Morgunblaðið - 04.02.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.02.1955, Blaðsíða 2
2 MORGUISBLAÐIÐ Föstudagur 4. febrúar 1955 Heyra í síldarbát- íun við Nore<>; en Liðssafnaður Bandaríkjanna við Formósu 1 Kórvigsla í Ellihcimilim Grund n.k. sunnudag e«a av í útvarp ík RAUFARHÖFN, 3. fehrúar: Sem kunnugt er, þá eru mjög slæm útvarpsskilyrði hér um slóðir fyrir Útvarp Reykjavík. Hafa endurvarpsstöðvarnar að Eiðum og á Akureyri, lítið bætt hin slæmu skilyrði. Fyrir nokkrum dögum var breytt öldulengd Eiðastöðvarinn- ar. Er það almenn álit manna hér, að við það hafi hlustunar- skilyrðin við þessa stöð versnað allverulega. — Hér heyrum við ^ftur á méti mjög vel í Oslo — Kaupmannahöín — Moskvu, og jafiwel heyrum við — í hinum stærri tækjum — þegar norsku síldarbátarnir eru að panta lönd- unarpiáss og gefa upp áætlaðan afla ginn í hektólítrum. •—Einar. SexSíu sýningar hjá L. R. í vefur IJM ÞESSI mánaðamót hafði Leikfélag Reykjavíkur haft 60 leiksýningar á vetrinum. Er það 22 sýningum fram yfir meðaltal sýningafjölda síðustu 10 árin iniðað við sama tíma. Er þessi aukning fyrst og fremst að þakka laugardagssýningum, sem félagið hefur tekið upp, og hafa gefizt ágætlega, þar sem sýningartím- inn kl. 5 hentar fjölda fólks, sem á óhægara með að sækja kvöld- sýningar. Starfsemi sína á vetrinum hóf félagið með sýningum á sjón- leiknum Erfingjanum, sem náði 18 sýningum, en Frænka Charleys hefur nú verið sýnd 32 sinnum frá því í haust, en samtals eru sýningarnar orðnar 66. Náði gam- anleikurinn þeirri tölu í gær- kvöldi og þar með hæztu sýning- artölu, sem nokkurt leikrit ann- að hefur náð hjá L.R. á einu ári. Á sýningunni í fyrrakvöld tók Sigríður Hagalín við hlutverki einnar ungu stúlkunnar, sem Helga Valtýsdóttir lék áður, en hún er ráðin í hlutverk hjá Þjóð- leikhúsinu. Ný leikskrá hefur enn verið prentuð vegna Frænk- unnar og er það fimmta prentun og upplag þá orðið yfir 6000. Sam tals hafa um 20 þúsund manns séð þennan vinsæla gamanleik hjá félaginu. Laugardagssýning „Frænkunn- ar“ hefst kl. 4,30 e.h. á morgun, en ekki kl. 5, eins og venja hefur verið. Jólaleikritið, sjónleikurinn um Nóa, hefur nú verið sýndur sjö sinnum og verða áttunda og níunda sýningin föstudag og sunnudag. Hefur aðsókn að leikn- um verið góð og bæjarbúar vott- að Brynjólfi Jóhannessyni þakk- læti og aðdáun í afmælishlutverki hans, gamla Nóa. Leikstjórar þeirra þriggja leik- rita, sem félagið hefur sýnt á vetrinum, hafa verið: Gunnar R. Habsen, Einar Pálsson og Lárus Pálsson. (Frá Leikfélagi Reykjavíkur) SUNNUDAGINN kemur kl. 2 mun biskup landsins vígja kórinn við austurenda nýja hátíðarsal- arins í Elliheimilinu Grund í Reykjavík. Við vígsluna aðstoð- ar vígslubiskup Bjarni Jónsson, Dómkirkjuprestarnir, séra Frið- rik Friðriksson og heimilisprest- urinn séra Sigurbjörn Á. Gísla- son. Fyrir altari verða biskup og vígslubiskup, en heimilisprestur flytur ræðuna. Jén o| Reynlr efsfir HAFNARFIRÐI — Fjórða um- ferð \ sveitakeppni bridgefélags- ins var spiluð á þriðjudaginn var. Þá vánn sveit Reynis Eyjólfsson- ar sveit Péturs Auðunssonar, Jóns Guðmundssonar, Ólafs Guð- mundssonar, Guðmundar Atla sonar, Sigmars Björnssonar og sveit Gísla Hildibrandssonar vann sveit Alberts Þorsteinsson- ar' 7j[ Nu hafa sveitir Reynis og Jóns 8 stifj hvor, en þeir hafa unnið alla sína leiki, sveit Ólafs 5 stig. — í íkvöld verður 5. umferðin spiluð í Alþýðuhúsinu og hefst hún kl. 8. — G. E. I HERSTYRKUR Bandarikjanna við Formósu er álitlegur og fer vaxandi, og stuðlar að því að kommúnistar gæta meir varúðar þarna eystra en ella væri. — í sjöunda flotanum eru flugvéla- skipin nú orðin 6 (eitt þeirra er vopnað til árása á kafbáta), með 400—500 flugvélar, þar af margar þrýstiloftsflugvélar, enn- fremur eru í flotanum nokkur beitiskip og 40 tundurspillar, samtals um það bil 100 skip búin bæði venjulegum vopnum og at- omvopnum. Til aðstoðar Sjöunda flotan- um eru um það bil 75 Sabre þrýstiloftsflugvélar (af sömu gerð og höfðu öll ráðin í lofti y.íir Kóreu) úr ameríska flughernum með bækistöð á Formósu, og þrýstilofts sprengjuflugvélar, sem bækistöð hafa á Okinawa, Japan, Filippseyjum og Marianna eyjum. Ein deild úr ameríska landhem- um hefir aðsetur á Okinawa og í Japan er deild úr ameríska sjó- og landhernum, sem hefir tæki, er farið geta jafnt á sjó og landi. Þjóðernissinnar hafa yfir að ráða um það bil 313 þús. her- mönnum á landi, litlum flota og um það bil 200 til 300 flugvél- um. Herstyrkur þessi stendur langt að baki her Pekingmanna, en er þó engan veginn „auðsigranleg- ur“. í her Pekingmanna eru um 2,5 millj. manna, þar af um 400 til 600 þús. í strandhéruðum meginlandsins, frá Shanghai til Kanton. Pekingmenn hafa lítinn flota og flugher með 2,500 til 3000 flugvélum, þriðjungur þeirra þrýstiloftsflugvélar. Kunnátta Pekingmanna í inn- rásarhernaði af sjó er ekki á háu stigi og má sín ekki mikils gegn sameiginlegum vörnum þjóðernissinna og Bandaríkja- manna, nema þar sem vega- lengdir eru litlar eins og t. d. á smáeyjunum næst meginland- inu. Innrás af sjó á Formósu eða Pescadores eyjarnar myndi vafa- laust ríða kommúnistum að fullu, nema að til kæmi aðstoð frá Sovétríkjunum. Flokkur japanskra list- dansara sýnir í Evrópu Sýnir nú listir sínar í Danmörku. Fer síðan til Svíþjóðar og íslands. KAUPMANNAHÖFN TÓLF manna japanskur ballett-flokkur sýndi listir sínar í Kaup- mannahöfn, Óðinsvé og Árósum síðari hluta janúar-mánaðar. Flokkur þessi er undir stjórn frú Miho Hanayagui, og er hún sjálf aðalstjarna eða primaballerina flokksins. Eyjarskeggjar fagna Hargréfu með þjóðdönsum ★ TRINIDAD, 2. febr. — Margrét prinsessa hélt kyrru fyrir í Trinidad í dag eítir að hafa farið 6,500 mílur flugleiðis frá London um Montreal til Vestur-Indía. Mikill viðbúnaður hefir verið í dag meðal eyjarskeggja vegna hátíðar, er haldin verður prinsess unni í kvöld. Verða þar m. a. sýnd ir þjóðdansar og söngvar eyjar- skeggja. Frá eyjunni Trinidad fer Margrét á laugardag til eyjarinn- ar Tobago skammt norður af Trinidad. Þaðan mun hún halda áfram ferð sinni á konungssnekkj unni um brezku Vestur-Indíur, er dreifðar eru yfir 1.500 mílna svæði frá Trinidad við strönd Venezúéla til Bahama-eyjanna við strönd Bandaríkjanna. * SVIPBRIGÐALEIKUR OG TÁKNRÆNAR HANDA- HREYFINGAR Listdansarar flokksins eru níu og í fylgd með þeim eru þrír hljómlistarmenn, er spila undir listdansinn á strengjahljóðfæri. Flestir listdansanna eru jan- anskir eins og augljóst er af því, hvernig þeir eru byggðir upp: Af danssporunum, miklum svip- brigðaleik og táknrænum handa- hreyfingum." Einn dansanna er grímudans, frú Miho dansar brúðudans, sem sýnir stórkost- lega lisítækni og framúrskar- andi túlkun, eftir því, sem dönsk blöð skýra frá. Búningar listdans- aranna eru mjög skrautlegir. Listdansarar frú Miho eru Bætlar veðuratfiug- anir í Himalaya ræddar í Hýju Delhl -*• NÝJU DELHI, 2. febr. — Sam- göngumálaráðherra Indlands hef- ir hvatt þau lönd, er aðilar eru að alþjóðafélagsskap veðurfræðinga, til að vera mjög samhent um að skiptast á veðurlýsingum. Sagði liann á fyrsta fundi Asíu-deildar félagsins, er nú stendur yfir i Nýju Delhi, að vel skipulagðar veðurathuganir og samtök í beim efnum væru lífsnauðsyn hverju ríki nú á tímum. Veðurfræðingar frá átta Asíulöndum taka þátt í ráðstefnu þessari og munu m. a. ræða bættar veðurathuganir í Himalaya-fjöllum, en slíkt hefir mjög mikla þýðingu fyrir fjall- gönguleiðangra. taldir standa mjög framarlega á sinu sviði og með beztu ballett- flokkum í Japan. Flokkurinn fór frá Japan s. 1. vor til Parísar og ætlaði í fyrstu að dveljast þar i hálfan mánuð. En hinir fögru, stílhreinu, japönsku dansar hrifu Frakkana svo, að brottför þeirra var frestað aftur og aftur — og loks fór flokkurinn frá París eft- ir fimm mánaða dvöl þar. Síðan hafa listdansararnir far- ið um England, Belgíu, Svissland og Þýzkaland, og nú að síðustu til Danmerkur. Ekki er enn vit- að, hvenær flokkurinn heldur til Svíþjóðar og síðar til íslands. Búizt er við, að flokkurinn haldi síðan heimleiðis, ef fleiri Ev- rópulönd fýsir ekki að sjá listir þeirra. Grundarfjarðarbátar hafa aflað vel GRAFARNESI, 2. febrúar: — Fimm bátar hafa stundað sjó- róðra í janúarmánuði. Fóru þeir alls 69 róðra og var heildarafl- inn 342 lestir. Aflahæstur var m.b. Runólfur með 105 lestir. í dag kom hingað sjötti bátur- inn, sem er'Ægir frá Hellissandi. Átti að gera bátinn út þaðan, era vegna þess hve höfnin þar er skammt á veg kominn, verður báturinn gerður út frá Grundar firði, fyrst um sinn. Þá er einn heimabátanna, Páll Þorleifsson, væntanlegur frá Reykjavík næstu daga, en þar hefur verið látin ný vél í bátinn. Jafnvel er búizt ‘við að einn bátur frá ísa- firði verði gerður út héðan. — Emil, menn syna Skuggasvein VÍK í MÝRDAL, 3. febrúar: — Leikritið Skuggasveinn, eftir Matthías Jochumsson verður frumsýnt hér í Vík um næstu helgi. Ungfrú Ragnhildur Stein- grímsdóttir, leikkona frá Akur- eyri, hefur dvalið hér undanfar- inn mánuð og stjórnar leikæfing- umö Að sýningu þessari standa Kvenfélags Hvammshrepps og Ungmennafél. Skarphéðinn. — Áhugi manna hér eystra á leik- sýningum þessum er mjög mikilh Er þegar uppselt á fyrstu brjár sýningarnar á laugard. og sunnu- dag. Verður því leikurinn enrt sýndur á mánudag og oftar ef þurfa þykir. Um næstu helgi verður Skuggasveinn sýndur á Hellu og í Hveragerði. Allur ágóði af leiksýningum þessum, rennur til byggingu félagsheim- ' ilis, sem formað er að reisa hér í Vík. SLYSAVARNAFÉLAGI fslands hefur borizt að gjöf kr. 1.000,00 frá Benedikt Péturssyni, útvegs- bónda að Suðurgötu, Vogum, sem hann ánafnaði félaginu eftir sinn dag. Einnig hefur félaginu borizt að gjöf kr. 1,000,00 frá dóttur Benedikts, Guðrúnu, til minning- ar um mann hennar Bjarna Guð- mundsson, er drukknaði 17. marz 1928. Þá hefur Slysavarnafélaginu borizt eitt þúsund króna gjöf frá Færeyingafélaginu í Reykjavík, sem vott um þakklæti sitt á björgun skipshafnarinnar á Agli rauða. Stjórn Slysavarnafélagsins þakkar hlutaðeigandi aðiljum fyrir þessar gjafir. Samvinnan efitir til smásapa- samkeppni TÍMARITIÐ Samvinnan hefur ákveðið að efna til smásagr.asam- keppni og verða fyrstu verðlaun i in ferð til meginlandsins og 2000 krónur í vasapeninga að auki. Önnur verðlaun verða eitt þús- und krónur og hin þriðju fimm hundruð. Þurfa sögur í sam- i keppni þessa að berast ritstjórn Samvinnunnar fyrir 15. apríl n.k. ( Þetta er í annað sinn, sem Samvinnan efnir til slíkrar smá- sagnakeppni, en í fyrra sinn bár- ust um 200 sögur frá 170 höfund- um, þar af 45 frá konum, víðs vegar að af landinu. Þá hlaut Indriði Þorsteinsson fyrstu verð- laun fyrir hina umdeildu sögu sína „Blástör". j Allir íslenzkir borgarar mega taka þátt í keppninni, ungir og gamlir, hvort sem þeir hafa áður ! birt eftir sig sögur eða ekki. Sög- urnar þurfa aðeins að vera frum- samdar, 1000—4000 orð að lengd. j Höfundar þurfa að láta nöfn sín fylgja sögunum í lokuðu umslagi, sem sé auðkennt á sama hátt og sagan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.