Morgunblaðið - 03.02.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.02.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 3. febrúar 1955 tmixIaMti Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vlgur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. ÚR DAGLEGA LÍFINU Þróurs Reykjavíkur og framfarir hennar ÞRÓUNIN í byggingu Reykja- víkur á undanförnum áratug- um er staðreynd, sem enginn maður getur látið fram hjá sér fara, sem vill fylgjast með bygg- ingu landsins, almennt og Reykja víkur sérstaklega. Framsýnustu menn óraðí ekki fyrir hinum öra vexti höfuðborgarinnar enda eru orsakirnar til hans margvíslegar og flóknar og þar koma til greina atburðir, sem engan gat dreymt um að framtíðin bæri í skauti sér. Landsmenn voru orðnir því van- ir að líta á bæjarfélög landsins, og þar með Reykjavík, í því ljósi að þar væri aðeins um mjög hægan vöxt að ræða. Litlu mun- aði þar ár frá ári og enginn var undirbúinn né gat verið búinn undir þá stórkostlegu byltingu, sem orðið hefur í byggingu lands- ins, sem hefur leitt af sér öra stækkun margra bæja, byggingu nýrra þorpa og samfeldra byggð- arlaga og líka breytingu Reykja- víkur „úr bæ í borg“. Hvað viðvíkur Reykjavík þarf aðeins örfáar og einfaldar tölur til að sjá skýrt þróunina í vexti hennar á seinustu áratugum. Árið 1920 eru tæplega 17.500 íbúar í Reykjavík og nemur íbúatala höfuðstaðarins þá að- eins tæpum 18,5% af íbúatölu alls landsins. Fram að þessu hafði vöxtur Reykjavíkur ver- ið hægur og jafn en nú fer vöxturinn brátt að verða ör- ari. Árið 1935 er íbúatala Reykjavíkur rösklega 32 þús- und manns og er það 29,5% af íbúatölu alls landsins. Eftir styrjöldina eða 1946 eru tæplega 49 þús. manns í Reykjavík en þar er um 36,9% af íbúum Iandsins. Og árið 1953 eru íbúar Reykjavíkur orðnir 60 þús. og er það 39,4% af íbúum alls landsins. Hvern hefði órað fyrir því, fyrir stuttum tíma síðan, að laust eftir miðja öldina, mundi meira en þriðji hver íslendingur vera búsettur í höfuðborginni? Vafa- laust engan. Þess er ekki að dyljast, að all- ar þær margvíslegu afleiðingar, sem vöxtur Reykjavíkur hefur í för með sér skapar örðugustu vandamál bæjarfélagsins og er þá ótalið hvaða þýðingu þessi þróun hefur fyrir landið í heild. Vanda- mál Reykjavíkur eru mörg en það má segja að þau greinist í tvo meginþætti: Fjárhagslegu hlið- ina og hina tæknilegu. Um fyrri hliðina verður ekki rætt hér sér- staklega en l áðir þessir þættir eru auðvitað í rauninni óaðskilj- anlegir. Þau vandamál, tæknilegs eðlis, sem risið hafa vegna ófyrirsjáan- legrar stækkunar Reykjavíkur er mörg og íbúarnir sjá líka mörg þeirra daglega fyrir sér. Það er til dæmis augljóst mál, að ekki hefur verið unnt að ganga á tæknilega fullkominn hátt, frá götum bæjarins jafnóðum og hús- in við þær hafa verið byggð. Heil hverfi hafa á örskömmuum tíma sprottið upp og dettur engum í hug að unnt hafi verið að koma götunum í rétt horf jafnóðum. Hér hefur vöxturinn verið svo ör, að útilokað hefur verið að verk- fræðingar bæjarins og starfslið þeirra gæti gengið frá götunum með sama hraða og sjálf húsin byggðust. En bæjarfélagið hefur af eðlilegum ástæðum ekki getað risið undir öllum þeim byrðum, sem af því leiða að bygging Reykjavíkur hefur á tiltölulega fáum árum tekið þau geisilegu stökk, sem lýst var með fáum tölum hér að framan. Nýiega er komin út fjölrituð, ársskýrsla bæjarverkfræðingsins í Reykjavík fyrir árið 1954. Þessí skýrsla greinir frá því, í megin- dráttum, sem unnið hefur verið á síðasta ári, af þeim deildum, sem heyra undir bæjarverkfræð- ing, en á honum mæða mjög veigamiklir þættir þeirra tækni- legu vandamála, sem bæjarfélag- ið þarf að ráða fram úr. Starf- semi bæjarverkfræðings er nú orðin mjög umfangsmikil og greinist í margar deildir. Er í skýrslu bæjarverkfræðings að finna margvíslegan fróðleik, sem ekki er unnt að gera nokkur skil í stuttri blaðagrein. En þessi skýrsla sýnir hve fjölbreytt tæknileg viðfangsefni það eru, sem koma til kasta bæjarverk- fræðings. Er augljóst að hinn öri vöxtur bæjarins reynir hér mjög á kraftana og ef litið er á alla þá starfsemi í heild, má segja, að furðulegt sé hve miklu hefur verið afkastað, þrátt fyrir erfiðar aðstæður á margan hátt. Það er ljóst, að Reykjavík þarf á mikilli tækniþekkingu að halda í sambandi við mörg verkefni og þá beztu þekkingu, á þeim svið- um sem völ er á í landinu, þarf að hagnýta í þágu Reykjavíkur, eins og Gunnar Thoroddsen borg arstjóri tók fram í einni af ræð- um sínum varðandi verkleg vandamál bæjarfélagsins. í sam- ræmi við þetta hefur verið tekin upp sá háttur að skipa nefndir sérfróðra manna út af tilteknum greinum, svo sem hitaveitu og vatnsveitu, svo dæmi séu nefnd. Þar hafa menn með verðmæta, verklega þekkingu verið fengnir til að leggja krafta sína fram í þágu bæjarfélagsins, enda þó þeir séu ekki starfsmenn þess, að öðru leyti. Það hefur fallið í hlut Sjálf- stæðismanna að stjórna málefn- um bæjarins á því tímabili sem vöxtur hans hefur verið hraðast- ur. Eins og sagt var áður greinast vandamálin í tvo meginþætti, fjárhagsleg og verkleg mál. Það er stefna Sjálfstæðismanna að fjárhagur Reykjavíkur geti verið sem traustastur, einmitt ekki sízt til þess, að bæjarfélagið geti staðið undir sem mestum verklegum framkvæmdum í þágu bæjarbúa. Og gagnvart hinum verklegu málum er stefnan sú, að sjá til þess að nútímatækni fái að njóta sín þar sem bezt og beita til þess þeim ráðum, sem fyrir hendi eru. Ef Reykjavík ber gæfu til að búa áfram við traustan fjárhag og fær að njóta þeirrar þekking- ar, sem til þess þarf að ráða fram úr vandamálunum þarf ekki að óttast. Meðan svo er mun hvorki afturför né kyrrstaða ná tökum á bæjarfélaginu heldur mun því miða fram á við, fram til nýrra og nýrra átaka undir sterkri og bjartsýnni stjórn. KUNNASTI einka-leynilög- reglumaður Bretlands heitir Charles Chrystall. Nýlega hitti brezkur blaðamaður hann að máli og ræddu þeir ýmislegt það, sem á daga Chrystalls hefur drif- ið, en það er hreint ekki svo iítið. i Chrystall sagði blaðamannin- um frá ýmsum atburðum úr 25 ára löngum æviferli, sem einka- spæjari. , — Auðug ekkja kom að máli við mig og kvaðst vera áhyggju- full vegna dóttur sinnar, ungrar og laglegrar, sem væri í týgjum við miðaldra mann, er segðist vera læknir. Maður þessi var van- ur að koma í bifreið, með svo óhreinum númerum að ekki var unnt að greina þau. Hann skrif- aði bréf sín til stúlkunnar á bréfs- efni brezka þingsins. Iðulega ræddi hann um sambönd sín við bæði utan- og innanríkisráðu- neytið. Hann var vafalaust sæmi- lega efnaður og menntaður. En ekkjan varð samt tortryggin og náði í mig. ddinha ópœjari C 25 ar Fyrst af öllu fékk ég tvær ljós- myndir af honum, sem hann hafði gefið stúlkunni, kópíeraði þær og skilaði aftur án þess að stúlkan yrði þess vör. Önnur myndin var aðeins andlitsmynd, en hin var af lækninum í ein- kennisbúningi flugliðsforingja í hópi annarra flugliðsforingja. Ég veitti athygli merki á kragahorni búnings hans og lét stækka þann hluta myndarinnar. Kom þá í ljós, að það var ekki læknismerki, heldur merki presta. Þá fór ég á stúfana og veitti bifreið hans eftirför, en hún var með fölsuðum númerum. Lækn- irinn ók í bifreið sinni til þorps, sem var í mikilli fjarlægð frá heimili stúlkunnar. En hvað um það, fáum vikum eftir að ekkjan hafði náð í mig, fór ég með hana til guðsþjónustu Vefvah andi óhrifar: Versnandi neftóbak. NEFTÓBAKSMAÐUR, í öng- um sínum, skrifar á þessa leið: „Undanfarin 14—15 ár hefur Tóbakseinkasala ríkisins fram- leitt neftóbak í tóbaksgerð sinni. Fyrsta árið munu byrjunarerfið- leikar hafa orsakað það, að tóbakið þótti standa langt að baki hinu danska B.B.-tóbaki, sem hér hafði almennt verið notað áður. En svo fór, er fram í sótti, að hið íslenzka tóbak á- vann sér meiri og meiri vinsæld- ir, og var ánægjan almenn hjá neftóbaksmönnum. En þá bregður svo við, fyrir 1—2 árum síðan, að óvænt breyt- : ing kemur á framleiðsluna. Tó- I bakið, sem áður var hæfilega skorið, er nú haft svo fín- * skorið, að það er eins og fínasti I pipar. Ennfremur breytist á því | liturinn úr dökkbrúnum í ljós- ' brúnan. STilmæli neftóbaksmanna. REYTINGAR þessar hafa komið mjög illa við margan neftóbaksmanninn, og margir hafa horfið aftur að notkun hins danska B.B.-tóbaks. En sá galli er á því, að það hefur aðeins ver- ið selt, skorið á einum stað í bænum, og þar sem um hand- skorið tóbak er að ræða, verð- ur 'það óhóflega dýrt miðað við það islenzka. Nú eru það tilmæli mín, og margra annarra neftóbaksmanna til Tóbakseinkasölunnar, að hún reyni að hafa hæfilega skorið B.B.-tóbak á markaðnum, eða framleiði aðra tegund af því ís- lenzka, sem væri líkt því tóbaki, sem hún framleiddi bezt fyrir nokkrum árum. Neftóbaksmaður". Kvörtun neftóbaksmanna er hér með komið á framfæri — vonandi verður hún tekin til greina til bóta fyrir alla aðila. Vitinn á Öskjuhlíð. FÓLK hefur veitt eftirtekt að undanförnu björtu vitaljós- unum á Öskjuhlíðinni og mörg- ( um þykja þau til ánægju og til- jbreytingar í bæjarlýsingunni. — Þau eru annars þarna komin svo sem alls ekki „upp á grín“, eins og sagt er, heldur í þeim ákveðna i þarfa tilgangi að vera flugvél- um, sem fara og koma á Reykja- víkur-flugvöllinn til leiðbeininga og öryggis, enda sá flugmála- stjórnin um framkvæmdir þess- ar, og vitinn var tekinn í notkun um miðjan janúarmánuð. Við stóra flugvelli erlendis þykja slíkir vitar nauðsynlegir og svo mun ekki síður hér. — Vitinn gefur grænt og hvítt ljós á víxl og er á stöðugum snúningi. Einstaka kvartanir. ÞEIM, sem búa hátt í Austur- bænum finnast Ijósrákirnar jafnvel óþarflega áleitnar á glugga þeirra, og bílstjóri einn kvartaði yfir því, að hin skæra birta gæti blindað óþægilega ökumenn við stýrið — þarna á Hafnarfjarðarveginum. Umkvart anir af þessu tagi munu þó ekki vera almennar, enda vitaljósun- um beint það hátt, að slík óþæg- indi ættu ekki að koma til greina. llla launuð ráðvendni. UNGLINGSSTÚLKA kom á dögunum inn í verzlun eina hér í bænum og kevpti fyrir 30 krónur. Hún fékk afgreiðslu- manninum 50 króna seðil, en 70 krónur fékk hún til baka. — Af- greiðslumanninn hafði augsýni- lega minnt að hún hafi fengið honum 100 krónur í stað 50. — Stúlkan, í heiðarleik sínum vildi leiðrétta misskilninginn og sagði eins og var, en afgreiðslumaður- inn var ekkert á því að viður- kenna villu sína og fullyrti, að hann hefði fengið 100 krónur í hendur. Stúlkan sat við sinn keip og loksins þreyf afgreiðslumað- urinn af henni 50 króna seðilinn, án þess að eitt þakkarorð félli honum af munni. Var nokkur furða þótt stúlkunni sárnaði slík framkoma? í kirkju þessa þorps. Presturinn þar var þá enginn annar en lækn- irinn ungu stúlkunnar. Hann var giftur og átti tvær dætur og var önnur þeirra eldri en dóttir ekkj- unnar. —A— Eitt sinn kom sölumaður, sem iðulega þurfti að ferðast að heiman, að máli við Chrystall og sagðist hafa grun um að kona sín héldi 'framhjá sér. Chrystall sagði manninum að hann skyldi kaupa sér sjónvarpstæki. Síðan fór hann ásamt aðstoðarmönnum sínum til viðtækjaverzlunar einn ar. Þangað kom sölumaðurinn með konu sína, en Chrystall var þá í verzluninni og afgreiddi þau. Nokkru síðar fékk sölumaðurinn bréf frá einum viðskiptavina sinna, sem bað hann koma til við- (tals við sig um næstu helgi. Mað- ' urinn sýndi konu sinni bréfið. Síðan komu menn Chrystalls I heim til sölumannsins að tengja sjónvarpstækið. Fáir myndu geta trúað því hve seinlegt var að tengja þetta sjónvarpstæki; það tók fjóra daga! Og þeir settu upp hljóðnema í hvert herbergi íbúð- aririnar. —★— Og svo fór sölumaðurinn um helgina. Á hæðinni fyrir ofan íbúð hans var aðstoðarmaður Chrystalls með heyrnartæki og upptökutæki ásámt sendistöð svo hann gæti haft samband við Chrystall, sem var í bifreið sinni skammt frá húsinu, en í henni hefur hann bæði sendistöð og móttökutæki. Síðdegis á laugar- dag kom svo maður í heimsókn til húsfreyjunnar og aðstoðarmað urinn uppi á loftinu, sem heyrði greinilega allt það sem fram fór á hæðinni fyrir neðan, lét Chrystall vita og setti upptöku- tækið síðan af stað. Þarf nú ekki að orðlengja þetta öllu frekar, en um leið og hjóna- leysin voru komin inn í svefn- herbergið hringdi Chrystall dyra bjöllunni. — Það var auðvelt fyrir sölumanninn að fá skilnað frá konu sinni! —★— Chrystall hefur gaman af að segja frá eftirfarandi atviki: — Fatasali nokkur kvartaði undan því við mig, að afgreiðslu- maður í verzlun hans væri ekki sem heiðarlegastur. Dag nokkurn þegar rigning var úti, bað ég hann að skilja afgreiðslumanninn einan eftir í verzluninni. Síðan fóru 25 af mönnum mínum inn í verzlunina og keyptu sér regn- frakka, en enginn þeirra fékk kassakvittun. Nokkru síðar kom fatasalinn aftur og rétt á eftir honum einn af mínum mönnum, sem keypt hafði frakka og sagði: — Þessi | frakki hæfir mér ekki. | Sölumaðurinn leit rauður og ' óttasleginn til yfirboðara sins og svaraði síðan: — Ég er hræddur um að þessi frakki sé ekki héðan, | herra minn. — Þeir fóru síðan að stæla um þetta unz hinir 24 menn mínir komu allir í einum hóp inn í verzlunina. | Það snarleið yfir afgreiðslu- manninn og þegar hann rankaði | við sér var hann fljótur að viður- kenna að hafa dregið sér fé úr 1 peningakassanum! —★— ¥jrjátíu karlar og konur starfa * í þjónustu Chrystalls. Ein stúlkan, sem er 21 árs, getur auð- veldlega breytt sér þannig að hún sýnist ekki nema 16 ára gömul. Önnur stúlka getur örugglega les- ið varamál. Laun heimsins eru vanþakk- læti. Flugvélar fyrir Arababandalagið AMMAN, Jórdan. — Jórdan hef- ur farið þess á leit við Bretland, að það láti flugher Arababanda- lagsins í té flugvélar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.