Morgunblaðið - 08.02.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.02.1955, Blaðsíða 1
16 síður 42. árgangur 31. tbl. — Þriðjudagur 8. íebrúar 1955. Prentsmiðja Morgunblaðsins Virðíileg útför Hans Hed- tofts forsætisráðh. Dana Kaupmannahöfn, 7. febr. — Skeyti frá Páli Jónssyni. UTFÖR Hedtofts fór fram í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. í forsal Ráðhússins í Kaupmannahöfn voru 1700 manns, er boðið hafði verið að vera viðstaddir útförina, og fjöldi manna safnaðist saman á Ráðhústorginu og fylgdist með athöfninni gegn- um hátalara. — Sigurður Bjarnason, forseti neðri deildar Alþingis, flutti samúðarkveðju frá íslandi. Forsalurinn var blómum skreytt*’ ur, og hin hvíta kista Hedtofts þakin sveigum, m. a. frá forseta íslands og Ríkisstjórn íslands. — Friðrik konungur og erfðaprins- inn voru viðstaddir útförina og tóku forsætisráðherrar Norðurland anna, þeir er viðstaddir voru, á móti þeim og Sigurður Bjarnason fyrir íslands hönd. , * AÐALRÆÐUMENN Konungur stóð nokkur augna- blik við líkbörurnar og laut höfði, því næst var leikið sorgargöngu- lag. Aðalræðumaður við útförina var H. C. Hansen, hinn nýskipaði forsætisráðherra. Birtist kafli úr ræðu hans á bls. 8. Leikkonan Ellen ’Malberg, las kvæði um Norður- lönd. Erlander, forsætisráðherra Svía, Gerhardsen, forsætisráðherra Norðmanna, Kekkonen, forsætis- ráðherra Finna og Siguvður Bjarnason fluttu samúðarkveðjur landa sinna. Ávarp það sem Sigurður Bjarna son flutti við minningarathöfnina var á þessa leið: Fyrir hönd ríkisstjórnar Is- lands og allra íslendinga votta ég ríkisstjórn Danmerkiir og dönsku þjóðinni fyllstu samuS í tilefni af fráfalli Hans Hed- tofts forsætisráSherra. Innileg- ustu hlultekningu vora sendum vér börnum hans, sem þungbær sorg hefur sótt heiin. Ævilok Hans Hedtofts bar aS meS sviplegum og sorglegum hætti á hátindi lífs hans. En þaS eru ekki Danir einir, sem eiga á bak aS sjá einm sinna beztu sona. Hans Hedtoft var sívakandi og ötull hvatamaSur sanns bræSralags og raunhæfr- ar samvinnu NorSurlanda. Einn ig vér íslendingar syrgjum ein- lægan og tryggan vin. Fáir skildu oss betur en hann. ÞaS er skoSun vor, aS skerf- ur hans til bættrar samúðar og skilnings, eigi aSeins milli Is- lands og Danmerkur, lieldur og milli íslands og NorSurland anna allra sé sá grundvöllur, sem komandi kynslóðir geti byggt á í framtíSinni. Vinum lians á íslandi mun aldrei úr minni líSa sú hjarta- hlýja, sem stafaSi frá Hans Hedtofts. Vér færum honum þakkir og höidum minningu hans í heiSri. Flutti þá Braunthal samúðar- kveðjur Alþjóðasambands jafnað- armanna. Því næst flutti hinn 28 ára g-amli sonur Hedtofts, Bjarne, mjög áhrifaríka þakkarræðu til föður síns. Loks var leikið uppá- haldslag Hedtofts, lagið: „Hin gömlu kynni gleymast ei“. ★ LÍKFYLGDIN Nokkrir ráðherrar, leiðtogar verkalýðsfélaga, báru kistuna út í líkvagninn. í fjörutíu bifreiðum fylgdu fjölskylda Hedtofts, nán- ustu vinir og erlendir gestir, hin- um látna forsætisráðherra síðasta spölinn að líkbrennslustofunni í Bispebjerg. Fimm hundruð fánar stéttarfélaga blöktu meðfram þeirri leið, er líkfylgdin fór, og þúsundir manna höfðu safnast sam an við leiðina Egyptar háta aö segja sig úr varnarbandalagi Arabaríkjanna Varðarfélagið gengst fyrir alhliða umræðum um iðn- væðingu landsins Stjórnar- myndun ■ Frakklandi © PARÍS, 7. febr.: Antoine Pinay, er forseti Frakklands liefur falið að reyna að mynda nýja stjórn, hefur lýst yfir þeirri von sinni, að stjórnar- myndun verði lokið á fimmtudag eða föstudag í þessari viku. Er þó álitið alveg óvíst, hvort það megi takast. Pinay tilheyrir hægri óháða flokknum. © Ræddi Pinay í dag við fjár- malasérfræðinga flokks síns. Á þriðjudag eða miðvikudag hyggst Pinay ræða við stjórn- Tœkniþróunin er varanlegasta kjarabótin ® KAÍRÓ, 7. febrúar — Egypta- land hyggst segja sig úr varn- arbandalagi Arabaríkjanna, ef málamenn þá, er hann vill að sitji í stjórn sinni. Óstaðfestar fregnir herma, að fyrrverandi forsætisráð herra, René Mayer, verði gerður að utanríkisráðherra í nýju stjórn- írak og Tyrkland undirrita fyrir- hugaðan gagnkvæman varnar- samning. O Salah Salem, upplýsingaráð- herra Egyptalands, skýrði frá 9 Pinay var einn af hörðustu þessari óvæntu ákvörðun stjórnar andstæSingum Mendes-Franee, og Egyptalands á fundi með blaða- jþví mj5g ólíuiest5 að fylgisnlenn mönnum frá Líbanon síðdegis dag. ® Salem kvað egypsku stjórn- ina fúsa til að stofna til nýs varnarbandalags Arabaríkja. ® Yfirlýsing þessi kemur mönn- um nokkuð á óvart. Á sunnu- dagskvöld, er lokið var síðasta fundi ráðstefnu þeirrar, er boð- að var til innan Arababanda- lagsins vegna þess fyrirhugaða varnarsamnings milli íraks og Sýrlands, nafði fulltrúi egypsku nefndarinnar á ráðstefnunni sagt að Egyptaland myndi verða áfram aðili að varnarbandalagi Arabaríkjanna, hvað sem á dyndi. •—Reuter-NTB. Mendes styðji Pinay í stjórnar- myndun hans. Fylgismenn Mendes svokallaðir Mendesistar, eru a. m. k. 260 í þinginu, jafnaðarmenn, róttækir og um það bil lielmingur Gaullistanna. Þar að auki munu kommúnistar, sem eru 98, ekki fylgja Pinay. © Til að geta fengið stjórn sína samþykkta í þinginu verður Pinay að fá fylgi nokkurs hluta Mendesistanna, mikils hluta ka- þólska flokksins og þess hluta Gaullistanna, er voru með í ráðum um að fella Mendes-Franee. © Pinay mun sennilega feta í fótspor Mendes-France í því að fá sem flesta unga stjórnmála- menn með sér í stjórn sína. STJÓRN Varðar-félagsins sýndi það áþreifanlega í gær með fundarboði sínu, að hún vinnur að því markvisst að beina hug félagsmanna sinna að atvinnumálum þjóðarinnar og hagnýtum efnum með því að bjóða kunnum sérfræðing- ii m til framsögu í meginatvinnumálum þjóðarinnar, þeim Tómasi Tryggvasyni jarðfræðingi, er valdi sér að umtals- sms. efnj hagnýt jarðefni, er gætu skapað nýja atvinnumögu- leika fyrir þjóðina, Jón E. Vestdal efnaverkfræðingur talaði um fyrirhugaða sementsverksmiðju á Akranesi, rakti til- drög hennar og lýsti því hve langt undirbúningi væri komið, en hann telur að til þess að fullgera verksmiðjuna þurfi vinna við hana að standa yfir í þrjú sumur. Síðastur talaði Eiríkur Briem rafveitustjóri er gerði grein fyrir orkuþörf íslenzku þjóðarinnar og núverandi orkunotkun og talaði þá um allt í senn vatnsokuna og orku jarðhitans. Enda þótt umræðuefni þeirra allra væri þannig vaxið, að áheyr- endur þyrftu að fylgja þeim vel eftir til að hafa þeirra full not, var það sérkennilegt við þennan Varðarfund hve hljótt var á fund- inum. Allir áheyrendur fylgdu hverju orði til þess að hafa full not af fróðleik þeim, sem þar var á hoðstólum. Þess vegna var þessi fundur sérstaklega ánægjulegur, því að menn voru sannfærðir um að allir áheyrendur fóru fróðari af þeim fundi en þeir komu, en einmitt þetta bar það með sér, hve gagnlegir slíkir fundir eru. Formaðurinn Birgir Kjaran þakkaði frummælendum öllum sér- staklega fyrir erindin, hvert í sínu lagi með nokkrum vel völdum orðum, enda var full ástæða til að þakka þessi fróðlegu erindi, er flutt voru af mikilli þekkingu og svo skilmerkileg, sem bez.t varð á kosið. Tómas Tryggvasan: Hagnýt jarðefni á Islandi Merkileg nýmœli á Alþingi Bæjar og sveitarfélag skipi í fuiitráaráS Mrunahétafélagsins Ráðið taki ákvarðanir um t«‘\ jijii h*í;«- kjör og kjósi framkvæmdastjórn INÝJU frumvarpi á Alþingi um Brunabótafélag íslands er gert ráð fyrir þeirri skipulagsbreytingu á stjórn fé- lagsins, að stofnað verði fulltrúaráð fyrir það, skipað einum manni frá hverju bæjar- og sýslufélagi, sem tryggja fast- eignir sínar hjá félaginu. Fulltrúaráð þetta skal ræða rekstur félagsins, afkomu og framtíðarhorfur og taka til athugunar, livað unnt er að gera til hagkvæmra brunatrygginga fast- eigna og lausafjár. Skulu þrír menn úr hópi fulltrúaráðs- mannakosnir í framkvæmdastjórn fyrir félagið. Frumvarp þetta er borið fram af alþingismönnunum Jónasi Rafnar, Jóni Sigurðs- syni, Emil Jónssyni, Gils Guð- mundssyni og Lúðvík Jósefs- syni. Tilgangur þess er að efla samstarfið milli Brunabótafé- lagsins og sveitafélaganna til þess að athuga möguleika á sem hagkvæmustum trygging- um, efla brunavarnir o. s. frv. Til þessa er sveitafélögunum gefin bein aðild að stjórn fé- lagsins, enda er félagið gagn- kvæmt tryggingarfélag þeirra. ALIT MEIRIHLUTA BRUNAMÁLANEFNDAR Jónas Rafnar, þingmaður Akur eyrar, gerði ýtarlega grein fyrir frumvarpinu í ræðu á Alþingi í gær. Hann rakti það, að á siðasta Alþingi voru samþykkt lög um brunatryggingar utan Reykjavík- ur, en í þeim lögum var ákvæði um að fimm manna nefnd skyldi endurskoða lög um Brunabóta- félagið og önnur lagafyrirmæli um brunamál utan Reykjavíkur. Nefnd þessi var kjörin og hélt nokkra fundi um málið s.l. sum- ar. Hún gat ekki orðið sammála um niðurstöður og skilaði því tveimur tillögum. — Meirihluti hennar (Jón Sigurðsson, Guð- mundur í. Guðmundsson og Jónas Rafnar) samdi frumvarp til laga um Brunabótafélag íslands og skilaði því til ríkisstjórnarinnar 10. nóv. s.l. Þar sem það drógst á langinn að ríkisstjórnin legði fram tillög- ur í málinu urðu nokkrir þing- menn ásáttir um að flytja tillög- ur meirihluta brunamálanefndar svo til óbreyttar og er það frum- varp það, sem hér liggur fyrir. Jónas skýrði síðan frá helztu nýmælum frumvarpsins, en þau eru þessi: 1) FULLTRUARAÐ VERÐI KOSID Lagt er til að teknir verði upp nýir og töluvert breyttir stjórnarhættir hjá Bruna bótafélaginu. Félagið skal áfram standa undir umsjón ríkisstjórn- arinnar og ráðherra skipar þvi forstjóra. En sú skipnlagsbreyting Framh. á bls. 9 „HAGNYT’* JARÐEFNI VIÐ- TÆKT HUGTAK Tómas Tryggvason hóf mál sitt með því að hagtakið „hag- nýt“ jarðefni væri nokkuð víð- tækt, en breytinlegt þó, því að sama jarðefni gæti verið nothæft eða ónothæft eftir aðstæðunum til þess að notfæra sér þau.. Möl og sandur eru nú orðið notuð til akvegagerðar og stein- steypu og geta þannig að réttu kallast verðmæt jarðefni nú orð- ið. í vegi, götur og hafnarmann- virki á íslandi þarf um 2 rnillj. lesta af möl og grjóti árlega og árleg steypuefnisnotkun skiptir hundruðum þúsunda lesta. Notkun heita vatnsins fer jafnt og þétt vaxandi. Nú rnunu not- aðar um 10 millj. lesta af heitu vatni árlega á landinu, en hins- vegar eru notaðar árlega um 70 þús. lestir af steinkolum árlega. Annað eins eða meira af heitu vatni fer samt forgörðum. Hér eru því enn fyrir hendi miklir möguleikar á að notfæra sér jarð- hitann. Það má ekki gleyma mónum, sem löngum hefir verið notaður til eldsneytis. Móneyzlan hefir farið minnkandi sei'nustu árin og mun tæplega aukast aftur nema véltækni komi til. Mórinn og reiðingur hefir lítils háttar verið notaður til einangr- unar seinustu áratugina. Samt er það hverfandi í samanburði við vikur og gjall sem er notað í stöðugt vaxandi mæli til einangr- unar og bygginga. Engu að síður er notkun hraungrýtis enn á Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.