Morgunblaðið - 02.02.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.02.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 2. febrúar 1955 JMtripiíilfoWriíb Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vlgur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda. í lausasölu 1 krónu eintakið. Fangabúðir í freðmýrum VORKUTA nefnist eyðilegur staður í heimskautahéruðum Rússlands, fyrir norðan heim- skautsbaug. Þetta er á strönd ís- hafsins í freðmýrunum ógnarlegu við rætur Úralfjalla. Það er í frásögur færandi að fyrir rúmri öld var keisarastjórnin rússn- eska uppi með tillögur um að koma þar á fót fangabúðum fyr- ir pólitíska fanga. En þegar keis- ara voru sendar nákvæmar skýrslur um staðhætti þar, neit- aði hann að samþykkja það með þessum orðum: „Það er of mikið að ætla nokkrum manni að lifa þar“. í stað þess voru fangabúð- ir keisarastjórnarinnar reistar í Síberíu, þar sem staðhættir voru nokkru mildari. Nú hefur stjórn kommúnista í Rússlandi framkvæmt hug- myndina. Nafnið Vorkuta verð ur fyrir tilverknað hennar rit- uð í sömu skrána og Belsen og Buchenwald. Vorkuta er orðið táknorð fyrir mjög villi mannlegar og grimmdarlegar aðgerðir, þeirra rússnesku stjórnmálamanna, sem fyrr á árum þóttust gera byltingu í Rússlandi til að frelsa þjóðina undan áþján keisaravaldsins. En nú hefur sannast að áþján kommúnismanns er helmingi verri. Greinilegar lýsingar á Vorkuta fangabúðunum hafa fengizt vegna þess að tveimur bandarísk um hermönnum var nýlega sleppt úr haldi. Hurfu þessir menn í Austur-Þýzkalandi í striðslok og vissi enginn, hvað af þeim varð, en nú er komið í ljós, að það voru hinir rússn- esku „bandamenn" sem höfðu tekið þá höndum og flutt í þrælk un í hinu versta jarðneska víti. Skal hér nú sögð stuttlega lýs- ing annars leysingjans, John Nobels, á fangabúðunum. Ástæðan til þess að menn eru þrælkaðir á þessum stað, er sú, að þarna eru kol í jörðu. Á stóru svæði eru þarna nú 40 kolanámur, sem fangarnir eru látnir vinna í. Hann áætl- ar að 235 þús. manns séu þarna, 10 þúsund þeirra fanga verðir, 105 þúsund fangar og 120 þús. fyrrverandi fangar, sem bannað er að fiytjast brott. En þarna eru framleidd 6% af allri kolaframleiðslu Rússa. Fangarnir búa í fjölmörgum fangabúðum, sem hver um sig er umkringd þriggja metra hárri gaddavírsgirðingu. Fyrir innan girðingarnar er nokkuð bann- svæði. Ef fangi fer inn á bann- svæðið er hann vægðarlaust skotinn. Girðingarnar eru lýstar upp með sterkum ljóskösturum. Nokkrir fangar gera tilraun til að flýja, en fyrir utan fanga- búðirnar eru óendanlegar túndr- ur. Þar eru vopnaðir hermenn á vakki og þegar fréttist af undan- komu fanga, er hans leitað með flugvélum og lögreglusveitum á landi. Þegar strokufangi næst er hann hýddur, svo að blóðið lag- ar úr honum og stundum settur í dýflissu, sem er ekki upphituð. Að vísu fá fangar þarna nokkru meira fæði en í öðrum fangabúðum sunnar í Sovétríkj- unum. Er það einfaldlega vegna þess að valdhafarnir sjá að fangar þarna þurfa nokkru meira sér til viðurværis til þess að tóraafheim skautskuldann. Fangarnir fregnuðu dauða Stalins og vonarneisti kviknaði í brjóstum þeirra. Menn töldu að Malenkov-stjórnin myndi rétta hlut fanganna. En þegar það varð ekki, komu vonbrigði i stað vona og þegar fréttir heyrðust af upp- reisninni í Austur-Þýzkalandi 17. júní 1953, gerðu fangarnir alls- herjarverkfall. Verkfallið hófst í einum fangabúðunum, en breidd ist óðfluga út. Stóðu fangaverð- irnir um sinn ráðþrota gegn þessu. Fangarnir sýndu undra- verða sameiningu og stillingu. Sjálfur vara-innanríkisráð- herra Rússlands, Maslennikov, kom skyndilega fljúgandi frá Moskvu. Fór hann nú hringferð milli fangabúðanna, talaði gæti- lega við fangana og hét þeim meira frelsi, meiri bréfaviðskipt- um og örfáum rúblum í laun. — Þannig tókst honum að telja fangana í hverri fangabúð eftir aðra að hverfa til vinnu sinnar. Að lokum voru aðeins fáar, sem héldu út vinnustöðvuninni. Þegar blíðmælin dugðu ekki, þá var gripið til sterk- ari aðgerða. Herlið var kvatt á vettvang og föngunum til- kynnt, að þeir sem ekki færu í vinnuna, yrðu tafarlaust skotnir. Enda var hótun sú vægðarlaust framkvæmd, varnarlausir fangarnir svo að segja brytjaðir niður og margs konar öðrum refsingum var komið fram yfir þeim sem tregir höfðu verið. Með aðgerð um þessum virtist sem hin rússnesku yfirvöld vildu sýna það að enginn mótþrói yrði þolaður. Enda mun það hafa haft sín áhrif. Fangarnir fyllt ust mikilli skelfingu er þeir fréttu um þær hræðilegu að- gerðir. Þannig hljóðar frásögn leysingj ans, sem getur sagt af eigin raun frá ástandinu í þrælkunarbúðum sovétstjórnarinnar og verið sjón- arvottur af grimmdarlegum að- ferðum. Þannig er kaldur veru- leikinn bak við glæst Pótemkin- leiktjöld, sem valdhafar kom- múnista stilla upp til að sýna umheiminuml Syndaskjöl Framsóknar ENN HELDUR Timinn áfram að jagast um rafmagnsmálin og( eigna sér og Framsókn algerlega óverðskuldað framfarir á sviði raforkumálanna. En það skal, sagt, að slík sjálfhælni er ger- samlega tilgangslaus, því að sem- ingur og þröngsýni Framsóknar í raforkumálum ér svo alþekkt ( staðreynd í tæknisögu þjóðar- innar, að falsanir Framsóknar- blaðsins eru hvergi nógu sterk sápa til að þvo þann blett af. I Það er alveg ástæðulaust að vera að karpa meira um þetta. Vill ekki Tíminn bara einfald- lega leggja sín eigin syndaskjöl á borðið. Hvernig var með af- stöðu Framsóknar gegn hinni stórhuga virkjun Sogsins. Hvern- ig stóð á þvi að lögin um raf- orkusjóð 1942 og raforkulögin 1946 voru bæði undirbúin og samin án tilverknaðar Framsókn- ar? Það eru meginatriði og það er einnig meginatriði, að núver- andi raforkuáætlun er bein út- færsla á landsfundarsamþykkt S j álf stæðisf lokksins. rrÞór" vífir brofS- rekstur Þorsteins Péfurssonar AÐALFUNDUR Starfsmannafé- lagsins Þórs var haldinn 28. jan. 1955. Stjórn félagsins var öll end- urkosin, en hana skipa: Björn Pálsson, formaður; Viktor Þor- valdsson, varaformaður; Gunnar Þorsteinsson, ritari; Albert Jó- hannesson, gjaldkeri og Ari Jós- efsson, meðstjórnandi. Samþykkt var að segja upp samningum félagsins frá og með 1. marz n.k. Vegna hins fyrirvaralausa brottreksturs framkvæmdastjóra Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna, Þorsteins Péturssonar, sem verið hefur starfsmaður fulltrúaráðsins um 10 ára bil, var eftirfarandi samþykkt gerð með samhljóða atkvæðum: I „Aðalfundur Starfsmannafé- lagsins Þórs, haldinn 28. janúar 1955, vítir harðlega þá ákvörðun stjórnar Fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna í Reykjavík, að víkja framkvæmdastj óra fulltrúaráðs- ins, Þorsteini Péturssyni, frá starfi. Telur félagið að hér sé um pólitíska atvinnuofsókn að ræða og að ósæmilegt sé með öllu að forráðamenn verklýðssamtak- anna, sem eiga að gæta réttar stéttarfélaganna, gefi fordæmi um jafn augljósar atvinnuofsókn- ir og hér er um að ræða“. „Timinn" vann „Morgunbla&sbikarinrí' Formaður Bridgefélags Selfoss, Ingvi Ebenhardsson, hefur afhent Arnbirni Sigurgeirssyni, afgreiðslumanni Tímans á Selfossi, Morg- unblaðsbikarinn. Til vinstri á myndinni er spilaparið, sem sigraði fyrir Tímann, þeir Sigurður Sighvatsson og Grímur Sigurðsson. HINNI árlegu firmakeppni bridgefélags Selfoss lauk s. 1. mánudag. Keppt er um silfurbik- ar, sem Morgunblaðið gaf félag- inu 1952 fyrir firmakeppnina. — Bikarinn er farandbikar og hafa eftirtalin firmu sigrað: 1952 Hár- greiðslustofan á Selfossi; 1953 Útibú Landsbankans, Selfossi; 1954 Póstur og sími og nú 1955 Dagblaðið Tíminn. Úrslit firmakeppninnar, sem var parakeppni: 1. Tíminn (Grímur Sigurðsson og Sig. Sighvatsson) 197 stig. — 2. Þ. Sölvason & Co (Gunnar Vig- fússon og Jón Ólafsson) 188% st. 3. Selfoss Apótek (Grímur Thor- VeU andi ólri^ar: Nemendur í lcikhúsi FYRIR nokkrum dögum barst mér eftirfarandi bréf frá „þremur nemendum": , „Kæri Velvakandi. Við fórum þrír skólabræður saman í Þjóðleikhúsið hér um kvöldið og sáum nýja leikritið: „Þeir koma í haust“. Þótti okkur leikurinn spenn- andi, en hins vegar gátum við ekki skilið, hvers vegna hann er bannaður börnum innan 14 ára — okkur fannst hann ekki svo hroðalegur. I Hlutverk Baldvins Halldórs- sonar þótti okkur lífga mikið upp á leikinn, þótt það væri ekki stórt — og Herdís var ágæt. En hvers vegna hafa ritdómarar blaðanna ekkert minnzt á það, hvort leikurinn geti staðizt sögu- lega? — Var vald kirkjunnar svona mikið á Grænlandi? Svo fannst okkur sjónarmið höfundarins vera of óljóst, þegar Þóra fer burt með skrælingjun- um. — Hvort var það sorglegt eða gleðilegt? — Með kærum kveðjum — þrír nemendur". Vakti athygli og umhugsun EG ÞAKKA nemendunum fyrir bréfið. Það er auðséð, að þessi leikhúsferð þeirra hefur vakið athygli þeirra og umhugs- un, svo sem vera ber, og það er ánægjulegt að verða var við, að unglingar leitast við að brjóta hlutina dálítið til mergjar og leita sannleikans í hvaða mynd, sem er. Það hefur mörgum farið líkt og nemendunum þremur, að þetta nýja leikrit, „Þeir koma í haust“, hefur vakið áhuga þeirra og umhugsun um efni, sem lítið hefur verið um fjallað og óljós vitneskja er til um. Þess vegna hefur líka höfundur leikritsins tekið það skýrt fram, að leikritið sé byggt aðeins á sögulegum bak- grunni, án þess að halda sér við sögulegar heimildir, sem eru líka örfáar fyrir hendi. Sorglegur eða gleðilegur? OG SVO er það þetta með endi leiksins. Er hann sorglegur eða gleðilegur? Auðvitað verður hver og einn að dæma um það fyrir sig. Hitt er nokkurn veginn áreiðanlegt, að hin raunverulegu endalok íslandsbyggðar á Græn- landi voru með ömurlegum hætti og finnst mér höfundinum hafa tekizt vel og skemmtilega að gæða hinn harmsögulega endi, von og trú á lífið og framtíðina. Ég held að margir séu um þá skoðun, að endir leiksins sé heill- andi og sannfærandi — og full- nægjandi úr því sem komið var, og leikritið í heild prýðisgott og athyglisvert. B' Einkennilegt atvik. ÚI skrifar: „Að morgni 31. janúar 1955 bar pósturinn mér bréf, sem á stóð „Jól“. Alveg rétt, innan í umslaginu var jólakort frá kunn- ingja mínum, sem á heima á næstu grösum við mig, svo að ekki er nema 10 mínútna gangur á milli. Einkennilegt þótti mér, að bréfið var stimplað á póststof- unni 20. desember, 1954. Það hef- ur þá verið 42 daga á leiðinni. Utanáskrift var rétt að öllu leyti, nafn, götunafn, húsnúmer og seinast Reykjavík — allt skrifað með mjög glöggum stöfum. Ég er að velta því fyrir mér, hvernig bréfið hafi týnzt og hvernig það hefur fundizt aftur. — Búi“. Sá, sem er allra vinur er cinskis vinur. arensen og Snorri Árnason) 184 st. — 4. Mjólkurbú Flóamanna (Leifur Eyjólfsson og Oddur Einarsson) 182 st. — 5. Hann- yrðastofan (Ingvi Ebenhardsson og Sigfús Sigurðsson) 179 st. — 6. Verzlunin Ingólfur (Friðrik Larsen og Tage Olesen) 178% st. 7. Morgunblaðið (Einar Bjarna- son og Skúli Guðnason) 177% st. 8. Kaupfélag Árnesinga (Friðrik Sæmundsson og Sig- Sigurðsson) 172 stig. — 9. Verzlunin Ölfusá (Bjarni Sigurgeirsson og Hö- skuldur Sigurgeirsson) 170 stig. 10. Útibú Landsbanks (Marling Andreasen og Th. Sörensen) 167% stig. — 11. Shell h.f. (Ein- ar Pálsson og Þorvarður Sölva- son) 164 % stig. — 12. Skrifst. Árnessýslu (Einar Hansson og Jónas Magnússon) 163 stig. — 13. Ferðaskrifstofa K.Á. (Einar Guðjónsson og Sveinn Guðna- son) 162Ú2 stig. — 14. Hótel Tryggvaskáli (Sigurður Sigur- dórsson og Sv. Sveinsson) 160% stig. —15. Þjóðviljinn (Arnbjörn Sigurgeirsson og Guðm. G. Ólafs son) 159Ú2 stig. — 16._Kjötbúð S. Ó. Ólafsson & Co. (Ól. Krist- björnsson og Ól. Nikulásson) 157 stig. — 17. Gildaskálinn (Halldór Magnússon og Sigurst. Steindórsson) 152Ú2 stig. — 18. S. Ó. Ólafsson & Co. h.f. (Erling- ur Eyjólfsson og Ingi Viðar) 152% stig. — 19. Olíufélagið h.f. (Marel Jónsson og Sigtr. Ingvars son) 152 stig. — 20. Selfossbíó (Guðbjartur Jónsson og Guðm. Ingimundarson) 151 % stig. — 21. Hárgreiðslustofan (Sig. Ás- björnsson og Guðm. Sigurjóns- son) 150V2 stig. — 22. Póstur og Sími (Ólafur Jónsson og Páll Árnason) 149% stig. — 23. Hrað- frystihúsið (Bjarni Valdimars- son og Ingvar Eiríksson) 146 st. 24. Addabúð (Ásgeir Hafliðason og Axel Lárusson) 142% stig. l.úðrasveil Hafnarfj. 5 ára HAFNARFIRÐI: — Síðastliðinn mánudag hélt Lúðrasveit Hafnar- fjarðar aðalfund sinn, en þá voru nákvæmlega fimm ár liðin frá stofnun sveitarinnar. Hefir hún ávallt starfað af miklu kappi og leikið fyrir bæjarbúa og aðra við ýmis tækifæri. Er nú svo komið, að við Hafnfirðingar ættum erfitt með að hugsa okkúr lúðrasveit- arlausan bæ. — Frá upphafi hefir Albert Klahn verið stjórnandi og kennari sveitarinnar og rækt það starf af hendi með góðum ár- angri. í stjórn voru kosnir: Friðþjóf- ur Sigurðsson form., Skúli Bjarna son ritari og Guðvarður Jónsson gjaldkeri. — G. E. Dæmdur fyrir njósnir KARLSBURG. — Hæstiréttur V.-Þýzkalands dæmdi nýlega Karel Andres, 28 ára, frá Tékkó- slóvakíu, til fjögra ára fangelsis- vistar fyrir njósnir. Hafði hann reynt að verða sér úti um upp- lýsingar um endurhervæðingar- áform V.-Þýzkalands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.