Morgunblaðið - 02.02.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.02.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐID Miðvikudagur 2. febrúar 1955 d -; E FT1RLE1T EFTiR EGON HOSTOVSKY Framhaldssagan 10 að hvort í hans eigin hús eða ein- hvers staðar annars staðar þrjú herbergi, þar sem hann hafði fjögurra manna fjölskyldu. En bæði húseigandinn og Brunner vissu, að það þyrfti að ske krafta verk, til þess að húsnæðisskrif- stofan gæti framkvæmt það. — f>ess vegna varð þetta eina her- bergi, sem Brunner bjó í, að vera eldhús, svefnherbergi, borð- stofa og vinnuherbergi. Einmitt þennan sama dag, sem Eric var kallaður til dr. Matejka í innanríkisráðuneytinu, hafði Olga, konan hans, reynt árang- urslaust að sjóða hádegisverðinn frá því klukkan ellefu. Eldavélin reykti og stöku sinnum urðu smááprengingar í henni, og eftir hverja þeirra varð hún að þjóta að glugganum og opna hann upp á gátt eða allt yrði ekki sótsvart. En strax og gluggínn var opnað- ur kom hráslagalegt, kalt loftið inn í herbergið. Er Olga hafði þotið svona frá eldavélinni til gluggans þrisvar sinnum, fleygði hún sér allt í einu niður á legu- bekkinn og fór að gráta. Hún sat góða stund, snöktandi og hóst- andi, og horfði örvæntingarfull gegnum reykjarmökkinn á svo- litla kartöfluhrúgu og tvo afhaus- aða fiska, en það var allt og sumt, sem hún hafði getað aflað í verzl- ununum í morgun, því næst reis hún einbeitt á fætur. strauk grán- andi hárið og brosti gegnum tár- in að neyð sinni, gekk fram á ganginn og leyfði kalda loftinu að streyma inn í íbúðina. „Hvað er að hjá þér?“ spurði nágranninn með hluttekningar áhuga. „Er skorsteinninn stíflað- ur?“ „Það er ekkert athugavert við skorsteininn það eru kolin. Ham- ingjan má vita, hvað er að þeim, þau reykja og springa eins og dv'namet. Og við höfum beðið eftir þessu síðan um jól!“ „Já, en góða mín, það verður oð fara sparlega með þessi nýju kol rétt eins og krvddið. Hefurðu ekki nægan við?“ „Engan.“ „Komdu með mér niður í kjall- arann. Ég skal hjálpa þér með það.“ Með hjálp nágrannans var hægt að lofta út úr herberginu og hita það upp aftur um það bil lclukkan tvö um daginn, en það var ekki hægt að útbúa máltíð- ina líka. Þar sem Olgu fannst hún ekki vera svöng, ákvað hún að geyma kartöflurnar og fisk- inn þar til um kvöldið, er Eric kæmi heim. En hann kom heim alveg óvænt klukkan þrjú. Hann var þreytulegur, begar hann kom inn, lokaði hurðinni með fætinum, heilsaði henni ekki og leit ekki á hana, setti böggul á borðið, fór klaufalega úr frakk- anum, fleygði honum á stól og settist stynjandi niður á legu- hekkinn, en stundarkorni síðar lyfti hann upp fótunum og lagð- ist niður á legubekkinn saman- lirnipraður. Hann muldraði: „Mér líður ekki vel, ég er með dálítinn hita, það er þess vegna sem ég —“ Hann lauk ekki skýringunni á því, hve hann kom snemma lieim, og þar að auki sá Olga strax, að hann sagði ekki satt. Hann var ekkert veikur, en eitt- hvað hafði komið fyrir hann, eitt- livað í sambandi við hana. Hún þekkti vel þennan ólundarlega svip, flöktandi, sviplausu augu, dökku hringina undir þeim, köldu liendur hans og hvernig hann fleygði sér á legubekkinn og þetta óskiljanlega mufíur hans. „Hefur eitthvað komið fyrir?“ Hann svaraði ekki. Olga hélt ekki áfram, hún fór að raula lag fyrir munni sér vandræðalega og stóð hreyfingarlaus á sama stað, og virtist vera í vandræðum með hendurnar á sér. „Hvað er í þessum böggli?" í „Koníak, fáðu þér sopa“. Það var ekki gott að vita, hvern ig þessi orð áttu að hljóma, en það var eins og hann hreytti þeim út úr sér í reiði. I Hún vissi, að hann virti hana vandlega fyrir sér, og þegar svona atvik komu fyrir, átti hún erfitt með að spyrja ekki, hvað væri að. En ein spurning gat komið af stað reiðikasti, sem hún óttaðist og hataði jafnvel enn meira en þrumugnýinn í sprengju flugvélunum og loftárásirnar í stríðinu. Þegar hann var í þess- um ham, var það bezt að láta sem hún tæki ekki eftir honum, þegja, bíða og reyna að taka hendinni til við það sem hendi var næst. í þetta sinn var koníakið nær- tækast, og án þess að hika fór hún að drekka það á fastandi maga. Hún sat við borðið til hliðar við hann, og hann horfði á hana eins og maður horfir á flugu, sem hann ætlar að fara að, drepa. En það var ekki hatrið, sem var efst í huga hans. Hann sá brjóstin hennar gegnum rauðu peysuna og virti fyrir sér hvernig þau hófust og hnigu við andar- dráttinn og þrýstnu fótleggina og þennan ögrandi svip á fölnandi fegurð. Hann fann hjá sér ómót- stæðilega löngun, eins og svo oft ' áður, til að stökkva á fætur, þrýsta henni að sér. meiða hana, rífa af henni fötin, kyssa hana og bíta hana, ’áta vel að henni og berja hana. En í þetta sinn hög- uðu atvikin því þannig, að ekkert i varð úr reiðikastinu eða holdleg- ' um átökum. Þessi atvik voru koníakið. Jafnskjótt og Olga hafði ■ drukkið tvö glös í mesta flýti, var ! ótti hennar horfinn. Líf hennar j þessar síðustu vikur, mánuði og ár var skyndilega læst í þessu yfirfulla og illa hitða herbergi með tómu skápunum og þessari duttlungafullu eldavél og þessa stöðugu hættutilfinningu. Ótti hennar var horfinn og Olga skynj aði allt í einu, að dyrnar að búr- inu voru ekki læstar. Hún snéri sér hægt í áttina til legubekkjarins og sagði ákveðið: „Jæja þá, hvað er að? Hvað hef ég nú gert af mér, Eric? Ég er orðin leið á þessu.“ Hann var undrandi, en undr- un hans var ekki óttanum yfir- sterkari. „Það er gott að þú ert orðin leið á þessu, ég ætlaði ein- mitt að fara að stinga upp á því, að við ættum að skilja." Henni brá ekki við þetta, það jók aðeins á forvitni hennar. Svo þe'tta var þá komið svona fyrir þeim? Hún velti því fyrir sér, hver þessi síðasta ástæða mundi vera. Hún tók eftir því, að hann horfði á knéin á henni, og nærri skömmustuleg dró hún niður pils- ins sín. Hún fann, að hún gat tal- að rólega og áhyggjuleysislega, en líka ákveðin. „Já, Eric, þú hefur tekið ómak- ið af mér. Mér finnst það mjög gott, að það skyldir vera þú, sem áttir upptökin að skilnaði, en þú hefur ekki verið einn um þessa hugsun síðastliðna mánuði. En leyfist mér að spyrja, hvað varð til þess, að þú steigst þetta skref að lokum?“ Sjálfstraust Olgu var svo ó- venjulegt og óvænt, að Eric varð alveg ruglaður og horfði nú beint framan í hana. Hún var heit í andliti, rétt eins og hún hefði hita, það vottaði fyrir brosi á vör- um hennar og það komu kippir i andlit hennar eins og hún ætti bágt með að halda aftur af tár- unum, sem vildu brjótast fram. Hann settist óttasleginn upp. Hún hafði tekið tilboði hans, og hann hugsaði líka: Er þetta komið svona hjá okkur? Hann fann enga löngun hiá sér til þess að frið- mælast, það eina, sem honum fannst að, var það, að hann átti Kœliskápar 7 cub. fet fyrirliggjandi — Verð kr. 6.975,00 Hekla h.f. Austurstræti 14 — Sími 1687 Heimsfrægar snyrtivörur Flestar tegundir fyrirliggjandi. HEKLA H.F. Austurstræti 14 — sími 1687. Otsala Lfsalan er i fnSBum gangi Magabelti frá kr. 50,00 Lífstykki frá kr. 75,00 Brjóstahaldara frá kr 25,00 o. m. fl. Eitthvað nýtt daglega Jóhann handfasti ENSK SAGA 97 Ég gat ekki skilið hvernig nokkur maður, sem þekkti hið ósigrandi hugrekki konungs, dirfðist að bera fram slíkar mótbárur, og ég sagði það við þá. Sjálfsagt hefur það orðið til þess, að sumu af fullorðnara fólkinu hefur þótt ég vera ósvífinn strákhvolpur. En það varð að hafa það. Ég var of ákafur til að muna eftir að bera virðingu fyrir mér eldra ] fólki. Flestir af setuliðsmönnunum voru á sama máli og ég, og þegar gunnfáni konungs okkar birtist á borgarveggjun- um, héldu okkur engin bönd framar. Við brutumst út úr kastalanum með hvellum fagnaðarópum. j Eftir stutta en afar harða orrustu tvístruðust Serkir og flýðu inn í borgina, en þar mættu þeir hinum hegnandi sverðum frelsunarmanna okkar. j Þegar ég kom hlaupandi til konungs, sprengmóður, hróp- aði hann hástöfum: „Reiddi hnefi! Að þessu sinni hélt ég að ég væri búinn að missa þig fyrir fullt og allt!“ Hann klappaði mér á bakið og ég kraup niður og kyssti hönd hans og sá þa, að hann hafði ekki einu sinni vopnazt almennilega í flýt- inum eftir að komast á land. l „Heyrið þér, herra minn!“ hrópaði ég og blöskraði útbún- aður hans. „Þegar ég er ekki við, fer allt í ólestri. Þér eruð aðeins með skipsskóna á fótunum.“ _ | Skömmu seinna varð konungur hættulega veikur af hita- sótt. Á sjúkrasænginni viðurkenndi konungur það, sem mörgum okkar hafði verið ljóst í marga mánuði, að nú væri mál komið að semja sómasamlegan frið við Saladín og binda éndi á ófriðinn. •, Laugavegi 60 — Sími 82031 * (Jtsala á ballkjólum og eftirmiðdagskjólum. Gott úrval af ódýrum sokkum. ^Jeíclar h.i. Austurstræti 6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.