Morgunblaðið - 04.02.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.02.1955, Blaðsíða 1
16 síður mMtitoifo 42. árgangur 28. tbl. — Föstudagur 4. febrúar 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hættan mesl hjó Quemoy og Matsu • TTÆTTAN á styrjöld í Aust- XX ur-Asíu er nú einkum tal- in stafa af því, hversu óskýr varn arlínan er, sem Bandaríkin hafa dregið. Kunnur hernaðarsérfræð- ingur, Hanson W. Baldwin, .kemst svo að orði í New York Tim°s: Við höfum dregið línu; en línan er ekki skýr. Formósa og Pescadores eyjarnar verða varðar; það er víst. Sennilega munum við verja, ef forsetanum (Bandaríkjanna) bíður svo við að horfa, eyjarnar Quemoy, nál. Amoy, og Matsu, nálægt Foochow en báðar þessar eyjar eru nú á valdi þjóðernissinna. Sennilega munum við veita þjóðernissinn- um aðstoð við það að flytja fólk burtu a.f Tacheneyjum. „En ályktunin, sem gerð var í Bandaríkjaþingi var þannig orð- uð, að ætlast var til þess að ,,þeim yrði haldið í vafa" (þ.e. Peking- mönnum) að því er varðar fyrir- ætlanir okkar um eyjarnar við ströndina," segir Hanson W. Bald win. Þetta væri ekki svo slæm herfræði, ef hún gæfi ekki bend- ingu um að skoðanir ráðarr.anna í Washington væru einnig skipt- ar. —•— • Baldwin bendir á að Fisen- hower hafi í ályktuninni, sem samþykkt var í þinginu, reynt að fara bil beggja, þóknast báðum, þeim sem vilja beita „hörku", i eins og öldungadeildarmaðurinn Knowland, og þeim sem ekki vilja verja smáeyjarnar og keppa að því að koma á vopnahléi í eyjastyrjöldinni. I „Öldungadeildarmenn, sem þóttust sjá í ályktuninni heimild til þess að hefja „varnarstyrjöld" (segir Baldwin) sýndu litla hern- i aðarþekkingu. Því að frá þeirri stundu er kínversku kommúnist- arnir eignuðust flugher hafa að- gerðir eins og sprengjuárásir á stöðvar við eða á meginlandi Kína verið fólgnar í loforði okkar um að verja Formósu." • „Ef við segðum ákveðið að Quemoy og Matsu væru fólgnar í varnarkerfi Formósu, þá væru kommúnistum þar með gefið til kynna að árás af þeirra hálfu á þessar eyjar myndi hafa í för með sér styrjöld við Bandaríkin. Slík yfirlýsing, ef Washington teldi hana fela í sér æskilega og eftirsóknarverða stjórnarstefnu, myndi sennilega stuðla að friði. Kommúnistar gætu þá ekki álp- ast út í styrjöld vegna þess eins að þeir hefðu misskilið fyrirætl- anir Bandaríkjamanna. En slík yfirlýsing mundi hlaða á okkur nýrri ábyrgð um ófyrirsjáanlegan tíma." „Það mun verða æ erfiðara að verja þessar eyjar, er tímar líða og herstyrkur Pekingmanna vex. Kinverjar geta með meiri rétti gert kröfur til þessara eyja held- ur en til Formósu. Við höfum nú reynt að leysa þetta vandkvæði með því að gera af ásettu ráði I línuna sem við dróum, ógreini- lega. Verið getur að Quemoy og Matsu verði varðar ef kommún- istar halda áfram árásum sínum; kannske munum við gleyma þeim ef hægt verður að koma á vopna- hléi í Formósusundi. Tehur sennilega YÍð af ^endes France CHU EIM LAIS Vonbrigði London og Washington IHáiamiðlun IMehrus Pinay. París 3. febrúar. UPPGJÖR margra fyrrverandi forsætisráðherra Frakka við nú- verandi forsætisráðherra, Mendes France, nær hámarki nú um helg- ina. Svo kann að hafa farið, að dauðadómurinn yfir Mendes- France hafi verið kveðinn upp þegar i dag, þótt atkvæðagreiðsl- an um traustsyfirlýsinguna drag- ist e. t. v. fram á mánudag. í dag lýsti Rene Mayer, fyrr- verandi forsætisráðherra, og einn af forystumönnum í radikala- flokknum, þeim flokki, er Men- des France telst sjálfur til, að hann „skildi ekki hvert Mendes France væri að fara í utanríkis- málum" og myndi því greiða atkv. gegn stjórn hans, er at- kvæðagreiðsla fer fram um stefnu hans í málefnum Norður-Afríku. Talið er að 20 til 30 þingmenn úr radikala flokknum muni fara að dæmi Rene Mayers, en þessi at- kvæði munu næstum áreiðanlega Framh. á bls. 12 LONDON, 3. febr. SÚ ÁKVÖRÐUN Chou En-lais, forsætisráðherra kínversku kommúnistastjórnarinnar, að neita að senda fulltrúa á fund öryggisráðsins, nema að því tilskyldu, að fulltrúi þjóð- ernissinnastjórnarinnar í ráðinu verði sviftur umboði til þess að sitja þar, hefir valdið miklum vonbrigðum meðal forsætisráðherra brezka samveldisins, sem sitja samveldis- ráðstefnuna í London. Meðal margra ráðamanna hjá Sam- einuðu þjóðunum í New York kom fregnin eins og reiðarslag. Kínverska fréttastofan „Nýja Kína", skýrði frá ákvörðun forsætisráðherrans, sem sagt var að send hefði verið í skeyti til aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Dag Hammarskjöld, í dag. Seint í kvöld hafði Hammarskjöld ekki borizt þetta skeyti. Hammarskjóld hafði fyrr í vikunni boðið kínversku kommún- istastjórninni að senda fulltrúa á fund öryggisráðsins, þegar rætt yrði um tillögu Ný-Sjálendinga um vopnahlé á Formósasundi og tillögu Rússa um að lýsa á hendur Bandaríkjamönnum ábyrgð á því að friðinum í Austur-Asíu hefir verið stofnað í voða. Chou segir í svari sínu við boði Hammarskjölds, að kínverska kommúnistastjórnin geti ekki tekið tilboðinu um að senda fulltrúa til þess að hlýða á tillögu Ný-Sjálendinga, en hún sé fús til þess að senda fulltrúa, þegar rússneska tillagan verður rædd, að því tilskyldu, að Pekingstjórninni verði fengið réttmætt sæti hennar í öryggisráðinu. Með þessari kröfu, sem jafngildir því að þjóð- ernissinnastjórnin verði svift sæti sínu hjá Sameinuðu þjóðunum, hefir Chou En-laí lokað dyrunum og héðan af er engin von til þess að fulltrúar frá kommúnistastjórninni verði viðstaddir þegar öryggisráðið byrjar umræður sínar um Formósu. Innrás á Tacheneyjar yfirvofandi? TAIPEH, Formósu, 3. febr. Flugvélar þjóðernissinna segjast hafa hæft tvö allstór skip Pek- ingstjórnarinnar skammt fyrir norðan Tachen-eyjar. Skýra flug- mennirnir frá þvi að sést haíi til fjölda skipa kommúnista á sömu slóðum. WASHINGTON, 3. febr. — Dr. Wellington Koo, sendiherra kín- versku þjóðernissinnastjórnar- innar í Washington, sagði í dag að engin ákvörðun hefði verið tekin um það ennþá, að flytja herlið þjóðernissinna á brott frá Tachen-eyjum. í London er á það bent að um- ræðan í ör> ggisráðinu hafi venð boðuð, til þess að draga úr við- sjám. En með því að setja íyrir fram skilyrði um atriði sem ein- mitt átti að fjalla um í öryggis- ráðinu, hafi kommúnistastjórnin sýnt, að fyrir henni vakir allt annað en Iraga úr viðsjám. Churchill hefur kallað saman | ráðuneytisfund í London annað kvöld, til þcss að ræða horfurnar í Formósusundi. MÁLAMIBLUN NEHRUS FORSÆTISRÁÐHEHRA Ind- lands, Nehru, hélt í dag áfram viðleitni sinni til þess að finna i lausn á Formósu-vandamál- inu. — Nehru átti í dag samtal við sendiherra Bandaríkjanna í London, Winthrop Aldrich. Fyrr í vikunni ræddi hann við sendi- fulltrúa kínversku kommúnista- stjórnarinnar í London, Huan Hsiang. Nehru hefur einnig rætt horf- urnar í Austur-Asíu við Sir Anthony Eden og St. Laurent, forsætisráðherra Kanada. í Lond on er sú skoðun almenn, að mest ar líkur séu til þess að hægt verði að fá deiluaðila til þess að semja með aðstoð forsætisráð- Framh. á bls. 12 „Hurinundi" stefnu sovétríkjunnu VÍNARBORG 3. febr. — Ýmis- legt bendir til þess að harðar sviftingar eigi sér nú stað í æðstu stjórn sovétríkjanná. Fall Miko- yans, sem verið hafði samverka- maður Stalins um 29 ára bil, þótti benda i þessa átt. Það virðist augljóst að stefna sovétríkjanna er að „harðna" á nýjan leik. Hin „mildari" stefna, sem virtist um skeið, eftir að Malenkov tók við völdum, ætla að verða ofan á og kom m. a. fram í því, að meiri áherzla en áður var lögð á framleiðslu neyzluvara handa sovétþegnum, virðist nú hafa orðið undir aftur. Þá þykir ýmisleet benda til þess að stefnan út á við sé einnig að harðna. Miðstjórn kommúnistaflokks-' ins í sovétríkjunum, en forseti hennar er Nikita Kruschev, birti á þriðjudaginn yfirlýsingu, þar sem lögð er áherzla á aukna fram j leiðslu í þungaiðnaðinum, á kostn að neyzluvara. En jafnframt er, ráðizt harkalega á ráðherrana, sem fara með málefni landbún- aðarins og ríkisbúanna í sovét, fyrir lélega framleiðsluútkomu. í yfirlýsingunni segir m. a. (skv. Tass): Kommúnistaflokkurinn álítur það höfuðskyldu sína að greiða fyrir eflingu þungaiðnaðarins, sem allur þjóðarbúskapurinn grundvallast á og gerir varnir landsins okkar ósigranlegar. Samtímis lýsti miðstjórnin vanþóknun sinni á kvikfjárrækt sovetríkjanna, sem „afturfaraleg- ustu grein landbúnaðarins", og sakaði landbúnaðarráðuneytið um íorvstu evsi. í framleiðsluskýrslu sovétríkj- anna fyrir árið 1954 segir að tala kúa hafi aukizt á árinu um 1.5 millj. Heildartala kúa er þar með orðin 25.8 millj., sem er þrem millj. minna en árið 1916, árið fyrir bolsevikkabyltinguna. Ivan Benediktov, landbúnaðar- málaráðherra, hefur um langt skeið sætt harðri gagnrýni, og meðal gagnrýnenda hans hefur verið sjálfur Kruschev. ! Benediktov á sæti í miðstjórn- ; inni. A. T. Kozlov, ráðherra rík- isbúanna í sovétríkjunum, hefur ' einnig sætt gagnrýni um nokkurt skeið. Yfirlýsing miðstjórnarinnar frá 1. febr. fylgir í kjölfarið á grein í Pravda, þar sem farið er hörð- um orðum um þá embættismenn Isovétríkjanna, sem vilja leggja meiri áherzlu á framleiðslu neyzluvara heldur en þungaiðn- aðarvara, þ. e. véla og hergagna. Greinin í Pravda kom um líkt leyti og Mikoyan, verzlunarmála- . ráðherra lét af embætti. Ekki hefur hann samt verið látinn hverfa, hann kom fram sem einn af fulltrúum Rússa við hátíðahöld í indverska sendiráð- inu í Moskva 26. jan. síðastl. í tilefni af 5 ára afmæli indverska I lýðveldisins. Mikoyan virðist ennfremur jafnvel hafa fengið að halda em- bætti sínu sem einn af átta vara- forsætisráðherrum sovétríkjanna. LONDON, 3. febr. £ HORFUR eru á því, að Arababandalagið klofni. — Nasser, forsætisráðherra Egypta, hafði í dag í hótunum um að Egyptar myndu segja sig úr bandalaginu, ef samn- ingur Tyrkja og Iraqa um varnarbandalag verður und- irritaður. Nasser fylgja að málum Saudi Arabía, ættar- erjur eru með höfðingjum þar og í Iraq, og ennfremur Yem- en og Jórdanía. Önnur ríki í Arababanda- laginu, þ. e. Sýrland og Leb- anon, eru sögð hafa hug á að fara að dæmi Iraqa og gera bandalag við Tyrki og bindast með því samtökum við At- lantshafsbandalagið. Rússar mk& útgjöld til hers MOSKVA, 3. febr.: — Um 13 hundruð þingmenn æðsta ráðs sovétríkjanna fögnuðu þremenn- ingur.um, Malenkov, Molotov og Kruschev, er þeir komu á þing- fund í dag til þess að hlýða á fjár málaráðherrann, Zverev, skýra frá því að sovétstjórnin hefði á- kveðið að auka útgjöld til her- varna um 10 af hundraði. Út- gjöldin ncma nú um það bil 457 þúsund miHjónum íslenzkra kr. Þau nema nm fimmta hluta af heildarútgjöldum sovétríkjanna. Fyrir réttu ári dróu Rússar úr útgjöldum um 10 af hundraði, miðað við útgjöld árið áður og námu útgjöldin þá um 18 hundr- aðshlutum af heildarútgjöldun- um. Ástæðan til hinna auknu her- varnaútgjalda, sagði fjármálaráð herrann, vera hinn mikla vígbún aða „imperíalistisku ríkjanna". Þegar búið er að ræða fjár- hagsáætlun sovétríkjanna, tekur æðsta ráðið fyrir utanríkismálin, en önnur mál eru ekki á dagskrá að þessu sinni. Búizt er við að fundur æðsta ráðsins standi í 5 —6 daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.