Morgunblaðið - 03.02.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.02.1955, Blaðsíða 1
16 síður MttlliWtó 42. árgangur 27. tbl. — Fimmtudagur 3. febrúar 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mendes-France, forsætisráðherra Frakka, og Adenauer, forsætis- ráðherra V-Þýzkalands, ræðast við. Myndin er tekin, er þeir ræddu Saar-málið í Baden-Baden. Eisenhower: Befrl horfur á friði Kínastrendur Kommúnistar munu ekki fá færi á að nota Formósu sem stökkpall áhrifa sinna í Kyrrahafi EISENHOWER forseti lýsti yfir þeirri skoðun sinni á blaða- mannafundi í gær, að friðarhorfur við Kínastrendur hefðu færzt í betra horf vegna eindreginnar yfirlýsingar bandarísku stjórnarinnar um, að Formósa, Pescadoreseyjarnar og nálægar eyjar yrðu varðar, ef til árásar kæmi. Heitar umræður um IMorður- Afríku málin ■ franska þinginu l\llt til reiðu fyrir brottflutning herja Formósu af Tachen ir XAIPEH, 2. febr. — Fjögur bandarísk flutningaskip og tólf skip þjóðernissinna liggja fyrir akkeri við hafnarbæinn Keeling á Norður-Formósu, reiðubúin til að hefja brottflutn ing 20 þús. hermanna þjóðernis- iinna af Tachen-eyjum. © Aðmíráll Pride, yfirmaður sjöundu bandarísku flotadeild- arinnar, á að verja undanhaldið. Hafa Bandaríkjamenn aldrei haft svo mikinn herskipaflota stað- settan í Formósu-sundum. Pride hefur sér til aðstoðar Sabre- þrýstiloftsflugvélar. ^ Fréttir frá Formósu herma, að bandarískur tundurspillir hafi í dag komið flóttamanna- skipi, með 500 manns innanborðs, heilu í höfn á Formósu, frá Tac- hen-eyjum. Farþegarnir voru flestir konur og börn hermanna þjóðernissinna á Tachen-eyjum. © Sögðu flóttamennirnir, að herir þjóðernissinna á eyjaklas anum ynnu að því að eyðileggja hervirki og vopn sín. 0 Þjóðernissinnar héldu í nótt áfram loftárásum sínum á eyj- ar, á valdi kommúnista og skip þeirra úti fyrir meginlandinu. — Gerðu þjóðernissinnar harðar loftárásir á strandvirki kommún- ista á Yi Kiang shan, en þaðan hafa kommúnistar gert mjög harðar árásir á aðrar eyjar í Tachen-eyjaklasanum. * SKYR VARNARLINA & Sagði Eisenhower, að „varnar- lína“ þessi hefði verið dregin svo skýrt í þeim tilgangi, að hvorki bandalagsþjóðir né óvinaþjóðir gætu misskilið þessi ákvæði, en slíkt gæti orsakað átök, er gerðu það óhjákvæmilegt, að Bandarík- in yrðu að skerast í leikinn. Við fyrirspnrrmm fréttamanna um, hvort Bandaríkjamenn hefðu gefið Formósu-stjórninni nokkur loforð um, að Bandaríkin myndu verja Quemoy- og Matsu-eyjarn- ar skammt undan ströndum meg- inlandsins, svaraði forsetinn þvi til, að mál þetta væri mjög við- kvæmt. Þar að auki væru þetta smáatriði, er hann gæti ekki gef- ið neinar yfirlýsingar um í bili. SÞ ynni nú að lausn þessa máls, og hann vildi sízt verða til þess að spilla gangi þess máls. Forsetinn Iét einnig ósvarað þeirri spurningu fréttamanna, hvort Bandaríkin hyggðust nota landher til varnar Formósu, ef til árásar kæmi. Lét hann þess getið, að gagnkvæmur varnar- samningur við Formósu-stjórn- ina skuldbindi ekki Bandaríkin til að nota landher Formósu til varnar. Bætti forsetinn því við, að bandaríska stjórnin væri ákveð- in í að láta kommúnista ekki ná Formósu á sitt vald, svo að þeir gætu notað eyjuna sem stökkpall til að breiða út áhrif sín í Kyrra- hafi. Einnig lýsti forsetinn yfir Horðurlandaráð mælir mei sampnpm fyrir atbelna ríkisstiórnanna í áliti fjárhagsnefndar segir, að lofterða- samningurinn við Svía verði endurnýjaður. STOKKHÓLMI, 2. febr. — Einkaskeyti til Mbl. JÁRHAGSNEFND Norðurlandaráðsins skilaði í dag álitsgerð um bættar samgöngur milli íslands annarsvegar og hinna Norðurlandanna hinsvegar. pj tillögu, er mælir með því, við ríkisstjómir Norðurlandanna, að þær stuðli að auknum samgöng- um milli íslands og Norðurland- anna og tekin verði upp náin sam vinna á þessu sviði, m. a. að því er varðar aukningu á kynningar- starfi og umbætur á afkomuskil- yrðum fyrir samgöngurnar til þess að auðvelda í framtíðinni ferðir milli þessara landa og sam- skipti milli þjóðanna. Einnig var mælt með því, að ríkisstjórnirnar skipuðu því, að Bandaríkin gætu ekki fall skyni sérstaka milliþinganefnd. izt á að selja Tachen-eyjaklas- ann í hendur kommúnistum eins og Molotov utanríkisráðherra Ráðstjórnarríkjanna, hefur lagt til, þar sem Tachen-eyjaklasinn er enn á valdi þjóðernissinna. urlandanna. sem forsendu betri samninga. ★ SEVERIN SKÝRIR AFSTÖDU SVÍA Norski stjórnmálamaðurinn Sundt og Dahlgaard frá Dan- mörku lýstu báðir áhuga sínum á auknum viðskiptum við ísland og bættum samgöngum milli landanna. Sænski stjórnmálamaðurinn Severin gerði grein íyrir r>jón- armiði sænsku stjórnarinnar við- þessu' víkjandi uppsögn loftferðasamn- ingsins. Framsögumaður fjárhagsnefnd-J í áliti íjárhagsnefndar segir, ar var Emil Jónsson-. Ræddi hann að nefndin hafi fengið vitneskju þýðingu flugsamgangnanna :"yrir um, að samningar muni brátt ísland, og skýrði sjónarmið ís- j teknir upp milli ríkisst,iórnanna lendinga í sambandi við uppsögn um endurný-jun loftferðasamn- loftferðasamningsins við Svía. I ingsins. Líklegt, að Mendes-Franee geri stefnu sfjórnarinnar í þessum málum að tráfararatriði. Atkvœðagreiðslan, fer fram í lok vikunnar PARÍS, 2. febr. — Einkaskeyti frá Reuter. ID A G hófust í franska þinginu umræður um mál frönsku Norður-Afríku. Munu umræðurnar standa í þrjá daga. Búizt er við atkvæðagreiðslu um málin að kvöldi föstudags eða laugardags. ★ RÁÐIÐ MÆLIR MED . í áliti nefndarinnar var lögð NÁINNI SAMVINNU | áherzla á aukin verzlunarvið- Norðurlandaráðið samþykkti skipti milli íslands og hinna Norð ★ STJÓRN MENDES- ^ FRANCE í HÆTTU Fréttariturum ber sam- an um, að atkvæðagreiðsla þessi geti orðið stjórn Mend- es-France mjög hættuleg, og sjálfur hefir hann látið svo ummælt, að engin gagnrýni til þessa hafi reynzt stjórn hans eins hættuieg og sú, er fram hefir komið í sambandi við Norður-Afríku málin. Líklegt er, að forsætisráðherrann geri stefnu stjórnarinnar í N- Afríku að fráfararatriði. Tvo undanfarna daga( mánu- dag og þriðjudag), hefir stjórnin orðið að láta í minni pokann í þinginu við atkvæðagreiðslu um formsatriði. Á þriðjudag féllu at- kvæðin 24 með stjórninni en 580 á móti. * MENDES OF EFTIRLÁTUR Harðar umræður urðu í þing- inu í dag og stjórnarandstæðingar gagnrýndu mjög stefnu stjórn- arinnar í málefnum Norður-Af- ríku. Létu stjórnarandstæðingar í ljós ótta um, að Mendes-France hefði verið Túnis-búum of eftir- látur í samningum þeim, er fram hafa farið undanfarið um sjálf- stjórn til handa Túnis. Töldu þeir, að Frakkar mundu missa yfirráð sín yfir Túnis með þvi að fá Túnis-búum sjálfum í hend- ur yfirstjórn lögreglunnar. Fyrsti ræðumaður, Aumeran hershöfðingi, varaði stjórnina ein dregið við ofmikilli undanláts- semi. Bentu stjórnarandstæðingar jafnaframt á, að Frakkar hefðu aldrei átt að láta franskt herlið Framh. á bls. 2 Ekkert svor fró Peking NEW YORK, 2. febr. Reuter-NTB ic Enn hefir ekkert svar borizt frá Peking-stjórninni við boði SÞ um að senda áheyrnarfulltrúa á viðræður öryggisráðsins um vopnahlé í Formósu-sundum. ir Peking-útvarpið hefir í dag ráðizt harðlega á Bandaríkin, Bretland og Nýja Sjáland fyrir aðgerðir þeirra í þessum málum, en hefir einskis látið getið um afstöðu Chou En-lai, utanríkis- og forsætisráðherra Rauða Kína, til boðs SÞ. ic Nehru, forsætisráðherra Ind- lands, og sendiherra Indónesíu í London, ræddu í dag ástandið á Formósu. Lögðu þeir til, að full- trúar Colomboríkjanna, Indland, Indónesía, Pakistan, Ceylon og Burma beiti áhrifum sínum í Formósu-málinu. Enn er tillaga forsætisráðherrans og sendiherr- ans ekki kunn í smáatriðum. ic MEMPHIS, Tennessee, 2. febrúar: — Mikill fellibylur, er geisað hefur í gær og í dag við suðurströnd Bandaríkjanna. í Arkansas, Alabama, Missisippi og suðlægum mið-vestur ríkjunum, hefur orðið 30 manns að bana og a. m. k. 100 manns hafa meiðzt. Um helmingur þeirra, er farizt hafa, eru börn. Olíubrák við Jótlandsstrendur spiilir baðströndinni og veldur dauða þúsunda sjófugla KAUPMANNAHÖFN, 2. febr. FYRIR UM það bil tveim vikum síðan strandaði danskt olíuskip í óveðri við mynni fjarðarins, þar sem áin Elbe rennur til sjávar. Skipstjórinn varð að létta á skipinu til að losa það og 7 þús. lestum af olíu var hellt í sjóinn. Af þessu myndaðist olíu- brák, er náði yfir allt að 800 fermílur. Hefir olíubrákina rekið síðan norður á bóginn, dreifzt nokkuð út á Norðursjóinn, en að mestu rekið norður með Jótlandsströnd. Hefir olíubrákin valdið Dönum talsverðum vandræðum. * SPILLIR BAÐSTRÖNDINNI Talsvert af olíunni hefir skolað , á land, og óttast menn, að sá fúli ' daunn er fylgi henni muni ekki vera á burtu, er fólk tekur að stunda baðstaðina í vor. Mun þetta valda eigendum baðstað- anna við Jótlandsstrendur tjóni, j er numið getur miljónum króna. í Olían hefir þegar valdið dauða þúsunda sjófugla, er úir og grúir af við strendur Jótlands. Ér fugl- arnir setjast á sjóinn, setzt olían í fiður þeirra, svo að þeir geta I ekki haft sig aftur til flugs og deyja úr hungri eða eitrun af völdum olíunnar. Dýraverndunarfélög hafa geng- izt fyrir, að bjargað verði þeim ‘fuglum, sem hægt er að bjarga með því að hreinsa fiður þeirra, en margir fuglar, er náðst hafa, hafa reynzt of veikburða. Fjöldi fugla hefir því verið skotinn. Tilraunir hafa verið gerðar til að losna við olíubrákina með því að kveikja í henni eða leysa hana upp efnafræðilega, en eng- inn árangur hefir enn orðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.