Morgunblaðið - 02.02.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.02.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflif í dag: ALLHVASS NA, úrkomulaust og sums staðar léttskýjað. 26. tbl. — Miðvikudagur 2. fcbrúar 1955 HAFNARFJARÐARBREF — Sjá bls. 9. liikil ófærð á vegum IVorðurlands Bifreiðar Norðurleiða h.f. á erfiðri ferð frá Akureyri til Reykjavíkur 'TVÆR bifreiðir Norðurleiða h.f. lögðu af stað frá Akureyri til Reykjavíkur s. 1. mánudagsmorg- ■un kl. 10. Lentu þær í hinu mesta illviðri á Öxnadalsheiði, hríðar- hyl og skafrenningi. Var hríðin svo svört að ganga varð á und- an jarðýtunni, sem dró bifreið- amar, svo hún færi ekki út af veginum. Þurfti ýtan að fara tvær ferðir, gat ekki dregið nema aðra bifreiðina í einu yfir heið- ina. Tók þetta ferðalag frá Ak- ureyri til Varmahlíðar 22 klst. í gær var talsverð snjókoma á Norðurlandi, hvassviðri og skafrenningur. Hefur færð því enn spillst að mun og ógeriegt að segja um, hvenær bifreiðarnar komast á leiðarenda. 2—3 LESTIR AF PÓSTI Holtavörðuheiði er nú orðin kolófær og verður að flytja allan flutning á snjóbíl yfir hana. En þessir flutningar með bifreiðum eru ákaflega áríðandi nú, þegar strandferðaskipin liggja bundin í höfn í Reykjavik vegna uerk- falls matreiðslumanna. í gær og I í fyrradag sendi Norðurleiðir h.f. bifreiðir upp að Fornahvammi. j Voru þær m. a. hlaðnar um 2—3 . lestum af pósti. Enda óvenju mikill póstur vegna fyrrgreinds verkfalls. I MIKILL SKAFRENNINGUR Færð er annars orðin ákaflega erfið yfir mestallt Norðurland. T. d. er Hrútafjörðurinn ákaflega torfær. Ástæðan er þó ekki sú, að svo óskaplega mikill snjór sé á leiðinni, heldur skafrenningur, sem hlaðið hefur á brautirnar og valdið því að vegirtiir hækka og hryggir myndast á þá, svo mjög erfitt er að halda bifreiðunum á þeim, nema með ítrustu aðgætni. Einnig er sá snjór, sem fyrir cr mjög erfiður yfirferðar. Norðurleiðir munu gera allt, sem þeim er mögulegt til þess að halda þessum ferðum uppi á með- an þess er nokkur kostur, sakir snjóa og ófærðar. Handknattleikur: Reykjavík vann Hafnar- fjörð — hiaut 4Vá vinning REYKJAVÍK sigraði Hafnarfjörð í bæjarkeppni í handknattleik. — Hlutu Reykvíkingar sigur í 4 flokkum af fimm, en jafntefli varð þar. í fyrra er keppni þessi fór fyrst fram, hlutu báðir bæirnir 2 Vz vinning, en Reykjavík sigraði þá á hagstæðari markatölu. SKEMMTILEG KEPPNI & Keppnin fór nú fram að Há- logalandi á föstudaginn og sunnu- daginn s. 1. Margt áhorfenda var báða dagana, enda keppnin skemmtileg. Stóðu Hafnfirðingar sig af mikilli prýði, einkum í karlaflokkunum. KARLAFLOKKAR Þar sigruðu Reykvíkingar naumlega með 11 mörkum gegn 9, eftir mjög tvísýnan og skemmti legan leik. í öðrum flokki karla varð jafn- tefli, 16 mörk gegn 16 og eng- Slokkseyringar sigra Sellyssinga í tafikeppni STOKKSEYRI, 1. febr.: — 28. jan. s.l. fór fram taflkeppni á milli Stokkseyringa og Selfyss- inga. Teflt var að Hótel Stokks- eyri og stóð keppnin yfir í 6 klst. og endaði með sigri Stokkseyr- vafi á því, að það var inga. Var teflt á 12 borðum og skemmtilegasti leikur keppninn-^ höfðu Stokkseyringar IOV2 skák unna á móti 2V2. — M.S. ar af geysihraður, og vel leikinn beggja hálfu og „tæknin" ágæt. í meistaraflokki karla sigruðu Reykvíkingar með 29 mörkum gegn 19. Höfðu Reykvíkingar þar nokkra yfirburði eins og að lík- um lætur, þar sem valdir menn voru úr öllum Reykjavíkurfélög- unum. KVENNAFLOKKAR Kvennaflokkar Hafnfirðinga standa langt að baki karlaflokk- um þeirra. Sigruðu Reykjavíkur- stúlkurnar með yfirburðum 12:1 í 2. flokki og 12:2 í meistarafl. Slys á Keflavkítir- flugvelli ICEFLAVÍK, 1. febr.: — Klukk- an 2,30 í gærdag vijdi það slys til á Keflavíkurflugvelli, að 53 ára maður, Þorsteinn Stefánsson, frá Neskaupstað, féll af vinnupalli, scm var 24 feta hár. Við fallið hlaut Þorsteinn opið lærbrot og opið liðhlaup á oln- boga. Var hann fyrst fluttur i sjúkrahús flugvallarins, en síð- an í sjúkrahúsið hér í bænum. Er líðan Þorsteins eftir atvikum góð í dag. — Ingvar. Meistarapróf í íslenzkum fræðum GUNNAR SVEINSSON, stud. mag., flytur fyrirlestur um Maríukvcðskap á íslandi í ka- þólskum sið fimmtudaginn 3. febr. kl. 5,15 í I. kennslustofu há- skólans. Öllum heimill aðgangur. Lík Flosa Einars- sonar er fundið UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hef- ur tilkynnt Eimskipafélagi ís- lands, að í skeyti frá sendiráði íslands í Stokkhólmi, sé tilkynnt að lík Flosa Einarssonar háseta, sé fundið. Flosi heitinn, sem var skipverji á Selfossi, hvarf af skip inu í Gautaborg hinn 12. nóvem- ber s. 1. — í skeytinu segir enn- fremur að lík Flosa verði sent hingað heim með fyrstu ferð sem fellur. Ökimíðingurimi handtekinn í gær SKÝRT var frá því hér í blaðinu í gær, að maður hefði orðið fyrir bíl sunnudagsnóttina, og hefði bílstjórinn sýnt furðulegt mann- úðarleysi, að aka af slysstaðn- um, án þess að koma hinum slas- aða til hjálpar. í gær gáfu menn sig fram við rannsóknarlögregluna, menn, er séð höfðu slysið, og náð bíl- númerinu. Var sökudólgurinn brátt handtekinn. Játaði hann brot sitt. Hafði verið drukkinn í bílnum. Kvaðst hafa séð, að maðurinn stóð upp aftur, eftir fallið við áreksturinn og hafi hann þá ekið á brott í þeirri von að til hans hefði ekki sézt. Sfarfsfólk sfjómar- ráðsins læfur gera málverk af forsæfls- Þetta var togarinn „Roderigo" frá Hull, eitt af glæsilegustu og stærstu skipum brezka togaraflotans. Hann sökk á hafinu norður af Horni með 21 manna áhöfn. Þykir Ijóst að mikil ísing hafi safnazt á yfirbyggingu og reiða og þar með raskað þyngdarpúnkti skipsins svo að því hvolfdi. Veðrið en ekki „dauðafros!" mun hafa cpndað fogurunum ráðherra HINN 4. febrúar 1954 voru 50 ár liðin frá því innlend stjórn var sett á stofn hér. Þá ákvað ríkis- stjórnin í tilefni afmælisins að bjóða starfsfólki stjórnarráðs- ins til samkomu, cn það drógst af ýmsum ástæðum að samkoman yrði, þar til í síðustu viku, að hún var haldin að Hótel Borg. í forföllum Ólafs Thors forsætis- ráðherra bauð Bjarni Benedikts- son dómsmálaráðherra gestina velkomna. Áður en borð voru upp tekin stóð upp Gústav A. Jónasson skrif stofustjóri í dómsmálaráðuneyt- inu. Þakkaði hann boðið fyrir hönd gestanna og skýrði frá því fyrir hönd starfsfólks í stjórnar- ráðinu að það hefði ákveðið að fara þess á leit við Ólaf Thors forsætisráðherra, að það fengi að láta gera af honum málverk, sem starfsfólkið mun gefa stjórn- arráðinu í tilefni af 50 ára afmæli innlendrar stjórnar og skyldi hann sjálfur velja málara. ■— Starfsfólkið benti á það, að í Stjórnarráðinu er málverk af fyrsta ráðherra íslands, Hannesi Hafstein og því viðeigandi, að þar væri einnig málverk af forsætis- ráðherra íslands á hálfrar aldar afmæli innlendrar stjórnar. Aili Sandgerðisbáta helmingi meiri en á sama tíma í fyrra SANDGERÐI, 1. febrúar: Gæftir voru ágtar hér s.l. hálfan mánuð. Almennt voru farnir 14 róðrar, alls 200 róðrar af 18 bátum. — Heildarafli bátanna var 975.5 lest. Hæstan afla í róðari hafði Guð- bjartur 29. f. m., 11 lestir. Næst- hæstan afla hafði Muninn II 30. jan. 9,5 lesc og Mummi sama dag 8,5 lest. Hæstan afla yfir mánuðinn hafa þeir Pétur Jónsson og Mun- inn II, hvor með 144 lest. Næstir koma Víðir úr Garði með 137 lestir og Mummi með 132 lestir. Nú eru komnar hér á landi í Sandgerði 1630 lestir, en á sama tíma í fyrra voru aðeins komnar 815 lestir, þannig að aflinn er nú nákvæmlega hclmingi meiri en þá. Þá voru bátar 14 og hófu róðra hálfum mánuði seinna en nú. —Axei. IBRESKUM blöðum hafa orðið skrif út af hinu ægilega mann skaðaveðri, er varð á dögun- um, er brezku togararnir tveir fórust út af Horni. Blöðin segja, að „Black frost“, sem mun eiga að tákna „dauða- frost“, sem allt frystir á svip- stundu og grandar hinum beztu sjóskipum, sem staðist hafa æð- isgengna storma á höfunum, er verða á svipstundu ófær sjóskip og farast vegna ísingar. ★ í síðustu skeytum frá togurun- um, var ekki á slíka ísingu minnst. Blöðin munu hafa sínar upplýsingar frá brezkum skip- stjórum, sem verið hafa á þess- um slóðum. Geysileg aðsókn að spilakvöidi Sjálfslæðisfélaganna GEYSILEG aðsókn var að spila- kvöldi Sjálfstæðisfélaganna í Sjálfstæðishúsinu s.l. mánudag. Alls var spilað á 90 borðum, cn fjöldi manns varð frá að hverfa. Húsið var opnað kl. 8, en loka varð því fyrir kl. 8,30 vegna þrengsla. Að lokinni spilamennskunni flutti Árni G. Eylands, stjórnar- ráðsfulltrúi, snjallt ávarp, en þá fór fram verðlaunaafhending og loks var sýnd fróðleg og skemmti Ieg kvikmynd. Komu mjög glögglega í ljós hin ar sívaxandi vinsældir þessara skemmtana Sjálfstæðisfélaganna, og er nú svo komið að Sjálfstæð- ishúsið er orðið of Iítið fyrir þær. Til þess að skip hlaði á sig ís, þarf að vera brunagaddur. — Þennan dag var á Horni 5 stiga frost og er áætlað að á djúpmið- unum út af, þar sem togararnir fórust, hafi verið átta stiga frost. Mun það tæplega vera nógu mik- .ið til að skip hlaði utan á sig. Aftur á móti var mannskaða veð- ur og stórsjór á þessum slóðum. Veðurhæðin á hafi milli íslands og Grænlands_ var um 11 vindst. að jafnaði, á stundum var hún meiri og aðra stundina minni. ★ Þeir, sem kunnari eru staðhátt- um, telja því sennilegra að brezku togurunum hafi hvolft í stórsjó og fárviðri því sem var þann dag, ísing væri þess tæplega valdandi. Ráðaneytin flytja úr húsi þýzka sndi- ráðsins við Túng. RÁÐUNEYTI þau er verið hafa til húsa að Túngötu 18, fyrrum þýzka sendiráðinu, eru nú flutt þaðan eða eru um það bil að flytja þaðan. Dómsmálaráðuneytið var þar til húsa, en það er flutt fyrir nokkrum dögum upp í Arnar- hvol, í húsnæði það er skrifstofa vegamálastjóra hafði. Þá er verið að flytja úr Túngötu 18, félags- málaráðuneyti, sem einnig verð- ur til húsa í Arnarhvoli. Hér er um að ræða framkvæmd ákvörðunar Alþingis, um að af- henda Vestur-Þýzkalandi þessa fyrrum sendiráðsbyggingu, og mun það verða gert formlega áð- ur en langt um líður. fíegur afli eg slæmar gæffir hjá Sfokkseyrfngum STOKKSEYRI, 1. febr.: — Ver- tíðin hófst hér 15. jan. og hafa aðeins tveir bátar róið fram að þessu af fjórum sem fyrirhugað er að gerðir verði út héðan á vertíðinni. Afli hefur verið treg- ur og gæftir slæmar. Hólmsteinn hefur farið 7 róðra og afli hjá honum er um 23 lestir, en Há- steinn hefir farið 5 róðra og aflað um 13 lestir. 18.-29. jan. var aldrei róið og var meira eða minna brim alla dagana. Annar þeirra báta, sem enn hefur ekki hafið róðra, er þó um það bil að byrja og hefir full- ráðið, en á hinn hefur ekki enn tekizt að ráða fullan mannskap. Á þessa tvo báta átti að fá 8—9 færeyska sjómenn, en ekki feng- ust nema 4 og óvist að fleiri fáist. Mun verða reynt að ná í menn einhversstaðar héðan úr nágrenn inu. Afli bátanna hefur verið mest- megnis ýsa og er hún unnin fyrir Ameríkumarkað. — M.S. AUSTURBÆR ABCDEFGH a wá s ff |éí » em%WhM a ABCDEFGH VESTURBÆR 2. leikur Austurbæjar: e5xf4 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.