Morgunblaðið - 03.02.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.02.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIB Fimmtudagur 3. febrúar 1955 t EfTSRLEIT EFTIR ECON HOSTOVSKY Framhaldssagan 11 erfitt með að tala, að minnsta kosti að tala rólega og yfirvegað. Hann átti bágt með að hafa stjórn á sjálfum sér og hann hvíslaði: „Ég skal segja þér hvers vegna, jafnvel þó að þú neitir öllu eins og þú hefur gert hundr- að sinnum áður. En í þetta sinn œtla ég ekki að rökræða þetta við þig. Ég veit allt og ég hef sann- anir, og ég ætla ekki að hindra það, að þetta ástarævintýri við Kral verði að hjónabandi eða verði bara frjálst ástalíf, eins og áður en við kynntumst. Ég dáist o.ðeins að þér, hve þú ert sterk, að hlaupa svona frá einum manni til annars“. Hún tók þessári móðgun ró- lega, en bros hennar breyttist nú í glott. Hún sagði hugsandi: „Mig langar aðeins til að vita, hvaða vinur það var, sem langar til að kvelja þig svona. Þig, en ekki mig, því að það, sem þú segir, særir mig ekki lengur“. Hann sló út hendinni og nú var hvísl hans næstum óheyran- legt: „Vífilengjur og undanbrögð eins og alltaf! Þú hittir kannske Kral bak við mig til þess að ráða krossgátur. Ég geri líka ráð fvrir, ef þú játar að hafa hitt hann, að þú segir, að það hafi verið mér íyrir beztu. Núna, þegar öllu er lokið, skiptir ekkert lengur máli, fyrst þú gleymir honum aldrei, og varst alltaf frilla hans í hvert skipti, sem hann var í Prag“. Hann rétti aftur fram höndina, reis á fætur og revndi að ganga um gólf. En við fyrsta skrefið, rak hann fótinn í bókaskápinn, saup hveljur, og leit óttasleeinn í kringum sig og settist niður aftur. „Ég skal taka dótið mitt í dag eða morgun, það er ekki svo mik- ið hvort sem er, og svo skal ég íara. Ég ætla til móður minnar og vera þar. Heldur þú, Eric, að ég mundi ljúga að þér á þessari stundu, ég hef enga ástæðu til oð hlífa þér lengur? Það er þess vegna, sem ég ætla að svara Af öllu, sem hún hafði sagt, var það mest áberandi, að í dag hafði hún ekki talað um hann sem Kral heldur sem Paul. Hann var lengi þögull, og að lokum muldraði hann: „Það er kalt hérna“. „Já, Eric. Okkur er alltaf kalt núna, jafnvel þótt það sé funhiti hérna. En ég ætla ekki að þegja núna. Þegar ég er farin, getur þú hugsað um það, sem ég segi þér núna. Þangað til núna, hefur allt- af verið erfitt að tala við þig, þótt þú hafir viljað, að við vær- um hreinskilin hvort við annað. En þegar ég talaði, varst þú alltaf særður eða móðgaður við hvert orð. Það veit hamingjan, hvað það var sem, þú vildir heyra. Kannske falskar játningar? Eða vildir fá einhver ný högg til þess að þú gætir haldið áfram að sleikja sárin?“ „Geturðu ekki hætt þessu?“ stundi hann og lagðist aftur á legubekkinn og sneri sér upp í horn. „Nei, í þetta skipti hætti ég ekki. Nú ætla ég að tala út, ég á það skilið, og þar að auki ætla ég ekki að ásaka þig, ég hef eng- an rétt til þess, því að það varst ekki þú eða ég eða Paul, sem um- turnaði öllu okkar lífi eða hjóna- bandinu okkar. En það er kominn tími til þess, að þú vitir sann- leikann. í fyrstunni var eitthvað enn sterkara en ást, sem batt okkur saman. Það var með- ' aumkun. Já, ég vil, að þú heyrir það. Ég vorkenndi þér afskap- lega mikið þessa fyrstu daga eftir Miinchen-sáttmálann og seinna, þegar Þjóðverjarnir komu. En þú snerir mér á móti þér, þú gast ekki fyrirgefið okkur Paul fyrir að skilja, þótt það leiddi af sér, að við giítumst, og gat komið í veg fyrir að þú yrðir sendur á brott í mörg ár. Þú gast ekki þolað, að þú ættir einhverjum líf þitt að þakka og ættir að vera þakklátur einhverjum, jafnvel þótt enginn kærði sig raunveru- lega um þakklæti þitt. Seinna, þegar þú varst í fangabúðunum, ákvaðst þú að fyrirgefa ekki neinum þjáningar þínar. j Eric, og þú lézt Gyðingaupp- | runa þinn og ofsóknirnar bitna mest á mér. Ég veit, að þú ert góður maður og vilt vera sann- gjarn og fullkomnun er þitt æðsta takmark, en þessir fáu mánuðir í fangaþúðunum rændu i þig allri starfsorku. Þú kannt | ekki að berjast fyrir neinu, ekki j einu sinni til að fá sómasamlegt i húsnæði, ekki einu sinni fvrir ; örlitlu persónulegu frelsi. alls j ekki neinu! Þú ert eins og köngu- ; lóin í vef sínum, bíður eftir að j tíminn komi og þú beiðst eEtir ! hefnd þinni. Það var þess vegna, i sem þú gekkst í flokkinn, þar sem þú átt alls ekki heima og þar sem þeir fyrirlíta þig. Þú veizt það sjálfur, en þú lokar augunum fyrir því Það breytir engu, þótt við lifum eins og betlarar. félag- ar þínir nota þig og úthúða þér, hlæga að klaufaskap þínum og sleikjuhætti. Þetta er sannleikur- inn, Eric! Og það hefur ekkert að segja, þótt þú vaknir upp öðru hverju og sjáir hlutina í rétt.u ljósi, því að oftast er það orðið of seint. Ég segi þér þetta allt, því að ég er að fara, því að það £etur yerið að einn góðan veðurdag staldrir þú við og farir að huesa, og það getur verið, að þú sjáir þá, hvaða áhrif sjálfr,- meðaumkunin hefur haft á þig“. Eric lá hreyfingarlaus og starði á vegginn. Hann heyrði aðeins rödd konu sinnar í fjarska, hann deildi ekki við hana. ekki einu sinni í huganum. Reiði hans var horfin og sjálfsmeðaumkunin blundaði. Olga fór að framreiða kvöl.d- matinn. Nú hafði hún losnað við það, sem hafði lengi legið henni á hjarta, og nú var hugur hennar rólegur. Dyrabjallan hringdi. „Bara að þetta séu ekki neinir gestir", sagði Olga óttaslegin um leið og spurningum þínum. Ég giftist þér vegna. þess, að Paul vildi ekki giftast mér, og vegna þess, að hann ætlaði að fara af landi brott, eins og hann reyndar gerði. Ég gleymi honum aldrei, það er alveg satt, en það var vegna þess, að þú reyndir á allan hátt að lialda honum Ijóslifandi fyrir augunum á mér og reyndir að láta mig sjá muninn á ykkur tveimur. En frá þeirri stundu, scm við Paul skildum, hef ég ekki verið frillan hans, við höf- um jafnvel ekki kvsstst, og við höfum ^ldrei talað um fortíðina. Ég hef hitt hann nokkrum sinn- nm síðan hann kom heim. Það er líka alveg satt, en það var vegna jiess, að hann vissi ekki, hvað liann átti að gera við þessa fóst- urdóttur sína, sem var að veslast u pp fyrir augunum á honum. Ég kvatti hann til að fara aftur til Ameríku með hana, vegna þess, að hann var heldur ekki ham- ingjusamur hérna, en Paul vildi ekki hlusta á það, og sendi að- eins stúlkuna. Hann er mjög samrýmdur henni, hún er eina konan, sem honum hefur þótt raunverulega vænt um, og þessi stúlka, sem er raunverulega barn ennbá, er að deyja þarna meðal' allra ókunnugra, og það er ekki nema mikil umhygg.ja og peningar, sem geta hjálpað henni. Ég gat ekki sagt þér þetta, vegna þess að þú varst svo afbrýðis- samur og hataðir hann eins og pestina sjálfa“. Skrifstofumaður óskast sem fyrst. — Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Skrifstofuiriaðor — 69“, fyrir föstudagskvöld. Bak úr bílsfól tapaðist af vörubíl frá verzl. Friðriks Bertelsen að h.f. Ræsi við Skúlagötu. Finnandi vinsamlegast geri aðvart í Coca-Cola verksmiðjuna í Plaga. Aðalfundur Slysavarnadeildarinnar Ingólfs í Reykjavík verður haldinn í fundarsal Slysavarnavarnafélagsins Gróf- in 1 n. k. sunnudag 6. febr. kl. 2 e. h. Stjórnin. Morgunblaðið með morgunkaffinu Heimsfrægar snyrtivörur Flestar tegundir fyrirliggjandi. HEKLA H.F. Austurstræti 14 — sími 1687. jfáetuimd Hrœrivélar fyrirliggjandi. — Kynnið yður margvíslega kosti þessara hrærivéla. Hekla h.f. Austurstræti 14 — Sími 1687 R ö s k u r SENDISVEINN óskast strax Sími 1600 Bútasala í dag og næstu daga seljum við alls konar búta. Ennfremur seljum við með afslætti: kvenundirkjóla kvennáttkjóla kvenbuxur barnaútiföt og kjólatau Uerzf/4 n Uncjiljarcjar J/ohnóoa Lækjargötu 4 — sími 3540

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.