Morgunblaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 1. febrúar 1955 fnginn yfirmanna á Agli rauða var á sljórnpalii mel færeysk- um hásetum er strandið var Dr. Þorkell Jóhannesson: ÞEGAR Sjóréttur Reykjavíkur kom saman í gærmorgun, og hóf rannsókn á strandi togarans Egils rauða frá Neskaupstað, lagði skipstjórinn, Guðmundur tsleifur Gíslason, skýrslu sína lyrir dómendur, þá ísleif Árnason borgardómarafultrúa og með dómendur hans, skipstjórana, Jónas Jónasson og Pétur Björns- son. Skýrsla skipstjórans var á þessa leið: SKÝRSLA SKIPSTJÓRANS Miðvikudaginn 26. janúar kl. 13,30. Snúið til lands eftir að hafa athugað veiðiveður. Kl. 14,3Ó stöðvað tæpa 1,0 sjóm. inn- an við Rit, réttar 2,0 sjóm. frá landi. Síðan látið reka. Á meðan látið var reka leit ég tvisvar upp og sá ég, að skipið rak inn með Grænhlíðmni utan við skipin, sem lágu til ankers inn með allri Grænhlíð. Innsta skipið lá und- an innra horni hlíðarinnar (Hvestu). í bæði skiptin sá vel til skipanna. KIPPA AD INNSTA TOGARANUM Um kl. 18,00, er ég kom upp til þess að fara í mat, sá ég ljósið á innsta skipinu og miðaðist það í NA á áttavita skipsins. Sagði ég þeim, sem var fyrir vakt í brú, Berg Nielsen, færeyskum manni með skipstjórapróf, sem liefur verið skipstjóri á færeysk- um togara, að kippa að þessu skipi, og hringdi ég sjálfur á liæga ferð áfram. Leit á vél- símann, sem svaraði sömu ferð og beðið var um. Eftir því, sem síðar kom fram, hefi ég grun um, að ferðin hafi verið meiri en beðið var um. Á vakt í brú með Berg Nielsen voru þeir Ólavur Joensen, sem var við stýri, og Jens Edvald Viderö. Veður var þá aðeins snjó- mugga, en sást þó vel til skip- anna, en allan þenna tíma var liægviðri en nokkur alda, er lá inn með Grænuhlíð. TÓK TVISAR NIÐRI Fór ég síðan aftur í í mat. Þegar ég var búinn að borða, fór ég vpp í brú. Þegar ég kom upp opnaði ég glugga, leit út og sá ekkert ljós, hringdi á stopp og setti radar í gang, en rétt í því tók skipið einu sinni niðri. Hringdi þá á fulla ferð aftur á bak og setti stýrið hart í stjb. Kallaði ég til loftskeytamanns um að ná samb. við b.v. Austfirðing að við værum strandaðir innar lega undir Grænhlíð. Náði hann strax sambandi við hann. Losn- aði þá skipið. Rétt á eftir fann ég að togarinn kastaðist til þannig að það (skipið) snen inn með landinu. Þorði ég þá ekki að bakká lengur og ætlaði að taka fullt áfram. Ég var að hringja, en í því tók skipið svo hastar- lega niðri, að ég hentist frá vélsíma yfir að dyrunum stb.- megin. í því að ég stóð upp var liringt úr vél á stöðvun. SJÓR í VÉLARRÚMIÐ Rétt á eftir kom I. vélstjóri, Guðmundur I. Bjarnason, upp í brú og tilkynnti, að skipið væri rifið i botninn í vélarrúmi. Hann sagðist ætla niður og opna ventla á katli, sem hann og gerði. Eftir þetta gekk sjó yfir skipið allt í'ólögunum. Reynt var að ná öllum mönnunum upp í brú og þangað náðust allir nema 4 menn, sem liorfnir voru. SeQdár voru upp eldflaugar, reynt að kynda bál, en hvort- tveggja tókst illa. BJORGUNIN Hafst var við í kortaklefa og í ganginum niður til skipstjóra- íbúðar, svo langt sem hægt var fyrir sjó. Brúin lá öll í sjó stjb. megin. Milli kl. 9 og 10 íimmtu- dagsmorgun 27. jan. hófst björg- un frá sjó. Þrettán mönnum var bjargað frá sjó, einn losnaði úr björgunarstólnum og fórst. Um kl. 14,00 hófst björgun úr landi. 16 mönnum var bjargað í land. Voru þá allir farnir úr skipinu, sem á lífi voru. Er skipstjórinn hafði staðfest skýrsluna, hófu dómendur að spyrja skipstjórann um ýmis þau atriði sem fram komu í skýrslu hans. LJÓSID VAR HORFIÐ Er skipstjórinn hafði ákveðið „að kippa Agli rauða“ í námunda við það skipið, sem við festar lá undir innra horni Grænuhlíðar, var togaranum nú snúið í stefnu á ljós þessa togara, en skipstjór- inn fór síðan niður í matsalinn. En er skipstjórinn kom upp í brú aftur, er hann haft matazt, gekk hann rakleitt að glugga í brúnni, opnaði hann og sá nú hvergi tog- araljósið, sem stefnan hafði ver- ið sett á, — og líst er í skýrsl- unni. ALLIR HURFU ÚR BRÚNNI Skipstjórinn sagði réttinum frá því að er skipið tók niðri í fyrra skiptið, hafi hann verið inni í kortaklefanum, en er hann þusti þaðan fram á stjórnpall, voru allir horfnir, sem þar höfðu verið. Sjálfur greip hann stýrið. Inni í kortaklefanum hafði hann verið við radarinn, sem var að hitna, en radarinn var í lagi, en ekki í gangi. „Upphaf stériltgeriai: landi Á 19. ö SÍÐASTLIÐINN sunnudag flutti dr. Þorkell Jóhannesson, rektor Háskóla íslands, fyrirlestur í hátíðasal Háskólans um „Upp- haf stórútgerðar á Norðurlandi á 19. öld“. Var fyrirlestur þessi hinn fróðlegasti, vel fluttur og í alla staði vel til hans vandað. -£• BÁTASMÍÐ OG NÝJAR | Eyjafjörður varð brátt mið- VEIÐIAÐFEUÐIR EFLAST stöð hákarlaveiða við Norður- 1774—1737 | land eftir að fjör tók að færast Rakti dr. Þorkell fyrst ástæður til muna í þá atvinnugrein nyrðra þær, er liggja til þess, að Norð- um miðja 19. öld. Lá Eyjafjörður lendingar urðu hvergi nærri mjög vel við helztu hákarlaslóð- sjálfum sér nógir um sjávarafla um, enda voru skipalægi þar allt fram á miðja 19. öld, og hví bezt og tryggust norðanlands, úr sjósókn hefði ekki staðið til mik-( þvi þilskipaútgerð hófst. illa muna undir afkomu þeirraj og framfæri, nema í tiltölulega fáum stöðum, sem bezt lágu við sjó og áttu litla úrkosti aðra. Telur dr. Þorkell, að drýgstur skriður hafi komið á fram- kvæmdir um bátasmíð og nýjar veiðiaðferðir með konungsverzl- HAKARLAVEIÐAR EFL- AST — HÁKARLALÝSI EFTIRSÓTT Fram að miðri 18. öld hafði lítt verið hlynnt að hákarlaveið- um, en frá því um og eftir miðja 18. öld höfðu stjórnarvöld og uninni síðari (1774—1787), er lét^kaupmenn áhuga á því, að há athuga m. a. annars atnuga allar að- stæður í landshlutum, er skemmra voru á veg komnir í sjávarútveg á þessum árum, þ. e. Vestfirðir, Norðurland og Aust- urland. Fór Ólafur Ólafsson frá Eyri (Olavius) í þessa rannsókn- arferð. Má segja, að sjávarafli fyrir Norðurlandi á síðari hluta 18. aldar og byrjun 19. aldar skiptist í þrjá meginþætti: Fisk- afla, selveiði og hákarlaveiði. ★ HÁKARLSAFLI OG SELVEIÐAR STÓÐU AÐ MESTU UNDIR LÝSIS- ÚTFLUTNINGI Ræddi dr. Þorkell síðan sel- veiðar og hákarlaveiðar fyrir Norðurlandi á 18. og 19. öld. En fram um miðja 19. öld stóð há- karlsaflinn og selveiðin að mest- um hluta undir lýsisútflutningi héðan af landi. Benti dr. Þorkell á þá staðreynd ,að selveiðar í Þingeyjarsýslu vógu í útflutn- ingsverzluninni meira en öll fisk- veiði og hákarlstekja allt frá Horni að Gjögrum á árunum 1764—1773. Austurbæjarbíói kvöld í MATSAL OG Á BÁTAPALLI Þegar skipið tók niðri í fyrra skiptið, munu flestir skipverjar hafa verið inni í borðsal, en er það tók niðri í seinna skiptið og festist, munu þeir flestir hafa verið komnir út að björgunar- bátunum, sem báðir voru ónot- hæfir. Milli bátapalls og skip- stjóraklefans hurfw þeir íslend- I ingarnir fjórir sem fórust með ' skipinu. Allir skipsmenn aðrir komust inn í stjórnpallinn. Fær- eyingurinn fórst, er hann var að fara í stólinn og ólagið reið yfir skipið. ÝMIS ATRIDI VARÐANÖI SKIPSTJORNINA Næst spurðu sjódómendur skip- stjórann um ýmiss mikilvæg atriði varðandi skipstjórnina. Þar kom m. a. fram, að skipstjórinn taldi vaktarformanninn á stjórn- palli, Færeyinginn Berg Nielsen, ekki hafa látið stýra togaranum samkv. þeim fyrirmælum, sem hann hafði gefið þar um. Skip- stjórinn kvaðát þó ekki hafa sann færst um að svo væri. Aðspurður kvaðst skipstjórinn ekkert hafa vitað um vitann á f kyöld kl n 30 efnir Hallbjörg Sléttunesi og fyrst tekið eftir Hjarnadóttir söngkona, sem nú honum um nottina. Nokkru aður stödd hér á landi? til mjðnæt- en skipið strandaði, telur skip-; nrskemmtunar í Austurbæjar- stjórinn skyggni hafa verið um \yíói, með aðstoð systur sinnar, eina mílu, a. m. k. hafi verið um' Steinunnar Bjarnadóttur leik- míla að togara þeim, sem kippa, konu og manns síns, Fisher átti Agli rauða að. Ekki kvaðst t Nielsen. Frúin mun syngja og skipstjóri sérstaklega hafa athug- að landsýn. auk þess stæla raddir margra hinna þekktustu söngvara, af innlendum söngvurum, þá Stefano íslandi og Eggert Stef- ánsson. Steinunn mun og syngja og maður Hallbjargar skemmta VIBORG. — Það slys vildi ný- lega til, að Rudolf Christensen, landbúnaðarráðunautur, frá Ett- rup við Viborg, féll á skíðastaf með látbragðslist, hraðteikning- sinn og rakst stafurinn upp í um o. fl. — Myndin sýnir Hall- vinstra auga hans. Við læknis- j björgu í einum búninga þeirra, rannsókn reyndist augað svo; sem hún mun koma fram í í skaddað, að taka varð það burt j kvöld. Mun söngkonan eiga ým- með uppskurði. i islegt nýtt til í pokahorninu. karlaveiðar væri auknar, þar sem hákarlalýsi varð æ verðmætara vegna mikillar eftirspurnar ytra. Fyrst í stað mun skortur á góð- um hákarlaskipum hafa staðið veiðum þessum nokkuð fyrir þrifum. Skýrði dr. Þorkell í þessu sambandi nokkuð frá bátaeign landsmanna á síðari hluta 18. ald- ar og byrjun 19. aldar. Upp úr 1830, og á Norðurlandi um 1850, tók þilskipum verulega að fjölga. Talið er, að danskur kaupmaður, Thaae á Raufarhöfn, hafi fyrstur gert út þilskip til hákarlaveiða fyrir Norðurlandi. Hafði Thaae 2—3 þilskip á árunum 1852—55, lifrarbræðslu á Raufarhöfn og annan útbúnað til útgerðar. ★ UPPGANGSÁR ÞILSKIPANNA NYRÐRA Rakti dr. Þorkell nánar upp- gangsár þilskipanna nyrðra. Fyrsta innlenda þilskipið var gert upp úr gömlu hákarlaskipi veturinn 1852—1853. Voru eig- endur þess og smiðir, Þorsteinn Danielsson á Skipalóni og Flóvent Sigurðsson, snikkari. Fjölgar þil- skipum upp úr þessu svo ört nyrðra, að með fádæmum er, en hákarlasókn á opnum bátum leggst niður á einum 10 árum. Skýrði dr. Þorkell nú frá þró- un hákarlaveiða í Þingeyjarþingi, einkum Grýtubakkahreppi, en þar átti þorri bátanna í sýslunni heima, og óx útvegur þar á ár- unum 1850—60 svo, að vafasamt er, hvðrt noklcurt byggðarlag á landinu hafi, er hér var komið, reynt þvílík viðbrigði í atvinnu- og starfslífi sínu, enda var há- karlaútgerðin stöðugust þar og litlum sveiflum háð. Samkvæmt hagskýrslum frá 1859 er Grýtu- bakkahreppur fjórði stærsti þil- skipaútgerðarstaður landsins. En þá voru flest skip í Eyrarhreppi (Isafirði), Holtshreppi í Fljótum og Hvanneyrarhreppi (Siglu- firði). ★ STRAUMIIVÖRF í ÚTGERÐ NORÐLENDINGA EFTIR 1855. Lýsti dr. Þorkell síðan þeim þætti, er upphaf blaðamennsku og fréttaflutnings átti í því, að auðveldara varð að fylgjast með þessum fyrstu stóru áföngum í sögu íslenzkrar útgerðar í hin- um ýmsu landshlutum. Á Norð- urlandi gætti í þessum efnum einkum áhrifa blaðsins „Norðra", er hóf göngu sína á Akureyri árið 1853, enda sýndi „Norðri“ áhuga fyrir eflingu hvers konar útvegs. M. a. mun „Norðri“ hafa hvatt til þess, að tekinn væri svo fljótt sem auðið væri upp betri báta- kostur, enda verða straumhvörf í þessum efnum í útgerð Norð- lendinga rétt eftir 1855, og hefst þá skútuöld hjá þeim. Tóku menn um það bil einn- ig að leggja stund á siglinga- og sjómannafræði, þar sem stærri skip kröfðust meiri aðgæzlu í meðförum. Þorkell Jóhannesson rektor. * ÁN HÁKARLAÚTVEGSINS HEFÐI LÍFSBARÁTTAN ORÐIÐ FULLHÖRÐ Drap dr. Þorkell síðan á hlut útgerðarmanna og sjómanna í Grýtubakkahreppi fram til ársins 1856. Útvegsbændur báru mest úr býtum hlutfallslega og margir voru máttarstólpar síns byggðar- lags. Jafnframt áttu þeir mest á haattu, einkum er stærri skip komu til sögunnar, þar eð þá kom brátt til meiri skipsskaða og sjóslysa, enda lengra sótt og djarflegar en nokkru sinni áður á gömlu hákarlaskipunum. Út- gerðarmenn á Norðurlandi höfðu ekki samtök með sér til trygging- ar skipastóli sínum fyrr en 1368. Hinsvegar gerðu vestfirzkir út- gerðarmenn með sér samtök um samábyrgð á skipum sínum í árs- lok 1853. Allur fjöldinn af hákarla- mönnum mun hafa verið fátækir menn og arður þeirra af hákarla- veiðum var helzta lífsbjörg þeirra, en hinsvegar hefði lífs- baráttan án hákarlaútvegsins orðið mörgum fullhörð. ★ „.. ÚTVIRKI NORÐLEND- INGA .... TIL FRAMFARA OG FRAMTAKS ....“ Lauk dr. Þorkell máli sínu svo: „Gömlu útvegsheimilin í Haga- nesi og Hrauni í Fljótum, í Döl- um, á Siglunesi og Höfn á Siglu- firði, : Hámundarstöðum, Ilellu, Syðstabæ, Hrísey, Ytribakka, Arnarnesi og Skipalóni í Eyja- firði, á Grýtubakka, Nesi, Hvammi, Höfða, Grenivík, Svín- árnesi og Látrum í Grýtubakka- hreppi, eru nú fyrir löngu orðin að óljósri minningu í huga fá- einna gamalmenna og flestum gleymd með öllu. Þó voru þessir staðir eitt sinn helzta útvirki Norðlendinga í sókn þeirra til framfara og framtaks, til auðugra og betra lífs, enda eru þaðan með ýmsum hætti margar stoðir runnar að sumu því, er helzt varð til bjargar á Norðurlandi á þeim þrautatímum, sem í hönd fóru á ofanverðri 19. öld.“ 1 - X - 2 ÚRSLIT getraunaleikjanna í gær urðu: Birmingham 2 — Bolton 1 1 Bishop Auckl. 1 — York C. 3 2 Bristol 1 — Chelsea 3 2 Doncaster 0 — Aston Villa 0 x Everton 0 — Liverpool 4 2 Mancch. City 2—Manch. Utd. 0 1 Preston 3 — Sunderland 3 x Rotherham 1 — Luton 5 2 Sheff. Wedn. 1 — Notts Co 1 x Tottenham 4 — Port Vale 2 1 West Brom. 2 — Charlton 4 2 Wolves 1 — Arsenal 0 1 ANKARA. — í námuslysi, er átti sér stað í Zougoulbak við Svarta- hafið, fórust 47 manns, en 28 verkamenn særðust hættulega. 28 hinna látnu eru frá þorpinu, Dedeeglu, og fórst því um helm- ingur þeirra karlmanna, er bú- settir eru 1 þorpinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.