti sendiherra Breta í dag, seg- ir að Sovétstjórnin sé samála brezku stjórninni um það að mik- ilvægt sé að ástandið við For- mosu sé rætt í öryggisráði sam- einuðu þjóðanna. Fulltrúi sovétríkjanna, Sobo- lev, hefur fengið fyrirskipun um að mæla með því að málefni For- mosu og annarra evja við Kína- strendur verði tekið upp í örygg- isráðinu. Á fundi öryggisráðsins í dag var rætt um tillögu Nýsjálend- inga um það að Pekingstjórninni skyldi boðið að senda fulltrúa á fund ráðsins. Fulltrúi Rússa bar fram sam- hljóða tillögu um boð til handa Pekingstjórninni um að senda fulltrúa á fundinn. „Svipur ocs blær" stræflslns RÓMABORG 20. jan. — Lista- menn mótmæltu í dag í verki öllum hávaða, braski, kvikmynd- um og vélaskrölti, en urðu að láta undan síga fyrir lögreglu- valdi. Þetta var á Via Margutta. í hjarta listamannahverfisins við Piazza di Espagna í Rómaborg. Málarar og höggmyndamenn, sem hafa vinnustofur sínar þarna, Framh. á bls. 12 Pimsesson fei í opinbera heimsókn LONDON 31. jan.: — Margrét prinsessa, systir Elísabetar drottn ingar, lagði af stað í dag í opin- bera heimsókn t>\ Vestur-Ind- landseyjanna. í fyrsta áfanganum flaug prins essan til Montreal í Kanada. 20 þúsund manna herlið TAPAIE 31. jan.: — Kínverska þjóðernissinnastjórnin hefur enn ekki tekið endanlega ákvörðun um brottflutning herhðsins frá Tacehen eyjum. Stjórnin hefur gefið herliði sínu, en í því eru 20.000 manns, skipun um að vera á varðbergi gegn yfirvofandi innrás komm- únista. Chiang Kai Chek er talinn bíða átekta og ætla að siá hvernig Eisenhower notar heimild þá, sem liann hefur fengið hjá þing- inu um varnir Formósu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.