Morgunblaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 1. febrúar 1955 MORGUNBLAÐIÐ 7 Henrik Schumann Wagle - minning lnsó!fyr RuMifsson minning Henrik schumann wagle sem í dag er til moldar bor- inn var fæddur í Stavanger í Noregi 10. júní 1894 og var því á 61. ári er hann lézt. Hann nam vélfræði í æsku. Var í siglingum um tíma, svo sem títt var og er um samlanda hans fyrr og síðar. Á þeim ár- um kom hann meðal annara landa til íslands, þá 18 ára gam- all. Kom hann þá til norður- lands snemmsumars í kuldatíð. Geymdist mynd þeirra fyrstu kynna af landinu í huga hans. Er hann hætti siglingum hóf hann störf við hinar frægu nið- ursuðuverksmiðjur Bjellands í Stavanger. Varð það honum skóli að síðara lífsstarfi, sem að mestu ásamt vélgæzlu lá innan niðursuðuiðnaðarins. í Stavanger kynntist Henrik eftirlifandi konu sinni, Önnu, dóttur ágætishjónanna Elínar Ólafsdóttur og Árna Eiríkssonar Gerðakoti á Miðnesi. Gengu þau í hjónaband 29. marz 1917. Þau hjón bjuggu í Stavanger til árs- ins 1930 að þau fluttu til íslands og komu hingað 24. ágúst það ár. Þau eignuðust 4 börn, Ellen, sem fórst með Goðafossi ásamt ungum syni í nóv. 1944, Herdísi, gifta Einari Jónssyni fulltrúa, Elísabet, gifta Sveini Torfa Sveinssyni verkfræðing og Árna rafvirkja, kvæntan Helgu Hen- rysdóttur. Skömmu eftir komuna til ís- lands hóf Henrik störf hjá Slát- urfélagi Suðurlands og vann þar unz Niðursuðuverksmiðja S. í. F. hóf undirbúning að niðursuðu, starfaði þar og vann því fyrir- tæki og arftaka þess, Matborg, meðan líf entist. Kynni mín og hins látna hóf- ust skömmu eftir komu hans til landsins. Þau voru góð frá upp- hafi og því betri, sem þau urðu nánari. Henrik var starfsamur, starfs- glaður og velvirkur. Snyrti- menni hið mesta. Trúr og skyldu- rækinn. Vandur að virðingu og í verkum. Snyrtimennska hans birtist í fleiru en skyldustörfun- um. Hagleikur var honum í merg runninn og listfengi í blóð bor- ið. Dráttlist unni hann og gerði þar margt vel. Músikalskur með afbrigðum. Lék á mörg hljóðfæri og töfraði tóna úr öllum hlut- um. Söngrödd hafði hann góða og fór einkar vel með hana. — Hann var óáreitinn, umgengis- góður og því vel liðinn af þeim, sem með honum störfuðu. Vin- fastur og vinavandur. — Heim- ilisfaðir var hann ágætur. Heim- ilið var honum allt, þar var hans vettvangur. Þar kunni hann bezt við sig og dvaldi þar oftast utan starfa. Bar heimili þeirra hjóna þess glögg merki og birtist árang- urinn í þeirra góðu börnum. Hann var tilfinninganæmur en dulur, sem bezt lýsti sér er þau misstu elztu dótturina á svipleg- an hátt. Ættingjar og vlnir minnast margra ánægjustunda er saman var komið við ýms tækifæri. Við minnumst hins hversdagshæga og prúða manns þegar söngur og hljóðfærasláttur ómaði. Þá var hann allra manna glaðastur og sá sem setti svip á samkomuna. í gleðinni geislaði frá honum góðvildin. Fyrstu árin eftir komuna til íslands hygg ég að hann hafi haft heimþrá. Það duldi hann þó og eftir að hann skrapp til æsku- stöðvanna árið 1949 held ég að hann hafi fullkomlega sigrazt á henni. — Hann unni íslandi og vildi vera því jafngóður sonur og þeir heimabornu. Það var hann líka. Henrik veiktist fyrir nokkrum árum og var frá störfum um tíma, en komst til heilsu á ný. Stundaði hann vinnu sína sem áður. Hann hafði kennt lasleika í vikunni fyrir andlátið og dvalið heima, en fór til vinnu mánudag- inn 24. þ. m. Þar veiktist hann snögglega og var fluttur heim og þaðan í sjúkrahús samdægurs. Þar andaðist hann að kvöldi sama dags. i Þetta er í stórum dráttum lífs- og starfssaga hins látna. Hvers- dagsleg út á við eins og saga okkar flestra. Við tengdafólkið, sem vitum hvað kona hans, börn og barna- börn missa af ástúð og umhyggju við hið snögga fráfall heimilis- föðurins, vottum þeim okkar dýpstu samúð, og við ásamt þeim geymum í hugum okkar ljúfar minningar um góðan og göfugan samferðamann og bless- um minningarnar. Að heiisast og kveðjast það er lífsins saga. Þ. St. E. Lifrarmagn Hafnarfjarðarbáfa HAFNARFIRÐI: — Afli hefur verið frekar rýr hjá línubátunum síðustu daga. Hafa flestir þeirra tæplega náð 10 skippundum í jóðri. Þó hefur einstaka bátur fengið stöku sinnum nokkuð meira. — Um 20 bátar eru nú á línuveiðum. „Ársæil Sigurðsson“ er á netjaveið um. Núna um mánaðamótin var aflamagn bátanna, sem hér segir: Ársæll Sigurðsson 2029, Asúif- ur 874, Bjöi-g 2554, Dóra 1698, Fagriklettur 2414, Faxaborg 1940, Fiskaklettur 2863, Fjarðarklettur 1456, Fjölnir 993, Fiam 2845, Fróðaklettur 3166, Goðaborg 1010, Guðbjörg 1911, Hafbiörg 2603, Hafdís 4019, Hafnfirðingur 1328, Reykjanes 3722, Stefnir 1876, Stjarnan 1425, örn Arnai-son 2039. — G.E. Ágæf íslandtkvik- mynd VIÐ lát vinar míns Ingólfs Run- ólfssonar kennara, duttu mér í hug hin merku orð: I „Hann var drengur góður“. I Þessi orð eiga vel við er hins látna vinar míns, Ingólfs Runólfs- sonar kennara, er minnst. Ingólfur var óvenjulega hrein- iyndur og trygglyndur maður. Hann vildi hvers manns vanda j leysa ef það stóð í hans valdi að geta það. Hans öra lund og hreinskilni olli því að sumum þeim, er þekktu hann lítið eitt misskildu þennan gáfaða hæfileikamann. Ingólfur var kennari að menntun og hlaut menntun sína í Kenn- araskóla fslands. Eg var samkennari hans á Akra nesi tvo vetur og voru það okkar fyrstu kynni. Þau kynni færðu mér heim sanninn um það, að hinn iátni var stjórnsamur kenn- ari, samvizkusamur og duglegur. Ingólfur er fæddur 2. febrúar 1912, d. 26. jan. 1955. Foreldrar hans voru sæmdarhjónin Krist- björg Pétursdóttir og Runólfur Hannesson, er bjuggu sinn bú- skap í Böðvarsdal í Vopnafirði. Ingólfur var yngstur 10 systkna og lifa átta þeirra sinn látna bróður sem iézt á bezta aldri. Ingólfur átti lengi við van- heilsu að stríða, sem ágerðist ört hin síðustu ár. Þá vanheilsu bar Ingólfur með karlmennsku og þraufscigju og starfaði af kappi á me'hr. krr/t?.r entust. Samvizku- sen.: cg írúrr.er.nska einkenndi öll har.s ct'irf, og allir þeir, sem þekirtu hann komu strax auga á þessi glöggu einkenni í fari hans. Ingólfur var kvæntur Jónínu Bjarnadóttur. Þau hjón eiga þrjár dætur, er ásamt móður sinni syrgja hinn látna ástvin, en þann söknuð megna orðin lítt að tjá. Þó vii ég hér með tjá hinni eftirlifandi ekkju vinar míns, dætrum hennar og öðrum ástvin- um hins iátna, mína dýpstu sam- úð, í sorg þeirra. Og nú ertu horfinn héðan burtu frá okkur Ingólfur. Ég gleðst af þvi að þú ert nú laus við kvalir sjúkdómsáranna. En ég sakna þín sárt. Það gera efalaust allir þeir. sem þekktu þig nokkuð að ráði. Farðu vel. Minningin um þig lif- ir í hjörtum okkar vina þinna. Minningin og minningarnar, sem þú skilur eftir hjá vinum þínum, eru þeir bautasteinar, sem tímans tönn getur ekki unnið á. Vertu sæll vinur minn. Þökk fyrir ógleymanlegar samveru- stundir, samstarf og hreina og trygga vináttu. Þórarinn Jónsson. Sextugur / dag: Einar Erlendsson Vík í Mýrdal í DAG reikar hugurinn til æsku- stöðva minna, austur í Vík í NYLEGA var frumsýnd í Gamla Bíói, íslandskvikmynd, sem Nordisk Tonefilm tók hér á landi s. 1. sumar á vegum sam- vinnusambanda Norðurlandánna. Kvikmyndastjóri var rithöfund- urinn Jöran Forsslund. Áður en sýning myndarinnar hófst, ávarpaði Erlendur Einars- son, forstjóri SÍS, sýningargesti. Mj'nd þessi er skiljanlega fyrst og fremst miðuð við starf samvinnumanna hér, þótt víðar sé komið við. Þá sýnir hún og hina miklu orku, bæði hvera- orkuna og vatnsaílið, sem í landi voru býr. Þar eru og margar, fagrar og hrikalegar landslags- myndir. Myndin nefnist „Viljans merki“. Ágætur talaður texti fylgir myndinni, og flytur Bene- dikt Gröndal, ritstjóri, hann. 1. umlerS SKÁKÞINK Reykjavíkur hófst s. l. sunnudag. í fyrstu umferð urðu úrslit, sem hér segir: Jón Pálsson vann Reimar Sig- ui'ðsson, Ingi R. Jóhannsson Ingi- mar Jónsson frá Akurevri. Anton Sigurðsson Óiaf Sigui-ðsson (Hafn arfirði), Arinbjörn Guðtnundsson Stcingrim Guðmundsson, Stígur Herlufsson (ísafirði) vann Benó- ný Benediktsson, Freysteinn Þor- bergsson Margeir Sigurjónsson, Eggert Gilfer Gunnar Ólafsson, Gunnar Gunnarsson vann Hauk Sveinsson, Hjálmar Theódórsson Ingimund Guðmundsson. — Bið- skák varð hjá Ólafi Einarssyni og Ágústi Ingimundarsyni. Guðjón M. Sigurðsson átti frí. Önnur umferð var tefld í gær- kveldi i Þórskaffi og biðskákir kl. 8 á miðvikudagskvöld í fundarsal Slysavarnafélagsins. MURARAFELAG Rekjavíkur hefur, að viðhafðri allsherjar at- kvæðagreiðslu, samþykkt að segja upp gildandi kjara- og kaupgjaldssamningum við Múr- arameistarafélagið. Þrír frömdu sjálfsmorð á 1 klst. NEW YORK. — S.l. sunnudag frömdu þrír menn sjálfsmorð með því að kasta sér út um glugga á sjöttu hæð í húsum í bæjarhlutanum Queens í New York. Öll sjálfsmorðin áttu sér stað á einni kiukkustund. Mýrdal, til þess að ílytja kveðj- ur og árnaðaróskir, vini minum, Einari Erlendssyni, fulltrúa, hjá Kaupfélagi Skaftfellinga, en hann er sextugur í dag. Sízt vil ég rengja það, sem í kirkjubók- unum stendur, en harla ótrúlegt finnst mér, að Einar sé sextugur orðinn, svo lifandi er í huga mér mvndin af honum sem ungum manni. Einar er fæddur að Engigerði í Mýrdal 1. febr. 1895 og voru for- eldrar hans, Erlendur Björnsson og Ragnhildur Gísladóttir, er þá bjuggu i Engigerði, voru þau mestu merkishjón og ógleyman- leg öllum, salrir mannkosta. Voru þau meðal hinna fyrstu landnema í Víkurkauptúni. Erlendur stund- aði allskonar smíðar, en fékkst þó einkum við húsasmíðar og skipa- smíði, á vetrum stundaði hann sjó og var heppinn formaður. Ragn- hildur kor.a hans var hin mesta gæða manneskja, gestrisin og barngóð svo af bar. Öll börn elsk- uðu hana og virtu og þegar ég var drengur fannst mér hún alltaf sem önnur móðir. Einar ólst upp upp í Vík og hefur jafnan dvalið á æskustöðv- um sínum. Hann tók ungur að stunda verzlunarstörf, fvrst við Brvdes-verzlun og síðar hjá Kaup félagi Skaftfeliinga og mun hann nú hafa verið starfsmaður kaup- félagsins um 40 ára skeið. Verzlunar- og sknfstofustörf hafa því verið ævistarf Einars, en á mörg önr.ur störf hefur hann lagt gjörva hönd, i nokkrar ver- tíðir var hann formaður, og veiði- skap stundaði hann af kappi, i framan af ævi, bæði í fuglabjörg- um og einnig silungsveiði. Öll störf sín hefur Einar leyst af hendi af mikilli vandvirkni. Verzlunarbækur kaupfé'agsins munu lengi bera vitni um snyrti- mennsku hans og góðan frágang og reglusemi og nákvæmni hefur hvarvetna gætt í störfum hans. Einari hafa verið falin mörg trún- aðarstörf i hrepps- og félags- málum og hrókur alls fagnaðar hefur hann löngum verið á g'eði- mótum. Um langt skeið var hann forystumaður í bindindismálum kauptúnsins og í safhaðarmélum tók hann mikinr. þátt og átti góð- an hlut í byggingu Víkurkirkju. Minnist ég þess ekki að hafa frétt um nein veruleg framfara- mál i Víkurkauptúni hin síðari ár, án þess að Einar Erlendsson hafi komið þar eitthvað við sögu. Þó að hann sæki lítt eftir mannvirð- , ingum og sé að eðlisíari hlédræg- ur, þá er hann bæöi greindur og gætinn, lipur í allri samvinnu, réttsýnn og tillögugóður og r.ýtur því almenns'trausfs og vinsælda. Það hefur verið happ Vikur- j kauptúns að njóta starfskrafta hans svo lengi og ungum mönn- um hefur hann verið fyrirmynd | i prúðmennsku og reglusemi. 1 Einar er kvæntur Þorgerði Jónsdóttur, Brynjólfssonar í Vík, hinni ágætustu konu og hafa þau hjón verið mjög samhent í störf- um og eigum við vinir þeirra ó- gleymanlegar minningar um gestrisni og ánægjustundir á heimili þeirra. Þegar ég gisti hjá þeim í Vík fannst mér ég allt af vera kominn heim. Börn þeirra hjóna eru þriú: Erlendur, forstjóri Sambands ís- lenzkra Samvinnufél., kvæntur Margréti Helgadóttur, frá Segl- búðum. Steinunn, hjúkrunar- kona, gift í Bandaríkjunum, og Erla, íþróttakennari, gift Gisla Felixsyni kennara á Sauðárkróki, Björn Björnsson, bróðursonur Einars er, að nokkru leyti, alinu upp á heimili þeirra hjóna. Hann. er kvæntur Ólöfu Helgadóttur frá Seglbúðum. Þessi fáu orð eru aðeins fátæk- leg afmæliskveðja til Einars Er- lendssonar í Vík, hér hefur ekk- ert verið of sagt, eins og þeír bezt vita, sem til þekkja. Um leið og ég óska þess, að Einar eigi enn mikið starf fyrir höndum og fái að njóta margra og góðra lífdaga, flyt ég honum, konu hans og börnum innilegustu kveðjur mínar og árnaðaróskir og þakka alla gestrisni og góðar stundir á heimili þeirra í Vík. Óskar J. Þorláksson. Áðalfundtir Fél. ís. ahrinnuflugmenna AÐALFUNDUR Félags ísl. at- vinnuflugmanna var haldinn s.l. föstudagskvöld. Stjórnin var öll endurkosin samhljóða, en hana skipa: Gunnar V. Frederiksen, for maður, Björn Guðmundsson, gjaldkeri, Stefán Magnússon, rit- ari og meðstjórnendur Jóhannes Markússon og Sverrir Jónsson. Meðlimir félagsins eru nú 43, og starfa flestir þeirra hjá Flug- félagi íslands h.f., og Loftleiðum h.f. Eins og er standa yfir samn- ingar við flugfélögin. Félagið beitir sér eins og áður fyrir bættu öryggi flugsins í heild, og fylgist með öllum nýjungum á sviði flug tækninnar. „Sólarkaffí í Keflavík SUNNUDAGINN 23. janúar efndu Norður-ísfirðingar, búsett- ir í Keflavík til „Sólarkaffis" í Keflavík, en það er hinn þekkti siður Norður-ísfirðinga, og haldið í tilefni þess, að sér til sólar aft- ur eftir lángt skammdegi. Var fagnaður þessi haldinn fyrir for- göngu frú Fríðu Sigurðsson, og sótti hana um 60 ísfirðingar og fólk úr norðursýslunni, ásamt nokkrum Keflvíkingum, sem gift- ir eru Vesífirðingum. Fór hófið hið bezta fram, og stjórnaði frú Fríða Sigurðsson þýí af miklum skörungsskap. Undir borðum töluðu Gunnar Sveinsson kaupfélagsstjóri, Helgi S. Jóns- son og Jón Ásgeirsson. Var bundizt fastmælum um að mynda samtök þeirra er ættaðir eru af ísafirði og úr Norður-ísa- fjarðarsýslu, og var ákveðið að hittast tvisvar til þrisvar á ári, til að halda við átthagaböndum við Vestíirði. Til undirbúnings voru kosnar þær Fríða Sigurðs- son, Guðbjörg Jónsdóttir og Guð- rún Guðmundsdóttir „Sólarkafíið" var hin ánægju- legasta samkoma og hlakka Vest- íirðingar, sem búsettir eru í Kefla vík nú, til frekari kynna og sam- starfs. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.