Morgunblaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 16
Veðurúfiii í dag: Allhvass NA. — Skýjað. 25. tbl. — Þriðjudagur 1. febrúar 1955 UPPHAF STÓRÚTGERÐAR á Norðurlandi. Sjá frétt á bls. 2. „Rómarsýning“ skálanum í FÉLAG íslenzkra myndlistar- manna hefir ákveðið að gefa almenningi kost á að sjá þau ís- lenzk málverk og höggmyndir, sem sendar verða á norrænu myndlistarsýninguna í Róma- borg. Verður sýning haldin á verkum þessum í Listamannaskálanum í þessari viku og verður hún opnuð á fimmtudag, en vegna þess, hve tími er naumur, verður aðeins hægt að hafa sýninguna opna í 2—3 daga. Allar myndirnar, sem á Róma- sýningunni verða, verða þó ekki á sýningunni hér, þar sem sleppa hefir orðið nokkrum af smærri myndunum vegna rúmleysis. I*á eru og þrjú af fimm málverkum .fúlíönnu Sveinsdóttur í Kaup- mannahöfn og myndir Nínu Tryggvadóttur eru í Paris. Mjög hefir verið rætt um þessa Rómarsýningu og deilt. Er því ekki ósennilegt að marga fýsi að Landsspilda gelin fyrir skógrækl við Seljalandsfoss HINN 25. jan. gaf húsmóðirin á Seljalandi, Arnlaug Samúelsdótt- ir, allstórt land nálægt Seljalands fossi, til skógræktardeildar Vest- ur Eyjafjallahrepps. Gjöfin er gefin til minningar um eiginmann hennar Kristján Ólafsson oddvita á Seljalandi, sem dáinn er fyrir nokkrum árum. Gjafabréfið fyrir landinu var afhent skógræktar- deildinni á félagsfundi þ. 26. þ.m. Árni Sæmundsson hreppstjóri, formaður félagsins, skýrði frá því á fundinum, að félagið hafi þegar fengið girðingarefni um landið, og verður hafizt handa um gróð- ursetningu þar strax á næsta vori. Landið, sem gefið var, er á forkunnarfögrum stað, þar sem skjóls nýtur vel fyrir austanátt. Tónleikar Guðrúnar Krisfinsdóttur í Ausf- nrbæjarbíól í kvöld í KVÖLD og annað kvöld, heldur Guðrún Kristinsdóttir píanóleik- ari fá Aku*-eyri. tónleika í Aust- urbæjarbíói fyrir styrktarmeð- ]imi Tónlistarfélagsins. Á efnis- skrá eru verk eftir, Bach, Mozart, Beethoven, Béla Bartok, Debussy og Chopin. Eins og áður hefur verið getið um, þá stundaði Guðrúin nám í Tónlistarháskólanum í Reykjavík og síðan við Tónlistarskólann í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan síðastliðið haust. Að því loknu hélt hún tónleika í Kaup- inannahöfn og fóru dönsk blöð rnjög lofsamlegum orðum um leik hennar. Tónleikarnir í kvöld eru þeir fyrstu, sem Guðrún heldur í .Reykjavík. Stjórnmálaiiámskeið Heimdallar í KVÖLD talar Gunnar Helga- son erindreki um fundarsköp og fundarstjórn. Þátttakendur eru beðnir að mæta stundvíslega kl. 8,30 í Vonarstræti 4. sjá, hvernig hún verður úr garði gerð. Maður drukknar aftogranum Júní HAFNARFIRÐI. Síðastliðinn laugardag barst Bæjarútgerð Ilafnarfjarðar sú sorgarfregn, að einn skipverja á togaranum Júní, sem fór á veiðar á laug- ardag, hefði fallið útbyrðis og drukknað. Var það Jóhannes Eiðsson bátsmaður, sem verið hefur á togurum Bæjarútg. ár- um saman. Hann var 43 ára og lætur eftir sig 6 börn, en af þeim eru þrjú uppkomin. Hann átti heima að Suðurgötu 39 hér í bæ. — Með hvaða hætti slysið bar að höndum er ekki kunnugt. Leitað var Jóhannesar, en sú leit bar ekki árangur. — — G. E. í Listamanna- þessari viku Frá strandi Egilí ra Ji Tvö slys í bænum vegna bílaárekstra ALLMIKIÐ varð um bílaárekstra um helgina í bænum eftir því, sem lögreglan hefur gefið upp, og hlutust í tveim tilfellum af alvarleg slys. * Um kl. rúmlega 1 á sunnudags- nóttina, varð maður fyrir bil fyrir framan verzlun Egils Vil- hjálmssonar á Laugaveginum, og kom bíllinn á manninn miðjan. Kastaðist maðurinn við árekstur- inn í götuna og meiddist allmikið á báðum fótum. Bifreiðin stanz- aði ekki við áreksturinn. Sá mað- urinn þó að þetta var svort íólks- bifreið Ford-tegund. Skorar rann sóknarlögreglan nú á fólk, sem kynni að hafa verið þarna við- statt, eða á annan hátt geti upp- j lýst um ferðir bifreiðarinnar, að ' gefa sig fram við hana. í gær varð einnig alvarlegt slys um kl. 13,30 fyrir framan Lang- holtsveg 1, er strætisvagn ók á 68 ára gamla konu. Gamla konan, sem er sjúklingur á Kleppi, hlaut heilahristing. Var hún flutt þegar á sjúkrahús Myndir þessar eru teknar af togaranum Agli rauða á sirandstaðn- um undir Grænuhl'ð. Egill rauði var rómað sjóskip. Togarinn var tryggður hjá Almennum tryggingum fyrir 7 millj. króna. (Ljósm. Jón Bjarnason). Strand togarans Egils rauöa fyrir sjódómi í gær Skipstjóri og einn Færeyingur komu fyrir dóminn SJÓRÉTTUR Reykjavíkur tók í gærdag, undir forsæti ísleifs Árnasonar, fulitrúa, til meðferðar strand togarans Egils rauða frá Neskaupstað og aðdraganda þess. — Er sjóréttur hófst um kl. 10 árd. var alimargt áheyrenda. Fyrstur kom fyrir dóminn skipstjórinn, ísleifur Guðmundur Gíslason. Einnig kom fyrir dóm- inn sá Færeyinganna, sem var vaktarformaður á stjórnpalli er togarinn strandaði. Akranesi reru AKRANESI, 31. jan. — í dag voru 20 bátar frá Akranesi á sjó. Var afli þeirra 2—9 lestir. Einn bátanna Ásbjörn, varð fyrir bilun er hann var nýbúinn að leggja línuna og hjálpaði annar bátur til við að draga hana. Bæjartogarinn Bjarni Ólafs- son kom hingað í morgun og var afli hans 160—180 lestir. — Oddur. Sparifjár- nppbætmnar í SAMBANDI við grein i Alþýðu blaðinu s.I. laugardag um spari- fjáruppbætur, er rétt að taka fram, að engin bráðabirgðalög voru sett í því sambandi. Við samþykkt laganna mun engum þingmanni (heldur ekki Alþýðuflokksþingmönnunum) hafa til hugar komið, að þeir, sem svikið hefðu undan skatti, fengju bætur greiddar, og því ekkert sérstakt ákvæði um þaS sett, hvorki í lögunum sjáifum né bráðabirgöalögum. Skipstjórinn á Agli rauða, ís- leifur Guðmundur Gíslason, mun hafa tekið við skipstjórn á Agli rauða fyrir um hálfu ári. Hann var áður 1. stýrimaður á togar- anum Austfirðingi. ísleifur er þrítugur. Er hann kom fyrir dóminn lagði hann fram skýrslu sína, sem hann staðfesti fyrir dómnum. — Þar segir að togarinn hafi strand- að er verið var að sigla honum í námunda við skip, sem lá við festar í vari. Skipstjórinn sagði og frá því, að þeim f jórum íslendingum, sem fórust með skipinu, hafi skolað fyrir borð, á leið frá bátapalli, upp í brú togarans. OFMIKIL FERÐ Skipstjórinn heldur því fram í skýrslu sinni og staðfesti fyrir dómi, að skipinu hafi verið siglt með meiri ferð en hann gaf fyrir- skipun um. EKKI FARIÐ AÐ FYRIRSKIPUN HANS Þá gat hann þess aðspurður að hann teldi vaktarformann- inn ekki hafa látið stýra Agli rauða eftir þeim fyrirmælum, sem hann sem skipstjóri hafði gefið honum. — Enginn af yfir- mönnum skipsins var á stjórn- palli ásamt Færeyingnum. FÆREYINGURíNN SKOÐAÐI SIG EKKI ÁBYRGAN Berg Nielsen, sá sem í skýrslu skipstjórans er nefndur vaktar- formaður, kom fyrir sjódóminn um kl. 4 síðd. Hann neitaði því að hafa verið í nokkri ábyrgðar- stöðu varðandi stjórn skipsins. Hann hefði skoðað II. stýrimann sem sinn vaktarformann, enda væri hann sjálfur skráður háseti. Hann kvað stýrimanninn hafa gefið sér fyrirskipun um að sigla upp að skipunum, það hafi hann gert, síðan látið reka. — Hafi skipstjórinn þá komið og sagt sér að sigla til norðausturs, án þess að tilgreina það nánar. Klukkan var langt gengin sjö er þessum fyrsta degi við rann- sókn á Egils rauða slysinu lauk. Rannsókn heldur áfram í dag. Á öðrum stað í blaðinu er nán- ari frásögn af þvi, sem fram fór í sjódómi. Áfromhaldandi slöðvnn Eyja-bólo VESTMANNAEYJUM, 31. jan. — í kvöld var gengíð til atkvæða meðal sjómanna og útgerðar- manna um málamiðlunartillögur sáttasemjara í kaup- og kjara- deilum þessara aðila. Sjómannafélagið Jötunn felldi tillöguna fyrir sitt leyti með 82 atkv. gegn 17 og útgerðarmenn felldu einnig tillöguna með 45 atkv. gegn 24. Vélstjórafélag Vestmannaeyja felldi tillöguna með 49 atkv. gegn 15, en útgerðarmenn með 41 atkv. gegn 28. Verkfall hefst hér á morgun, en róðrarbann hefir verið frá ára- mótum. — Bj. G. •SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN hef- ur nú hafið nýjan þátt í kynn- ingarstarfi sínu á sígildri tónlist meðal æskufólks. Eru það heim- sóknir í skóla bæjarins. Síðastliðinn fimmtudag heim- sótti hljómsveitin Melaskólann, I og var þar leikin sinfónía eftir Haydn. Stjómandi hljómsveitar- innar var Róbert A. Ottósson, en dr. Páll ísólfsson skýrði nokkuð byggingu verksins og hljóðfæra- skipun. Áður en hljómsveitin hóf leik sinn sagði Vilhjálmur Þ. Gísla- son, útvarpsstjóri, nokkur orð, en Arngrímur Kristjánsson skóla- stjóri færði hljómsveitinni þakk- ir. Síðar mun hljómsveitin heim- sækja fleiri skóla. „Já e3a nei" í Sjálf- stæðlshúdnn í kvöld UPPTAKA á þættinum ,,Já eða nei“ verður í Sjálfstæðishúsinu í kvöld og hefst kl. 9. Auk liðanna „já eða nei“ og „annaðhvort eða“, koma þar fram fjórir hagyrðingar, sem botna aðsenda fyrrihluta. Hag- yrðingarnir eru: Guðmundur Sigurðsson, Helgi Sæmundsson, Karl ísfeld og Steinn Steinarr. — Aðgöngumiðar eru seldir í Sjálf- stæðishúsinu eftir kl. 3 í dag. Mjéltervsrð sasa í Evium eg Rvík A Ð tilhlutan landbúnaðarráðu- neytisins mun Mjólkursamsalan frá 1. febrúar n.k. selja nýmjólk í mjólkurbúð sinni í Vestmanna- eyjum við sama verði og í Reykja vík, kr. 2.70 hvern lítra nýmjólk- ur. (Frá landbúnaðarráðuneytinu). AUSTURBÆR ABCDEFGH ABCDEFGH VESTURBÆR 2. leikur Vesturbæjar: f2—f4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.